Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 26
26 7. júní 2012 FIMMTUDAGUR Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunveru- legt og tæmandi innihald. Byggða- stefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarks- forsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greini- lega að setja viðmið um lágmarks- bankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almanna- þjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasam göngur á vetr- um. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lág- marksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar ein- ingar? Lokað samstundis Tilefni þessara spurn- inga er lokun bankaútibús Lands bankans í Króks- fjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Lands- bankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur, áður Vest- fjarða, í Króksfjarðar- nesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðar laginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbank- anum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maí- mánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr úti- búinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvit- andi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt við- skipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Spari- sjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægð Ósvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvamms- tanga eða íbúa á Kirkju- bæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta geng- ur ekki; íbúar Reykhóla- hrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Pat- reksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þing- lýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Pat- reksfjörð frá Reykhól- um – segja allt sem segja þarf: Það er skilnings- leysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er eng- inn vilji til að setja sig inn í aðstæð- ur þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reyk- hólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Halldór Ólafsson, táknmáls-talandi nemandi í Framhalds- skóla Austur-Skaftafellssýslu, dregur upp Túlk í tösku í kennslu- stundum. Það er spjaldtölva tengd við túlkaþjónustu í gegnum Skype. Það sem kennararnir segja er túlkað og Halldór horfir á það í spjaldtölvunni. Halldór getur í krafti nýrrar tækni, og vegna þess að táknmáls- þjónusta hefur verið þróuð, notað tölvuna til að fletta upp merk- ingu tákna og horfa á námsefni á táknmáli. Mestu máli skiptir þó að íslenskt táknmál hefur hlotið opinbera viðurkenningu og er orðið jafnrétthátt íslensku í sam skiptum manna í millum. Það gerðist með gildistöku laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls þann 7. júní 2011. Það var tilfinninga- þrungin stund þegar lögin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingpallar voru þétt setnir og tár féllu bæði á þing- pöllunum og í þingsalnum. Staða íslenska táknmálsins Íslenskt táknmál er hefðbundið minnihlutamál og talað af litlum hópi. Táknmálstalandi fólk segist finna fyrir því að íslenskt táknmál hafi veika stöðu en viðurkenning táknmálsins muni styrkja það. Enn er þó langt í land. Um tvö þúsund manns, bæði heyrandi og heyrnar- lausir, nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta. Málið er ekki staðlað, það á sér ekkert ritmál og ekki er til grunnlýsing á málinu. Útbreiðsla þess er takmörkuð, til dæmis skortir á kunnáttu í íslensku táknmáli innan opinbera þjónustu- kerfisins. Það hefur þær afleiðingar að heyrnarlaust fólk nýtur í sumum tilvikum ekki eðlilegrar þjónustu. Íslendingar sem þurfa þess eiga að geta tileinkað sér íslenskt tákn- mál án hindrunar, notað það í dag- legu lífi sínu og litið á það sem móð- urmál sitt. Nánustu aðstandendur þeirra eiga einnig rétt á táknmál- snámi. Stjórnvöld skulu varðveita íslenskt táknmál, hlúa að því og styðja og tryggja að allir sem þurfa þess eigi kost á þjónustu á málinu. Menntamálaráðherra hefur skipað málnefnd um íslenskt táknmál sem hefur það hlutverk að vera stjórn- völdum til ráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál og stuðla að eflingu þess og notkun í íslensku þjóðlífi. Eftir tilkomu laganna eiga um 7-800 heyrnarlausir og heyrnar- skertir einstaklingar rétt á tákn- málskennslu og 5-6.000 vinir og vandamenn. Aðeins örlítið brot af þessum hópi nýtur nú réttar síns. Margir heyrnarlausir með viðbótar- fötlun fá til dæmis ekki aðgang að táknmáli eða í mjög takmörkuðum mæli. Flest börn sem fæðast heyrnar- laus fá kuðungsígræðslu. Markmið þeirrar tækni er að gefa börnum heyrn svo þau geti átt samskipti á íslensku. Börnin verða eftir sem áður heyrnarlaus og eiga rétt á því að alast upp við tvítyngi íslensks táknmáls og íslensku. Foreldrum og fjölskyldum stendur til boða að læra táknmál á helgarnámskeiðum. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar algengast að boðið sé upp á námið á vinnutíma og kostnaður við það greiddur af ríki og sveitar- félögum. Staða heyrnarlausra barna Heyrnarlaus börn á Íslandi eru í leikskóla með heyrandi börnum. Þar er lögð áhersla á máltöku á íslensku, oftast á kostnað íslenska táknmálsins. Hlíðaskóli er með táknmálssvið og býður upp á kennslu sem á að miða að tvítyngi nemenda. Flest heyrnarlaus börn eru skráð á táknmálssviðið en fá kennslu inni í bekk með heyrandi börnum. Nokkur börn ganga í almenna skóla og sum njóta þjón- ustu táknmálstúlka. Málumhverfi allra þessara barna er ófullnægj- andi. Oft búa þau við blendingsmál íslensku og táknmáls eða kennslu í og á íslensku á kostnað íslenska táknmálsins. Ekki hefur verið gert heildstætt kennsluefni til móður- málskennslu í grunnskólanámi og mjög lítið annað námsefni hefur verið gefið út á táknmáli. Engar formlegar kröfur hafa verið gerðar um menntun kennara barna, sem nota íslenskt táknmál til samskipta, hvorki í leikskóla né grunnskóla. Menntun í táknmáli Innan Hugvísindasviðs HÍ er boðið upp á menntun í íslensku tákn- máli og túlkun til BA-gráðu. Tákn- málsfræðin og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hafa með sér formlegt rannsókna- samstarf innan Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum. Unnið er að málfræðirannsóknum á setninga- fræði og tilbrigðum í málinu en einnig málþroskarannsóknum. Táknmálstalandi nemendur eru við nám í Háskóla Íslands í ýmsum greinum og stöðugt þróast ný svið innan íslenska táknmálsins. Tækni sem gerir Túlk í tösku mögulegan býður upp á fjöl margar nýjar lausnir. Á is.signwiki.org er námsefni í íslensku táknmáli, táknmálsorðabók, upplýsingaefni um íslenskt táknmál og samskipti á því, stutt námskeið og efni sér- staklega ætlað börnum. Vefurinn er aðgengilegur í gegnum snjall- síma, spjaldtölvur og venjulegar tölvur og verulegur ávinningur fyrir þá sem tala íslenskt táknmál. Það er skiln- ingsleysi, til- finningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til þess... Íslenskt táknmál – jafnrétthátt íslenskunni „Öllu er hagrætt í burtu“ Byggðastefna Svavar Gestsson fv. sendiherra Samfélagsmál Valgerður Stefánsdóttir formaður málnefndar um íslenskt táknmál Flest heyrnarlaus börn eru skráð á tákn- málssviðið en fá kennslu inni í bekk með heyrandi börnum. Sýslumaðurinn á Húsavík UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásgata 19, fnr. 216-7100, 675 Raufarhöfn, Norðurþingi, þingl. eig. skv. kaupsamningi, Jóhannes Helgi Einarsson, gerðarbeiðandi Norðurþing, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 11:00. Birkihraun 5, 228-7500, 660 Mývatnssveit, þingl. eig. Crumena ehf, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 12:00. Birkihrauni 7, fnr. 228-7776, 660 Mývatn, þingl. eig. Crumena ehf, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 11:30. Lautavegur 11, 230-9396, 650 Laugar, Þingeyjarsveit, þingl. eig. Crumena ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Húsavík, 6. júní 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.