Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 58
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is Sigur Tigers Woods á Memorial- móti Jacks Nicklaus um síðustu helgi var sögulegur fyrir margra hluta sakir. Tiger jafnaði þannig gestgjafann Nicklaus með 73. sigri sínum á PGA mótaröðinni, en þeir eru nú jafnir í öðru sæti listans yfir sigursælustu kylfinga allra tíma, á eftir Sam Snead sem sigraði á 82 PGA-mótum á ára- bilinu 1936 til 1965. Þetta var annar sigur Tigers á árinu, en hann vann einnig á Bay Hill-mótinu í mars síðast liðnum. Sigurinn um helgina þykir þó vísir að meiru þar sem hann þurfti að taka á öllu sínu. Þrír fuglar á síðustu fjórum holum lokahringsins, þar á meðal með ævintýralegri vippu úr karga beint í holu á sextándu. Þarna á lokahringnum þóttust margir spekingar sjá glitta í „gamla Tiger“ sem hefur verið týndur og tröllum gefinn frá Þakkargjörðardagshavaríinu ann- álaða. Hann lék sóknargolf af bestu sort, eins og hann á að sér að gera, og það sást best á fyrrnefndu höggi á sextándu holu. „Þetta var ótrúlegasta og áræðnasta högg sem ég hef séð,“ sagði Nicklaus. „Ég held að þegar allar aðstæður eru teknar með í reikninginn hafi ég aldrei orðið vitni að betra höggi.“ Dálkahöfundurinn og sjón- varpsmaðurinn Brandel Cham- blee lét til að mynda þau orð falla að Tiger væri „tvöfalt betri en nokkur annar kylfingur þó hann sé að spila á hálfum styrk.“ Væntingarnar eru því miklar fyrir Opna bandaríska mótið sem hefst í næstu viku. Þar gæti Tiger landað sínum fimmtánda risatitli, en Niclaus á enn metið með átján slíka. Eftir sigurinn á Bay Hill var Tiger í svipuðum aðstæðum þar sem Masters var á næsta leiti, en þar náði hann sér aldrei á strik. Hann sagðist slá mun betur núna en spurður hvort hann væri nú loks kominn til baka sagði hann einfaldlega: „Ég vann allavegana!“ Opna bandaríska mótið fer fram á Olympic-vellinum við San Fransisco dagana 14. til 17. júní. thorgils@frettabladid.is ■ Tiger komst upp í fjórða sæti heimslistans í golfi með sigrinum á Memorial. Hann hefur átt erfitt uppdráttar um langa hríð og datt meðal annars út af topp 50 á tímabili. ■ Tiger og Jack Nicklaus hafa nú báðir unnið 73 PGA-mót, en Tiger, sem er 36 ára, er 10 árum yngri en Nicklaus var þegar hann vann sitt síðasta mót, en það var Masters árið 1986. ■ Tiger hefur unnið 14 risamót, fjórum færri en Nicklaus. Tiger vann sitt síðasta risamót eftir goðsagnakennda úrslitarimmu við Rocco Mediate um sigur á Opna bandaríska á Pebble Beach árið 2004. Tiger, Nicklaus og risamótin: TIGER WOODS LOKS Á BEINU BRAUTINNI FYRIR US OPEN Tiger Woods hefur ekki verið betri frá örlagahaustinu 2009. Hann sigraði á Memorial-mótinu um síðustu helgi með frábærum tilþrifum. US Open hefst í næstu viku og þar gefst Tiger tækifæri til að toppa á ný. KOMINN Í FORM Tiger Woods vann glæstan sigur á Memorial-mótinu um síðustu helgi og fagnaði því vel. Hann þykir til alls líklegur á Opna bandaríska mótinu í næstu viku. NORDICPHOTOS/AFP Kjartan Dór Kjartansson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar setti glæsilegt vallarmet á Kirkjubólsvelli í Sandgerði síðast liðinn fimmtudag. Kjartan Dór spilaði á 66 höggum eða sex undir pari og fékk vallarmetið staðfest í gær af Guðmundi Einarssyni, fram- kvæmdastjóra GSG. Í samtali við Kylfing.is sagðist Kjartan Dór hafa stefnt að því að vera fimm höggum undir pari vallarins og það er óhætt að segja að það hafi gengið upp. Kjartan Dór setti met: Sló vallarmetið í Sandgerði BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Hann sigraði í mótinu Örninn golfverslun í Eimskips- mótaröðinni í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í mótinu Kärnten Golf Open sem hefst í Austurríki í dag. Mótið fer fram í Klagenfurt og er áttunda mót ársins á Áskorendamótaröð Evrópu. Þetta er annað erlenda mótið sem Birgir tekur þátt í en hann varð í 26. sæti í Allianz Open- mótinu sem haldið var í Frakk- landi um miðjan maí. Birgir varð í 62. sæti í Kärnten Golf Open- mótinu á síðustu leiktíð. Birgir Leifur er í 165. sæti á tekju- listanum. Birgir Leifur gerir víðreist: Hefur leik í Kärtnen í dag PI PA R\ TB W A · SÍ A · 11 21 74 b m va ll a .is Hágæða hráefni fyrir íslenskar aðstæður Í múrversluninni hjá BM Vallá geturðu gengið að fyrsta flokks vöru og þjónustu fyrir allt múrverk ásamt hágæðaflotefni sem hentar bæði til nýbyggingar sem og í endurflotun. Einnig býður BM Vallá uppá StoCrete flotefni. BM Vallá hefur um árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingarvörumarkað. Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Góður múr er grundvallaratriði 80 17KARLAR eru skráðir í Egils Gull mótið sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina. Mótið er hluti af Eimskips- mótaröðinni. Þó 80 séu skráðir fá einungis 63 keppnisrétt. KONUR eru skráðar til leiks í Egils Gull mótið sem fer fram í Eyjum. Hámarksfjöldi í kvennaflokki er 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.