Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 56
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR48
Borgunar-bikar karla:
Fram-Haukar 5-4 (1-1, 1-1)
1-0 Steven Lennon (68.), 1-1 Hilmar Trausti
Arnarsson, víti (90.).
Keflavík-Grindavík 0-1
0-1 Alex Freyr Hilmarsson (31.).
Augnablik-Höttur 1-4
0-1 Óttar Steinn Magnússon (19.), 0-2 Friðrik Ingi
Þráinsson (49.), 0-3 Stefán Þór Eyjólfsson (66.),
0-4 Elvar Þór Ægisson (85.), 1-4 Höskuldur Gunn-
laugsson (90.+3).
Dalvík/Reynir-Reynir S. 1-3
1-0 Bessi Víðisson (26.), 1-1 Guðmundur Gísli
Gunnarsson (29.), 1-2 Jens Elvar Sævarsson (52.),
1-3 Michael Jónsson (75.)
KA-Fjarðabyggð 2-0
1-0 Brian Gilmour (72.), 2-0 Brian Gilmour (87.).
Víkingur R.-Fjölnir 2-0
1-0 Kristinn Jóhannes Magnússon (10.), 2-0
Hjörtur Júlíus Hjartarson (33.).
Leiknir R.-Þróttur R. 1-2
1-0 Kristján Páll Jónsson (20.), 1-1 Guðfinnur Þórir
Ómarsson (70.), 1-2 Oddur Björnsson (86.).
LEIKIR DAGSINS:
KFS - KB kl. 18.00
Þróttur V. - Afturelding kl. 19.15
Selfoss - Njarðvík kl. 19.15
Stjarnan - Grótta kl. 19.15
ÚRSLIT
Knattspyrnuskóli
Hermanns Hreiðarssonar
og Soccerade
Námskeið kl.9-13: Aldur: Verð:
1. námskeið 11.-15. júní 11-13 ára (‘99-‘01) 16.000 kr.
2. námskeið 18.-22. júní 14-16 ára (’96-’98) 16.000 kr.
Kennarar við skólann eru Hermann Hreiðarsson, Nigel Quashie,
ásamt leikmönnum meistaraflokks karla hjá ÍR og leynigestum.
Skráning er í fullum gangi á www.ir.is eða á skrifstofu í síma 587 7080.
Seafolly línan er ko
min í verslanir CINTAMA
NI í
Austurhrauni 3 og
Bankastræti 7
Flipflops 3.900
Töskur frá 6.900
Cintamani Austurhraun 3
mán-fös. 10- 18
lau-sun. 11 -14
S. 533 3800
Cintamani Bankastræti 7
alla daga 9-22
S. 533 3390
Alvöru áhöld og tæki
í garðinn og sumarbústaðinn
ÞÓRHF
Krókhálsi 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 461-1070
www.thor.is
FÓTBOLTI Pepsi-deildarlið Fram
skreið í sextán liða úrslit bikars-
ins í gær með sigri á 1. deildar liði
Hauka eftir vítaspyrnukeppni.
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega
en það voru gestirnir úr Haukum
sem byrjuðu leikinn betur og
voru nálægt því að komast yfir
í byrjun leiks. Framarar fengu
einnig gott færi til þess að komast
yfir um miðjan hálfleikinn en inn
vildi boltinn ekki. Það var í raun
það eina markverða sem gerðist í
annars hörmulegum fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var lítið
fyrir augað eins og sá fyrri en
Frömurum tókst loksins að komast
yfir á 62. mínútu. Þar var að verki
Steven Lennon en hann náði
að koma boltanum í netið eftir
barning í teignum.
Nokkuð fjaraði undan leiknum
á næstu mínútum en Haukar settu
nokkuð þunga pressu á Framara í
lok leiks. Það skilaði svo árangri
þegar það voru komnar fjórar mín-
útur framyfir venjulegan leiktíma.
Þá var brotið á leikmanni liðsins
innan teigs og dómarinn benti
umsvifalaust á punktinn. Hilmar
Trausti Arnarsson, fyrirliði
liðsins fór á punktinn og skoraði
af öryggi. Leikurinn því á leið í
framlengingu.
Leikurinn hélt áfram að vera
leiðinlegur og fyrri hálfleikur
framlengingar var jafn bragðlaus
og leikurinn sjálfur. Þetta var
hrútleiðinlegt en mikil spenna
í loftinu sem bætti upp fyrir
leiðindin. Lítið gerðist í seinni
hálfleik og því varð að grípa til
vítaspyrnukeppni.
Þar klúðraði Fram bara einni
spyrnu en Haukar tveimur.
Almarr Ormarsson skoraði úr
lokaspyrnunni og Framarar sluppu
með skrekkinn. - shf
Dramatík í leik Fram og Hauka í Laugardalnum:
Fram vann Hauka eft-
ir vítaspyrnukeppni
BARÁTTA Það var lítið um góð tilþrif í leik Fram og Hauka en þeim mun meira um
baráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Grindavík vann góðan 1-0
sigur á Keflavík í 32 liða úrslitum
Borgunarbikarsins í gær. Alex
Freyr Hilmarsson skoraði sigur-
markið á 31. mínútu. Grinda-
vík hélt hreinu í leiknum en liðið
hefur verið að fá á sig mörg mörk
í sumar.
Fyrri hálfleikur var opinn og
skemmtilegur og hefðu bæði lið
getað bætt við mörkum. Grinda-
vík þétti varnarleik sinn í seinni
hálfleik og Keflavík skapaði sér fá
færi en fékk þó eitt skömmu fyrir
leikslok og því fór sem fór.
„Þetta var langþráður sigur og
góður sigur,“ sagði Guðjón Þórðar-
son, þjálfari Grindavíkur, kátur í
leikslok en þetta var fyrsti sigur
Grindavíkur á leiktíðinni.
„Við nálguðumst leikinn af
ákveðni og skoruðum gott mark í
fyrri hálfleik. Liðið á hrós skilið
fyrir að klára leikinn á faglegan
hátt.”
Grindvíkingar þéttu raðirnar
enn frekar í vörninni í síðari hálf-
leik og gáfu ákaflega fá færi á sér.
Keflvíkingar rembdust eins og
þeir gátu við að opna vörn Grinda-
víkur en það gekk ekki að þessu
sinni.
„Það lá ljóst fyrir að ef við
myndum halda hreinu í seinni
hálfleik tryggði það okkur sigur.
Við reyndum samt til þrautar. Ég
hafði trú á að Keflvíkingar myndu
ógna okkur og þeir gerðu það svo
sannarlega. Á endanum var þetta
samt öruggur sigur,“ sagði Guð-
jón að lokum en hann var búinn
að bíða lengi eftir sigrinum og nú
loks hafa Grindvíkingar eitthvað
til þess að byggja á.. - gmi
Ekkert gengur hjá Keflvíkingum þessa dagana sem töpuðu á heimavelli í gær:
Fyrsti sigur Grindvíkinga í sumar
LOKSINS SIGUR Pape Faye og félagar í
Grindavík gátu loksins fagnað í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI