Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 56
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR48 Borgunar-bikar karla: Fram-Haukar 5-4 (1-1, 1-1) 1-0 Steven Lennon (68.), 1-1 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (90.). Keflavík-Grindavík 0-1 0-1 Alex Freyr Hilmarsson (31.). Augnablik-Höttur 1-4 0-1 Óttar Steinn Magnússon (19.), 0-2 Friðrik Ingi Þráinsson (49.), 0-3 Stefán Þór Eyjólfsson (66.), 0-4 Elvar Þór Ægisson (85.), 1-4 Höskuldur Gunn- laugsson (90.+3). Dalvík/Reynir-Reynir S. 1-3 1-0 Bessi Víðisson (26.), 1-1 Guðmundur Gísli Gunnarsson (29.), 1-2 Jens Elvar Sævarsson (52.), 1-3 Michael Jónsson (75.) KA-Fjarðabyggð 2-0 1-0 Brian Gilmour (72.), 2-0 Brian Gilmour (87.). Víkingur R.-Fjölnir 2-0 1-0 Kristinn Jóhannes Magnússon (10.), 2-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson (33.). Leiknir R.-Þróttur R. 1-2 1-0 Kristján Páll Jónsson (20.), 1-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson (70.), 1-2 Oddur Björnsson (86.). LEIKIR DAGSINS: KFS - KB kl. 18.00 Þróttur V. - Afturelding kl. 19.15 Selfoss - Njarðvík kl. 19.15 Stjarnan - Grótta kl. 19.15 ÚRSLIT Knattspyrnuskóli Hermanns Hreiðarssonar og Soccerade Námskeið kl.9-13: Aldur: Verð: 1. námskeið 11.-15. júní 11-13 ára (‘99-‘01) 16.000 kr. 2. námskeið 18.-22. júní 14-16 ára (’96-’98) 16.000 kr. Kennarar við skólann eru Hermann Hreiðarsson, Nigel Quashie, ásamt leikmönnum meistaraflokks karla hjá ÍR og leynigestum. Skráning er í fullum gangi á www.ir.is eða á skrifstofu í síma 587 7080. Seafolly línan er ko min í verslanir CINTAMA NI í Austurhrauni 3 og Bankastræti 7 Flipflops 3.900 Töskur frá 6.900 Cintamani Austurhraun 3 mán-fös. 10- 18 lau-sun. 11 -14 S. 533 3800 Cintamani Bankastræti 7 alla daga 9-22 S. 533 3390 Alvöru áhöld og tæki í garðinn og sumarbústaðinn ÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is FÓTBOLTI Pepsi-deildarlið Fram skreið í sextán liða úrslit bikars- ins í gær með sigri á 1. deildar liði Hauka eftir vítaspyrnukeppni. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en það voru gestirnir úr Haukum sem byrjuðu leikinn betur og voru nálægt því að komast yfir í byrjun leiks. Framarar fengu einnig gott færi til þess að komast yfir um miðjan hálfleikinn en inn vildi boltinn ekki. Það var í raun það eina markverða sem gerðist í annars hörmulegum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var lítið fyrir augað eins og sá fyrri en Frömurum tókst loksins að komast yfir á 62. mínútu. Þar var að verki Steven Lennon en hann náði að koma boltanum í netið eftir barning í teignum. Nokkuð fjaraði undan leiknum á næstu mínútum en Haukar settu nokkuð þunga pressu á Framara í lok leiks. Það skilaði svo árangri þegar það voru komnar fjórar mín- útur framyfir venjulegan leiktíma. Þá var brotið á leikmanni liðsins innan teigs og dómarinn benti umsvifalaust á punktinn. Hilmar Trausti Arnarsson, fyrirliði liðsins fór á punktinn og skoraði af öryggi. Leikurinn því á leið í framlengingu. Leikurinn hélt áfram að vera leiðinlegur og fyrri hálfleikur framlengingar var jafn bragðlaus og leikurinn sjálfur. Þetta var hrútleiðinlegt en mikil spenna í loftinu sem bætti upp fyrir leiðindin. Lítið gerðist í seinni hálfleik og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar klúðraði Fram bara einni spyrnu en Haukar tveimur. Almarr Ormarsson skoraði úr lokaspyrnunni og Framarar sluppu með skrekkinn. - shf Dramatík í leik Fram og Hauka í Laugardalnum: Fram vann Hauka eft- ir vítaspyrnukeppni BARÁTTA Það var lítið um góð tilþrif í leik Fram og Hauka en þeim mun meira um baráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Grindavík vann góðan 1-0 sigur á Keflavík í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigur- markið á 31. mínútu. Grinda- vík hélt hreinu í leiknum en liðið hefur verið að fá á sig mörg mörk í sumar. Fyrri hálfleikur var opinn og skemmtilegur og hefðu bæði lið getað bætt við mörkum. Grinda- vík þétti varnarleik sinn í seinni hálfleik og Keflavík skapaði sér fá færi en fékk þó eitt skömmu fyrir leikslok og því fór sem fór. „Þetta var langþráður sigur og góður sigur,“ sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari Grindavíkur, kátur í leikslok en þetta var fyrsti sigur Grindavíkur á leiktíðinni. „Við nálguðumst leikinn af ákveðni og skoruðum gott mark í fyrri hálfleik. Liðið á hrós skilið fyrir að klára leikinn á faglegan hátt.” Grindvíkingar þéttu raðirnar enn frekar í vörninni í síðari hálf- leik og gáfu ákaflega fá færi á sér. Keflvíkingar rembdust eins og þeir gátu við að opna vörn Grinda- víkur en það gekk ekki að þessu sinni. „Það lá ljóst fyrir að ef við myndum halda hreinu í seinni hálfleik tryggði það okkur sigur. Við reyndum samt til þrautar. Ég hafði trú á að Keflvíkingar myndu ógna okkur og þeir gerðu það svo sannarlega. Á endanum var þetta samt öruggur sigur,“ sagði Guð- jón að lokum en hann var búinn að bíða lengi eftir sigrinum og nú loks hafa Grindvíkingar eitthvað til þess að byggja á.. - gmi Ekkert gengur hjá Keflvíkingum þessa dagana sem töpuðu á heimavelli í gær: Fyrsti sigur Grindvíkinga í sumar LOKSINS SIGUR Pape Faye og félagar í Grindavík gátu loksins fagnað í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.