Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 54
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is ÍSLAND VERÐUR MEÐ BOÐSUNDSVEIT Á ÓL Í LONDON en það fékkst staðfest í gær. Árangur kvennaliðsins í 4x100 metra fjórsundi á EM skilaði liðinu til London. Í sveitinni eru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eva Hannesdóttir. Traust og framsækið fyrirtæki leitar af duglegum og heiðarlegum söluráðgjafa, með einstaka hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði , drifkraftur og skipulögð vinnubrögð eru góðir eiginleikar. Þarf að geta unnið í hóp á vandkvæða. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir ásamt Starfsferilsskrá sendist á trausti@sparnadur.is BIFREIÐASTJÓRAR ÓSKAST! Vegna aukinn verkefna þurfum við að bæta við okkur bifreiðastjórum í sumarafleysingar. Umsóknarfrestur er til 17. júní 2012. Senda skal inn umsóknir á tölvupóstfangið runar@allrahanda.is. Nánari upplýsingar um starfið gefur Rúnar Garðarsson í síma: 540 1303. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Menntunar- og hæfniskröfur: • Rútupróf • Góð framkoma og rík þjónustulund • Góð tungumálakunnátta æskileg • Stundvísi og öguð vinnubrögð HANDBOLTI „Liðið var tíu sekúndum frá því að falla. Þetta leit hræði- lega út en hafðist sem betur fer,“ segir Róbert sem fylgdist með gangi mála í lokaumferð frönsku deildarinnar á netinu í síðustu viku. Parísarliðið tapaði sínum leik og því mátti Istres ekki vinna sigur á Ivry í lokaumferðinni. Annars félli Parísarliðið í næst efstu deild. „Við getum þakkað þjálfara Ivry fyrir að hafa tekið byrjun- arliðsmennina út af og sett vara- mennina inn á því þeir jöfnuðu leikinn,“ sagði Róbert en Ivry var tveimur mörkum undir þegar mínúta lifði leiks og hafði að engu að keppa. Engu að síður jöfn- uðu sprækir varamenn metin og Róbert gat andað léttar. „Við þurfum að splæsa á þá kampavíni,“ segir Róbert hæst- ánægður með frammistöðu vara- manna Ivry. Tveir fyrir einn tilboð Auk Róberts gekk landsliðs- maðurinn Ásgeir Örn Hallgríms- son til liðs við Parísarliðið og Róbert segir að það hafi ekki verið nein tilviljun. „Ég sagði við þá að ég kæmi ekki nema Konni kóngur (Ásgeir Örn) kæmi og hann sagðist ekki koma nema þessi feiti kæmi. Þetta var tveir fyrir einn pakki,“ segir Róbert og nýtir tækifærið til að skjóta viðurnefni á liðsfélaga sinn og gera grín að sjálfum sér um leið. Katar Sport Investment, sömu aðilar og tóku yfir knattspyrnu- félagið Paris Saint-Germain, tryggðu sér um helgina 100 pró- senta eignarhlut í handboltalið- inu. Reiknað er með því að nýju eigendurnir dæli fjármagni í handboltaliðið líkt og þeir hafa gert með PSG. „Við vissum það svo sem þegar við skrifuðum undir í febrúar að til stæði að það kæmu inn sterkir aðilar. Við vissum reyndar ekki nákvæmlega hverjir það voru en það kom í ljós á sunnudaginn,“ segir Róbert og reiknar með því að Paris Handball taki upp nafnið PSG og allt verði undir sama hatti. „Þetta er allt saman á sama svæðinu og ég held þeir ætli að byggja upp íþróttaveldi eins og eru á Íslandi. Eitt lið með margar íþróttagreinar,“ segir Róbert sem telur að liðið muni aðallega styrkja sig með frönskum leikmönnum. „Það finnst mér mjög jákvætt, svipað og AG Kaupmanna- höfn gerir. Byggja liðið á kjarna heimamanna og svo útlend- ingum í kring,“ segir Róbert en auk Íslendinganna hefur Serbinn Mladen Bojinovic gengið til liðs við félagið. Þá er hinn örvhenti Luc Abalo þrálátlega orðaður við Parísar liðið. „Bojinovic hefur spilað lengi í Frakklandi svo hann telst varla sem útlendingur. Fyrir utan mig og Ásgeir Örn eru þetta bara Frakkar.“ Margir færir þjálfarar hafa verið orðaðir við franska félagið. Róbert telur að það muni skýrast á allra næstu dögum hver taki við liðinu. Róbert hefur litlar skoðan- ir á þjálfaramálunum. Aðalatriðið sé að fá að spila. „Ég vona að nýr þjálfari geti notað mig. Ég fagna nýju ævin- týri og er virkilega spenntur eins og Konni að fara til Parísar. Við hlökkum til að spila, prófa eitt- hvað nýtt og nýjustu fregnir af félaginu skemma ekki fyrir,“ segir Róbert sem brosir í kampinn spurður hvort hann hefði kvatt Rhein Neckar-Löwen með sökn- uði eða ekki. Róbert hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu í vetur enda hörð samkeppni við Norð manninn Bjarte Myrhol. „Ég felldi ekki mörg tár,“ svaraði línumaðurinn og hló. kolbeinntumi@365.is ÉG FELLDI EKKI MÖRG TÁR Eftir mikla bekkjarsetu hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi hefur Róbert Gunnarsson gengið til liðs við franska félagið Paris Handball. Minnstu munaði að Parísarliðið félli úr efstu deild en það ætlar sér stóra hluti næsta vetur. HOLLENDINGAR HANDAN VIÐ HORNIÐ Róbert og félagar í íslenska landsliðsinu mæta Hollendingum í undankeppni HM. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? IÐNAÐARRYKSUGUR Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ryk/blautsuga Drive ZD10- 50L 1000W, 50 lítrar 27.900,- Ryk/blautsuga Drive ZD98A- 2B 2000W, 70 lítrar 42.890,- Drive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar 6.990,- Arges HKV-100GS15 1000W, 15 lítrar 21.900,- BOLTAVAKTIN Staða og úrslit leikja í beinni FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag FÓTBOLTI Kári Árnason veltir fyrir sér næsta áfangastað en samn- ingur landsliðsmannsins við skoska félagið Aberdeen rann út um mánaðamótin. Kára var vel tekið í Skotlandi og þótti standa sig afar vel. Stuðningsmenn Aberdeen vildu ólmir halda Kára en félagið hafði ekki fjárráð til þess. „Aberdeen mætti ekki þeim launakröfum sem ég gerði í janúar. Þeir reyndu þó að halda mér og buðu mér besta samning sem þeir gátu boðið,“ segir Kári og bætir við að félagið hafi reynt eftir fremsta megni að klára samninginn en það hafi á endanum dottið upp fyrir. „Í örvæntingu sinni fékk knatt- spyrnustjórinn tvær gamlar kemp- ur til liðsins í janúar til að leysa okkur af hólmi ef við skyldum fara. Svo var ráðstöfunarfé stjórans skorið við nögl og ekkert eftir til að halda mér,“ segir Kári og skilja má orð hans þannig að hann hafi lækkað launakröfur sínar þegar leið að lokum keppnistímabilsins. „Ég er með eitt tilboð á borðinu og veit af áhuga hjá öðru félagi en þetta er spurning um að stökkva á það sem er í hendi eða bíða og sjá. Þetta er erfið staða,“ segir Kári sem dvelur á Íslandi þessa dagana og slakar á. Kári segir margt spennandi við tilboðið sem býðst honum. Félagið sé ekki það stærsta en hafi byggt nýjan leikvang og ætli sér stóra hluti á skömmum tíma. „Þetta er verkefni sem gæti verið mjög skemmtilegt,“ segir Kári sem segir málið skýrast á næstu dögum. „Svo eru strákar að fara til Kína og það er deginum ljósara hvers vegna. Mér hefur ekki boðist að fara til Kína en ef það byðist myndi ég vafalítið taka því,“ segir Kári og hlær. Kári stóð vaktina í vörn íslenska landsliðsins í æfingaleikjunum gegn Frökkum og Svíum í lok maí. Kári hefur þó að mestu spilað sem miðjumaður undanfarin ár líkt og lengst af ferlinum. „Það hafa allir þjálfarar, allt frá því Sigurður Jónsson þjálfaði mig hjá Víkingi, sagt mér að þeir vildu nota mig sem miðvörð. Það hefur hins vegar ævinlega þróast þannig að liðin hafa verið í basli á miðjunni og ég hafnað þar líkt og hjá Plymouth og Aberdeen,“ segir Kári sem segist munu enda sem miðvörður. - ktd Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er án félags og skoðar sína möguleika: Gæti vel hugsað mér að spila í Kína HVAÐ NÆST? Kári Árnason verður ekki áfram hjá Aberdeen og framtíðin er óráðin. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.