Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 7. júní 2012 21 Útvegsmenn hafa reitt hátt til höggs undanfarnar vikur og kosta nú óbilgjarnan og vill- andi áróður gegn áformum lög- lega kjörinna stjórnvalda um að breyta stjórn fiskveiða og inn- heimta eðlilegt og réttlátt veiði- gjald af útgerðum fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Fyrir síðustu helgi ákvað for- ysta Landssambands íslenskra útvegsmanna að hvetja félagsmenn til að brjóta lög um stéttar- félög og vinnudeilur og halda skipum sínum í höfn að loknum sjó- mannadeginum. Í umræddum lögum segir orðrétt: „Óheim- ilt er og að hefja vinnu- stöðvun: Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnar- völdin til að fram- kvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnar völdin eru aðili sem atvinnurekandi.“ Lög, sem sett eru af Alþingi, verða og eiga að ná jafnt yfir alla. Útgerðarmenn standa ekkert ofar landslögum þótt þeir hafi ef til vill vanist því um áratuga skeið að fara sínu fram í krafti Sjálfstæðisflokksins og Morgun- blaðsins sem þeir hafa nú eignast og gert að fréttabréfi sínu. Þeir ætla seint að sætta sig við þá einföldu staðreynd að auð- lindir hafsins hér við land eru eign þjóðarinnar og kjörnir full- trúar hennar hafa umboð til þess að ráðstafa henni. Sanngjarnt gjald til þjóðarinnar Á frumvörpunum tveimur um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, sem nú er deilt um á Alþingi, hafa verið gerðar margvíslegar breyt- ingar. Tillit hefur verið tekið til athugasemda og umsagna og flestar eru breyt- ingarnar út gerðar fé- lögunum til hagsbóta. Þar á meðal hefur hið sérstaka veiðigjald verið lækkað umtals- vert frá því sem upp- haflega var lagt til og er nú ráðgert að tekjur almennings af veiði- gjöldum verði um 15 milljarðar króna í góð- æri sjávarútvegsins. Meðfylgjandi tafla sýnir meira góðæri greinarinnar undan- farin 4 ár en forkólfa LÍÚ gat dreymt um haustið 2008 þegar fjármálakerfið íslenska hrundi að mestu. Það er einkennilegt við þessi skilyrði að hlusta á stjórnarand stæðinga á Alþingi hamast gegn réttlátu veiðigjaldi og taka undir rakalausar og for- hertar dómsdagsspár sumra útvegsmanna. Ég get full vissað þá um að íslenskur sjávarút- vegur þolir ágætlega að greiða 15 milljarða króna til samfé lagsins af áætlaðri 78 milljarða króna framlegð (EBIDTA) á þessu ári. Eftir sitja 63 milljarðar sem er langt umfram meðaltalsframlegð sjávarútvegsins síðustu 10 árin. Laun sjómanna og uppbygging á landsbyggðinni Útgerðarmenn hafa sagst geta greitt hærra veiðigjald þegar á þá hefur verið gengið en hafa samt verið ófáanlegir til þess að lýsa því hversu hátt gjaldið megi vera. Afkomutölurnar tala hins vegar sínu máli og sýna að 15 milljarðar króna hljóta að teljast sanngjarnt gjald fyrir nýtingar- réttinn. Ljóst er enn fremur að sér- stakt veiðigjald, sem ræðst af afkomu greinarinnar, verður ávallt aðeins brot af því gjaldi sem útgerðarmenn hafa greitt hverjir öðrum í kvótavið skiptum sín á milli eða þegar þeir hafa leigt til sín aflaheimildir af hand höfum veiðiheimildanna. Þá þykir mörgum útvegsmönnum sjálfsagt að innheimta af leigu- liðunum 200 til 300 krónur fyrir þorskkílóið. Nú kveinka þeir sér undan gjaldi sem verður varla hærra en 40 krónur fyrir þorsk- ígildiskílóið. Auk þess er ætlunin nú að ívilna útgerðum sem mjög eru skuldsettar vegna kvóta- kaupa eða sem nemur árlega 1,5 milljörðum króna næstu árin. Auk þess eru allar smærri útgerðir undanþegnar sérstaka veiðigjaldinu eða um helmingur útgerða í landinu. Þeir hafa líka haldið því fram að hærra veiðigjald bitni á kjörum sjómanna. Þetta hefur verið hrakið. Launakostnaður er frádráttarbær eins og annar rekstrarkostnaður og er því ekki hluti af þeim stofni sem veiði- gjaldið er reiknað af. Eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir er ætlunin að nota 17 millj- arða króna af veiðigjaldi næstu þriggja ára til að fjármagna fjár- festingaáætlun fyrir Ísland 2013- 2015. Þar er m.a. gert ráð fyrir nýjum Herjólfi og fram kvæmdum í Landeyjahöfn. Einnig á að hraða gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðar- ganga og efla ný sköpun, skapandi greinar, atvinnuþróun og sóknar- áætlanir landshlutanna. Útvegs- menn ættu að vera stoltir yfir því að geta tekið þátt í slíkri uppbygg- ingu innviða samfélagsins með löglega kjörnum stjórnvöldum í stað þess að reiða til höggs gegn svo auðsjáanlegum almannahags- munum Íslendinga. Útgerðar- menn standa ekkert ofar landslögum þótt þeir hafi ef til vill vanist því um áratuga skeið að fara sínu fram í krafti Sjálfstæðis- flokksins … gönguskór fást í verslunum 20% R kynningarafsláttur Bankastræti 10 Kringlan Smáralind www.zo-on.is Sérstök skókynning fimmtudaginn 7.júní í verslun ZO-ON Smára- lind. Milljarðar ISK Raun Spá 2008 2009 2010 2011S 2012S Tekjur greinarinnar, útflutningsverðmæti 173,7 205,1 220,2 256,0 276,5 % breyting 18,1% 7,3% 16,3% 8,0% EBITDA 47,6 63,3 63,6 75,0 78,0 EBITDA % 27,4% 31,0% 28,9% 29,3% 28,2% Heildarskuldir 564 564 500 440 390 Eigið fé -60 27 59 120 160 VLF, verg landsframleiðsla 1.482 1.498 1.537 1.640 1.763 Útflutningsverðmæti sjávarf./VLF 11,7% 13,7% 14,3% 15,6% 15,7% Sjávarútvegur Þegar hátt er reitt til höggs Sjávarútvegsmál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra AF NETINU Staðan Framboð Þóru geldur fyrir hvað það virkar stefnulaust – það er nánast eins og stuðningsmenn hennar hafi haldið að það væri nóg að sýna frambjóðandann. Meðan þetta er svona reikult eru varla horfur á öðru en að fylgi Þóru haldi áfram að dala. Hún hefur líka verið í hlutverki spyrils í sjónvarpi – það er ekki endilega auðvelt að fara úr þeirri rullu yfir í hlutverk þess sem svarar. Herdís Þorgeirsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson eiga varla mikla möguleika, en það vekur samt athygli að boðskapur þeirra virðist vera hnitmiðaðri en Þóru og það er ekki ólíklegt að þau sæki á nú síðustu vikurnar fyrir kosningar. http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Smala þrælum til skítverka Kvótagreifar hyggjast smala sjó- mönnum sínum um borð í skip í nótt og sigla með þá til Reykja- víkur. Til að láta þá mótmæla nýjum kvótalögum á morgun á Austurvelli. Í fyrsta sinn í sögu landsins er fólki smalað til úti- fundar að hætti einræðisherra og harðstjóra. Ákvörðunin er gott dæmi um æði greifanna, yfirgang og frekju. Sjómenn þora auð- vitað ekki annað en að láta smala sér um borð. Annars mundu þeir missa plássið. Þetta verður aumasta stundin í sögu íslenzkrar alþýðu, þegar sjómenn láta skipa sér að steyta hnefann í átt til löggjafans. Greifarnir eru vanir að hafa fólk á kaupi til allra skítverka. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.