Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 62
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR54 SUMARFRÍIÐ „Í sumar ætla ég að vinna í Há- skóla unga fólksins. Hlaupa, lesa, tana, grilla, ganga, hitta skemmti- legt fólk, flytja, hugsa, vera foringi í sumarbúðum og drekka ískalt hvítvín (tvö síðustu atriðin geri ég hvort á sínum tíma).“ Björg Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Háskóla Íslands og pistlahöfundur. „Þetta lag er til heiðurs þeim sem hafa byggt upp þetta félag í gegnum árin,“ segir Eysteinn Hauksson, þjálfari 1. deildarliðs Hattar frá Egilsstöðum, um nýtt stuðningsmannalag liðsins. Það kallast Hött upp á topp og er íslensk útgáfa af Man on the Moon með R.E.M., uppáhaldslagi Eysteins, sem íslenskaði einmitt textann. „Ætli ég sé ekki búinn að heyra það mörg þúsund sinnum. Mér finnst það betra og betra í hvert skipti sem ég heyri það.“ Sjálfur Bjarni Fel var Hattar- mönnum til halds og trausts í laginu með mörg af sínum frægu orðatiltækjum. „Bjarni er í rauninni partur af þessari nostalgíu. Lagið væri ekki helm- ingurinn af því sem það er ef hann væri ekki þarna,“ segir Eysteinn. Hött upp á topp er þriðja stuðn- ingsmannalag Hattar á skömmum tíma. Áður hafa komið út lögin Höttur, sem er íslensk útgáfa af Love Hurts með Nazareth og einnig endurgerð útgáfa af Hattarlaginu, sem er aðalstuðn- ingsmannalag liðsins. Annar íþróttafréttamaður, Guðmundur Benediktsson, las einmitt inn á það lag. „Hann er Bjarni Fel kynslóðarinnar í dag,“ fullyrðir Eysteinn. Hægt er að hlusta á öll þrjú lögin á vegg Facebook-síðunnar Höttur Rekstrarfélag. - fb Til heiðurs goðsögnum Hattar HATTARMENN Eysteinn Hauksson (til vinstri) ásamt Hafþóri Mána Vals- syni sem annaðist endurútgáfuna á Hattarlaginu. „Þeir hafa verið að spá hvort þeir verði frægir eða fái eitthvað borgað,“ segir Hadda Björk Gísladóttir, móðir átta ára drengs sem fékk ásamt vini sínum að prófa fyrirsætuhlut- verkið um hvítasunnuhelgina. Fyrirsæturnar ungu eru vinirnir Sigurður Snorri Hauksson og Sölvi Þorkelsson og var myndatakan fyrir 25 ára afmælisrit hins ítalska Marie Claire sem kemur út í október. Hadda og eiginmaður hennar Haukur Snorrason reka ferðaskrifstofuna Iceland Photo Tours og sérhæfa sig í ljósmynda- ferðum fyrir erlenda ljósmyndara. Í lok maí tóku þau á móti níu manna tökuliði frá Marie Claire og fór myndatakan að hluta til fram í gistihúsi þeirra hjóna, Hrifunes Guesthouse. „Strákarnir höfðu verið að renna sér á rassinum niður moldarbarð og voru sem nýdregnir upp úr fjóshaug þegar ljósmynd- ararnir stungu upp á því að fá þá lánaða á nokkrar myndir. Ég ætlaði að setja þá í hrein föt en þeir neituðu og sögðu þá fullkomna.“ Höddu þótti undarlegt að ljósmyndararnir völdu að hafa strákana grútskítuga sem og að velja sér tökustað í hálfgerðum ruslahaugi. „Við vorum að steypa skemmugólfið hjá okkur og allt draslið var út á hlaði. Þetta fannst tökuliðinu hentugur bakgrunnur en hann var alveg andstæða við fyrirsætuna sem tiplaði um í bleiku blúndupilsi og kápu.“ Drengirnir tóku þátt í tveimur mynda tökum en ekki er vitað fyrir víst hvort þeir birtist á síðum ítalska Marie Claire. „Töku liðið var allavega yfir sig hrifið af þeim og þeir stóðu sig mjög vel,“ segir Hadda. - hþt Átta ára í myndatöku fyrir Marie Claire UNGAR FYRIRSÆTUR Sigurður og Sölvi stilla sér upp fyrir tökuliðið sem kom frá Búlgaríu, Ítalíu og Frakk- landi. MYND/HAUKUR SNORRASON „Ég hringi bara á bóndabæi og spyr hvort ég megi koma í heim- sókn með tónlistarfólk og halda tónleika í stofunni hjá fólkinu,“ segir Bubbi Morthens um nýja þætti sína sem ganga undir vinnu- heitinu Beint frá býli. Í þáttunum heimsækir Bubbi sveitabæi um allt land í einn dag og kynnir sér lífið og starfið á bæjunum. Í lok dagsins koma svo landsþekktir tónlistarmenn og halda tónleika fyrir ábúendur í stofunni þeirra. „Tónlista r- mennirnir þurfa að laga sig að aðstæðunum hverju sinni en við höldum tónleikana bara inni í stofu, sama hversu lítil stofan er. Það er alveg mergjað að upplifa stemninguna þegar Björgvin Hall- dórsson er að syngja fyrir bóndann og bóndakonuna sem sitja í meters fjarlægð frá honum eða þegar Jónas og ritvélar fram tíðarinnar, sem er tíu manna hljómsveit, spilar fyrir fimm áheyrendur. Ábúendur sitja bara heima hjá sér með breið bros og fá einka- tónleika frá þekktustu og bestu hljómlistar mönnum þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara geðveikt og allir í skýjunum, bæði tónlistar- mennirnir og áheyrendurnir,“ segir Bubbi. Hugmyndin að þáttunum er frá Bubba sjálfum komin. „Ég bý í sveit svo ég veit hvað íslenskir bændur eru að gera stórkostlega hluti og ég vil reyna að deila því með fólki,“ segir hann. Þættirnir verða sjö talsins og í þeim skoðar Bubbi það líka hvernig bænda- menningin hefur breyst í áranna rás en margir bændur hafi fært sig úr búmennsku yfir í ferða- mennsku. „Um daginn vorum við að taka upp á einum bæ þar sem bóndinn sagðist vera barnabóndi því hann tekur við svo mörgum börnum í heimsókn til sín. Mér fannst það alveg geðveikislega fal- legt orð. Sjálfur er ég meiri gítar- bóndi,“ bætir hann við og hlær. Upptökur á þáttunum standa yfir þessa dagana og eru þeir væntanlegir á Stöð 2 á haust- mánuðum. „Ef vel tekst til og þættirnir vekja lukku geri ég mér svo vonir um að gera aðra þátta- röð sem yrði töluvert öðruvísi en myndi aftur tengjast rótum menningar okkar,“ segir Bubbi spenntur. tinnaros@frettabladid.is BUBBI MORTHENS: HEIMSÆKIR SVEITABÆI MEÐ TÓNLISTARMÖNNUM Bændur fá einkatónleika heim í stofu í nýjum þætti HEIMSÆKIR BÆNDUR Bubbi Morthens mætir með landsþekkta tónlistarmenn í heimsókn á sveitabæi í nýjum þætti sem er væntanlegur á Stöð 2 í haust. Björgvin Halldórsson er meðal þeirra sem fram koma í þættinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.