Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 50
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR42
popp@frettabladid.is
- Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
6
00
05
0
6.
20
12
S
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
6
00
05
0
6.
20
12
ÍS
Sothys húðgreiningartækið
á staðnum
Fótavörur
og sokkar
Kvöldið
er okkar
Komdu á miðnæturopnun Lyfju í Smáralind
í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. júní,
og nýttu þér frábær tilboð fram að miðnætti.
Sérfræðingar okkar kynna þér allt það nýjasta
fyrir húðina, sumarförðunina og heitasta
sumarilminn.
Láttu það eftir þér að dekra svolítið við þig!
Allir sumarilmir
og sólarvarnir
verða með
25% afslætti
í kvöld!
Oroblu all colors
Nagla- og handameðferðir
20% afsláttur 20% afsláttur
20% afsláttur 20% afsláttur
20% afsláttur 20% afsláttur
20% afsláttur 20% afsláttur
20% afsláttur
20% afsláttur
20% afsláttur
50% afsláttur
Klassískt brúðkaup
Leikkonan Drew Barrymore gekk í það heilaga með unnusta
sínum Will Kopelman á laugardaginn. Athöfnin fór fram
á heimili þeirra í Montecito en fimm mánuðir eru síðan
parið trúlofaðist. Samkvæmt heimildum People Magazine
var brúðkaupið einfalt, klassískt og látlaust úti í garði.
Barrymore á von á sínu fyrsta barni en hún klæddist kjól
frá Chanel sem kemur ekki á óvart því tengdafaðir hennar
er stjórnarmaður í tískuhúsinu. Gestir brúð kaupsins voru
meðal annarra Reese Witherspoon, Jimmy Fallon og
Cameron Diaz.
Tónlist ★★★★ ★
Kiriyama Family
Kiriyama Family
Alþjóðlegt fjölbragðapopp
Kiriyama Family er í flokki ungra
íslenskra hljómsveita í popp-
geiranum sem hafa mjög alþjóð-
legan hljóm. Eins og aðrar sveitir
í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of
Monsters and Men þá heitir hún
erlendu nafni og syngur allt á ensku.
Tónlist Kiriyama Family er samt
auðvitað ekkert sérstaklega lík
tónlist Tilbury og enn síður tónlist
Of Monsters and Men. Kiriyama
Family spilar poppblöndu sem sækir
í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistar-
sögunnar, t.d. 70‘s bönd eins og
Steely Dan og Doobie Brothers, 80‘s
bönd á borð við Talk Talk og svo er
smá 90‘s britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21.
aldarinnar. Og fleira mætti tína til …
Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan
er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll
lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru
sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt
sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á við-
fangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég
er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit.
ÁR fyllir tónlistarmaðurinn Prince í dag en hann fagnar því eflaust með kærustu
sinni Briu Valente. Þó er víst að hann fær sér ekki steik því Prince er grænmetis-
æta og var valinn kynþokkafyllsta grænmetisæta í heimi árið 2006.
54
Fyrsta lag Loftskeyta-
manna, Gott að búa á
Íslandi, er komið út. Það er
titillag heimildarþátta um
íslenska lífeyrissjóðakerfið.
Hljómsveitin Loftskeytamenn
hefur sent frá sér sitt fyrsta lag,
Gott að búa á Íslandi. Það er titil-
lag nýrra heimildarþátta Gunnars
Sigurðssonar og félaga um
lífeyris sjóðakerfið á Íslandi sem
verða líklega sýndir í Sjónvarpinu
á þessu ári.
„Ég gerði hljóðheiminn og tón-
listina við þessa nýju þætti. Þegar
ég var að byrja að vinna tónlistina
kom þetta lag upp í hausinn á mér
og þessi texti,“ segir Guðmundur
Ingi Þorvaldsson Loftskeyta maður.
„Við erum öðrum þræði í þessum
heimildarmyndum að kanna
þessa mýtu, „Er allt best í heimi
á Íslandi?“. Maður heyrir svo oft
þennan söng um að við séum með
besta lífeyrissjóðakerfið, besta
heilbrigðiskerfið, besta vatnið og
fallegasta kvenfólkið. Svo heyrir
maður hinum þræði að hér sé allt í
rúst, en við viljum ekki heyra það.“
Tónlist Loftskeytamanna er í
gamla stílnum og ef hún er eftir
aðra þurfa að hafa liðið fimm-
tíu ár frá útkomu hennar. „Ég er
alinn upp við að spila með pabba
mínum og afa mínum og alinn upp
í mikilli virðingu við þessa tónlist
og íslenska tónlistarsögu,“ segir
Guðmundur Ingi. „Mér finnst þetta
svo spennandi tími, þegar íslenska
þjóðin er að verða fullþroska.“
Nýja lagið var tekið upp á einn
hljóðnema eins og gert var fyrir
fimmtíu árum og í myndbandi við
lagið var þess gætt að sá andi svífi
yfir vötnum. -fb
Loftskeytamenn
í gamla tímanum
NÝTT LAG Loftskeytamenn hafa sent frá sér sitt fyrsta lag, Gott að búa á Íslandi.