Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 8
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR8 „Starfsemi LSH hefur aukist frá fyrstu árunum eftir hrun. En það eru bara þrjár vikur síðan við þurftum að greina frá enn frekari þjónustuskerðingu. Þó er ekki hægt að sjá að biðlistar hafi aukist mikið því fólk er að fá þjónustuna á annan hátt. Það er brjálað að gera, eins og það var fyrir hrun. En nú erum við algjörlega komin að þolmörkum. Það er mjög skýrt að þeir eru að fara að skera meira niður og á næsta ári verðum við að hætta með eitthvað meira. Það er búið að moka út úr öllum hornum.“ Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Niðurskurður: 23% FRÉTTASKÝRING: Áhrif niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu á Íslandi Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Útgjöld ríkisins til heil- brigðismála hafa dregist saman um 12 prósent síðan í hruninu. Þó virðist sem gæði þjónustunnar hafi haldið. Flestar stofnanir eru komnar á endapunkt í niður skurðaraðgerðum. Það er ekki ofsögum sagt að heil- brigðiskerfið á Íslandi hafi sætt blóðugum niðurskurði frá hinu opinbera síðan í efnahagshruninu. Á sama tíma hefur eftirspurnin eftir þjónustunni síst minnkað. Sjúklingum á Landspítala hefur fjölgað um rúmlega fjögur þúsund á milli áranna 2007 og 2011, úr 102.663 í 106.804, á sama tíma og starfsmannafjöldi spítalans hefur dregist saman um tíu prósent. Útgjöld ríkisins til heilbrigðis- þjónustunnar hafa dregist saman að raungildi um 12 prósent á milli áranna 2008 til 2012. Þó hafa útgjöld til almannatrygg- inga og velferðarmála hækkað um 18 prósent á sama tímabili, en það skýrist að mestum hluta til af auknu atvinnuleysi í landinu og hækkun lífeyristrygginga. Í þriðja sæti í Evrópu Þrátt fyrir þennan mikla niður- skurð hafnaði Ísland í þriðja sæti á eftir Hollandi og Danmörku þegar vísitala notenda heilbrigðisþjón- ustu í Evrópu (EHCI) fyrir árið 2012 var kynnt á Evrópuþinginu í Brussel í síðasta mánuði. Þetta þýðir að Ísland heldur sæti sínu frá fyrri könnun sem gerð var 2009 og er Holland í efsta sæti í þriðja sinn í röð. „Helsta einkenni íslenskrar heilbrigðisþjónustu er umframa- fköst hennar sem tryggja góða þjónustu í þessu afskekkta landi,“ sagði Dr. Arne Björnberg, yfir- maður EHCI-teymisins, á kynn- ingarfundinum í Brussel. „Þetta er kostur sem virðist hafa tek- ist að halda í þrátt fyrir þá djúpu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum.“ Vísitalan er reiknuð út frá opinberum gögnum, könnunum meðal sjúklinga og sjálfstæðum rannsóknum sænska fyrir tækisins Health Consumer Powerhouse. Álag á starfsmenn gríðarlegt Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru á einu máli um að þó svo þjón- ustan hafi breyst í niður skurðinum og aðhaldsaðgerðir verið stífar, hafi hags sjúklinga verið gætt eftir fremsta megni og flestir séu að fá það sem þeir sækjast eftir. Álagið á starfsfólk hefur aukist gríðarlega og er á flestum stöðum komið að þolmörkum. Mannauðssvið LSH gerir reglu- legar kannanir á starfsumhverfi og er verið að vinna niðurstöður úr þeirri nýjustu. Erna Einars- dóttir, framkvæmdastjóri mann- auðssviðs, segir fyrstu niður stöður benda til þess að fólki finnist starfsumhverfi spítalans ekki við- unandi. „Starfsumhverfið er lélegt og fólk er þreytt á því. Þetta er þó aðeins betri niðurstaða heldur en árið 2010 heilt yfir,“ segir Erna. „Vinnuálag í starfinu hér er gríðar lega mikið og við finnum það að álagið í samfélaginu er hér inni líka því við erum eins og smækkuð mynd af því.“ Erna segir starfsmenn kvarta helst undan því að fá litla sem enga endurgjöf. „En við Íslendingar eru ekki mjög góðir í því, svo það kemur manni ekki mikið á óvart,“ segir hún. „En það er alveg ljóst að vinnuálag og streita eru að aukast milli ára, en við erum að anna eftir spurninni eftir þjónustunni. Við getum þó ekki tekið við meiri niðurskurði.“ Sópað undir teppið Jón Hilmar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri kvenna- og barna- sviðs LSH, segir að aðalvanda- málið sem spítalinn glími við eftir efnahagshrunið sé lélegri tækja- búnaður. „Búnaður eins og rúm, skurðar- borð, tölvur og fleira hefur allur verið skorinn niður og er nú orðinn eins og hús sem maður heldur ekki við. Hlutir eru nú farnir að bila svo mikið að það er ekki hægt að laga þá,“ segir hann. „Og ekki vorum við vel haldin fyrir hrun.“ Jón Hilmar segir að deildirnar hafi þó haldið framleiðninni, sjúklingar séu jafnmargir og að gerðirnar líka, ef ekki fleiri. En ef ekkert verði að gert muni LSH standa uppi snauður því hver vilji koma að vinna hjá sjúkrahúsi þar sem tækin eru gömul og þjónustan ófullnægjandi. „Við erum að gera það sama fyrir mun minni fjármuni,“ segir hann. „Fólk er að hlaupa hraðar og gera meira og það kemur til með að éta okkur að innan smám saman.“ Að mati Jóns Hilmars eru stjórn- völd að fresta óum flýjanlegum vandamálum innan kerfisins með því að sópa þeim undir teppið. „Heilbrigðiskerfið er dýrasta spilaborgin til að falla,“ segir hann. Verður ekki bætt í næsta ár Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir málið ekki lengur snúast um niðurskurð, heldur hag- ræðingu innan kerfisins. „Við verðum að halda vel utan um það sem við höfum,“ segir Guðbjartur. „Ég hef vissulega sjálfur talað um niðurskurð og hagræðingu, en mótsögnin í þessari umræðu er að heildar- kostn aður vegna heilbrigðismála hefur hækkað síðan í hruninu, meðal annars vegna hærri lyfja- kostnaðar. Vandi okkar núna er að glíma við með hvaða hætti við bregðumst við þessu og getum hindrað að kostnaður aukist enn frekar.“ Vinna við fjárlagagerð næsta árs er hafin og segir ráð- herra að ekkert útlit sé fyrir að auknum fjármunum verði varið í heilbrigðismálin til að bæta upp fyrir niðurskurð síðustu ára. „Allt útlit er fyrir að við getum því miður ekki aukið í aftur umfram það sem er,“ segir hann. „Fjárlögin verða auðvitað að mæta raunhækkunum og það hefur verið tekið tillit til ýmissa þátta. Það verður ekki svigrúm á næsta ári til að taka upp nýjungar eða gefa mikið til baka. Markmiðið verður að koma í veg fyrir enn frekari niðurskurð.“ Guðbjartur segir langflestar heilbrigðisstofnanir á landinu hafa unnið þrekvirki við endurskipu- lagningu í ljósi minnkandi fjár- framlaga frá hinu opinbera. „En vissulega er margt líka komið í þann farveg að það getur ekki gengið mikið lengra.“ Heilbrigðiskerfið er dýrasta spilaborgin „Við vorum að vinna að sameiningu átta stofnana á Vesturlandi í aðdrag- anda hrunsins. Og það hefur verið sérstaklega íþyngjandi að vinna að því samhliða verðandi fjárveitingum. Almennt hefur gengið sæmilega að laga sig að þessum aðstæðum. En við erum að glíma við sama vandamál og annars staðar um ráðningu heilsugæslulækna, þó þjónustufall hafi hvergi orðið. Reksturinn í fyrra var okkur erfiður og við höfum þurft að segja upp um 30 starfsmönnum í þessum hremmingum. Og það sér svo sem ekkert fyrir endann á því.“ Guðjón Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Niðurskurður: 25% 30 sagt upp Búið að moka út úr öllum hornum Heilbrigðisþjónustan á Íslandi og í OECD árið 2009 Útgjöld til heilbrigðisþjónustu Ísland OECD-meðaltal Hlutfall af vergri landsframleiðslu 9,7% 9,6% Hlutfall hins opinbera í heildarútgjöldum 82% 72% Hlutfall sjúklinga sem deyr á sjúkrahúsum 30 daga frá innlögn Hjartaáfall 3% 5,4% Brjóstakrabbamein 86,3% 83,5% Leghálskrabbamein 67,3% 66,4% Áhrifaþættir heilsu Áfengislítrar á hvern íbúa, 15 ára og eldri 7,3 l. 9,1 l. Reykingar, hlutfall íbúa 15 ára og eldri 15,8% 22,1% Offita, hlutfall fullorðinna 20,1% 16,9% Annað Þunglyndislyf (dagskammtur á 1.000 íbúa) 98,3 52,5 Segulómtæki, fjöldi á hverja milljón íbúa 21,9 12,2 Heimild: Heilsuvísir landlæknis - samanburður við meðaltal OECD-ríkjanna árið 2009 „Það er ljóst að þjónustan er öðruvísi en fyrir hrun. Mörgum finnst erfiðara að fá þá þjónustu sem óskað er eftir, en heilt yfir hef ég heyrt að sjúklingar séu ánægðir. Biðlistar eru ekki mjög langir, þrátt fyrir niðurskurðinn. En vinnuumhverfið er lakara og álagið er mun meira. Fólk hleypur hraðar. Þetta er komið að þolmörkum og þarf að fara að breytast. Það verður ekki haldið svona áfram lengi – fólk gefst bara upp.“ Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Niðurskurður: 17% „Okkur hefur að mestu leyti tekist að láta niðurskurðinn ekki bitna á sjúklingum. En álagið á starfsfólk er orðið allt að því ómennskt. Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær það hrynur. En við höfum ekki þurft að að draga úr þjónustu að verulegu leyti. Þessi niðurskurður er ansi mikill hjá stofnun sem er fyrst og fremst að sinna frumheilbrigðis- þjónustu. En það gengur erfiðlega að halda okkur innan ramma fjárlaga.“ Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Niðurskurður: um 30% Álagið orðið allt að því ómennskt „Við erum nokkurn veginn á pari og hefur gengið ótrúlega vel þrátt fyrir þennan mikla niðurskurð. En við þolum ekki meira. Til að láta þetta ganga þurfum við að vera með stöðugar aðhaldsaðgerðir og eftirlit með starfseminni, svo þetta er vogun vinnur vogun tapar. Starfsmennirnir eru allir að róa í sömu átt og að því leytinu til getur maður ekki annað en hrósað þeim. Álagið er mikið og ég get ekki séð að það sé hægt að spara meira.“ Þórunn Benediktsdóttir, staðgengill forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Niðurskurður: 23% Starfsmenn róa allir í sömu átt Allt útlit er fyrir að við getum því miður ekki aukið í aftur umfram það sem er. GUÐBJARTUR HANNESSON VELFERÐARRÁÐHERRA Starfsfólkið hleypur hraðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.