Fréttablaðið - 16.06.2012, Side 28
16. júní 2012 LAUGARDAGUR28
1. Paul fæddist á Walton-spít-alanum í Liverpool 18. júní
1942.
2. Hann var skírður James Paul McCartney.
3. Paul á yngri bróður sem breytti nafni sínu í Mike
McGear á fullorðinsárum.
4. Mike McGear var í hljóm-sveitinni The Scaffold sem
átti meðal annars vinsælasta lag
Bretlands jólin 1968, Lily the
Pink, og fleiri smelli.
5. Paul var ágætis námsmað-ur, ekkert meira en það, en
stóð sig einna best í latínu.
6. Hann féll tvisvar sinnum á inntökuprófi í drengjakór.
7. Blár er uppáhaldsliturinn hans Pauls.
8. Paul er örvhentur rétt eins og Ringo Starr, hinn
gáskafulli trommari Bítlanna.
Hinir tveir, John og George, voru
rétthentir eins og gefur að skilja.
9. Á unglingsárum hélt Paul mest upp á Elvis Presley,
Little Richard og Buddy Holly.
10. Paul er ákafur hljóð-færasafnari. Á meðal
hljóðfæra í eigu hans eru melló-
tronið sem upphafsstefið í Straw-
berry Fields Forever var spilað á
og kontrabassinn sem Bill Black
spilaði á með Elvis Presley.
11. Mary, móðir Pauls, lést úr krabbameini þegar
Paul var fjórtán ára.
12. James, faðir hans, var líka tónlistarmaður og
lék á píanó og trompet.
13. Fyrsta hljóðfærið sem Paul eignaðist var tromp-
et, en síðar fékk hann gítar.
14. Bítlarnir hljóðrituðu fyrstu plötuna sína,
Please Please Me, á einungis tíu
klukkutímum.
15. Í nóvember 1969 prýddu Paul og fjölskylda hans
forsíðu LIFE-tímaritsins til að
kveða niður sögusagnir um að
hann væri látinn.
16. Orðrómurinn um að Paul hefði látist árið 1966 og
eftirherma komið í hans stað er
lífseigur. Árið 2010 kom til dæmis
út á DVD heimildarmynd sem
heitir „Paul McCartney Really Is
Dead“.
17. Bítlalagið Yesterday eftir Paul er mest hljóðritaða
lag allra tíma, en yfir 2.200 lista-
menn hafa sungið það á plötu.
18. Yesterday hét upphaf-lega „Scrambled eggs“.
19. Hey Jude hét upphaf-lega „Hey Jules“. Paul
samdi lagið til að hugga Julian,
son Johns Lennon, þegar foreldrar
hans skildu.
20. McCartney hreifst mjög af Jimi Hendrix þegar
gítarleikarinn heimsótti England
árið 1966 og greiddi götu Hend-
rix í hvívetna.
21. Fyrsta sólóverkefni McCartney var tónlistin
við kvikmyndina The Family Way
í janúar 1967.
22. Bassaleikarinn Paul ber ábyrgð á gítar-
sólóinu í Taxman, upphafslagi
Bítlaplötunnar Revolver.
23. Paul lék á gítar í fleiri Bítlalögum á borð við
Ticket to Ride, Sgt. Pepper‘s
Lonely Hearts Club Band og Good
Morning Good Morning.
24. Hann lék á trommur í Bítlalaginu The Ballad
of John and Yoko.
25. McCartney lék á öll hljóðfærin á tveimur
sólóskífum sínum, McCartney frá
1970 og McCartney II frá 1980.
26. Lög af fyrrnefndu „McCartney“-plötunni
voru áberandi í kvikmynd Came-
rons Crowe, Jerry Maguire, með
Íslandsvininum Tom Cruise í
aðalhlutverki, frá 1996.
27. Árið 1975 keypti Paul réttinn að öllu lagasafni
hetjunnar sinnar Buddy Holly.
28. Athygli vakti þegar Paul viðurkenndi í sjónvarps-
viðtali að hafa tekið inn LSD sum-
arið 1967.
29. Paul hefur nokkrum sinnum komist í kast við
lögin vegna áhuga síns á kanna-
bis. Fyrsta skiptið var árið 1972, í
Gautaborg af öllum stöðum.
30. Árið 1972 fann lögreglu-þjónn kannabisplöntur á
bóndabæ Pauls í Skotlandi. Fyrir
dómi hélt Paul því fram að aðdá-
andi hefði sent sér ómerkt fræ í
pósti og hann sáð þeim af forvitni
án þess að vita hvers eðlis þau
væru í raun og veru.
31. Hann var síðan hand-tekinn í Japan árið 1980
fyrir að reyna að taka með sér
marijúana inn í landið.
32. Árið 1979 fékk Paul við-urkenningu heimsmeta-
bókar Guinness fyrir að vera sölu-
hæsti lagahöfundur allra tíma.
33. Wings-lagið Mull of Kintyre frá 1977 er
söluhæsta smáskífa allra tíma í
Bretlandi sem ekki tengist góð-
gerðarmálum.
34. Wings-platan Band on the Run frá árinu 1973
var tekin upp í Laos í Nígeríu og
Venus and Mars frá 1975 var tekin
upp í New Orleans. Platan Lond-
on Town frá árinu 1978 var hins
vegar ekki tekin upp í London, eins
og mætti ef til vill ætla, heldur
var megnið af henni tekið upp á
snekkju við Jómfrúaeyjar.
35. Síðasta ljósmyndin sem til er af Paul og John
saman var tekin í Los Angeles
árið 1974. Með þeim á myndinni
er trommarinn gáskafulli, Keith
Moon úr The Who.
36. Nóttina áður en Keith Moon lést árið 1978
hafði hann verið í veislu hjá
McCartney-hjónunum.
37. Smástirni sem fannst árið 1983 var sjö árum
síðar nefnt í höfuðið á Paul. Það
kallast 4148 McCartney.
38. Paul skrifaði handritið að kvikmyndinni Give
My Regards to Broad Street, sem
fékk óblíðar viðtökur þegar hún
var frumsýnd 1984. Paul lék aðal-
hlutverkið, forríka poppstjörnu.
Ringo Starr kom líka fram í mynd-
inni. Hann lék trommara.
39. Árið 1984 tók hann þátt í að koma sínum
gömlu hetjum í Everly Brothers
aftur á kortið þegar hann samdi
fyrir bræðurna lagið Wings of a
Nightin gale.
40. Þegar McCartney söng Let It Be á Live Aid-
tónleikunum í London sumarið
1985 bilaði hljóðneminn svo ekk-
ert heyrðist í Bítlinum fyrstu
mínútu lagsins.
41. Í mars 1997 var Paul aðlaður af Elísabetu
Englandsdrottningu.
42. Paul er margt til lista lagt. Hann hefur til
dæmis sent frá sér bæði ljóðabók
og málverkabók.
43. Þá gaf Paul út barna-bókina High in the
Clouds árið 2005 og hlaut hún
hreint ágætis viðtökur.
44. Paul lék á bassa á sólóplötu Fran Healy,
söngvara hljómsveitarinnar
Travis, sem kom út árið 2010.
45. Paul hefur oft notað dulnefni í gegnum tíð-
ina, til dæmis Paul Ramone og
Billy Martin.
46. Paul hefur stundað myndlist samhliða tón-
listinni og haldið sýningar, meðal
annars í Walker-galleríinu í fæð-
ingarborginni Liverpool.
47. Paul var í flugvél yfir New York og sá út um
gluggann þegar árásirnar á tví-
buraturnana voru gerðar 11. sept-
ember 2001.
48. Hann hélt góðgerðar-tónleika fyrir fjölskyld-
ur fórnarlamba árásanna og var
í kjölfarið gerður að heiðursmeð-
limi lögregluembættisins í Stóra
eplinu.
49. Á YouTube má finna myndskeið þar sem
McCartney býr til dýrindis kart-
öflumús og gantast um leið.
50. Hann hefur verið grænmetisæta frá því í
upphafi áttunda áratugarins.
51. Paul er eini Bítillinn sem hefur verið til-
nefndur til Óskarsverðlauna.
52. Árið 1996 stofnaði McCartney listaskól-
ann Liverpool Institute for Per-
forming Arts í gamla skólahúsinu
sínu nærri miðborg Bítlaborgar-
innar.
53. Þegar Paul heimsótti Ísland árið 2000 lagði
hann leið sína í heilsuvöruversl-
unina Yggdrasil, sem þá var til
húsa á horni Frakka- og Kára-
stígs í Þingholtunum.
54. Í þessari sömu Íslands-ferð var ekki nóg með
að Paul hitti Jón Ólafsson píanó-
leikara, heldur var hann líka svo
heppinn að rekast á Gísla Mar-
tein Baldursson.
55. Hljómar, hinir íslensku Bítlar, héldu lokatón-
leika sína í Cavern-klúbbnum í
Liverpool sumarið 2008. Þar var
staddur fríður flokkur Íslendinga
sem daginn eftir sá tónleika með
McCartney á Anfield, heimavelli
Liverpool.
56. Á tónleikunum á Anfield, sem haldnir
voru í tilefni þess að Liverpool
var menningarborg Evrópu 2008,
var Dave Grohl, fyrrum tromm-
ari Nirvana og höfuðpaur Foo
Fighters, sérstakur gestur.
57. Paul hefur sungið með mörgum, meðal ann-
arra Michael Jackson, Stevie
Wonder og Róberti bangsa.
58. 14. desember 1999 sneri Paul aftur á svið
Cavern-klúbbsins í Liverpool og
hélt þar tónleika sem voru síðar
gefnir út á myndbandi.
59. Teiknimynda-Paul kom fram ásamt eiginkon-
unni Lindu í þætti af Simpsons-
fjölskyldunni árið 1995.
60. Þegar Paul og Linda samþykktu að koma
fram í Simpsons-þættinum, þar
sem Lisa gerist grænmetisæta,
settu þau það skilyrði að hún félli
ekki aftur í kjötát, enda hefur
hún haldið sig við grænfóðrið æ
síðan.
61. Paul McCartney kemur víða við. Hann birt-
ist til að mynda óvænt í þætti
af gamanþáttunum vinsælu, 30
Rock, í apríl síðastliðnum.
62. Paul samdi nokkur lög um John Lennon, þar á
meðal lögin Dear Boy, Too Many
People, Dear Friend og Here
Today.
63. Hljómsveitin Marillion tók Bítlalagið Black-
bird, lag McCartney, á tónleika-
plötu sinni frá 1998.
64. Stella McCartney, dótt-ir Pauls og Lindu, er
vinsæll fatahönnuður.
65. Paul batt enda á ára-langar getgátur og
vangaveltur árið 2008 þegar hann
sagðist styðja bæði liðin í Bítla-
borginni, Liverpool og Everton.
66. Þegar George Harr-ison lést árið 2002
sagði McCartney að hann myndi
„alltaf elska litla bróður sinn“.
67. Breski leikarinn Gary Bakewell lék Paul
McCartney í kvikmyndinni Back-
beat frá árinu 1994, sem fjallaði
um Hamborgarár Bítlanna. Bake-
well lék Bítilinn aftur í sjón-
varpsmynd um Lindu McCartney
árið 2000. McCartney þótti sér
ekki gerð góð skil í Backbeat.
68. McCartney hefur komið með einum eða
öðrum hætti að 24 lögum sem
hafa náð toppsæti breska vin-
sældalistans, fleiri en nokkur
annar.
69. Paul kvæntist þriðju eiginkonu sinni, banda-
rísku kaupsýslukonunni Nancy
Shevell, á síðasta ári.
70. Í byrjun þessa mánaðar kom Paul fram á stór-
tónleikum sem haldnir voru í til-
efni sextíu ára krýningarafmælis
Elísabetar II Englandsdrottn-
ingar. Hann lauk tónleikunum á
Bítlalaginu Ob-La-Di Ob-La-Da.
Meistari melódíunnar sjötugur
„Sæti Bítillinn“ og einn áhrifamesti tónlistarmaður sögunnar, Paul McCartney, fagnar sjötugsafmæli sínu á mánudag. Af því til-
efni tók Kjartan Guðmundsson saman sjötíu atriði sem þú vissir eða vissir ekki um kappann, eitt fyrir hvert æviár hans.
ÓTRÚLEGUR FERILL Paul McCartney hefur mörg af ástsælustu lögum tónlistarsög-
unnar á ferilskránni. Hann verður sjötugur á mánudaginn. NORDICPHOTOS/AFP