Fréttablaðið - 16.06.2012, Page 40

Fréttablaðið - 16.06.2012, Page 40
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Yoyo ís er fjölskyldufyrirtæki sem hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta ísbúðin var opnuð í Kópavogi árið 2010 og önnur í Reykjavík ári síðar. Fyrirtækið hefur nú fært út kvíarnar og opnað útibú á Spáni, í Lettlandi og Litháen. FERSKLEIKI OG FJÖLBREYTNI Yoyo ís flytur inn hágæðabragðefni frá Ítalíu þrátt fyrir að auðvelt sé að fá ódýr- ara bragðefni frá Bandaríkjunum. Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, segir gæðin hafa ráðið úrslitum um valið: „Stefna fyrirtækisins er að nota alltaf fyrsta flokks hráefni.“ Ísinn er gerður daglega sem tryggir ferskleika. Fjölbreytni er einnig stefnumál og ísbúðirnar skipta bragðtegundunum reglulega út fyrir nýjar: „Alls eru þetta um 120 tegundir en við notum ekki þær allar. Ætli það séu ekki um það bil 45 tegundir í umferð.“ Þetta getur valdið vanaföstum erfiðleikum: „Þegar fólk er búið að koma nokkrum sinnum og fá sér ákveðna teg- und verður það dálítið sárt þegar hún er skyndilega horfin.“ Einar bætir við að van- illu- og súkkulaðiís sé þó alltaf í boði og annað hvort jarðarberja- eða bláberjaís. Sjálfur segist Einar hrifnastur af mangó- og kókosísnum en vinsælastur meðal gesta sé jarðarberjaísinn. „Kaffiísinn er reyndar búinn að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og við reynum að hafa alltaf ein- hvers konar kaffiís í boði.“ NÝJUNGAR Til að auka enn fremur á fjölbreytnina bjóðast nú tvær nýjungar í verslunum Yoyo. Annars vegar er það brakandi fersk- ur sorbet sem er algjörlega mjólkurlaus og er því tilvalinn fyrir fólk með mjólkuró- þol. Hann er í boði í báðum verslunum um þessar mundir með sítrusávaxtabragði. Hin nýjungin er innfluttur ítalskur jógúrtís sem hefur verið nefndur Yo-Mí: „Þetta er vinsælasti jógúrtísinn vestan- hafs. Hann er seldur í fleiri hundruð búð- um í Bandaríkjunum og var nýlega kjörinn besti jógúrtísinn þar í landi,“ segir Einar. Ísinn er nýkominn í verslanir Yoyo og er þar sérmerktur. Einar hefur mikla trú á Yo- Mí og bætir við: „Það er röð út úr dyrum hvar sem hann er seldur!“ ÞÆGILEGT FYRIRKOMULAG Opið er til 23.30 alla daga vikunnar og samkvæmt Einari alltaf nóg að gera. Þrátt fyrir það gengur afgreiðslan hratt og örugglega fyrir sig: „Það er vegna þess að þegar þrjátíu manns koma inn í búðina erum við einfaldlega komin með þrjátíu manns í vinnu.“ segir Einar og telur fólk almennt vera ánægt með fyrir- komulagið sem byggist að mestu leyti á sjálfsafgreiðslu. „Við erum alltaf með ferska ávexti, sósur og yfir 20 tegundir af sælgæti. Svo raðar fólk þessu saman og býr til sína eigin uppáhaldsblöndu.“ Verð- inu er stillt mjög í hóf en 100 grömm kosta 179 kr. með sælgæti, ávöxtum og sósu en til samanburðar eru um 100 grömm af barnaís víða seld á 220 krónur. Ánægðasta viðskiptavinahópinn segir Einar vera börnin. „Krakkarnir eru voða hrifnir af þessu. Foreldrarnir eru alveg á bremsunni meðan krakkarnir hanga á sveifinni,“ segir Einar og hlær. Hann bætir við að fyrirtækið sé með góð tilboð fyrir afmælisbörn og vinsælt sé að bjóða vinum upp á ís á afmælisdaginn: „Því hvert er skemmtilegra að fara ef maður á afmæli?“ FÆRA ÚT KVÍARNAR Síðan fyrsta Yoyo ísbúðin opnaði hefur farið af stað hálfgert jógúrtísæði á Ís- landi. Í kjölfarið hafa fleiri ísbúðir í svip- uðum dúr verið opnaðar, án þess þó að slá á vinsældir Yoyo. Að sögn Einars leitar fyrirtækið nú að húsnæði fyrir nýja búð á höfuðborgarsvæðinu og aðra á Akureyri. Fyrirtækið hefur einnig hafið starfsemi utan landsteinanna með góðum árangri. „Það eru allir mjög hrifnir þarna úti. Spánverjarnir alveg gleypa þetta í sig,“ segir Einar en Yoyo er með útibú á Beni- dorm og í Alicante á Spáni. „Það er komin kreppa á Spáni, allir að eyða peningunum í ís,“ segir Einar hlæjandi og er að vonum ánægður með vinsældirnar. Yoyo er einn- ig með útibú í Ríga í Lettlandi og í Vilníus í Litháen og glæný verslun verður opnuð á næstu dögum í Vilníus. FERSKLEIKI ER KJÖRORÐIÐ YOYO KYNNIR Þrátt fyrir aukna samkeppni hafa vinsældir Yoyo ísbúðanna hvergi dalað og skoða eigendur nú að opna útibú á landsbyggðinni. Fyrirtækið leggur áherslu á fjölbreytni og skiptir reglulega um bragðtegundir í ísdælunum. Enginn ætti því að fá leið á Yoyo. Börnin eru sérstaklega hrifin af jógúrtísnum frá Yoyo. Gildir út júní 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.