Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 16. júní 2012 5
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
2
-1
2
8
4
Óskum eftir þjónustufulltrúum
sem geisla af gleði
Þín ánægja er okkar markmið
Við viljum fá til starfa jákvæða einstaklinga með brennandi áhuga á tækni
og nýjungum. Núverandi og tilvonandi viðskiptavinir okkar eiga bara hið
besta skilið og þess vegna viljum við geislandi gott fólk í verslanir okkar
í Skútuvogi, Smáralind eða Kringlunni.
vodafone.is/storf
eða hjá Erlu Björk Gísladóttur verkefnastjóra, erlag@vodafone.is.
Vinnustaðurinn okkar er skemmtilegur og fólk sem tekst á við krefjandi verkefni
með bros á vör er okkur að skapi. Við tökum verkefnin hátíðlega en ekki okkur sjálf
og viljum gera viðskiptavini okkar þá ánægðustu á Íslandi
Við viljum ráða vandvirkustu þernur landsins
Icelandair hótel Reykjavík Marina
er nýjasta Icelandair hótelið. Það
er staðsett við gömlu höfnina,
á einum besta útsýnisstað
borgarinnar og steinsnar frá
hjarta miðborgarinnar. Reykjavík
Marina leggur áherslu á lifandi,
skemmtilegt og skapandi umhverfi.
Snorri Thors, hótelstjóri Reykjavík Marina, tekur á móti umsóknum og veitir nánari
upplýsingar á netfanginu snorrit@icehotels.is
Icelandair hótel Reykjavík Marina er óhefðbundið nýtt hótel á fjórum hæðum og hýsir 108 glæsileg
hótelherbergi, fundaraðstöðu, kokteilbar, veitingasölu og kaffihús á Slippbarnum, líkamsræktaraðstöðu
og bíósal. Á hótelinu ríkir fjörugt en notalegt andrúmsloft með alþjóðlegu ívafi.
Okkur vantar þernur í þrif á herbergjum og alrými. Starfið er unnið í vaktavinnu.
REYK JAVÍK MARINA í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR
sími: 511 1144