Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 68
KYNNING − AUGLÝSINGFjármál heimilanna LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 20124 Í Raunveruleiknum kynnast nemendur 9. og 10. bekkjar í grunnskólum ákvörðun-um sem venjulegt fólk stendur frammi fyrir í lífinu. Þeir búa til persónu sem er á leið út í lífið eftir framhaldsskóla og gefa henni nafn. Í upphafi hefur persónan úr ákveð- inni upphæð að spila og verður nemand- inn að ákveða í hvað hún eyðir peningun- um, hvernig lífsstíl hún velur, hvort hún fer í háskólanám eða sækir um vinnu. Þeir þurfa að fylgjast með fréttum og taka ákvarðan- ir sem hafa áhrif á afkomu og afdrif persón- unnar, láta enda ná saman og komast til met- orða í hörðum heimi. Kormákur Andri Þórs- son, sem sigraði í einstaklingskeppninni í ár, segist hafa lært mikið. „Já, ég lærði til dæmis hvernig vextir virka og að eyða ekki í eitthvert bull. Draumurinn um heimabíó er alveg horfinn núna,“ segir hann og hlær. „Það má leyfa sér eitthvað en ekki allt,“ bætir hann við en þakkar skyn- samlegum ákvörðunum gott gengi í leikn- um. „Við byrjuðum á að velja okkur menntun og út frá henni gátum við svo fengið vinnu. Ég valdi sjávarútvegsmenntun og varð skip- stjóri. Ég var því á góðum launum,“ segir hann sposkur. „Leikurinn virkaði þannig að við skráðum okkur inn á hverjum degi og svöruðum spurningum. Svo fengum við úthlutað „örlögum“ í lok dags, rauðum eða grænum. Eftir fyrsta daginn fékk maður þau örlög að f lytja að heiman, því fylgdi kostnaður. Eftir að hafa flutt að heiman fór maður í sambúð og eftir nokkra daga eign- aðist maður barn. Öllu fylgdi kostnaður sem maður þurfti að reikna út, til dæmis hvað kostaði að kaupa barnavagn,“ útskýrir Kor- mákur. „Einn dagur í leiknum var einn mánuður í raunveruleikanum og við spiluðum í fjórar vikur. Það var fínn tími, ég hefði ekki nennt þessu mikið lengur,“ segir hann og hlær. En þurfti hann að taka erfiðar ákvarðan- ir? „Nei, í rauninni ekki, ég komst í svo góða vinnu strax og var aldrei í fjárhagsvandræð- um. Svo bættust laun „kærustunnar“ við svo ég var einhverjar milljónir í plús allan tím- ann,“ segir hann hlæjandi. Í sumar er Kormákur Andri á fullu að æfa fótbolta með Keflavík og stefnir á Fjölbrauta- skóla Suðurnesja eftir 10. bekkinn. Hann er ekki viss um að enda sem skipstjóri í fram- tíðinni þó starfið hafi gefist honum vel í Raunveruleiknum. „Mig og vin minn langar að komast á fótboltastyrk í útlöndum og at- vinnumennska í fóbolta væri draumurinn.“ Í öðru sæti í keppni einstaklinga var Mag- dalena Ósk í Hjallaskóla og Eyrún Brynja í Grunnskóla Fjallabyggðar í þriðja sæti. Sigur vegarar í keppni bekkja í Raunveru- leiknum var 9HG í Laugagerðisskóla, þau Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Ragnar Jónas son og Ársæll Dofri Andrésson. Ég lærði til dæmis hvernig vextir virka og að eyða ekki í eitthvert bull SPARNAÐARRÁÐ FYRIR BÍLEIGENDUR Ef rétt er farið að má lækka bensínútgjöld án þess að leggja bílnum. Hér eru nokkrar ábendingar sem gætu fækkað ferðum á bensínstöðina. Í fyrsta lagi er mikilvægt að athuga loftþrýstinginn í dekkjunum. Ef hann er ekki í hámarki er gott að pumpa í dekkin. Þetta er lítið mál að gera á næstu bensín- stöð, það auðveldar aksturinn og sparar bensín. Takið draslið úr bílnum. Hvert kíló skiptir máli. Því þyngri sem bíllinn er þeim mun meira bensín þarf hann. Skiptið um loftsíu. Gamlar og skítugar síur hindra loftstreymi til vélarinnar og bensíneyðsla eykst. Næst þegar þarf að setja olíu á bílinn er upplagt að láta skipta um síu í leiðinni. Haldið jöfnum hraða. Þetta er einfaldasta leiðin til að spara bensín því sífelldar hraðabreytingar eyða eldsneytinu hratt. Þeim sem þykir erfitt að halda sig við efnið er bent á að stórir flutningabílar aka oftast á jöfnum hraða og því er hægt að fylgja þeim. Passið bara upp á bilið á milli bílanna. Verið viss um að velja rétta leið. Stysta leiðin er oftast besti valkosturinn en athugið að betra er að keyra eftir götum sem krefjast ekki mikilla hraðabreytinga. Þess vegna eru stórar umferðargötur stundum betri en krókaleiðir í gegnum íbúðarhverfi, jafnvel þótt það sé lengri leið. FJÖLSKYLDUR MEÐ EINAR TEKJUR Erfiðar aðstæður Á einum degi getur fjölskylda sem reitt hefur sig á tvennar tekjur misst aðra fyrirvinnuna og þurft að lifa af einum launum. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að vera með skipulag um hvernig haga skuli breyttum aðstæðum. Til að byrja með þarf að skoða fjármálasögu fjölskyldunnar, skoða mis- tökin og sjá hvað hefði mátt hugsa betur. Passa þarf upp á litlu hlutina sem safnast upp, eins og kaffibolla á kaffihúsum, ef farið er oft út að borða og ýmsilegt fleira sem er fljótt að safnast upp. Gott er að skammta sér peninga áður en keypt er í matinn eða farið að kaupa nauðsynjavörur. Þótt fjölskyldan þurfi að spara þá er engin ástæða til þess að sleppa allri skemmtun. Hægt er að fara ódýrt út að borða og fara í bíó á þriðjudögum þegar það er þriðjudagstilboð, setjast niður á Klambratúni og borða nesti og margt fleira. Til þess að eignast aukapening er hægt að setja upp bás í Kolaportinu eða selja hluti sem eru ekki í notkun á bland.is. Draumur um heimabíó horfinn Kormákur Andri Þórsson, nemandi í 9. bekk í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, sigraði í Raunveruleiknum í ár. Raunveruleikinn hannaði Ómar Örn Magnússon og snýst hann um að grunnskólanemar kynnist fjármálum og hvernig ákvarðanir varðandi menntun og atvinnu hafa áhrif á líf þeirra. Kormákur Andri Þórsson, nemandi í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, veðjaði á skipstjórastarfið í Raunveru- leiknum og sigraði einstaklingskeppnina í ár. Hann segir leikinn hafa kennt sér að ekki sé hægt að leyfa sér allt í peningamálum. MYND/ANTON www.rit.is „Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og þjóðfræðingur, einn þekktasti penni í garðyrkju á Íslandi. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar úr íslenskum görðum prýða bókina. Í bókinni er fjallað um garðverkin og fjölda plantna, hvort sem um er að ræða sumarblóm, haustlauka, grænmeti, laukjurtir, fjölda kryddtegunda, sígræn og lauffellandi tré og runna, úrval ávaxtatrjáa og berjarunna. VIÐ RÆKTUM Bókaklúbburinn Við ræktum var settur á laggirnar vorið 2005 þegar fyrsta bókin kom út, Garðurinn allt árið. Árstíðirnar í garðinum er fimmta bókin í flokknum, en einnig hafa komið út bækurnar Lauftré á Íslandi, Barrtré á Íslandi og Matjurtir. l Félagar í bókaklúbbnum fá bækurnar á betra verði. Skráning í bókaklúbbinn er í síma 578 4800 eða á www.rit.is H N O T S K Ó G U R g ra fí sk n n u h ö n n u nn Önnur prentun komin út stærri og endurbætt útgáfa Alíslensk garðyrkjubók
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.