Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 72
16. júní 2012 LAUGARDAGUR40 timamot@frettabladid.is Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TORFA JÓNSSONAR fyrrverandi lögregluþjóns, fer fram frá Neskirkju mánudaginn 18. júní kl. 13. Hilda Torfadóttir Haukur Ágústsson Hlín Torfadóttir Gerður Torfadóttir Magnús Ingvar Torfason Sigrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNLAUGS GUNNARSSONAR Æsufelli 4, Reykjavík. Þorbjörg Einarsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Áskær eiginmaður minn og bróðir, ÖRN EDVALDSSON lést þriðjudaginn 12. júní á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Lena Andersson Sigrún Guðnadóttir Sesselja Inga Guðnadóttir Sigurður Guðnason Sverrir Guðnason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR (DÚDDU). Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar, Dvalarheimilinu Hlíð, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Anna Lilja Sigurðardóttir Þórir Sigurðsson Inga Hrönn Sigurðardóttir Eiríkur Óskarsson barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA KETILSDÓTTIR frá Ísafirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð að Vífilsstöðum föstudaginn 8. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki Holtsbúðar einstaka alúð og hlýhug. Þórir Lárusson Magnea Ragnarsdóttir Birna Lárusdóttir Hallgrímur Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR SIGURÐSSON rafmagnsverkfræðingur, Miðvangi 159, Hafnarfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 14. júní. Alexía Margrét Gísladóttir Haukur Þór Haraldsson Bylgja Birgisdóttir Katrín Haraldsdóttir Bjarki Þór Hauksson Birgir Hauksson Haraldur Orri Hauksson Alexía Margrét Jakobsdóttir Finnbogi Jakobsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU SIGURBORGAR JÓNASDÓTTUR Dalbraut 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns og Hjúkrunarþjónustunnar Karitas fyrir frábæra umönnun. Sigurbjörg Björnsdóttir Páll R. Pálsson Guðmundur Björnsson Guðrún W. Jensdóttir Björg Björnsdóttir Sveinn B. Hreinsson Sigrún Þóra Björnsdóttir Kristinn Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA VILHJÁLMSDÓTTIR lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 13. júní. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 22. júní kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Hrafnistu í Reykjavík. Erna Hallgrímsdóttir Finnbogi Böðvarsson Helga Hallgrímsdóttir Konráð Beck Herdís Hallgrímsdóttir Sigurður Ólafsson Pétur V. Hallgrímsson Hafdís Ragnarsdóttir ömmu og langömmubörn. BANDARÍSKI GOLFARINN PHIL MICKELSON á afmæli í dag. „Tilgangurinn með golfi er ekki eingöngu að sigra. Hann er að spila eins og heiðursmaður og vinna.“ 42 Laxableikur veggur vekur athygli þegar stigið er inn í Laxasetur Íslands sem verður opnað í dag á Blönduósi og þegar gengið er úr afgreiðslunni inn í aðalsýningarsalinn er það eins og að berast með straumi blátærrar ár. „Hér er lifandi sýning laxfiska,“ segir Val- garður Hilmarsson framkvæmdastjóri setursins sem hefur laðað að hönnuðina Helgu Jónasdóttur og Kristínu Arnþórs- dóttur og þúsundþjalasmiðinn Ingjald Kárason til að sjá um uppsetningu sýn- ingarinnar. Hugmyndina segir Valgarður þó hafa komið frá konu að nafni Alva Kristín- ardóttir sem hafi byrjað undirbúning árið 2008. „Í febrúar fyrir rúmu ári fórum við Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson að velta fyrir okkur hvort hægt væri að hrinda þessu í framkvæmd og fengum leyfi hjá Ölvu til að taka við verkefninu og það varð niðurstaðan. Við leituðum samstarfs við veiðifélögin hér í Húna- vatnssýslu og leigutaka ánna og fengum hönnuðina í lið með okkur.“ Einn vegginn í sýningarsalnum prýð- ir risamynd af Norðurá í Borgarfirði og stórt fiskabúr á stöllum, eins og laxa- stigi, er í miðjum salnum. Sögulegar upplýsingar eru á spjöldum úr plexí- gleri því raki verður í salnum. Þar er sagt frá þróun laxveiða á Íslandi því lengi vel veiddu menn sér til matar en nú hefur laxveiðin breyst í lúxussport þar sem fiskunum er sleppt í stórum stíl. Fræðast má um næringargildi lax- fiska, þróun í matreiðslu, líffræði laxins og lífsferil. Í litlum hliðarsal rúllar falleg sex mínútna kvikmynd af háttum laxins í sínum heimkynnum og á sjónvarpsskjá verða stuttar veiðisögur. Með skjávarpa og snertiskjá er Íslandskortinu varpað á vegg, þar er hægt að velja landshluta og ár og fá upplýsingar um lengd árinn- ar, meðalveiðitölur, veiðifélög og fleira þess háttar. Þá má nefna sýningu á veið- arfærum og búnaði veiðimanna, bæði þeim sem nú tíðkast og þeim sem til- heyra fyrri tíma og voru í eigu Rafns Hafnfjörð, Sigurðar K. Jónssonar og Matthíasar Einarssonar læknis. Ekki má heldur gleyma að geta barnahorns- ins sem Ingjaldur hefur gert, þar sem krakkar geta dundað sér við veiðiskap. Húsnæði Laxaseturs Íslands var upp- haflega byggt sem bifvélaverkstæði en þjónaði um tíma sem rækjuverksmiðja, að sögn Valgarðs sem er með háleitar framtíðarhugmyndir. Við erum með rannsóknarsetur í huga í samstarfi við Háskólann á Hólum, Veiðimálastofn- un og Landssamband veiðifélaga. Það er verið að stofna nýtt þekkingarsetur hér á Blönduósi í samstarfi við þessa aðila. Eins dettur okkur í hug að taka við afla af veiðimönnum, vinna hann, reykja, grafa og fleira slíkt. En það er ekki komið af stað. Þó ætlum við að vera með smá smakk af slíku og líka vöfflur í fiskaformi.“ gun@frettabladid.is LAXASETUR ÍSLANDS: OPNAÐ Á BLÖNDUÓSI Í DAG Hér er lifandi sýning laxfiska OPNAR GLUGGA AÐ LEYNDARDÓMUM LAXINS Valgarður við handgerðan fisk eftir Ingjald Kárason. Sá er með innyflum og öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í BARNAHORNINU Ingjaldur Kárason hagleiksmaður leikur sér við veiðar í barnahorninu sem hann bjó til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.