Fréttablaðið - 16.06.2012, Síða 74

Fréttablaðið - 16.06.2012, Síða 74
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengaföður og afa, GÍSLA GEIRS HAFLIÐASONAR Ólöf Jónsdóttir Ingibjörg Ýr Gísladóttir Guðmundur Magnússon Jón Níels Gíslason Erla Aradóttir Vilborg Kr. Gísladóttir Sigurður Friðriksson og fjölskyldur. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd vegna andláts okkar ástkæru FREYJU JÓHANNSDÓTTUR Urðarbakka 6, sem lést 17. maí síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Landspítalans og líknardeildar, fyrir yndislega aðhlynningu og ómetanlegan stuðning í veikindum hennar. Megi blessun fylgja ykkar göfuga starfi. Bragi Agnarsson Bjarney Runólfsdóttir Leifur Agnarsson Laufey Björg Agnarsdóttir Þór Agnarsson Ásdís Þóra Davidsen Vigdís Björk Agnarsdóttir Finnbogi Jóhann Jónsson Bettina Wunsch barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudag 13. júní. Jarðsett verður frá Digraneskirkju föstudaginn 22. júní kl. 13.00. Eggert Oddur Össurarson Sigurður Þórir Eggertsson Ingileif Kristinsdóttir Valdimar Eggertsson Ásta Sigurjónsdóttir Guðbjörg Eggertsdóttir Ásmundur Karl Ólafsson Ásdís Eggertsdóttir Gunnar Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR (GÓGÓ) Svöluási 1a, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum að morgni 11. júní. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á velunnara Krabbameinsfélagsins í síma 540 1922. Díana Margrét Hrafnsdóttir Steinar Hólmsteinsson Harpa Lind Hrafnsdóttir Ketill Árni Ketilsson Ari Hrafn Steinarsson Sindri Örn Steinarsson Ketill Orri Ketilsson Guðrún Embla Ketilsdóttir Á þessum degi árið 1963 var hin sovéska Valentina Tereshkova send fyrst kvenna út í geiminn um borð í geimfarinu Vostok 6. Valentina var í 71 klukkustund á sporbaugi um jörðu og fór á þeim tíma 48 sinnum í kringum jörðina áður en hún lenti Vostok 6 af öryggi á jörðinni aftur. Flugið gerði Valentinu að þjóðhetju í Sovétríkjunum og var hún sæmd Lenínorðunni skömmu síðar fyrir afrek sitt. Áður höfðu Sovétmenn sent fyrsta manninn, Júrí Gagarín, og fyrsta hundinn, Laika, út í geiminn. Valentina, sem var áður áhuga- fallhlífarstökkvari, var valin úr hópi yfir 400 umsækjenda til að fara út í geiminn en reynsla af fallhlífarstökki var einmitt eitt af skilyrðunum fyrir inntöku. Önnur skilyrði voru meðal annars að vera undir þrítugu, undir 170 sentímetrar á hæð og undir 70 kíló að þyngd. Síðar þetta sama ár giftist Valentina öðrum geimfara, Andrian Nikolajev. Þau eignuðust árið 1964 saman dótturina Elenu Adrianovna og var hún fyrsta barnið í sögunni sem átti foreldra sem báðir voru geimfarar. Geim- farahjónin skildu árið 1982. ÞETTA GERÐIST: 16. JÚNÍ 1963 Fyrsta konan út í geiminn Íslandskvikmynd sem tekin var með nýrri tækni og sýnd í íslenska sýning- arskálanum í tengslum við heimssýn- inguna í Sjanghæ árið 2010 og bóka- messuna í Frankfurt í fyrra verður sýnd í Silfurbergi í Hörpu í sumar. Íslendingum gefst þannig tækifæri til þess að sjá verk sem vakti mikla athygli á báðum sýningum; 360 gráðu kvikmynd. „Þetta er frábærlega skemmtilegt mál,“ segir Halldór Guðmundsson sem nýverið tók við stjórnartaum- um í Hörpu. „Ég kom ekki sjálfur til Sjanghæ en sá verkið auðvitað í Frankfurt og myndinni verður ekki lýst öðruvísi en sem stórkostlegri upplifun. Hún er sýnd inni í hálf- gerðum teningi sem búinn er til úr sýningartjöldum. Áhorfendur ganga inn í tjaldið og fylgjast með mynd- inni allt um kring og fyrir ofan sig líka. Reynslan er sú að flestir horfa oft á verkið til þess að ná öllu því sem fram fer,“ segir Halldór og bætir við að nýjasta tækni hafi verið notuð við tökurnar á myndinni sem er unnin af Saga-film. „Markmið myndarinnar, sem er um 15 mínútur að lengd, er að sýna Ísland í sínum fjölbreytileika, náttúru og borg. Þarna gefur að líta þekkta og óþekkta staði á Íslandi í frábærum náttúrumyndum sem teknar voru að miklu leyti úr þyrlum og flugvélum. Það var notast við margar myndavél- ar en þær voru allar samtengdar sem skilar eftirminnilegri kvikmyndaupp- lifun. Tónlistin við kvikmyndina er eftir Hilmar Örn og hún er órjúfan- legur þáttur verksins.“ Halldór fylgdist með viðbrögðum áhorfenda í Frankfurt þar sem hann var framkvæmdastjóri Sögueyjunnar Íslands. „Aðsóknin í íslenska skálann sló öll met þar og þessi mynd var auð- vitað hluti af aðdráttaraflinu. Þjóð- verjarnir lögðust í gólfið til að ná öllu sem fram fór. Og nú geta Íslendingar fengið að sjá landið sitt með þessum nýstárlega hætti.“ Sýningar í Hörpu hefjast 29. júní og standa í fimm vikur hið minnsta. sigridur@frettabladid.is KVIKMYND VAKTI ATHYGLI Í FRANKFURT OG Í SJANGHÆ: SÝND Í HÖRPU Í SUMAR ÖÐRUVÍSI ÍSLANDSMYND LOKS SÝND Á ÍSLANDI ÍSLAND ALLAN HRINGINN Myndinni var varpað á tening úr sýningartjöldum. LÖGÐUST Í GÓLFIÐ Þýskir áhorfendur njóta myndarinnar í Frankfurt. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu BJARGAR HÁKONÍU HJARTARDÓTTIR Þórarinn Ingi Jónsson Smári Þórarinsson Rósa Þórarinsdóttir Magnús Andrésson Björk Þórarinsdóttir Kristinn Pétursson Örvar, Nói, Vala, Ívar, Alexander, Sindri, Þröstur og Adda og langömmustelpurnar Alda, Gabríela Sif og Þórey Aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju verða haldnir 19. júní klukkan 20. Þá mun Hallfríður Ólafsdóttir, sólóflautuleikari Sinfóníunnar og höfundur Maximúsar Músikúsar sjá um fimmtíu mínútna einleiks- dagskrá. Hallfríður leikur tónlist sem öll tengist sumrinu og náttúrunni á einn eða annan hátt. Aðgangur er ókeypis. Hallfríður á Þingvöllum TÓNLEIKAR Hallfríður Ólafsdóttir kemur fram í Þingvallakirkju. 16. júní 2012 LAUGARDAGUR42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.