Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 84
16. júní 2012 LAUGARDAGUR52 52 menning@frettabladid.is Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music 2012 fer fram í fyrsta sinn í Hörpu 17. til 19. júní. Píanóleikar- inn Víkingur Heiðar Ólafs- son er hugmyndasmiður og listrænn stjórnandi hátíðar- innar, sem einvalalið tón- listarmanna tekur þátt í. „Mig hefur alltaf langað að vera með mitt eigið litla tónlistarfesti- val. En hugmyndin varð ekki skýr í huga mínum fyrr en fyrir um ári síðan, þegar ég var með tón- leika með Kristni Sigmundssyni þann 16. júní. Þá var stemningin svo skemmtileg og mögnuð og ég áttaði mig á að hásumarið væri einmitt tíminn fyrir svona lagað. Þó það sé ákveðin áhætta fólgin í þessum árstíma finnst mér þetta á sama tíma svo músíkalskur tími. Það eru svo góð stemning í öllum. Við erum að æfa langt fram á nótt, tónlistarmennirnir, og allir eru í stuði. Þetta myndi aldrei ganga ef við hefðum myrkrið yfir okkur,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari og listrænn stjórn- andi tónlistarhátíðarinnar Mid- summer Music 2012, sem fram fer í Hörpu 17. til 19. júní næst- komandi. Klikkuð efnisskrá Með Víkingi flytur einvalalið tón- listarmanna kammertónlist á hátíðinni - píanóleikarinn Ástríð- ur Alda Sigurðardóttir, Megas, Einar Jóhannesson klarínettu- leikari, Stefán Jón Bernharðs- son hornleikari, fiðluleikararn- ir Sigrún Eðvaldsdóttir og Ari Þór Vilhjálmsson, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marínósdóttir, selló- leikararnir Bryndís Halla Gylfa- dóttir og Sigurgeir Agnarsson og Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari. „Þetta eru miklar kanónur sem ég hef með mér, allt rosalega skemmtilegt tónlistar- fólk. Ég var líka svo heppinn að ekkert þeirra andmælti þeirri klikkuðu efnisskrá sem ég valdi fyrir tónleikana,“ segir Víkingur. „Hana valdi ég með allt það sem er skemmtilegast við kammermús- ík að leiðarljósi. Þessa þversagna- kenndu togstreitu þess að spila sundur og saman. Lýðræði og ein- ræði. Hlýðni og óhlýðni. Ligeti- horntríóið er frábært dæmi. Í því er stór og erfiður píanópartur en jafnvel enn stærri og erfiðari hornpartur. Og svo er fiðlan þarna líka, sem er vön því að fá að vera aðal. Smá fætingur á milli allra, kannski vegna þessarar óstöðugu hljóðfæraskipunar. Kvartett stend- ur traustum fótum í jafnvægi en svona tríó, þetta er eins og þrífætt dýr. Skrímsli jafnvel, miðað við hvað það er erfitt.“ Fólk hugsar of mikið Verkin sem leikin verða á tón- leikunum fjórum segir Víkingur öll eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og samin á síðustu 120 árum, eða svo. „Þetta er allt ný músík, samin í heimi sem sætt- ir sig ekki við breytingarnar sem urðu á 20. öld. En það þarf ekki að draga allt í dilka, við reynum að láta flokkana litlu skipta.“ Víkingur nefnir Megas sem dæmi um flytjanda á lokatónleik- unum, sem passar kannski ekki inn í hina hefðbundnu flokkun. Þar mun Megas flytja lög sín og texta, búin fyrir klassísk hljóð- færi af Þórði Magnússyni, syni hans. „Annað dæmi er Ravel- fiðlusónatan, þar sem hinn sér- kennilega agaða og barokk-kennda útgáfa Ravels af impressjónism- anum tekur flipp. Þetta er yndis- lega ljóðræn tónlist en leikræn líka, full af stemningu. Svo erum við með eitt áhættuatriði, þar sem Bryndís Halla sellóleikari spilar rafmagnað sóló og allir hinir mús- íkantarnir leika undir hjá henni. Þetta er rosalega skemmtileg útsetning sem Daníel Bjarnason gerði fyrir okkur.“ Víkingur hefur á tilfinning- unni að tónlistin sem flutt verður á Midsummer Music geti gengið fyrir alla, hvort sem þeir aðhyll- ist klassík eða popp, eða eitthvað allt annað. Hann vonast til þess að sem flestir láti sjá sig á tónleikun- um, líka þeir sem eru ekki vanir því að mæta á klassíska tónleika. „Fólk hugsar allt of mikið. Sér- staklega reyndar þegar það reyn- ir að kynna sér nútímatónlist. Það stressar mann upp og er ekki væn- legt til nautnar. Fólk á að slaka á og hlusta. Hitt kemur.“ Ný reynsla að fá að ráða Ein ástæða þess að Víkingur gat látið drauminn um að skapa tón- listarhátíð verða að veruleika var að hann fékk styrk úr Menningar- sjóði SUT (Samtaka um tónlistar- hús) og Rutar Hermanns. „Þetta er sjóður sem margir greiddu reglu- lega í af sínu eigin fé á meðan tón- listarhúsið Harpa var enn þá fjar- lægur draumur. Það er gott að byggja á svona fallegum grunni, um von og þrá fólks til að heyra góða tónlist. Þetta skiptir máli, því andi í verkefnum eins og þessum er mjög mikilvægur.“ Víkingur hefur ekki áður staðið í skipulagningu tónlistarviðburðar af þessari stærðargráðu og segir það skemmtilega reynslu. „Ég fæ að ráða ansi miklu en er með pínulítinn og skemmtilegan hóp af fólki sem hefur verið að vinna með mér í þessu í 250 prósent vinnu. Við höfum til dæmis dokúmenter- að allt ferlið og haft mikinn pre- sens á netinu. Ég hef tekið þátt í mörgum ólíkum þáttum, sem ég fæ ekki að vera með í þegar ég er að spila fyrir einhvern annan. Það hefur verið mjög gaman fyrir mig, að reyna að finna einhvern falleg- an samhljóm í öllum smáatriðun- um í kringum þetta.“ Nær óspilandi píanókvintett Víkingur stefnir að því að gera Reykjavík Midsummer Music að árlegum viðburði. Hann ætlar hins vegar ekki endilega að til- einka hátíðina kammertónlist. „Stefnan er að þetta verði ólík- ar hátíðir, hvað tónlistina varð- ar. Kannski verður næst meiri einleikur, kannski líka stærri bönd. Það getur líka vel verið að við blöndum meiri sjónrænni list inn í þetta næst,“ segir Víking- ur, en tekur fram að þetta sé allt saman framtíðarmúsík. Það sem hann hefur hugann við í dag er að hátíðin sem fram undan er heppn- ist sem allra best. „Ég er rosa- lega spenntur, æfi mig langt fram á nótt og reyni að vakna mjög snemma.“ Eitt af því sem hann er að tak- ast á við er píanókvintett breska tónskáldsins Tómasar Adés, sem Víkingur frumflytur á Íslandi á kvöldtónleikum mánudags- ins. „Þetta er gríðarlega flókið verk, næstum því óspilandi! Það er langt síðan ég hef eytt eins löngum tíma í að komast í gegn- um tónverk, síðast var það þegar ég var að æfa mig fyrir Rach- maninoff númer 3. Svona er þetta yfirgengilegt prógramm. Það er hressandi að gera eitthvað yfir- gengilegt svona af og til.“ holmfridur@frettabladid.is Með áhættuatriði á tónlistarhátíð FINNUR FALLEGAN SAMHLJÓM Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari lét draum verða að veruleika með því að skapa tónlistarhá- tíðina Reykjavík Midsummer Music. Hann hefur haft gaman af því að finna fallegan samhljóm í öllum smáatriðunum í kringum hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞJÓÐLEG STEMNING Á ÁRBÆJARSAFNI Venju samkvæmt verða þjóðbúningar í aðalhlutverki í Árbæjarsafni á þjóðhátíðardag Íslendinga 17. júní. Gestir eru hvattir til að mæta í eigin búningum. Upp úr klukkan 13 munu eigendur glæsivagna Fornbílaklúbbs Íslands sýna sig á safnsvæðinu og drossíurnar með. Klukkan 16 verða þjóðdansar dansaðir á torginu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.