Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 16. júní 2012 55
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 17. júní 2012
➜ Sýningar
17.00 Sumarsýning Sláturhússins á
Egilsstöðum opnar, en þetta er í fjórða
sinn sem hún er sett upp. Feðgarnir Þór
Vigfússon og Helgi Þórsson og mæðg-
inin Ólöf Birna Blöndal og Sveinn Snorri
Sveinsson sýna list sína. Léttar veitingar
og ljúf tónlist í boði.
➜ Hátíðir
10.00 Akureyrarbær fagnar 17. júní
með hátíðarhöldum. Nánari dagskrá má
sjá á www.visitakureyri.is.
13.00 Þjóðhátíðargleði verður á
Árbæjarsafni í allan dag. Meðal þess
sem verður á dagskrá eru fornbílar,
þjóðdansar og ýmsar sýningar.
➜ Dansleikir
20.00 Þjóðhátíðardansleikur Félags
eldri borgara í Reykjavík verður haldinn
í félagsheimili þeirra að Stangarhyl 4.
Danshljómsveitin Klassík leikur létta
danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en
kr 1.300 fyrir félagsmenn FEB.
➜ Tónlist
16.00 Hanna Björk Guðjónsdóttir og
Ingunn H. Hauksdóttir flytja nokkur af
ástsælustu sönglögum þjóðarinnar í
djassútgáfu á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir
er kr. 1.000.
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur klassískt
rokk af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-
Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
17.00 Fyrstu tónleikar Alþjóðlegs
orgelsumars 2012 fara fram í Hallgríms-
kirkju. Hörður Áskelsson organisti og
Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari spila.
Aðgangseyrir er kr. 2.500.
21.00 Hljómsveitin Mannakorn heldur
þjóðhátíðartónleika á Rauðku, Siglufirði.
Miðaverð er kr. 2.500.
➜ Leiðsögn
14.00 Þjóðminjasafn fagnar Þjóðhá-
tíðardeginum með ókeypis aðgangi og
leiðsögn um grunnsýningu safnsins,
Þjóð verður til - Menning og samfélag
í 1200 ár.
20.00 Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðu-
maður Grasagarðs Reykjavíkur, leiðir
áhugasama um fjöruna á Laugarnes-
tanga þar sem gróðurfar er fjölbreytt.
Þátttaka er ókeypis og mæting við
Laugarnestanga.
Hljómsveitin Salon Islandus ásamt
söngkonunni Diddú kemur fram á
hátíðartónleikum í safnaðarheim-
ilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ á morg-
un, 17. júní, klukkan 20. Aðgangur er
ókeypis í boði Garðabæjar. Hátíðar-
tónleikarnir eru hluti af 17. júní dag-
skrá bæjarins.
Salon Islandus hefur starfað
síðan í ársbyrjun 2004. Hljómsveit-
in kemur reglulega fram á tónleik-
um víða um land og hefur hún verið
fastagestur í Garðabæ undanfarin
ár. Forverar þessarar átta manna
hljómsveitar eru tríó og síðar kvar-
tett sem allt frá níunda áratug síð-
ustu aldar héldu reglulega Vínar- og
aðra skemmtitónleika og hafa marg-
ir söngvarar komið fram með hljóm-
sveitunum í gegnum tíðina.
Hljóðfæraleikarar Salon Islandus
á tónleikunum verða þau Zbigniew
Dubik og Pálína Árnadóttir á fiðlu,
Margrét Árnadóttir á selló, Háv-
arður Tryggvason á kontrabassa,
Martial Nardeau á flautu, Sigurð-
ur I. Snorrason á klarínettu, Anna
Guðný Guðmundsdóttir á píanó og
Pétur Grétarsson á slagverk.
Flutt verða létt og skemmtileg
verk við allra hæfi. Á efnisskránni
eru verk eftir Johann Strauß, Franz
Lehár, ABBA og fleiri og von er á
leynigesti.
Garðabær býður fólki á tónleika
SALON ISLANDUS Flytja létt og skemmtileg verk við allra hæfi.