Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 1
Helgarblað MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 23. júní 2012 146. tölublað 12. árgangur 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk l Atvinna MINNI ÁTÖK„Átök í stjórn- málum eru óum- flýjanleg en þau eiga ekki að vera allsráðandi. Það tekur hins vegar tíma að breyta pólitískum kúltúr á Íslandi.“ BLÓM Í BÆ Sýningin Blóm í bæ stendur yfir í Hveragerði um helgina. Þemað er sirkus og munu skreytingar í bænum taka mið af því. Alls konar kynjaverur lifna við í blómum og myndum og litagleðin tekur öll völd. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin. Í SUMARSKAPIÁ æskuárunum fór Sig-ríður Ingibjörg í árvissar tjaldútilegur í Þjórsárdal með foreldrum sínum. Í fyrra endurvakti hún útilegudraum fjölskyld-unnar og í sumar stendur til að gera víð-reist með tjaldið. MYND/GVA Æ tli ég taki því ekki rólega með börnunum í dag, fari í sund og í heimsókn til mömmu til að athuga hvort einhver muni enn eftir mér á þeim slóðum,“ segir Sigríður Ingibjörg og skellir upp úr. Hún á loks rýmri tíma fyrir sig og sína eftir að þingi var slitið í vikunni.„Jú, víst voru þingmenn orðnir langeygðir eftir sumarfríi. Langar tarnir undir lok þinghalds reyna mjög á. Alþingi minnir mig stundum á flugstöð þar sem tíminn verður afstæður og það sem úti er hættir að skipta máli. Lífið snýst nefnilega um fleira en það sem gerist á Alþingi og ég þeirrar skoðunar að þingmenn hafi alltof lítinn tíma til að lesa, hugsa og hitta fólk.“ Sigríður Ingibjörg er þó ekki komin í óskipt sumarfrí fyrr en um miðjan júlí því á morgun fer hún á fund í velferðarnefnd Norðurlandaráðs í Brussel. Þar á eftir taka við störf tengd fjárlaganefnd og fundir með kjósendum, sem setið hafa á hakanum. „Þingstarfið er annasamt og þótt maður sé kominn heim dvelur hugurinn oft áfram við vinnuna. Ég spyr stundum sjálfa mig hvort ég sé tilbúin að fórna svo miklum tíma frá börnunum sem eru á mis-jöfnum aldri og með misjafnar þarfir. Að vera þingmaður er þó svipað því að vera kennari; stundum er álagið mikið en svo nýtur maður þess inn á milli að hafa meiriyfirráð yfir tíma sí Sigríður Ingibjörg á fjögur börn, eitt uppkomið og þrjú á grunnskólaaldri með eiginmanni sínum, Birgi Hermannssyni háskólakennara. „Velgengni mín í starfi og gott heimilislíf byggja á því að eiga góðan maka sem stendur með mér og stendur vaktina heima,“ segir hún og brosir.„Ég tek hlutverk mitt alvarlega og þykir forréttindi að vera kjörin til að hafa áhrif á landsmálin. Það er ákaflega skemmtilegt að vera þingmaður en starfsháttum Al-þingis þarf að breyta. Átök í stjórn málum eru óumflýjanleg en eiga ekki að vera alls- ráðandi og mér finnst að við gætum oft verið skynsamari. Það tekur hins vegar tíma að breyta pólitískum kúltúr.“Þingið kemur aftur saman 11. sept-ember og nefndafundir hefjast í ágúst.„Ég ætla að njóta sumarsins í Reykjavík en líka að fara í útilegur með fjölskyldunni. Vestfirðir eru á dagskránni ef veðurspáin er góð. Það er alltaf lærdómsríkt að skoða landið sitt og átta sig betur á aðstæðum þeirra sem ekki búa á höfuðborgar-svæðinu.“ Í kvöld er Sigríði Ingibjörgu boðið í stórafmæli og í gær fór hún í árlegt grill kvenna sem áður voru í Kvennalistanum.„Svo mæti ég að sjálfsögðu í Druslu-gönguna í dag, en hvort é kl HEPPIN MEÐ MAKALANGÞRÁÐ SUMARFRÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður, ætlar að sofa í tjaldi í sumarfríinu, busla í sundlaugum og njóta lífsins með sínum nánustu. Laugavegi 63 • S: 551 4422 FIMM ÚTVARPS-STÖÐVAR Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 www.hagvangur.is Öflugur sérfræðingur á sviði starfsendurhæfingar! Nánari upplýsingar: Elísabet Sverrisdóttir elisabet@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til að starfa að fjölbreyttum verkefnum á sviði starfsendurhæfingar. Hér gefst einstakt tækifæri til að vinna að uppbyggingu, þróun og þjónustu á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um er að ræða mjög krefjandi starf. Menntunar- og hæfniskröfur www.virk.is. NÁTTÚRA Stofnar landsels og útsels eru mun minni en þeir voru árið 1980 þrátt fyrir takmarkaða veiði frá þeim tíma. Fækkunin hefur mest orðið í Breiðafirði, Faxaflóa, við suðurströndina og Austfirði. Erlingur Hauksson, sjávar- líffræðingur hjá Selasetrinu á Hvammstanga, telur að tvennt komi helst til. „Það er engin ein skýring á fækkun á sel. Ein gæti verið veiði á vissum svæðum við landið, og þá ekki síst grásleppu- veiðarnar grunar mig. Við Suður- land, þar sem sel hefur fækkað mikið, horfir maður helst til fækkunar á sandsíli, sem var mik- ilvægur hluti af fæðu dýranna.“ Erlingur hefur afturreiknað landselastofninn til aldamótanna 1900 út frá veiðitölum. Hann telur stofninn þá hafa verið um 40 þús- und dýr, og jafnvel stærri. Í nýrri skýrslu Hafrannsókna- stofnunar um ástand nytjastofna segir að árið 2011 hafi borist upp- lýsingar um veiðar á 396 selum við Ísland, sem er líklega mjög van- talið. Árið 1986 var veiðin á sjötta þúsund dýr. Við Ísland er landselsstofninn nú talinn vera um ellefu þúsund dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels er tal- inn vera um sex þúsund dýr, en var helmingi stærri fyrir áratug. - shá Selastofnarnir hafa minnkað verulega VIÐ HÚNAFLÓA Á Vatnsnesi er að finna ein aðgengilegustu og stærstu sellátur á Íslandi, þar sem skoða má landseli í návígi. Tvær tegundir sela eru staðbundnar við strendur Íslands, landselurinn og útselur. Auk þeirra koma nokkrar tegundir farsela frá norðlægari slóðum reglulega inn á íslenskt hafsvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MYNDAVÉLATILBOÐ STOFNAÐ 1971 SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS í dag Opið til18 ENNEMM / S ÍA / N M 5 2 7 9 1 Lífseigur bragðarefur Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson skrifar um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. stjórnmál 22 Best að borga skuldir Jón Helgi Guðmundsson í BYKO óttast ekki að missa viðskiptaveldi sitt. viðskipti 20 Álfurinn og forsetafrúin Magnús Scheving tekur upp auglýsingu með Michelle Obama í Hvíta húsinu. fólk 50 Tom Cruise bíó 26 Leikið á pólsku leikskólar 24 100Mb/s internet fyrir 1.995 kr. hringdu.is/ljos Stella Sigurðardóttir býr sig undir EM krakkar 34 spottið 12 SAMGÖNGUR Bílafloti landsins heldur áfram að eldast. Þetta sýna bæði tölur yfir nýskráða bíla og tölur yfir bíla sem skilað hefur verið til úrvinnslu. Á árunum fyrir hrun var í kringum átta þúsund bílum fargað á ári miðað við tæp- lega þrjú þúsund í fyrra samkvæmt tölum frá Úrvinnslusjóði. Svipaða sögu má segja um nýskráða bíla, þeim snarfækkaði eftir hrun. Afleiðingin er að meðalaldur bíla á Íslandi hefur hækkað úr 9,8 árum fyrir hrun upp í tæplega tólf ár. „Þetta er í engum takti við það sem það ætti að vera, miðað við eðlilega endurnýjun bílaflotans. Nú er reynt að keyra þetta eins lengi og mögulegt er. Óhóflega lengi miðað við öryggi bíla og eyðslu,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Rúnar Gestsson, framkvæmda- stjóri Vöku, finnur fyrir sömu þróun mála en hann segir þá bíla sem koma inn til hans í verulega slæmu ástandi. „Þetta eru bílar sem eru löngu komnir á aldur og ættu margir að vera komnir af götunni fyrir löngu. Menn keyra bara bílana þangað til það er ekki möguleiki að halda þeim gangandi lengur.“ Özur Lárusson segir að þrátt fyrir að nýskráningum hafi fjölgað lítillega í ár frá því í fyrra, sé ástandið langt í frá viðunandi. „Eðlileg endurnýjunarþörf bíla- flotans er í kringum tólf til fjórtán þúsund nýskráðir fólksbílar á ári. Við reiknum með að þetta geti orðið 6.500 bílar í ár.“ Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að langt sé síðan stofnunin lýsti yfir áhyggjum af þróuninni. „Bílarnir eru alltaf að verða betri með tilliti til öryggis. Þess vegna er það mjög miður ef við höldum ekki í þá þróun með endur- nýjun bílaflotans. Því eldri sem bílarnir eru þeim mun meiri líkur eru á að ekki sé allt í fullkomnu lagi. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur, það er ekkert launungar- mál.“ - ktg Eldri bílafloti – minna öryggi Íslendingar henda síður bílum nú en fyrir hrun og færri kaupa sér nýja. Meðalaldur bíla hefur hækkað um tvö ár frá 2008. Þetta er sagt þýða að bílaflotinn sé óöruggari en ella, því nýrri bílar séu með betri öryggisbúnað. ár er meðalaldur bifreiða á Íslandi. Fyrir hrun var meðalaldurinn tæp 10 ár. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.