Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 28
FÓLK|MATUR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Á Íslandi búa 300.000 pylsusér-fræðingar. Íslendingar vita ná-kvæmlega hvernig pylsa á að vera, jafnvel þótt þeir séu ekkert endi- lega sammála. Flestir eiga sér eftir- lætispylsuvagn og sá sem er í upp- áhaldi hjá mörgum er Pylsuvagninn í Laugardal. Pylsuvagninn opnaði fyrst sem vagn á hjólum fyrir 30 árum. Hann er nú fluttur í myndarlegt lítið hús á planinu fyrir framan Laugardalslaugina. Hann hefur þó hvergi lagt upp laupana því það er nóg að gera. Rekstrarstjórinn, Rada Grbic, hefur unnið í Pylsuvagninum síðan árið 2009 og líkar það vel. „Íslendingar eru bæði skemmtilegir og góðir viðskipta- vinir,“ segir Rada. Fyrir nokkrum árum hófust viðgerðir á Pylsuvagninum í Laugardal, að utan sem innan, og segir Rada allt annað að vinna þar í dag. „Inni í vagninum er allt nýtt og það breytir miklu, til dæmis hvað þrif varðar.“ Vagninn býður upp á að við- skiptavinir sitji inni meðan þeir borða pylsuna sína, þar eru hitalampar og tónlist og allt til alls. ALLS KONAR PYLSUR Pylsuvagninn í Laugardal er meðal annars þekktur fyrir fjölda pylsuteg- unda á matseðli. Þar er að sjálfsögðu hægt að fá hina klassísku „eina-með- öllu“ en Rada segir að vinsælastar séu frönsku pylsurnar. „Þær eru í heilu brauði, með ákveðinni sósu og svo er pylsunni stungið ofan í,“ segir hún og bætir við að þessar pylsur séu til dæmis sniðugar fyrir börn því þeim fylgir minni subbuskapur. Þegar Rada byrjaði í pylsuvagninum, fyrir fjórum árum, var franska pylsan um 20% af sölunni en nú er hún komin upp í næstum helming sölunnar. Að auki má finna á matseðli beikon- vafða pylsu, BBQ pylsu, mexíkóska pylsu og svokallaða Elvis-pylsu. „Hún er alveg eins og venjuleg pylsa, með þessu dæmigerða áleggi en svo er bætt við kartöflustráum,“ útskýrir Rada. Hægt er að velja um að fá pylsurnar sínar steiktar eða soðnar. Þjóðarréttur Íslendinga er þó alltaf vinsæll: Pylsa, kók og Prins póló í eftirrétt. Mikið er lagt upp úr hráefnunum í Pylsuvagninum í Laugardal en á hverjum morgni kemur nýbakað brauð og Valstómatsósan er ómiss- andi. Pylsurnar eru SS-pylsur því þær eru fremstar fyrir bragðið. ALLTAF NÓG AÐ GERA Þrátt fyrir að opið sé í Pylsuvagninum árið um kring er mesta örtröðin á sumrin. Fólk kemur gjarnan eftir sund- sprett og fær sér pylsu til að seðja sárasta hungrið: „Sérstaklega börnin, þau koma hingað hlaupandi, svöng eftir sundið,“ segir Rata, hlær og bætir við að mörg komi jafnvel bæði fyrir og eftir sundferðina. Klukkan tíu, þegar sundlaugin lokar, myndast oft röð fyrir framan Pylsuvagninn en hann er opinn til hálfellefu. BESTA PYLSAN Í BÆNUM? Á sumrin bætast líka ferðamenn við viðskiptahópinn. Rada segir að þeir séu afar ánægðir með Pylsuvagn- inn: „Túristarnir eru margir búnir að ganga um alla borgina og prófa hina ýmsu matsölustaði. Þegar þeir koma hingað segja þeir mjög gjarnan að þetta sé besta pylsan í bænum!“ Rada segir að sér þyki best þegar fólk kaupir sér eina pylsu, klárar hana og kemur svo aftur og segir: „Ó, mig lang- ar í aðra, þetta var besta pylsa sem ég hef smakkað!“ ÍSLENDINGAR ERU SÉRFRÆÐINGAR Í PYLSUM PYLSUVAGNINN Í LAUGARDAL KYNNIR Íslendingar eru sólgnir í pylsur og hafa sterkar skoðanir á því hvort sinnepið á að vera ofan á eða undir. Pylsuvagninn í Laugardal á marga fastakúnna og býður upp á alls konar pylsurétti. ALLIR VILJA FRANSKAR alltaf er nóg að gera í vagninum en frönsku pylsurnar eru lang- vinsælastar. MIKIÐ AÐ GERA Rekstrarstjóri Pylsuvagnsins, Rada Grbic, segir Íslendinga skemmtilega viðskiptavini. MYNDIR/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.