Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 22
23. júní 2012 LAUGARDAGUR22 S umarið 1996 var forsetakjör á Íslandi. Í byrjun febrúar bauð sig fram Guðrún Pétursdóttir, for- stöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar Háskóla Íslands, og naut þá meðbyrs. Tíu dögum fyrir kjör- dag dró hún framboðið hins vegar til baka, þorrin fjöldafylgi. Þá voru eftir fjórir; Ástþór Magnús son athafnamaður, Guðrún Agnars- dóttir, læknir og fyrrverandi þingkona Samtaka um kvennalista, Pétur Kr. Haf- stein hæstaréttardómari og alþingismaður- inn Ólafur Ragnar Grímsson. Hann hafði verið prófessor í stjórnmálafræði, formaður Alþýðubandalagsins og fjármálaráðherra um skeið, umdeildur og orðhvass. Óvænt úrslit Í ljósi hinnar pólitísku fortíðar sigurvegar- ans hlutu úrslitin að teljast söguleg og óvænt. Ólafur Ragnar hlaut 41,4% atkvæða. Næstur honum kom Pétur Hafstein með 29,5%. Margt hafði verið Ólafi í vil. Hann setti sig í „for- setastellingar“ og sagði að þótt Alþingi hefði verið átakavettvangur gegndi öðru máli um Bessastaði. Þá minnti hann á að forseti gæti synjað lögum staðfestingar svo að þau færu í þjóðaratkvæði. Kjósendur kunnu líka að meta þau orð Ólafs Ragnars að átta eða í mesta lagi 12 ár væru æskilegur tími á forsetastóli. Ekkert af þessu skipti þó sköpum. Veiga- meira var að fólk taldi Ólaf Ragnar þaul- reyndan á alþjóðavettvangi. Kosningaherferð hans var vel heppnuð og ekkert til sparað. Einnig munaði mikið um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, hina glæsilegu eiginkonu forsetaefnisins. Loks naut Ólafur Ragnar þess að keppinautarnir höfðu hver sína byrði að bera. Ástþór Magnússon átti aldrei sigur- von, Guðrún Agnarsdóttir þótti of lík Vigdísi Finnbogadóttur og Pétur Kr. Hafstein var lítt þekktur og hlédrægur. Þar að auki virtist mörgum hann hafa leitað leyfis hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra að fara í framboð og það kunni ekki góðri lukku að stýra. Á Íslandi vinna þeir forsetakjör sem þykja standa fjærst hinu pólitíska valdi. Sumarið 1996 átti það við um Ólaf Ragnar Grímsson. Breytti þá engu að hann hafði verið í eldlínu stjórnmálanna í nær þrjá áratugi fyrir þrjá ólíka stjórnmálaflokka. Sú ímynd sem hann skóp sér sagði annað. Átök við sjálfstæðismenn „Hvers konar loddari ert þú?“ kallaði Davíð Oddsson undir ræðu Ólafs Ragnars í fyrsta sinn sem þeir tókust á í þingsölum. Síðar sagði Ólafur að í Davíð væri „skítlegt eðli“. Vart kom á óvart að forsetinn nýi hafði ekki setið lengi í embætti þegar óþol sjálfstæðis- manna í garð hans brast fram. Eftir sárasak- laus ummæli Ólafs um vonda vegi á Barða- strönd vönduðu þeir um við hann að standa utan stjórnmálabaráttunnar. Næstu ár gætti áfram núnings af þessu tagi. Í stórum málum hélt Ólafur Ragnar sig þó til hlés. Áskorunum um að staðfesta ekki umdeild lög um kjör öryrkja sinnti hann ekki. Ekkert sagði hann af eða á um Kárahnjúka- virkjun eða stuðning við Íraksstríð. En árið 2004 urðu umskipti. Snemma árs reiddist forseti því að við aldarafmæli heima stjórnar sýndi Davíð Oddsson honum lítinn sóma. Gagnkvæm andúð þessara ráðríku manna duldist engum og um sumarið mættust stálin stinn. Yfir 30.000 manns skoruðu á forseta að undirrita ekki fjölmiðlalögin svonefndu sem Davíð hafði fengið samþykkt á Alþingi. Við þessu varð Ólafur Ragnar og beitti málskots- rétti forseta, í fyrsta skipti í sögunni. Þótt forsætisráðherra væri skapi næst að hunsa þá ákvörðun skorti hann pólitískt afl og lagalegu rökin voru veik. Lögin voru aftur- kölluð en í kappinu við að klekkja á fjölmiðla- veldi andstæðinga sinna hafði Davíð skapað alþýðuhetjuna Ólaf Ragnar. Um leið varð forsetinn óskabarn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. „Séð-og-heyrt-væðing“ Sama ár og Ólafur Ragnar Grímsson settist á Bessastaði hóf tímaritið Séð og heyrt göngu sína. Fyrsta árið prýddu forsetinn og fjöl- skylda hans forsíðu þess þrisvar og því náði víst enginn annar nema Hemmi Gunn. Áfram var Ólafur Ragnar í sviðsljósinu og vorið 2000 bjó fjölmiðlamaðurinn Stefán Jón Haf- stein til hugtakið „séð-og-heyrt-væðing“ yfir „fínafólkstilburðina“ sem honum fundust svífa yfir vötnum. Þá höfðu skipst á skin og skúrir í einka- lífi Ólafs Ragnars. Haustið 1998 lést Guðrún Katrín Þorbergsdóttir eftir erfið veikindi. Ári síðar tókust ástir með forseta og Dorrit Moussaieff, efnaðri athafnakonu í Lundúnum. Hún var tápmikil og fjölmiðlar hlutu að sýna henni áhuga. Tíðarandinn var að breytast, Ólafur Ragnar átti ekki einn sök á hinni meintu „séð-og-heyrt-væðingu“. Hann sýtti hana þó sjaldnast. „Guðfaðir útrásarinnar“ Í forsetatíð Ólafs Ragnars hófst fyrir alvöru íslenska útrásin, aukin umsvif Íslendinga á alþjóðavettvangi. Útrásarárin löðuðu fram það besta og versta í fari forseta. Athafna- menn mátu þekkingu hans og kapp við að bera hróður Íslands sem víðast. Tengslanet hans var þéttofið, einkum þegar við bættust sambönd Dorritar í heimi hinna frægu og vellríku. Ræður flutti forseti fumlaust og var meiri eldmóður í honum en varfærnum emb- ættismönnum eða ráðherrum, misvel mælt- um á erlendar tungur. Mikilvægi smáríkja og málefni norðurslóða urðu Ólafi Ragnari einkar hugleikin, auk loftslags- og orkumála. Þetta var gott og blessað. Hitt var verra að í ákafa sínum gekk forseti of langt. Með hlið- sjón af öllu sem nú var unnt að styðja og gera fannst honum lítið um síðustu forvera sína á Bessastöðum. Þó að hann nefndi engin nöfn duldist fáum að þegar hann talaði um forseta sem hefði bara „labbað um túnin og skrifað undir lögin“ var Kristján Eldjárn, sá far- sæli þjóðhöfðingi, í huga hans. Þegar Ólafur ítrekaði að forsetinn væri ekki „puntudúkka“ sveigði hann að Vigdísi Finnbogadóttur. Verkin gátu líka verið vafasöm, þrátt fyrir góðan vilja. Meðmælabréf samdi Ólafur Ragnar fyrir útvalda viðskiptamenn. Þess háttar traustsyfirlýsingar, sem líktust helst óútfylltum víxli fyrir hönd þjóðarinnar, gátu komið forsetanum í koll. Það áttu dæmin eftir að sanna og greiða þáði Ólafur Ragnar líka af auðjöfrum og bankamönnum, flaug í þotum þeirra og fékk stóru bankana þrjá til að kosta ítarlega sögu um afrek sín sem „guð- faðir útrásarinnar“. Eins ámælisverðar voru hástemmdar lýs- ingar Ólafs Ragnars Grímssonar á eðlis- lægum yfirburðum íslenskra athafnamanna. Velgengni í hörðum heimi alþjóðaviðskipta útskýrði hann með því að Íslendingar hikuðu ekki heldur létu slag standa, traust ríkti milli manna að fornum sið og þeir mætu góðan orð- stír ofar öllu. Stundum mátti skilja forseta þannig að auknu veldi Íslendinga í vísindum, listum og viðskiptum mætti helst líkja við vöxt Flórens á endurreisnartímanum eða Aþenu til forna. Þannig lofaði forsetinn „íslenska efnahags- undrið“. Fáir gengu eins langt. Samt var hann fráleitt einn um drambið og það er auðvelt að vera vitur eftir á. Í oflæti útrásaráranna líkaði fólki vel að eiga forseta af þessu tagi. Samkvæmt skoðanakönnun snemma árs 2008 sögðust 87% aðspurðra ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar. En svo hrundi allt. Hrun banka og forseta Vöxt bankanna og hrun þeirra haustið 2008 mátti einkum rekja til óhóflegra lána, sinnu- leysis og óráðsíu. Sama gilti um veldi ýmissa auðjöfra sem Ólafur hafði vingast við. „Efna- hagsundrið“ var ekki flóknara en það. Bankarnir voru vart fallnir þegar forseti Íslands kvaðst þurfa að líta í eigin barm og sjá hvar honum hefði orðið á. En orðspor hans var stórlaskað; snemma árs 2009 sýndu kann- anir að einungis þriðjungur landsmanna var ánægður með störf hans. Eftir hrunið hafði Ólafur Ragnar haft hægt um sig og ekkert heyrðist frá honum undir lok árs 2008 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar fékk samþykkta þingsályktunartillögu um lausn Icesave-deilunnar við Bretland og Holland, með ábyrgð ríkissjóðs á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra. Sumarið 2009 höfðu veður skipast í lofti og ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að semja á svipuðum nótum við bresk og hollensk stjórnvöld. Í meðförum Alþingis á frumvarpi stjórnarinnar bættust við fyrirvarar sem forseti vísaði til þegar hann staðfesti í september 2009 lög um Ice- save-samninga. Þá fannst honum ekki þörf á að þjóðin ætti lokaorðið í hinni miklu deilu, jafnvel þótt lögin kvæðu á um milljarðaskuld- bindingar. Línur í Icesave-deilunni hafa ætíð markast af því hvort menn sitja í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Sjálfskipaðir sigurvegarar munu reyna að skrá söguna og eru reyndar byrj- aðir á því. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu þegar upp er staðið. Til þess eru staðreyndirnar of skýrar. Þetta á líka við um forsetann. Valdhöfum í Lundúnum og Haag má hann þakka að hafa losnað úr Icesave- snörunni. Þeir neituðu að samþykkja fyrir- vara Alþingis og því þurfti að semja upp á nýtt. Í árslok 2009 var það samkomulag sam- þykkt á þingi með nær minnsta mun. Um sama leyti var forseti hafður að þvílíku háði og spotti í áramótaskaupi að þess voru engin dæmi. Átti hann sér viðreisnar von? Upprisan Ólafi Ragnari Grímssyni bárust nýju Ice- save-lögin en sömuleiðis áskoranir um 56.000 Íslendinga að staðfesta þau ekki. Indefence- hópurinn hafði unnið þrekvirki og forseti hlýddi kalli fólksins. Með synjun hans voru lögin lögð í dóm þjóðarinnar og kolfelld. Langflestir Íslendingar lofuðu afstöðu Ólafs Ragnars. Aftur var sest að samningaborði og í þetta sinn var drjúgur meirihluti Alþingis hlynntur málalyktum. Engu að síður beitti forseti synjunarvaldi aftur. Nú var mjótt á munum en sem fyrr fengu lögin þó ekki meirahlutafylgi. Dómstólaleiðin beið og tím- inn leiðir í ljós hverjar lyktir hennar verða. Liðsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna hugsuðu Ólafi Ragnari þegjandi þörfina. Kátínan frá 2004 var horfin og sjálfstæðis- menn sem þá fordæmdu forseta lofuðu hann nú. Sjaldan hefur sannast eins vel að óvinur óvinar getur talist góður vinur. Ólafur Ragnar Grímsson virtist orðinn for- seti fólksins og afl útrásaráranna vaknaði á ný. Ytra varði hann hagsmuni Íslands, alltaf kappsamur, stundum óskammfeilinn. Það var þetta sem þurfti í hatrammri milliríkjadeilu. Á sama tíma virtist Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra forðast erlenda ráðamenn og fjölmiðla eins og heitan eldinn og í löng un sinni til að vinna stundarsigra á Alþingi sólunduðu þingmenn virðingu þess í samfé- laginu. Tómarúmið sem skapaðist fyllti for- seti með glöðu geði. Klókindi og ótti Í nýársávarpi 2012 tilkynnti forseti að hann hygðist láta gott heita, eftir 16 ár á Bessa- stöðum. Eða hvað? Vinir forseta hrundu af stað undirskriftasöfnun og honum snerist hugur, hafi hann þá einhvern tímann ætlað sér að hverfa á braut. Klókindi eða klækir þóttu lengi aðalsmerki hans í stjórnmála- baráttunni. Nú er hann í öðrum stellingum en 1996. Nú vill hann vera brjóstvörn þjóðar gegn máttlausu þingi og óvinsælli stjórn, leiðtoginn sterki á „óvissutímum“. Nú leitar hann ekki aðeins stuðnings þeirra sem vona heldur líka þeirra sem óttast. Og nú viður- kennir hann ekki eigin afglöp í aðdraganda hrunsins, það væri veikleikamerki. Nú eru hin hrikalegu áföll frekar borin saman við endalok ullarvinnslu hjá Álafossi. Við rannsóknir mínar á sögu síðustu ára- tuga hef ég leitað í smiðju Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hefur reynst vingjarn- legur, fróður og ráðagóður, jafnvel víðsýnn og launfyndinn. En snúist sagan um hagsmuni hans sjálfs verða hamskipti. FORSETAHJÓN Á SVÖLUM ALÞINGISHÚSSINS Kosningaherferð Ólafs Ragnars Grímssonar þótti vel heppnuð og ekkert var til sparað. Mikið munaði um hina glæsilegu eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Myndin var tekin að embættistöku lokinni 1. ágúst 1996. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Valdhöfum í Lundúnum og Haag má hann þakka að hafa losnað úr Icesave-snörunni. Þeir neituðu að samþykkja fyrirvara Alþingis og því þurfti að semja upp á nýtt. Málskot, útrás, hrun og ótti Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið vinsæll forseti, óvinsæll forseti, útrásarforseti, séð-og-heyrt forseti, forseti fólksins, forseti vinstrimanna og forseti hægrimanna. Guðni Th. Jóhannesson fjallar um einn lífseigasta bragðaref íslenskrar stjórnmálasögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.