Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 23. júní 2012 29 Þuríðarbra ut Ki rkj uv eg ur Grundargarður Skálavík Frá Bolungarvík er skemmtileg stundarfjórðungs ökuleið yfir Skálavíkurheiði til Skálavíkur, sem stendur á milli tígulegra fjalla á móti opnu úthafinu. Skálavík er friðsæll og fallegur staður, fullkominn til fjöruferðar. Niður í miðja fjöruna rennur lítil og lygn á þar sem gaman er að busla í góðu veðri. Frá Skálavík liggja líka margar miserfiðar gönguleiðir. Þaðan er til dæmis farið ef ætlunin er að ganga fjöruna suður að Galtarvita. Bolafjall Á leiðinni út í Skálavík er komið að vegi upp á Bolafjall sem er opinn almenningi í júlí og ágúst. Það er bæði gaman að ganga og keyra upp á fjallið, þó að taka verði fram að vegurinn er snarbrattur og því ekki fyrir loft- hrædda. Það tekur um einn og hálfan tíma að ganga hvora leið. Ofan af fjallsbrúninni er óvið- jafnanlegt útsýni til allra átta – til Grænuhlíðar, yfir Bolungarvík og út á Djúpið. Uppi á fjallinu er ratsjárstöð í eigu Atlantshafs- bandalagsins. Ósvör Sjóminjasafnið í Ósvör stendur niðri við sjóinn, austast í Bol- ungarvíkinni. Þar er að finna tvö- falda 19. aldar verbúð, salthús, fiskreit og þurrkhjall. Í safninu eru áraskipið Ölver, veiðarfæri og ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun á öldum áður. Rúsínan í pylsuendanum er safnvörðurinn, sem tekur vel á móti gestum íklæddur skinnklæðum líkum þeim sem íslenskir sjómenn klæddust áður fyrr og lýsir fyrir gestum því sem fyrir augu ber. BÍLTÚRAR FRÁ BOLUNGARVÍK 6. Grasagarður Vestfjarða Náttúrustofa Vestfjarða hóf uppbyggingu á Grasagarði í Bolungarvík sumarið 2010. Fyrir alla sem hafa áhuga á íslenskum gróðri og forvitnast um sérstöðu vestfirsks gróður- fars er forvitnilegt að heimsækja Grasagarðinn. Markaðsdagurinn hefur verið fastur sumarliður í Bolungar-vík í mörg ár en vinsældir hans hafa aukist svo ár frá ári að bæjarbúar tala nú um markaðshelgi. Hún fer fram 6.-8. júlí næstkomandi og er skipulagning nú í fullum gangi. Lísbet Harðar Ólafardóttir, einn skipuleggjenda helgarinnar, segir allt stefna í metfjölda gesta í bænum þessa helgi. „Nú þegar eru helmingi fleiri búnir að skrá sig á sölubás heldur en í fyrra,“ segir hún. „Bærinn verður undirlagður alla helgina af markaðs- stemningu og mikilli fjölskyldudagskrá. Þetta byrjar allt saman á föstudagskvöldinu með varðeldi og brekkusöng. Á laugar- deginum er svo markaðurinn sjálfur og svo auðvitað ball um kvöldið.“ Þessa helgi má því gera ráð fyrir að bæjarlífið verði skraut- legt. Bæjarbúar taka þátt í fjörinu, meðal annars með því að skreyta allt hátt og lágt í rauðum og bláum litum, eftir því hvar þeir búa í bænum. Brottfluttir Bolvíkingar mæta á svæðið með gesti sína og margir ferðamenn mæta á svæðið. Markaðurinn á laugardeginum verður þjóðlegur og alþjóð- legur í bland. „Þarna verður bændamarkaðsstemning með alþjóðlegu ívafi. Margir farandsölumenn gera sér ferð hingað og við verðum meðal annars með sölubása frá Kenía og Noregi.“ Þá má telja víst að vestfirskar kræsingar verði á boðstólum og mun sultudrottningin Ylfa Mist Helgadóttir meðal annars hafa boðað komu sína. „Það er til fólk sem keyrir gagngert vestur til þess að ná sér í krukku af sultunni hennar, sem er í raun ekkert skrítið. Hún er alveg rosalega góð,“ segir Lísbet að endingu. Stærsta markaðshelgin hingað til ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Skelltu þér í óborganlega skemmtiferð um Evrópu með fjórum fyndnustu fjörkálfum þjóðarinnar. Auddi og Steindi gegn Pétri Jóhanni og Sveppa í kostulegum ferðaleik sem gengur út á að safna stigum fyrir hin ótrúlegustu uppátæki. Hláturtaugarnar heimta áskrift í júlí! Þú mátt ekki missa af Evrópska draumnum! Tryggðu þér áskrift í síma 512 5100 eða á stod2.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.