Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 20
23. júní 2012 LAUGARDAGUR20 F járfestar sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi fyrir hrunið haustið 2008 hafa komið mjög mis- vel út úr hruninu. Einn þeirra sem virðist hafa sloppið nokkuð vel er Jón Helgi Guðmundsson. Þrátt fyrir að fjárfestingafélag hans sé í miklum vanda óttast hann ekki að missa grunninn að viðskipta- veldi sínu hér á landi. Fjárfestingar Jóns Helga byggðust upp í kringum bygg- ingarvöruverslunina BYKO sem faðir Jóns Helga stofnaði ásamt mági sínum fyrir 50 árum. BYKO heyrir í dag undir móðurfélagið Norvík sem á einnig önnur stór fyrirtæki á borð við Krónuna, Nóatún, Elko, Intersport og fleiri. Þrátt fyrir bankahrunið er staða Norvíkur sterk, segir Jón Helgi. „Við höfum farið í gegnum allar þessar hremmingar án þess að hafa þurft að leggjast á hnén. Það hefur ekkert verið afskrifað hjá okkur. Við höfum ekki farið í gegnum neina fjárhagslega endur skipulagningu. Það sama má segja um fasteignafélagið okkar, Smáragarð, það stendur vel,“ segir Jón Helgi. Hann segir Smáragarð standa vel, enda félagið fjármagnað til 25 ára og félög í eigu Norvíkur helstu leigjendurnir. „Ef ég ber Smáragarð saman við önnur fasteignafélög af svipaðri stærð hafa þau flest farið í gegnum ein- hverjar hremmingar. Okkar félag var ekki mikið skuldsett fyrir hrunið. Þó við værum auðvitað með töluverðar skuldir var það ekki þannig að það gengi okkur yfir höfuð,“ segir Jón Helgi. „Auðvitað er þetta erfitt. Stundum finnst manni ójafnt gefið, en kannski á maður ekki að kvarta yfir því. Ég er bara ánægður að Norvík hafi getað staðið þetta af sér. Það var ekkert sjálfgefið, langt frá því.“ Norvík er með starfsemi í sex löndum; á Íslandi, í Svíþjóð, á Bretlandi, í Eistlandi, Lettlandi og Rússlandi. Jón Helgi segir félögin utan Íslands almennt standa vel. „Það er bara eins og gengur þegar eru svona mörg fyrirtæki undir, það eru alltaf einhverjir með pestina. Þá geta hin stutt við, svo í heildina gengur þetta mjög vel.“ Fjárfestingafélag með pestina Eitt þeirra félaga sem sannarlega er með pestina eftir banka hrunið er fjárfestingafélag Jóns Helga og fleiri, Straumborg. Félagið stendur höllum fæti eftir hrunið, enda var félagið stór hluthafi í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2010 skuldar félagið 5,9 milljarða. Þá er ótalin krafa þrotabús Glitnis á hendur Straumborg að upp- hæð 3,9 milljarðar króna. Þrota- búið hefur stefnt Straumborg. Falli dómur félagi Jóns Helga í óhag skuldar það um 10 milljarða króna. Jón Helgi segir að ekki séu bein tengsl á milli Straum borgar og Norvíkur eða fasteignafé- lagsins Smáragarðs, þó að ein- hverju leyti séu eigendurnir þeir sömu. Þó á Straumborg tæplega 22 prósenta hlut í Norvík. „Við gerðum kyrrstöðusamning við lánardrottna Straumborgar fyrir nokkrum árum sem rennur út í janúar á næsta ári. Við erum að vinna í næstu skrefum í mjög góðu samstarfi við okkar lánar- drottna. Það hefur verið okkar metnaðarmál að komast frá því á eins góðan hátt og hægt hefur verið. Við höfum lagt mikið á okkur til að það geti tekist, ég hef verið í launalitlu starfi við að reyna að gera sem best úr því undanfarið. Væntanlega kemur í ljós í haust hvernig við getum tekið framhaldið. Ég á ekki von á að Straumborg fari í þrot, það er verið að reyna að vinna úr þessu á sem bestan hátt,“ segir Jón Helgi. Hann segir því ekki hættu á að hann muni missa einhver af fyrirtækjunum sem heyra undir Norvík vegna slæmrar stöðu Straumborgar. „Það mun ekki koma til. Það er bara það sem er inni í Straumborg sem er til skiptanna. Við erum ekki í pers- ónulegum ábyrgðum.“ Spurður um 22 prósenta hlut Straumborgar í Norvík segir hann litlu skipta fyrir rekstur Norvíkur þó hann gæti verið í uppnámi vegna erfiðrar stöðu Straumborgar. „Þá eru eftir 78 prósent í minni eigu og eigu fjöl- skyldunnar svo það hefur engin áhrif á okkur.“ Rótin liggur í kaupaukakerfunum Straumborg var einn af stærstu hluthöfunum í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot haustið 2008. Tap félagsins var mikið, og hefur það verið í fjárhagslegri gjör- gæslu síðan. Jón Helgi segist ekki rétti maðurinn til að skýra það sem átti sér stað innan Kaup- þings og leiddi til þess að bankinn féll. Of snemmt sé að úttala sig um ásakanir um markaðsmisnotkun. „Ég var kominn út úr stjórn Kaupþings fyrir nokkru síðan og fylgdist með bankanum úr fjar- lægð.“ Straumborg átti stjórnar- mann í Kaupþingi, en Jón full yrðir þrátt fyrir það að hafa aðeins fylgst með bankanum úr fjarlægð og ekki hafa rætt málefni bankans við stjórnarmann sinn. „Ég held að það sem hafi valdið þessu öllu séu þessi kaupauka- mál. Þar voru menn að kaupa bréf, margir voru með heilmikið undir. Nú er ég bara að tala eins og ég sá þetta utan frá, en þetta teymi sem var að stjórna bankanum var að reyna að bjarga honum. Menn höfðu trú á að þeir gætu komist í gegnum þetta, og voru að reyna að bjarga því að þessir samstarfs- menn sem þeir voru með allt í kringum sig, og bankinn byggði að einhverju leyti á, færu í gjald- þrot.“ Jón Helgi þvertekur fyrir að sem stór eigandi hljóti hann að hafa fylgst betur með en þetta svar gefur til kynna. „Nei, ég gerði það ekki. Ég var ekki í þeirri aðstöðu. Þarna voru stór- ir aðilar sem réðu ferðinni. Aðal- lega Bakka vararbræður og Ólafur [Ólafsson, kenndur við Samskip]. Ég var stór eigandi í Búnaðar- bankanum. Þegar Búnaðar bankinn og Kaupþing voru sameinuð þynntist sá hlutur út og ég held að ég hafi ekki tekið þátt í neinum af þessum hlutabréfaaukningum sem fóru fram. Svo minn hlutur var að þynnast heilmikið út. En þetta var samt afgerandi hlutur í bókum Straumborgar, það er ekki spurn- ing, illu heilli, og það er spurning hvort okkur takist að kljúfa það.“ Útsettur fyrir markaðsmisnotkun Spurður hvort um markaðsmis- notkun hafi verið að ræða hjá Kaupþingi segir hann það get- gátur á þessu stigi. Þarna hafi skapast aðstæður sem enginn hafi séð fyrir og boginn hafi verið spenntur of hátt, hjá honum eins og mörgum öðrum. „Ég á óskaplega erfitt með að meta hvað gekk á til að geta lagt dóm á það. Auðvitað verð ég ekki ánægður með það ef í ljós kemur að þarna var um markaðsmis- notkun að ræða. Þá hef ég auð- vitað verið útsettur fyrir það. Þeir sem töpuðu mestu á Kaupþingi voru við sem áttum hlutabréfin, næstmestu töpuðu þeir sem áttu skuldabréf bankans.“ Spurður hvort stjórnendur bankans hafi ekki reynst traustsins verðir segir hann það verða að koma í ljós. „Er ekki verið að rannsaka þessi mál öll- sömul? Vonandi kemur það þá í ljós og menn geta lagt mat á það þegar niðurstaðan liggur fyrir. Við vorum auðvitað leiksoppar í þessu öllu eins og fleiri.“ Sjálfur segist Jón Helgi ekki hafa verið til rannsóknar í kjölfar hrunsins. Hann segist aldrei hafa þurft að ræða við sér stakan sak- sóknara um eitt né neitt, hvorki sem vitni né grunaður maður. Lækkun skulda besta fjárfest- ingin Jón Helgi segist eins og fleiri hafa lært ýmislegt af hruninu. „Ég get eiginlega vísað í reynslu Svíanna sem lentu í sínu hruni upp úr 1990. Það varð bankahrun í Svíþjóð, og bæði einstaklingar og félög voru mjög skuldsett. Margir fóru illa út úr því. Það er enn þannig rúmlega 20 árum seinna að Svíar vilja helst ekki skuldsetja sig. Menn brenndu sig ansi illa. Við viljum halda okkur við það sem við höfum þóst standa fyrir í því sem við höfum verið að gera. Spenna bogann ekki of hátt þannig að við sjáum ekki til lands. Ég sagði það nú eftir þetta hrun að við ætluðum að standa það af okkur með þessi rekstrarfélög. En ég veit ekki hvort við myndum þola annað svona hrun. Ég held að fáir myndu þola það,“ segir hann. „Við höfum verið í því að standa í skilum með okkar skuldir. Bæði Norvík og Smáragarður hafa náð að standa í skilum, og borgað bæði afborganir og vexti skilvís- lega.“ Jón Helgi segir erfitt að sjá fjárfestingartækifæri á Íslandi í dag. „Við verðum að sjá til með það. Ef okkur tekst að eyðileggja sjávarútveginn núna fækkar kannski enn frekar fjárfest- ingartækifærunum á Íslandi. Ég held að menn verði að sjá til hvernig þróunin verður á næstu misserum. Ég held að besta fjárfestingin núna sé að borga skuldir.“ „Ég á óskaplega erfitt með að meta hvað gekk á til að geta lagt dóm á það. Auðvitað verð ég ekki ánægður með það ef í ljós kemur að þarna var um markaðsmisnotkun að ræða. Þá hef ég auðvitað verið útsettur fyrir það.“ Ekki í persónulegum ábyrgðum Fjárfestirinn Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, reiknar með að halda sínum félögum hér á landi þó fjárfestingafélag hans sé skuldum vafið. Hann átti stóran hlut í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot og segir Brjáni Jónassyni hvað honum finnst um ásakanir á hendur stjórnendum bankans um markaðsmisnotkun og ræðir þann lærdóm sem hann hefur dregið af hruninu. BORGAR SKULDIR Erfitt er að finna áhugaverð fjárfestingartækifæri á Íslandi þessa dagana, segir Jón Helgi Guðmundsson. „Ég held að menn verði að sjá til hvernig þróunin verður á næstu misserum. Ég held að besta fjárfestingin núna sé að borga skuldir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.