Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 78
23. júní 2012 LAUGARDAGUR50 PERSÓNAN Magnús Scheving verður í gervi Íþróttaálfsins í sjón- varpsauglýsingu með Michelle Obama, forsetafrú Banda- ríkjanna, sem verður tekin upp í næstu viku. Magnús og samstarfsfólk hans í Latabæ heldur til Wash- ington í Bandaríkjunum í næstu viku, en auglýsingin verður tekin upp í Hvíta húsinu á mið- vikudag. Auglýsingin verður sýnd á sjónvarpsstöðvunum NBC og Sprout og er hluti af Let‘s Move!-herferð Michelle Obama, sem miðar að því að hvetja börn til að hreyfa sig. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Magnús hittir for- setafrúna, en samstarf þeirra hófst fyrir tveimur árum. Mic- helle Obama spilaði fótbolta við Magnús í gervi íþrótta- álfsins á samkomu á vegum knattspyrnusambands Banda- ríkjanna í mars árið 2010, en fjölmörg samtök og stofnanir koma að Let‘s Move!-verk- efninu. Þá fengu þau viðurkenningu fyrr á þessu ári frá Mediterr- anean samtökunum fyrir að stuðla að auknu heilbrigði meðal barna. - afb Íþróttaálfurinn í auglýsingu með Obama SAMEINAST Mic- helle og Magnús leika saman í auglýsingu í næstu viku. Stefanía Björgvinsdóttir Aldur: 25 ára. Starf: Í fullu starfi á Sveitag- rilli Míu. Foreldrar: Björgvin Pálsson og Sigrún Stella Karlsdóttir sem ráku veitinga- staðinn La Luna í Portúgal. Fjölskylda: Maðurinn heitir Stefán Ólafsson og dóttirin heitir Sunna Stella, eins árs. Búseta: Hella. Stjörnumerki: Vatnsberi. Stefanía rekur ameríska grillvagninn Sveitagrill Míu á Hellu. „Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police. Rokkararnir eru nýkomnir heim eftir spilamennsku á Hell- fest í Frakklandi, sem er ein vin- sælasta þungarokkshátíð Evrópu. Þeir spiluðu í þrjú þúsund manna tjaldi sem var fullt út úr dyrum. Þetta voru fjölmennustu tónleikar sem Brain Police hefur spilað á erlendis en á meðal þekktra sveita sem spiluðu á hátíðinni voru Guns N’Roses, Ozzy Osbourne og Möt- ley Crüe. Að sögn Jónba gekk hátíðin mjög vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn mannfjölda, eða um níutíu þúsund gesti. „Þarna voru aldrei kýtingar eða slagsmál og nauðganir er eitt- hvað sem fólk veit ekki einu sinni hvað er á þessum hátíðum. Þarna er fólk bara að skemmta sér og ég held að Íslendingar mættu fara meira á svona erlendar hátíðir og sjá hvernig þetta er gert.“ Hann telur að Brain Police hafi eignast fullt af nýjum aðdáendum með spilamennsku sinni. „Miðað við „lækin“ á Facebook-síðunni okkar þá höfum við gert eitthvað gott. Við náðum að selja slatta af plötum og bolum og ég held að við eigum eftir að fara þarna aftur.“ Fram undan hjá rokkurunum, sem nýlega sneru aftur eftir nokk- urra ára hlé, er hátíðin Stoned From the Underground í Þýska- landi um miðjan júlí. Í október fer hún svo á þriggja vikna tónleika- ferð um Evrópu. - fb Ólýsanleg stemning á Hellfest GÓÐ STEMNING Jens Ólafsson, söngvari Brain Police, stendur á sviðinu fyrir framan áhorfendaskarann á Hellfest. „Ég held að þetta séu ein stærstu verðlaun sem íslensk leikhúsfram- leiðsla hefur fengið,“ segir Óskar Eiríksson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Leikhúsmógulsins en framleiðsla þeirra, söngleikur- inn Silence!, var í vikunni kosinn besti söngleikur í New York af The Broadway Alliance. Söngleikurinn er byggður á spennumyndinni Silence of the Lambs, eða Lömbin þagna sem fjallaði um mannætuna Hanni- bal Lecter, og hefur vakið mikla athygli vestanhafs. The Broadway Alliance verðlaunar leikhúsupp- færslur sem ekki hafa náð á Broad- way enn þá en áður hafa sýningar eins og Little Shop of Horrors, Stomp og Blue Man Group unnið verðlaunin og í kjölfarið fengið líf á stóra sviðinu á Broadway. Óskar segir þetta vera mikinn heiður fyrir Leikhúsmógulinn. „Söngleikurinn hefur nú gengið fyrir fullu húsi í heilt ár í New York og erum við að flytja sýn- ingu frá Greenwich Village upp til Mid Town í stærra húsnæði vegna velgengninnar,“ segir Óskar en flestar stjörnurnar úr spennu- myndinni frægu hafa látið sjá sig á sýningunni. „Jodie Foster, Anthony Heald og leikstjórinn Jonathan Demme hafa öll verið meðal áhorf- enda og sýningin nú vakið athygli allra stærstu leikhúsframleiðanda í heimi sem er mjög gaman.“ Þetta eru ekki einu verð launin sem Silence! hefur unnið því nýverið vann söngleikurinn heil fjögur verðlaun á Tina Awards, sem einnig eru tileinkuð minni uppfærslum í New York. Leikhúsmógullinn á heimsrétt ÓSKAR EIRÍKSSON: HEFUR GENGIÐ FYRIR FULLU HÚSI Í HEILT ÁR Mannætusöngleikur verðlaunaður í New York á Silence! og vinnur nú að því að opna sýninguna í London, Jóhann- esarborg, Los Angeles, Chicago og Sidney. „Við opnum í Los Ange- les strax í ágúst en í hinum borg- unum vonandi á næsta ári,“ segir Óskar sem bindur einnig vonir við að þessi grínsöngleikur, byggður á spennumyndinni um mannætuna Hannibal Lecter, verði settur upp á Íslandi í framtíðinni. Leikhúsmógullinn hefur verið starfræktur í 12 ár og hefur meðal annars séð um rekstur Gamla bíós. „Við höfum verið í stöðugri útrás í 12 ár og alltaf á sömu kennitölunni sem er jákvætt.“ alfrun@frettabladid.is STÓR VERÐLAUN Framleiðsla Leikhúsmógulsins, söngleikurinn Silence!, var á dög- unum kosinn besti söngleikurinn af The Broadway Alliance í New York. Óskar og Signý Eiríksbörn stofnuðu og reka Leikhúsmógulinn. Jodie Foster, sem lék aðalhlutverkið í Silence of the Lambs, og Jonathan Demme, leikstjóri myndarinnar, hafa mætt á verkið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Lífrænt ofur fjölvítamín náttúrunnar Næringarupptaka úr Lifestream Spírulína er meira og nýtist betur en úr nokkru öðru fæði. Fullkomið jafnvægi næringarefnanna gefur einbeitingu, langvarandi náttúrlega orku og er gott gegn streitu. Dregur úr ofvirkni, sykurlöngun og sleni. Styrkir ónæmikerfið, hentar börnum og fullorðnum. 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Fríhöfninni og Hagkaup Hraust og hress Árangur strax! www.celsus.is Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringaefnin. Vottað lífrænt Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.