Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 8
23. júní 2012 LAUGARDAGUR8
1. Á innviðum hvaða þekkta húss
í miðborg Reykjavíkur er verið að
gera endurbætur þessa dagana?
2. Hvað heitir eiginkona Holly-
wood-stjörnunnar Johnny Depp sem
hann er að skilja við?
3. Hvaða íslenski knattspyrnumað-
ur er líklega á leið til Wolves í ensku
knattspyrnunni?
SVÖR:
1. Menntaskólans í Reykjavík 2. Vanessa
Paradis 3. Björn Bergmann Sigurðarson
STJÓRNSÝSLA Stjórnvöld eru hvött
til að færa alla umsýslu með auð-
lindum þjóðarinnar á eina hönd.
Þá ber að stofna auðlindasjóð til
að tryggja að auðlindaarðurinn
og meðferð hans verði sýnileg og
auðlindareikn-
ing til að arður-
inn sé aðskilinn
frá öðrum fjár-
málum ríkisins.
Þetta er á
meðal tillagna
sem finna má í
skýrsludrögum
auðlindastefnu-
nefndar sem
kynnt voru á
málþingi í gær.
Þar kemur fram að besta trygg-
ingin fyrir því að arður af nýt-
ingu auðlindaþjóðarinnar verði
sýni legur, og honum ráðstafað
með sýnilegum hætti, sé ákvæði
í stjórnarskrá. Þá leggur nefndin
til að ákvæði um ævarandi eign
þjóðarinnar á auðlindum verði
í stjórnar skrá, líkt og auðlinda-
nefnd árið 2000 og stjórnlagaráð
hafa einnig lagt til.
„Þegar farið er yfir alla skýrslu-
gerð og stefnumótun á þessu sviði
undanfarin ár, sem allir helstu
sérfræðingar landsins á sviði
auðlindamála hafa komið að, þá
eru mjög einsleit skilaboð sem
sjást út úr því. Það eru þau sömu
grundvallaratriði og við erum
að reyna að draga fram,“ segir
Arnar Guðmundsson, formaður
nefndarinnar.
„Ef við ætlum að draga ein-
hvern lærdóm af þeirri vinnu sem
unnin hefur verið undanfarin ár,
þá held ég að það sé spurningin
um að reyna að byggja auðlinda-
stefnu sem byggir á því að búa til
grundvallarreglur um hvernig á að
úthluta, með hvaða skilyrðum og
hvernig arðinum er skipt. Þetta er
alveg gegnumgangandi.“
Nefndin leggur til að komið
verði á fót auðlindareikningi sem
verði hluti af ríkisreikningi. Í
þeim tilfellum þar sem um endur-
nýjanlegar auðlindir er að ræða
er ekki gert ráð fyrir sjóðssöfnun,
heldur verði arðinum úthlutað af
auðlindareikningnum á sýnilegan
máta. Með því sé hægt að tryggja
sýnileika arðsins og meðferð hans.
Í tilviki óendurnýjanlegra auð-
linda er lagt til að sá hluti tekna
á auðlindareikningi fari í auð-
lindasjóð, til að tryggja hagsmuni
komandi kynslóða sem ekki njóta
arðs af núverandi nýtingu auð-
lindanna. Þetta er meðal annars
gert að fyrirmynd norska olíu-
sjóðsins. Það eigi til dæmis við
um mögulega gas- eða olíuvinnslu.
Nefndin telur einnig mikilvægt
að sameina stjórnsýslu allra auð-
linda þjóðarinnar og koma á fót
skrifstofu auðlindaumsýslu.
„Við köllum eftir því að ríkið,
sem er umsjónaraðili fyrir hönd
þjóðarinnar, reyni að samræma
stjórnsýsluna á þessu sviði og
reyni að færa þetta saman, en
umsýslan með auðlindum sé ekki
dreifð.“ kolbeinn@frettabladid.is
Auðlindir skýr eign þjóðar
og arður af þeim sýnilegur
Tryggja verður að arður af auðlindum verði sýnilegur og aðskilinn frá öðrum fjármálum ríkisins. Tillögur
um auðlindastefnu taka til sjö auðlinda. Samræma verður umsýslu og stofna auðlindasjóð og -reikning.
URRIÐAFOSS Auðlindanefnd vill áréttingu á því að auðlindir, þar með talið vatnsafl,
séu þjóðareign. Arðurinn af þeim verði sýnilegur og einnig hvernig honum verði ráð-
stafað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ARNAR
GUÐMUNDSSON
Nefndin telur rétt að auðlindastefna íslensku þjóðarinnar eigi að vera al-
menn en einnig heildstæð, þannig að hægt sé að heimfæra hana yfir á
aðrar auðlindir og takmörkuð gæði þar sem auðlindarenta myndast ekki nú
um stundir, eða ólíklegt er talið að hún myndist á næstu árum og áratugum.
Grundvallaratriði stefnunnar eigi einnig við um
úthlutun sérleyfa til nýtingar annarra
takmarkaðra gæða í atvinnuskyni. Grund-
vallarforsendur auðlindastefnu ríkisins
telur nefndin eiga að vera:
■ Varanlegur eignar- og yfirráða-
réttur þjóðarinnar yfir sameiginlegum
auðlindum sínum verði tryggður.
■ Nýtingarrétti auðlinda í eigu þjóðar-
innar verði aðeins úthlutað tímabundið,
gegn gjaldi og með gagnsæjum hætti á
grundvelli jafnræðissjónarmiða.
■ Meðferð arðsins af auðlindunum, hluta
auðlindarentunnar, skal vera þjóðinni
sýnileg og auðlindaarðinum skipt
með réttlátum hætti.
Forsendur auðlindunefndar
■ Vatnsafl
■ Jarðvarmi
■ Ferskvatn
■ Fiskistofnar
■ Losunarheimildir
■ Land í þjóðlendum
■ Kolvetni í jörðu
Sjö auðlindir
Auðlindareikningur á að birta tekjur þjóðarinnar af auðlindum sínum.
Nefndin leggur til að sett verði rammalöggjöf um auðlindastefnu og
auðlindaumsýslu ríkisins, eða lögð fram þingsályktunartillaga um málið. Í
framhaldinu gæti eftir atvikum þurft að samræma sérlög um nýtingu hverrar
auðlindar.
„Þannig mætti með tiltölulega einföldum hætti móta ramma um auð-
linda umsýslu ríkisins og tryggja sýnileika auðlindaarðsins og meðferð hans
um leið og samræmd og öflug stjórnsýsla verður til utan um eigendahags-
muni þjóðarinnar vegna auðlinda sinna,“ segir í skýrslunni.
Samræma þarf löggjöf
MALAVÍ Þáttaskil urðu á samstarfi
Malaví og Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands (ÞSSÍ) með
nýrri fjögurra ára samstarfs-
áætlun sem tekur gildi í byrjun
júlí.
„Öll framkvæmd verkefna
verður í höndum Malava,“ er haft
eftir Vilhjálmi Wiium, nýjum
umdæmisstjóri ÞSSÍ, í fréttabréfi
samtakanna.
Áður hafa ÞSSÍ stýrt sam-
starfinu og bæði séð um fram-
kvæmdir og gerð fjárhags- og
verkáætlana.
Hafin er vinna við sambæri-
legar áætlanir við Úganda og
Mósambik. - ktg
Samstarfsáætlun við Malaví:
Framkvæmd í
hendur Malava
TÍMAMÓT Íbúar Malaví standa á erfiðum
tímamótum. Fyrrum forseti landsins lést
í apríl en hann ku hafa skilað slæmu búi
til arftaka síns.
VERSLUN Heimsmarkaðsverð á pappír sem
notaður er í umbúðir hefur hækkað um rúm
43 prósent á síðustu þremur árum. Árið 2009
kostaði tonnið af bylgjupappír, sem notaður er
í flestar gerðir pappakassa, um 440 evrur en
hefur nú hækkað upp í 630 evrur.
Pappír sem notaður er í smærri tegundir
umbúða, eins og undir morgunkorn, kökur og
sjávarafurðir, hefur hækkað að sama skapi.
Verð á skrifstofupappír hefur hins vegar
lækkað lítillega síðan í fyrra, þegar það náði
hámarki.
Guðlaug Jónsdóttir, innkaupafulltrúi Odda,
segir eftirspurnina eftir umbúðapappír síst
fara minnkandi, þrátt fyrir hækkandi verð.
„Um búðir eru orðnar svo mikill partur af
vörum,“ segir hún. „Þetta skilar sér svo að
sjálfsögðu út í verðlagið hér.“
Oddi kaupir mestmegnis pappír frá Skandi-
navíu og Þýskalandi. Guðlaug segir óskandi
að geta verslað við Bandaríkin og Kanada, en
innan landsflutningur í þeim löndum sé svo
kostnaðarsamur að það borgi sig ekki.
Jóhann Oddgeirsson, framkvæmdastjóri
Samhentra umbúðarlausna, segir verð á plasti
hafa hækkað að sama skapi. „Hér áður fyrr
voru meiri sveiflur þar sem pappírinn fór upp
ákveðna árstíð og niður aðra,“ segir hann.
„Þetta hefur verið bara ein leið upp á við
núna.“ - sv
Heimsmarkaðsverð á pappír hefur hækkað um tæpan helming á síðustu árum:
Verð á umbúðapappír hækkar um 43 prósent
STÓRIR VIÐSKIPTAVINIR Sjávarútvegsfyrirtækin eru einir
stærstu viðskiptavinir Odda og Samhentra í kaupum á
pappírsumbúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VEISTU SVARIÐ?