Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 10
23. júní 2012 LAUGARDAGUR10
Laust nú þegar. Hiti í gólfum, vandaðar innréttingar. Húsið skiptist m.a. í 3 stór svefnher-
bergi og 2 baðherbergi, samliggjandi stofur og rúmgott eldhús. Mjög stór verönd og
innbyggður lítill bílskúr fyrir golfbílinn undir húsinu. Glæsilegt útsýni. Heitur pottur. Möguleg
skipti á íbúð. Leiðarlýsing: Ekið Þingvallarafleggjara frá Þrastarlundi ca. 8 km. að Syðri-Brú.
Agnar í s. 820-1002 tekur á móti ykkur á milli kl. 15-16 á Sunnudag.
SUÐURLANDSBRAUT 50
BLÁU HÚSIN Í SKEIFUNNI
WWW.HUSID.IS • S: 513-4300
VILHJÁLMUR BJARNASON
LÖGG. FAST.SALI
- Heilshugar um þinn hag -
OPIÐ HÚS SUNNUDAG 24.06. KL. 15-16
Glæsilegt 127fm. sumarhús á 1,5 ha eignarlandi.
HEILBRIGÐISMÁL Landlækni ber að
fá allar þær upplýsingar úr heil-
brigðiskerfinu sem hann óskar
eftir til að sinna eftirliti sínu, en
sumar má hann bara geyma í til-
tekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld
telja ótvírætt að læknum beri
skylda til að afhenda landlækni
þau gögn sem hann telur nauðsyn-
leg og eru persónugreinanlegar
upplýsingar þar með taldar. Þetta
kemur fram í greinargerð frum-
varps velferðarnefndar Alþingis
um breytingu á lögum um land-
lækni og lýðheilsu.
Helstu lagabreytingarnar eru
þær að landlæknir má ekki varð-
veita persónugreinanleg gögn og
upplýsingar sem aflað hefur verið
á grundvelli eftirlitshlutverks,
lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó
ekki við um varan legar heilbrigðis-
skrár á landsvísu. Varðveisla upp-
lýsinganna standi því aldrei lengur
en eftirlitsverk efnið og er sá tími
almennt talinn í mánuðum frekar
en árum.
Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknafélags Íslands (LÍ), segir
valdmörkin í frumvarpinu óskýr.
„Það er lagt í hendurnar á land-
lækni að skilgreina hvaða skrár
þetta eru og það virðist vera algjör-
lega opin heimild,“ segir hann.
„Einnig ætti að tilgreina einhver
efri tímamörk til að halda skrána
en ekki leggja það í hendurnar á
þeim sem kemur henni upp.“
Þorbjörn furðar sig á því að
ekki hafi verið óskað eftir umsögn
LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykil-
atriðið er að það hefði átt að leita
eftir áliti mismunandi aðila. Það er
svo mikilvægt að fleiri sjónarmið
komi fram.“
Geir Gunnlaugsson, land læknir,
segir brýnt að lagaramminn sé
þannig að embættið geti sinnt hlut-
verki sínu án vandkvæða. Hann
segir upplýsingaöflun frá lýta-
læknum í kring um PIP-málið svo-
kallaða hafa gengið hægt.
„Við fórum fram á upplýsingar
frá lýtalæknum og fengum bara
frá hluta þeirra. Öflun gagnanna
hefur því ekki gengið sem skyldi,“
segir hann. „Það er eitt af þeim
stóru verkefnum sem við þurfum
að skerpa á. Ná sátt og skilningi
um mikilvægi þess að þessar tölur
séu aðgengilegar.“
Velferðarnefnd lagði frum-
varpið fram í kjölfar umræðu
sem skapaðist þegar LÍ var í vafa
um hvort lýtalæknum bæri skylda
til að afhenda landlækni nöfn og
kennitölur kvenna sem höfðu farið
í brjóstastækkun hér á landi.
sunna@frettabladid.is
Landlæknir skal eyða
gögnum eftir eftirlit
Landlækni ber að fá allar nauðsynlegar upplýsingar til að sinna eftirliti. Vissum
gögnum ber þó að eyða að eftirliti loknu, samkvæmt nýju frumvarpi. Undarlegt
að ekki hafi verið óskað eftir umsögn Læknafélagsins í málinu, segir formaður.
BRJÓSTASTÆKKUN Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að lýtalæknum bæri ekki
skylda til að afhenda landlækni upplýsingar um konur sem hafa farið í brjósta-
stækkun hér á landi. NORDICPHOTOS/AFP
Enginn vafi
Úr frumvarpi velferðarnefndar:
„Með hliðsjón af þeim brýnu
almannahagsmunum sem í húfi
geta verið verður ekki við það
unað að nokkur vafi leiki á um rétt
landlæknis til að afla nauðsynlegra
gagna og upplýsinga, þ.m.t.
persónugreinanlegra upplýsinga,
sem nauðsynlegar eru til þess að
hann geti sinnt þeirri skyldu sinni
að hafa eftirlit með heilbrigðis-
þjónustu.“
HITABYLGJA Sumarið er sannarlega
komið til New York-borgar og
Tommaso Danielli notaði tækifærið og
kældi sig niður í gosbrunni í vikunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
INDÓNESÍA, AP Umar Patek, 45
ára meðlimur í Al-Kaída hryðju-
verkasamtökunum var á fimmtu-
dag dæmdur í 20 ára fangelsi
fyrir að hafa smíðað bílsprengju
sem notuð var til að sprengja
skemmtistað á indónesísku
eyjunni Balí árið 2002. Alls létust
202 í sprengingunni, þar á meðal
88 Ástralar og sjö Bandaríkja-
menn.
Saksóknarinn í málinu hafði
farið fram á lífstíðarfangelsi yfir
Patek en hann var ákærður fyrir
morð, brot á innflytjendalöggjöf,
að hafa haldið hlífiskildi yfir
hryðjuverkamönnum og að hafa
haft ólögleg vopn undir höndum.
Hlaut Patek refsingu vegna
árásanna á Balí en einnig fyrir
þátttöku í hryðjuverka árásum
sem gerðar voru á kirkjur í
Djakarta á aðfangadag árið 2000
og urðu nítján að bana.
Patek var handtekinn á síðasta
ári í Pakistan, í sama bæ og Osama
bin Laden faldi sig í síðustu ár ævi
sinnar. Hann hafði þá verið í felum
í níu ár en hann var sá síðasti
þeirra sem grunaðir voru um þátt-
töku í hryðjuverkunum sem tekinn
var höndum.
Í vörn sinni lagði Patek áherslu
á að hann hefði ekki leikið stórt
hlutverk í smíði sprengjunnar þótt
hann hefði vissulega tekið þátt.
Þá bað hann fjölskyldur fórnar-
lambanna sem og stjórnvöld í
Indónesíu afsökunar og sagðist
hafa verið á móti árásunum. Á
hann hefði hins vegar ekki verið
hlustað. - mþl
Síðasti þátttakandinn í hryðjuverkaárásunum á Balí árið 2002 dæmdur í fangelsi:
Dæmdur vegna hryðjuverka á Balí
DJAKARTA Í GÆR Lögreglumenn leiddu
Patek út úr réttarsalnum í Djakarta eftir
að dómur féll.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Nýtt ráðgjafarfyrirtæki,
NýNA ehf., tók til starfa um síð-
ustu mánaðamót en markmiðið
stofnandans er að veita einstak-
lingum, fyrirtækjum og stofn-
unum ráðgjöf um hvernig sækja
megi um styrki frá Evrópusam-
bandinu (ESB), þar á meðal um
hina svokölluðu IPA-styrki sem
veittir eru í tengslum við aðildar-
umsókn Íslands að ESB.
„Ég held að þetta sé klárlega
vannýtt tækifæri hér á Íslandi.
Kannski ekki síst vegna þess að
fæstir virðast meðvitaðir um þenn-
an möguleika. Þá er mjög tíma-
frekt að standa
í umsóknum
sem þessum
og því tals-
verður kostn-
aður fólginn í
því fyrir fyrir-
tæki að finna út
úr þessu sjálf,“
segir María Lóa
Friðjóns dóttir,
stofnandi og
framkvæmdastjóri NýNa.
María segir háar upphæðir í
boði á íslenskan mælikvarða sem
geti skipt lítil fyrirtæki verulegu
máli. „Við beinum sjónum okkar
helst að skapandi greinum og
ferðaþjónustunni sem eru kannski
þær greinar sem eru í örustum
vexti á Íslandi. Ég tel mjög trúlegt
að hægt sé að aðstoða fyrirtæki í
þessum greinum að nálgast styrki
innan úr ESB,“ segir María.
Fyrirtækið byggir á viðskipta-
áætlun sem María vann á svo-
kölluðu Brautargengisnámskeiði
hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Var áætlun Maríu valin besta við-
skiptaáætlunin úr hópi þeirra sem
útskrifuðust af námskeiðinu í vor.
- mþl
Stofnandi ráðgjafarfyrirtækis segir styrki frá ESB vannýtt tækifæri á Íslandi:
Hjálpar fyrirtækjum að fá ESB-styrki
MARÍA LÓA
FRIÐJÓNSDÓTTIR
AFGANISTAN, AP Vígbúnir talib-
anskir uppreisnarmenn réðust inn
í hótel norður af Kabúl, höfuð-
borg Afganistans, og skutu á gesti
í gær. Átján féllu, flestir þeirra
óbreyttir borgarar.
Uppreisnarmennirnir héldu hót-
elgestum í gíslingu í tólf klukku-
stundir á meðan þeir börðust við
afganskar öryggissveitir. Talið
er að með árásinni hafi taliban-
ar viljað sýna styrk sinn áður en
bandarískar her sveitir hverfa frá
Afganistan í lok árs 2014.
- bþh
18 hótelgestir féllu:
Talibanar réð-
ust á borgara
IÐNAÐUR Landsvirkjun og GMR
Endurvinnslan tilkynntu í gær að
fyrirtækin hefðu komist að sam-
komulagi um nýjan raforkusölu-
samning. Landsvirkjun afhendir
GMR allt að tíu megavött af raf-
magni til næstu sjö ára.
Orkuna mun GMR nota til að
endurvinna straumteina og tinda-
efni sem notað er við álfram-
leiðslu. Jafnframt mun GMR
endurvinna og framleiða stál í
stangir til útflutnings.
GMR áformar að hefja rekstur
verksmiðju sinnar á Grundar-
tanga í ársbyrjun 2013. Í fyrstu
er gert ráð fyrir framleiðslu um
30 þúsund tonna á ári en fram-
leiðslugeta verksmiðjunnar er um
100 þúsund tonn á ári. - shá
Landsvirkjun og GMR:
Samið um 10
MW af raforku
GRUNDARTANGI Sífellt bætist í hóp fyrir-
tækja á iðnaðarsvæðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN, AP Hæstiréttur í Ark-
ansasríki í Bandaríkjunum hefur
dæmt lög um dauðarefsingar þar
ógild og segir þau ekki standast
stjórnarskrá. Tíu fangar sem
bíða þess að dauðadómi þeirra
verði fullnægt höfðu áður gagn-
rýnt lögin.
Árið 2009 kaus ríkisþingið að
ákvarðanir um dauðarefsingar
myndu liggja hjá fangelsismála-
yfirvöldum ríkisins. Þá ákvörðun
ógilti hæstiréttur og klofnaði í
afstöðu sinni. Meirihluti dóm-
aranna taldi löggjafarvaldið
hafa afsalað valdi sínu til fram-
kvæmdavaldsins. Það er ekki
heimilt samkvæmt stjórnarskrá
Bandaríkjanna.
Arkansasríki hefur ekki tekið
fanga af lífi síðan árið 2005,
meðal annars vegna deilna um
löggjöfina. - bþh
Hæstiréttur í Arkansasríki:
Mega ekki fram-
selja vald sitt
Góðgerðargolf Kiwanis
Góðgerðargolfleikur Kiwanishreyf-
ingarinnar er í gangi, en ætlunin er að
slá golfkúlu meðfram hringveginum.
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra sló upphafshöggið í leiknum.
Leiknum lýkur 4. júlí í Reykjavík þegar
Stefán Eiríksson lögreglustjóri slær
lokahöggið. Safnað verður áheitum á
hvert högg.
GÓÐGERÐARMÁL