Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 2
23. júní 2012 LAUGARDAGUR2 HUNGURLEIKARNIR H A ÁFRAMALD INNBUNDIN KILJA DÓMSMÁL Hlífar Vatnar Stefáns- son hefur játað fyrir dómi að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísla- dóttur að bana í febrúar. Aðal- meðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann stakk hana 30 sinnum. Tvö stungu sáranna voru lífshættu- leg. Áverkar á hálsi drógu hana til dauða. Hlífar Vatnar gaf skýrslu fyrir dómnum í gær og bar þá fyrir sig minnisleysi. „Þetta er ömurlegt, ég ætlaði aldrei að drepa þessa manneskju,“ sagði hann í héraðs- dómi. Hann segir Þóru hafa verið besta vin sin. Þau hafi verið í mikilli rítalínneyslu svo hann gat ekki sagt nákvæmlega til um það hvenær hann réðst á Þóru. Hann segist halda að það hafi verið föstudagskvöldið 4. febrúar síðast liðinn. Talið er að þau hafi átt í ástarsambandi. Talið er að ágreiningur vegna peninga hafi verið tilefni þess að Hlífar réðst á Þóru. Það var ekki fyrr en mánudagskvöldið 6. febrúar sem hann leitaði til lög- reglu, upplýsti um morðið og bað um læknisaðstoð. Fram kom í framburði vitna fyrir dóminum í gær að Hlífar hefði áður beitt Þóru ofbeldi svo á henni sá. Faðir Hlífars Vatnars bar vitni fyrir dómnum og sagðist ekki hafa vitað af Þóru í herberginu þar sem hún var myrt. Hann hefði fundið skrítna lykt í íbúð- inni á sunnudegi en ekki gert sér grein fyrir því þá að um nálykt væri að ræða. Hann sagði að Þóra hefði verið óvel komin á heimili þeirra þar sem hún fannst látin. Hann hefði bannað henni að koma þangað og vissi ekki að hún væri þar umrædda helgi. Frænka Þóru bar vitni fyrir dómnum og sagði að Þóra og Hlífar hefðu bæði verið í miklu „rugli“. Sjálf hefði hún verið óörugg gagnvart honum og vildi ekki hitta hann. Þá bar blóðferlafræðingur lög- reglunnar vitni og lýsti aðkom- unni. Lífsýni úr blóði á morðvopn- inu og úr fórnarlambinu voru samstæð. Þá fundust í litlu her- berginu, þar sem Þóra var myrt, blóðblettir á vegg, á gólfi og stór blóðferill þar sem greina mátti hreyfingu fórnarlambsins. Þá voru blóðtaumar á veggnum og nokkuð stór blóðblettur við rúm- gaflinn. Á líkinu fundust merki um að Þóra hefði reynt að verjast árásum en einnig þó nokkur stungusár sem unnin voru eftir andlát hennar. Sigurður Páll Pálsson geð- læknir sá um að meta geðheil- brigði Hlífars og sagði hann iðrast þrátt fyrir að hann reyndi að verjast hugsunum um at- burðinn og umræðu um hann. Saksóknari fór fram á það í héraðs dómi í gær að Hlífar Vatnar yrði dæmdur í 16 ára fangelsi og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. birgirh@frettabladid.is Líkið lá í minnst tvo daga í herberginu Hlífar Vatnar stakk Þóru Eyjalín 30 sinnum þegar hann myrti hana í febrúar. Hann gaf sig sjálfur fram tveimur dögum eftir árásina. Hlífar hafði áður beitt hana ofbeldi. Tilefni árásarinnar er talið hafa verið peningadeilur. Í JÁRNUM Hlífar Vatnar var leiddur fyrir dóminn í járnum í fylgd lögreglu. Hann hefur játað morðið á Þóru fyrir dómi og geðlæknir segir hann iðrast gerða sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Í sumar efnir Borgar- bókasafnið og Reykjavík Bók- menntaborg UNESCO til sumar- lesturs fyrir börn á öllum aldri. Til að taka þátt þarf að koma við í einu af sex söfnum Borgarbóka- safnsins þegar bók hefur verið lesin og skrifa nafn sitt, aldur, heiti bókar og símanúmer á blað í formi sólargeisla. Geislanum er svo komið fyrir á lestrarsólinni sem skáldfákurinn Sleipnir gætir í söfnunum. Í hverri viku verður einn bóka- ormur dreginn úr pottinum. Sá fær bók að launum frá For laginu og verður jafnframt kynntur á Krakkasíðu Fréttablaðsins. Í sumarlok verður svo dregið úr nöfnum allra þátttakenda sum- arsins. Sá ljónheppni sem kemur upp úr pottinum þá fær reiðhjól frá Erninum. - hhs / sjá síðu 34 Krakkar hvattir til sumarlesturs BÓKAORMUR Í hverri viku í sumar verður nýr bókaormur dreginn úr potti Borgarbókasafns og kynntur á Krakka- síðu Fréttablaðsins. Muhammed Faisal Ólafsson er fyrsti vinningshafinn. DÓMSMÁL Saksóknari í máli Barkar Birgissonar fer fram á fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hrækja á skikkju dómara og kalla til hans ókvæðisorð. Börkur er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Þegar verið var að leiða Börk inn í húsið laust fyrir klukkan níu, hljóp að honum ungur maður í annarlegu ástandi og reyndi að rétta honum úlpu. Lögreglumenn ráku manninn í burtu, en hann fór þá inn aðaldyramegin og hóf að stympast við lögreglumennina. Að sögn frétta- manns RÚV á staðnum hvatti Börkur manninn til dáða á meðan, en hann var svo handtekinn og færður í fangageymslur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu var ekkert ólög- mætt í úlpunni og ekki ljóst hvað manninum gekk til, en hann var í annarlegu ástandi. Málið er litið afar alvarlegum augum og verður ekki lokið með sektar- greiðslum. Þannig verður hann líklegast ákærður fyrir brot gegn valdstjórn. Börkur játaði fyrir dómi að hafa hrækt á dómara í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum, en kvaðst hafa beint orðinu „tussa“ að öðrum einstaklingi í salnum. Auk þessara brota er Börkur ákærður fyrir fjölmörg ofbeldisbrot ásamt Annþóri Kristjáni Karlssyni og fleirum. Börkur og Annþór eru að auki grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum að bana á Litla-Hrauni. - sv Börkur Birgisson viðurkenndi að hafa hrækt á dómara og sagt „tussa“ í dómsal: Vill fjögurra mánaða fangelsi LEIDDUR FYRIR DÓMARA Börkur huldi andlit sitt með lamb- húshettu þegar hann var leiddur inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL Átta milljónir skilagjaldsskyldra áldósa lenda í almennu heimilissorpi lands- manna á ári hverju. Með þessum hætti verða Íslendingar af and- virði 112 milljóna króna árlega. Fram kemur í Drögum að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs að líklega mætti tvö- falda þessa tölu ef plast- og gler- umbúðir væru reiknaðar með. Þetta þýðir að samanlagt verða íslenskir neytendur af 224 millj- ónum á ári hverju með þessum hætti. - ktg Verðmæti í umbúðum: 224 milljónum hent í ruslið NÁTTÚRA Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari sam- takanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauð- lindum jarðar, fjallaði um verk- efnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráð herrum og forsvarsmönnum alþjóða- stofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svína- fellsjökul, en í september 2013 verð- ur jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi lofts- lagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðar- innar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagna- hefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir ein- staka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu: Ísland vitundarvakning um mikilvægi jökla og íss SVÍNAFELLSJÖKULL Jökullinn verður lýstur upp í september 2013 undir tónlist Bergljótar Arnalds. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁSTRALÍA Fornleifafræðing- ar í Ástralíu fundu um fimm- tíu beinagrindur af svokölluð- um risavömbum í Queensland í gær. Beinin munu líklega gefa vísinda mönnum betri skýringar á því hvers vegna tegundin dó út. Risavambi er stærsta poka- dýr sem uppi hefur verið og getur poki þess rúmað fullvaxna manneskju. Þeir lifðu á plöntum og voru á stærð við nashyrn- ing. Talið er að beinagrindurnar sem fundust í gær séu á bilinu 100 þúsund til 200 þúsund ára gamlar. Ástralir kalla uppgötv- unina „Gullnámu fornleifafræð- inga“. - sv Gullnáma fornleifafræðinga: Fundu fimmtíu beinagrindur ÁSTRALSKUR RISAVAMBI Pokinn á maga risavambans var nægilega stór til að rúma fullvaxta mann. NORDICPHOTOS/AFP Sigurjón, voru einhver klækja- brögð á bak við þetta? „Nei, en það voru brögð í tafli hjá ýmsum öðrum.“ Sigurjón Pálsson hlaut á fimmtudag Blóðdropann, hin íslensku glæpasagna- verðlaun, fyrir bók sína Klæki. Ekki beint flug til Egilsstaða Iceland Express hefur hætt við beint flug á milli Egilsstaða og Kaupmanna- hafnar í sumar. Illa gekk að selja flug- sætin. Ríkisútvarpið greindi frá. FLUGSAMGÖNGUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.