Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 24
23. júní 2012 LAUGARDAGUR24 B örnin flögra um leik- svæðið, klifra, róla og renna sér, sum föndra við borð á stéttinni en foreldr- arnir skrafa saman um leið og þeir hafa gætur á ung- viðinu. Reykur liðast upp frá úti- grilli því boðið er upp á heitar pyls- ur og drykki. Það kemur í ljós að þarna er vorhátíð verkefnis sem nefnist Gaman saman sem hófst í leikskólanum Garðaborg fyrir tveimur árum og felst í því að leyfa pólskumælandi börnum að leika sér á upprunamálinu. Þetta er síð- asta samverustundin á skólaárinu – og sólin skín. Allt í sjálfboðavinnu Kristín Einarsdóttir er leikskóla- stjóri í Garðaborg og í spjalli við hana kemur fram að hún hefur í frítíma sínum opnað leikskólann á laugardögum einu sinni í mánuði síðustu tvo vetur fyrir pólskum fjölskyldum. Þetta er grasrótar- starf og allt unnið í sjálfboðavinnu. Hún kveðst þó langt í frá eiga allan heiðurinn að verkefninu því pólsk- ar starfsstúlkur á leikskólum borg- arinnar hafi séð um skipulagn- inguna og gert það af hugkvæmni og gleði sem skili sér í góðri þátt- töku. „Fyrst mættu tíu manns en mánuði seinna komu sjötíu því þetta spurðist svo vel út og stund- um hafa þátttakendur farið yfir hundrað.“ Hún segir þessa sam- verustund þá tuttugustu í röðinni og lýsir því hvernig þessi fallega hugmynd varð til. „Ég var í framhaldsnámi í Kenn- araháskólanum og meðal annars að læra um fjölmenningu. Þar er lögð áhersla á máltöku barna og íslensk- una sem annað mál en til að læra annað mál er lykilatriði að styrkja móðurmálið og ég fór að hugsa hvaða leið væri best til þess. Þá kom þessi hugmynd upp. Af því hér í Garðaborg var pólskur kennari þá valdi ég pólsk börn. Sjálf tala ég ekki pólsku en þetta er fram- kvæmanlegt þegar einhver talar tungumálið sem börnin kunna. Pólska stúlkan sem var hér í byrj- un er hætt en önnur, Katarzyna Anna Chadzynska, kölluð Katsja og vinnur á Álftaborg, kemur allt- af og fleiri góðar stúlkur til að sjá um dagskrána.“ Vilja syngja á íslensku Katsja er á þönum um svæðið og spjallar við börn og fullorðna. Hún talar bæði pólsku og íslensku. „Þetta er besta veður sem við höfum fengið og börnin fá því að leika sér frjáls,“ segir hún kát. „Oftast erum við inni og byrjum þá oft á dansi sem allir taka þátt í. Svo gerum við handavinnu og litum, syngjum og förum í leiki, til dæmis hringleiki.“ Spurð hvort hún kunni marga pólska leiki sem við Íslendingar þekkjum ekki svarar hún: „Já, en sumir eru líka alþjóðlegir eins og Hókí pókí, Meistari Jakob og fleiri. Ég er búin að þýða íslenska texta á pólsku en krakkarnir vilja oft frekar syngja á íslensku því þau syngja líklega meira í leikskólunum en heima og kunna því meira af íslenskum lögum.“ Katsja segir marga foreldrana hafa myndað tengsl á þessum sam- verustundum í Garðaborg og skipst á upplýsingum, hugmyndum og mataruppskriftum. Hún bendir á að heimasíðurnar www.informacje. is og polskszkola.is séu með upp- lýsingar sem koma sér vel fyrir Pólverja. Gott tækifæri til að æfa pólskuna Karolina Zabel er ein af mömm- unum á svæðinu. „Ég er smá að hjálpa,“ segir hún brosandi. „Ég fékk frí í vinnunni minni því það er svo rosalega gaman fyrir dætur mínar, fjögurra og sjö ára, að geta leikið sér á pólsku. Það eru bara Íslendingar í þeirra skóla og við tölum íslensku heima því þær eiga íslenskan pabba. Það er því bara hér sem þær geta leikið sér við önnur börn á móðurmálinu.“ Katarzyna Matysek er á svæð- inu með son sinn Olaf, fjörugan fjögurra ára strák. „Ég á annan þriggja vikna en hann er of lítill til að koma hingað,“ segir hún glað- lega. Hún segir Olaf eiga pólskan vin en pabbi vinarins sé íslenskur og því sé bara töluð íslenska á því heimili. Þarna sé því gott tæki- færi fyrir Olaf að æfa pólskuna. „Í fyrsta skipti sem við komum sagði Olaf: „Við verðum að koma aftur í næstu viku,“ og varð fyrir von- brigðum þegar pabbi hans sagði að hann yrði að bíða í mánuð.“ Mikilvægt að eiga þetta mál Fríða Bjarney Jónsdóttir er verk- efnastjóri vegna fjölmenningar á skóla- og frístundasviði Reykja- víkurborgar. Hún kveðst kíkja við í Garðaborg öðru hvoru á pólskum dögum og líka í Nóaborg sem hafi tekið upp spænska daga. „Svona dagar hafa ótvírætt og margþætt gildi. Krakkarnir örva og þjálfa móðurmálið í frjálsu umhverfi og átta sig á því hvað það er mikil- vægt að eiga þetta mál en hér á landi er engin kennsla í því. Full- orðna fólkið hittist líka og mynd- ar sambönd, hingað hafa til dæmis komið smábarnamæður sem voru ekki í tengslum við nokkurn mann áður. Svo fáum við sem störfum að fjölmenningarmálum ómetanlegt tækifæri til að hitta fólk sem ann- ars er mjög dreift og nýtum það tækifæri til að veita því ýmsar upplýsingar. Yfir veturinn kemur líka fulltrúi frá Borgarbókasafn- inu. Margar þessar stelpur sem mæta hér í sjálfboðastarf eru sjálf- ar að vinna í leikskóla á daginn en koma hingað á laugardögum og gefa þvílíkt af sér.“ Fríða Bjarney kveðst einkum sinna málefnum ungra barna hjá borginni og gera sér fulla grein fyrir hvað leikskólaárin séu dýr- mæt. „Barn í máltöku getur tapað móðurmálinu sínu á örstuttum tíma ef því er ekki vel við haldið og þá erum við komin með stórt vandamál. Því ríkara sem málumhverfi barnanna er á báðum tungumál- um því betri tökum ná þau á þeim og það er margt sem bendir til að tvítyngd börn verði opin og næm. Málin taka nefnilega ekkert hvort frá öðru, heldur bætast hvort við annað.“ Leyfa börnum að leika á pólsku Gleðin ein ríkti í leikskólanum Garðaborg við Bústaðaveg einn laugardag fyrir skömmu þar sem pólskumælandi fjölskyldur hittust og nutu þess að eiga samskipti á sínu móðurmáli. Gunnþóra Gunnarsdóttir leit inn og tók forsprakkann og fleiri tali. Í GÓÐA VEÐRINU Pappír, litir og lím freistuðu þeirra sem vildu heldur föndra en vera í leiktækjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON MÁLIN RÆDD Kristín leikskólastjóri og Katsja skipuleggjandi höfðu um margt að spjalla. HJÁLPARHELLUR Karolina Zabel og dætur hennar, Maja Márgé og Ameia, ásamt Katarzynu Matysek. Sonur Katarzynu, Olaf, mátti ekki vera að því að stilla sér upp. Barn í mál- töku getur tapað móðurmálinu sínu á örstuttum tíma ef því er ekki vel við haldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.