Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 16
16 23. júní 2012 LAUGARDAGUR
Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í
kosningabaráttunni. Sjálfan sig.
Þegar hann tilkynnti um fram-
boð sitt þann 4. mars lét hann
eftirfarandi orð falla: „Og eftir
þónokkra umhugsun þá var það
niðurstaða mín að verða við
þessum óskum en þó með þeim
fyrirvara eins og ég nefni í yfir-
lýsingunni að þegar vonandi allt
verður orðið stöðugra og kyrrð
hefur færst yfir, bæði varðandi
stjórnskipun og stöðu mála í
landinu, þá hafi menn á því skiln-
ing að ég muni þá ekki sitja út allt
næsta kjörtímabil og forsetakosn-
ingar fari þá fram fyrr en ella.“
Í frétt Höskuldar Kára Schram
á Stöð tvö um kvöldið var sagt að
Ólafur Ragnar ætlaði að hætta
á „miðju kjörtímabili“. Ummæli
Ólafs hér að framan voru svo
spiluð í frétt Björns Malmquist í
Ríkissjónvarpinu hálftíma eftir
að fréttin birtist á Stöð tvö. Aðrir
miðlar fylgdu í kjölfarið og ljóst
af umræðum næstu daga, hvort
sem var í netheimum eða útvarps-
þáttum, að menn túlkuðu orð for-
setans þannig að hann ætlaði
hugsanlega að hætta áður en kjör-
tímabilið væri úti. Staðreyndirnar
liggja blákaldar fyrir. Það var
Ólafur Ragnar sjálfur sem setti
þennan fyrirvara við framboð sitt,
bæði í viðtölum, og eins í skrif-
legri yfirlýsingu sem birtist víða,
meðal annars á mbl.is.
Nokkrum vikum síðar var komið
annað hljóð í strokkinn. Þá brást
Ólafur Ragnar við eigin orðum
á afar sérkennilegan hátt. Í við-
tali við Sigurjón Egilsson í þætt-
inum Sprengisandi á Bylgjunni
þann 13. maí þóttist Ólafur ekk-
ert kannast við þau. Hann þvertók
fyrir að hafa nefnt þann möguleika
að hann myndi ekki sitja út kjör-
tímabilið ef hann næði kjöri. Það
væri ekki nema ef íslenska þjóðin
vildi velja sér nýjan forseta, þegar
hér hefði náðst stöðugleiki, að hann
myndi sýna þeirri ósk skilning og
stíga til hliðar. Ólafur lét sér ekki
nægja að snúa út úr eigin yfirlýs-
ingu í umræddu viðtali. Hann réðst
gegn maka Þóru Arnórs dóttur,
Svavari Halldórssyni fréttamanni,
með dylgjum um að Svavar hefði
búið til þá sögu að Ólafur ætlaði
sér ekki endilega að klára kjör-
tímabilið. Það átti hann að hafa
gert í frétt þann 20. mars, hálfum
mánuði eftir yfirlýsingu Ólafs, sem
fjölmiðlar landsins greindu frá.
Allir virtust þeir skilja Ólaf á sama
hátt og Stöð 2 og RÚV, þ.e. að hann
myndi ekki endilega sitja til loka
kjörtímabilsins næði hann kjöri.
Þóra Arnórsdóttir er sá mót-
frambjóðandi sitjandi forseta
sem notið hefur mests fylgis og
þ.a.l. sá frambjóðandi sem hann
hefur talað mest gegn í kosninga-
baráttunni. Í þessu tilviki er þó
ekki um eðlilega gagnrýni á mót-
frambjóðanda að ræða heldur
alvarlegar ásakanir sem ekki eru á
rökum reistar. Ólafur sagði Svavar
hafa misnotað fréttastofuna og
Ríkisútvarpið. Þessu mótmæltu
bæði fréttastjóri og útvarps-
stjóri þegar þeir voru spurðir
út í ummæli Ólafs Ragnars og
sögðu þau fráleit. Áróðurinn, eins
og Ólafur Ragnar kaus að kalla
fréttaflutninginn, fólst nefnilega
eingöngu í því að spila aftur hans
eigin orð. Hvergi var minnst á
tvö ár í frétt RÚV eins og Ólafur
Ragnar fullyrti á Sprengisandi.
Þetta hlýtur að teljast hámark
ósvífninnar: Ekki aðeins að
afneita eigin orðum, heldur að
saka Svavar Halldórsson um
að hafa búið þau til og misnotað
með því fréttastofu RÚV í þágu
konu sinnar. Sem sagt alger við-
snúningur staðreynda. Hver sem
er getur kynnt sér málið þar sem
bæði fréttin og Sprengisands-
viðtalið eru aðgengileg á inter-
netinu. Sömuleiðis ættu allir að
kynna sér viðbrögð Ólafs Ragnars
þegar hann var inntur eftir
útskýringum á þessari þversögn
í málflutningi sínum og þar mæli
ég sérstaklega með viðtali Stígs
Helgasonar sem birt var í Frétta-
blaðinu 27. maí.
Íslenska þjóðin er enn að gera
upp hrunið 2008. Kjörnir full-
trúar okkar brugðust. Blind trú,
óheilindi og blekkingar drógu
okkur ofan í fen sem við erum
enn að basla við að komast upp
úr. Komandi forsetakosning-
ar geta orðið vendipunktur í því
nauðsynlega uppgjöri. Forsetinn
er starfsmaður þjóðarinnar og
kosningabaráttan er atvinnuvið-
talið. Ég geri þá kröfu að það fólk
sem við kjósum til trúnaðarstarfa
fyrir okkur hafi hreinan skjöld, sé
heiðar legt og réttsýnt. Lágmarks-
krafa er að það segi satt.
Ég geri þá kröfu að það fólk sem við
kjósum til trúnaðarstarfa fyrir okkur hafi
hreinan skjöld, sé heiðarlegt og réttsýnt.
Á árunum eftir bankahrunið skaut upp kollinum hugtakið
verðleikaþjóðfélag í þjóðmálaum-
ræðunni. Með hugtakinu er vísað
til þess að við úthlutun embætta
og annarra starfa skuli stuðst við
verðleika umsækjenda, hæfni
þeirra, reynslu og menntun og að
þessir verðleikar skuli metnir á
faglegan og óvilhallan hátt af þar
til bæru fólki.
Verðleikaþjóðfélag er andstæða
kunningja- og klíkuþjóðfélagsins
þar sem flokkshollusta, kunn-
ingskapur, ættir og klíkuskapur
ræður því hverjir ráðnir eru til
verka. Þar er engin trygging fyrir
því að verðleikar og málefnaleg
sjónarmið ráði för.
Margir hafa á það bent að líta
megi á það bæði sem veikleika
og styrkleika að Ísland sé lítið og
eins leitt samfélag þar sem inn-
byrðis tengsl eru mikil og boð leiðir
stuttar, en jafnframt að einmitt
þetta hafi verið rót kreppunnar.
Einhver ötulasti baráttu maður
síðari áratuga gegn spillingu,
kynjamisrétti, ójöfnuði og kauðsk-
um klíkustjórnmálum er Jóhanna
Sigurðardóttir sem tók að sér að
leiða þjóðina út úr þeim djúp-
stæða vanda sem íslenska klíku-
veldið hafði bakað þjóðinni.
Barátta Jóhönnu er vel þekkt.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
þingkona Sjálfstæðisflokksins,
gat um þessa baráttu Jóhönnu
þegar hún spurðist fyrir um
stöðu þess kærumáls sem nú fer
hátt í fjölmiðlum eftir dóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur. Fyrir rétt
um ári síðan hafði Jóhanna gert
upp við sig að mál vildi hún ekki
höfða til ógildingar úrskurði
kærunefndar jafnréttismála þótt
vísir lögfræðingar og ráðgjafar
teldu miklar líkur á að úrskurði
kærunefndar yrði hnekkt í slíku
máli. Jóhanna tók málið afar
nærri sér enda mátti hún vera í
góðri trú um að málefnalega og
faglega hefði verið staðið að mati
á 21 umsókn um starf skrifstofu-
stjóra í forsætisráðuneytinu. Af
fimm manna úrvalshópi hafnaði
sá er starfið fékk í efsta sæti en
málshöfðandi í kærumálinu í því
fimmta. Hefði það verið rétt af
Jóhönnu að standa í málaferlum
við kynsystur sína um álitamál
sem snerti jafnrétti?
Enda svaraði Jóhanna Þor-
gerði Katrínu svo til á Alþingi:
„Ákvörðun mín var sú að fara
ekki með málið fyrir dómstóla
heldur að reyna að leita sátta
jafnvel þó að ríkislögmaður teldi
góðar líkur á að ég mundi vinna
það mál fyrir dómstólum.“
Jóhanna Sigurðardóttir nýtti
með öðrum orðum ekki þau
réttar úrræði sem hún hafði til
þess að reyna að hnekkja úrskurð-
inum. Segja má að þá þegar hafi
hún viðurkennt úrskurð kæru-
nefndar jafnréttismála og viljað
beygja sig undir hann með sátta-
umleitunum við umsækjandann.
En sátt var ekki í boði og
umsækjandinn höfðaði mál sem nú
hefur verið leitt til lykta í héraðs-
dómi. Og hver er niðurstaðan?
Bindandi úrskurður kærunefndar
jafnréttismála sem Jóhanna nánast
að segja framkallaði sjálf með því
að höfða ekki ógildingarmál.
En fleira kemur til. Í dóminum
er kröfu um skaðabætur hafnað
en fallist á sömu fjárhæð miska-
bóta og forsætisráðuneytið hafði
þegar boðið stefnanda í kjöl-
far úrskurðar kærunefndar
jafnréttis mála.
Þá er það jafnframt niðurstaða
dómsins að ekki verði fullyrt að
stefnandi hafi átt að fá embættið
og er skaðabótakröfu stefnanda
því alfarið hafnað.
Í þessu ljósi er því hægt að velta
vöngum yfir því hvað hefði gerst
ef stefnandi hefði hlotið embættið.
Hefðu aðrir sem urðu ofar í mati á
umsækjendum beðið um úrskurð
kærunefndar jafnréttismála?
Hver hefði niðurstaðan orðið þá?
Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig-
urðardóttur hefur svo sannar-
lega margt áunnist í jafnréttis-
málum. Svo mjög að Ísland er til
fyrirmyndar á því sviði. Kynjuð
fjárlagagerð og hagstjórn hefur
verið innleidd við gerð fjárlaga til
að tryggja jafna dreifingu opin-
berra fjármuna óháð kyni. Undir
forystu Jóhönnu var mála flokkur
jafnréttis mála fluttur undir for-
sætisráðuneytið, búið er að ljúka
við gerð jafnréttisstaðla til að
ráðast með markvissum hætti
gegn kynjabundnum launamun,
unnið hefur verið að aðgerða-
áætlun gegn mansali, kynbundnu
ofbeldi og heimilisofbeldi, austur-
ríska leiðin til varnar þolendum
heimilisofbeldis hefur verið lög-
leidd og unnið er að eflingu Jafn-
réttisstofu. Senn taka gildi lög sem
kveða á um að lágmark 40 prósent
stjórnenda fyrirtækja og sjóða
séu konur. Helmingur ráðuneytis-
stjóra eru konur og meirihluti ráð-
herra er það nú sem stendur.
Ofangreindar samfélagslegar
breytingar og sigrar verða ekki
til af sjálfu sér. Jóhanna Sigurðar-
dóttir hefur í áratugi barist fyrir
auknu jafnrétti kynjanna og gerir
enn. Hún hefur einnig barist fyrir
heilbrigðri stjórnsýslu og verð-
leikaþjóðfélaginu. Hún hefur
engar tryggingar frekar en aðrir
fyrir því að þessi tvö markmið
geti ekki rekist á endrum og
sinnum. Það hefur hún sjálf reynt.
Til varnar jafnréttissinna
Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram
í nýlegum tölum Vinnumála-
stofnunar þar sem skráð atvinnu-
leysi var 5,6% í maímánuði. Stofn-
unin gerir ráð fyrir að í júní fari
atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%.
Ný vinnumarkaðskönnun Hag-
stofunnar í maí staðfestir einnig
að staðan á vinnumarkaðnum
hefur batnað. Í ný liðnum maí voru
til að mynda 5.100 fleiri í störfum
samanborið við maí mánuð fyrir
ári. Ef borið er saman við maí 2010
nemur fjölgunin 8.700 störfum.
Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki
verður um villst að atvinnuþátt-
takan fer nú vaxandi á ný. Þetta
gefur góð fyrirheit fyrir komandi
mánuði. Það jákvæða við vinnu-
markaðsupplýsingarnar nú er að
batinn er sýnilegur bæði á höfuð-
borgarsvæði og á landsbyggðinni
og einnig fækkar bæði konum og
körlum á atvinnuleysisskrá. Því
má segja að efnahags batinn sé
nú greinilegri og sýnilegri á mun
fleiri sviðum atvinnulífsins en við
sáum áður.
Krónan styrkist – verðbólga mun
lækka
Aukin umsvif í hagkerfinu
birtast víða þessa dagana. Mikil
uppbygging hefur átt sér stað í
ferðaþjónustu og fjölmörg gisti-
rými bæst við víða um land.
Annatíminn í ferða þjónustunni
er byrjaður og kallar það á mörg
störf í fjölmörgum þjónustu-
greinum. Líklegt er að aukinn
fjöldi erlendra ferðamanna sé
nú þegar byrjaður að hafa áhrif
á gengi krónunnar. Fleira kemur
þó til – þannig má reikna með
því að fyrirframgreiðsla Lands-
bankans til skilanefndar gamla
Landsbankans muni létta á
þrýstingi til veikingar á gengi
krónunnar. Krónan hefur styrkst
undanfarið – það mun hafa áhrif
til lækkunar á verðbólgu. Auk
þess hefur olíuverð einnig gefið
eftir á erlendum mörkuðum
og því ætti bensínverð að geta
lækkað frekar á næstunni vegna
þessa. Verðbólguhorfur hafa því
batnað talsvert síðustu vikur.
Sjávarútvegurinn kraftmikill
Aflaverðmæti íslenskra skipa
jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á
fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega
helmingur þessarar aukningar
skýrist af auknum loðnuafla en
verðmæti þorsks og karfa jókst
einnig umtalsvert. Makrílver-
tíðin er nú hafin og fer þokka-
lega af stað. Allt þetta bendir
til þess að umsvif og afkoma í
sjávarútvegi geti orðið mjög góð
á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir
óvissu á erlendum mörkuðum
hefur afurðaverð á heildina litið
haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró
um helstu nytjastofna gefur vís-
bendingar um að næstu ár verði
gjöful fyrir sjávarútveginn.
Bankar selja eignir
Á síðustu mánuðum hafa bank-
arnir haldið áfram að selja frá
sér eignir sem þeir yfirtóku við
hrunið. Viðskiptalífið er með því
smám saman að komast í eðli-
legra horf. Það er jákvæð þróun.
Nýjasta dæmið er sala Lands-
bankans á fasteignafélaginu
Regin og væntanleg skráning
þess í Kauphöllina. Fleiri skrán-
ingar í Kauphöllina eru fyrir-
hugaðar á næstunni sem fjölgar
kostum lífeyrissjóða og annarra
fjárfesta.
Batinn augljósari með hverjum
mánuði sem líður
Fjölmargir hagvísar úr ólík-
um áttum staðfesta að batinn
og forsendur hans eru traust-
ari en margir hafa talið allt til
þessa. Þar með dregur úr óvissu.
Aukinn stöðugleiki er því að
mínu mati að færast yfir þjóð-
lífið. Tal um mikla óvissu nú er
því sérkennilegt þegar hag tölur
eru skoðaðar og sérstaklega
þegar litið er til baka og haft í
huga út úr hvaða að stæðum við
erum hægt og bítandi að vinna
okkur. Óvissan um þróun mála
í Evrópu og heimsbúskapnum
er helsta áhyggjuefnið nú um
stundir. Við það fáum við Íslend-
ingar hins vegar litlu ráðið.
Enn birtir til í efnahagslífinu
Segðu satt Ólafur Ragnar
Jafnréttismál
Oddný Harðardóttir
fjármálaráðherra
Forsetakosningar
Ásdís Ólafsdóttir
heimspekinemi
Stjórnmál
Steingrímur J.
Sigfússon
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra
og efnahags- og
viðskiptaráðherra