Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 66
23. júní 2012 LAUGARDAGUR38 38 menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★ ★ Síðasta abstraktsjónin Sýning á verkum Eiríks Smith frá 1964 til 1968 Hafnarborg Í aðalsal Hafnarborgar, menn- ingar– og listamiðstöð Hafnar- fjarðar, stendur nú yfir sýning á verkum heiðurslistamanns Hafnar fjarðar, listmálarans Eiríks Smith, sem fæddur er árið 1925. Sýningin heitir Síðasta abstraksjónin og tekur yfir tíma- bilið frá 1964 til 1968 en eftir árið 1968 sagði Eiríkur skilið við þessa tegund abstraktlistar, eftir að hafa verið í miklu „stuði“ þessi ár, eins og lesa má út úr tilvitn unum í Eirík sjálfan sem hafa verið límdar upp á veggi á sýningunni. Listamannsferill Eiríks er í senn langur og margbreyti- legur. Hann hefur fengist við strangflatarlist, tjáningarríka ab straksjón, hlutbundin við- fangsefni og bland af báðu svo eitthvað sé nefnt. Tímabilin eru misgóð eins og gengur og gerist, en 1964–1968 tímabilið hlýtur að vera á meðal þeirra bestu. Sýningin í heild sinni er einföld, snotur og átakalaus í uppsetningu og verkin sjálf fá þannig tækifæri til að njóta sín. Það er heldur engin lognmolla á ferð innan mynd- flatarins, dökkir litir og breiðar strokur áberandi, jarð litir koma við sögu og íslensku fánalitirnir eru víða áberandi. Sterkar nátt- úrutilvísanir eru í formum, áferð og einstaka titlum, og myndir almennt tjáningarríkar. Það er ekki erfitt að geta sér til um áhrifin. Franz Kline og Willem de Kooning koma upp í hugann, og íslenskir kollegar eins og Nína Tryggvadóttir. Í sýningar skránni segir einmitt frá því hvernig áhrif frá banda- rískum abstrakt-expressíonist- um flæddu inn í list Eiríks eftir að hann sá sýningu með verkum þeirra í Tate-safninu í London. Það er líka freistandi að minn- ast á Gerhard Richter, þó svo að líkindi séu kannski ekki bein og Richter nokkrum árum yngri. Richter hefur sjálfur gert kraft- miklar abstraktsjónir með breiðum spöðum, en hefur einnig leyft sér, eins og Eiríkur, að fara úr einum stíl í annan. Sýningin hefur fremur dökkt yfirbragð og í fyrri heimsókn á sýninguna upplifði ég þessar dökku strokur eins og lista- maðurinn væri að reyna að loka á eitthvað. Sú upplifun mildaðist þó aðeins í annarri heimsókn. Af athyglisverðum myndum í ljósari tónum er vetrarlandslag frá 1967, en hún er aðeins frá- brugðin þeim stóru og dökku. Kæruleysisleg, spontant og skemmtileg. Þá má benda á fal- lega bláleita mynd án titils frá 1966 og aðra sem heitir Blátt málverk frá 1966. Þar er eins og við séum stödd ofan í fjöru, með hamravegg fyrir ofan og sýn út á haf til hægri. Svört krumla teygir sig síðan inn á myndina frá vinstri til hægri. Vatnslitahluti sýningarinnar er ekki eins spennandi og olíu- hlutinn, enda er listamaðurinn sterkari í fígúratívum vatnslita- verkum. Ein mynd innst í horninu vakti athygli mína, en þar má greina austurlensk áhrif. Þetta er gulleit mynd með svartri skrift – án titils frá 1964. Glerkassar með greinum og viðbótarupplýsingum bæta sýn- ingarupplifunina, en lesefni í svörtum möppum mætti vera les- vænna. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Snotur sýning með kraftmiklum verkum, frá góðu tímabili á ferli Eiríks Smith. Dökkar breiðar strokur SÍÐASTA ABSTRAKSJÓNIN Það er engin lognmolla á ferð innan myndflatarins hjá Eiríki, dökkir litir og breiðar strokur eru áberandi sem og jarðlitir og íslensku fánalitirnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Akvarell nefnist vatnslita sýning Lars Lerin sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan 16. Lars Lerin er einn helsti og virtasti vatnslitamálari á Norður- löndum. Hugmyndir sínar sækir hann í hversdagsleikann, jafnt náttúruna sem í borgina, en í verkum hans birtist þessi hvers- dagsleiki sem bæði kunnuglegur og framandlegur. Lars Lerin hefur einnig ferðast mikið og sent frá sér bækur með myndum frá þeim ferðalögum. Fyrir nokkrum árum var hann staddur á Íslandi og úr því ferðalagi varð til bókin „Grå resa – februaribrev från Reykjavík“, með myndum frá höfuðborg Íslands. Forstjóri Norræna hússins Max Dager opnar sýninguna og lista- maðurinn Helgi Þorgils Friðjóns- son flytur erindi um Lars Lerin. Sýningin stendur til 12. ágúst. Lerin í Norræna húsinu OLYMPUS DIGITAL CAMERA Lars Lerin - vatnslitamynd FRAMHALDSSAGA BLEKKINGA Díana Margrét Hrafnsdóttir opnar sýninguna „Framhaldssaga blekkinga“ í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Reykjavík, milli klukkan 16 og 18 í dag. Díana túlkar í verkum sínum umfjöllun dagblaðanna eftir hrunið árið 2008, þegar eldar brunnu, og rauði liturinn er áberandi í verkum hennar. Díana Margrét útskrifaðist frá Grafíkdeild Listaháskólans árið 2000. Hún hefur síðan haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 23. júní 2012 ➜ Tónleikar 15.00 Latínband Tómasar R. spilar á djasstónleikum á Jómfrúnni við Lækjar- götu. Leikið er utandyra á Jómfrúar- torginu. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Perlur íslenskra einsöngslaga verða fluttar af Fjólu Nikulásdóttur sópran, Nathalíu Druzin Halldórsdóttur mezzosópran og Ástríði Öldu Sigurðar- dóttur píanóleikara í Kaldalóni í Hörpu. 21.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur tónleika á Græna Hattinum á Akureyri. 22.00 Dúkkulísurnar koma fram ásamt gestum og hljómsveitinni Ylju á Kaffi Rósenberg á laugardagskvöldið 23. júní. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Hljómsveitin Gestir og gangandi skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Opnanir 16.00 Díana Margrét Hrafnsdóttir myndlistarmaður opnar sýninguna Framhaldssaga blekkinga í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu Reykjavík. ➜ Hátíðir 11.00 Klúbburinn Geysir stendur fyrir Geysisdeginum í Skipholti 29. Nytjamarkaður, Keli og kiðlingarnir leika nokkur lög og óvæntar uppákomur verða á deginum en klúbburinn starfar fyrir fólk sem á eða hefur átt við geð- ræn vandamál að stríða. 21.00 Tónlistarhátíðin Partíþokan verður haldin á Seyðisfirði um helgina. Tónleikar, uppistand, Jónsmessubrenna og margt fleira. Helgarpassi kostar 3.500 krónur og aðgangur á stakt kvöld kostar 2.000 krónur. ➜ Tónlist 16.00 Ómar Diðriks og Sveita- synir halda tónleika í Merkigili, heimili söngvaskáldanna Jóns Tryggva og Úní, á Eyrarbakka. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru þegin. 22.00 Sumarskemmtunin Veislu- fjör 2012 verður á Gamla Bauknum á Húsavík. Það eru Snorri Helgason, Mr. Silla og Hugleikur Dagsson sem sjá um dagskrána. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Listamannaspjall 15.00 Listamannaspjall með Sigtryggi Berg Sigmarssyni, Helga Þórssyni, Davíð Erni Halldórssyni og Kristínu Ómars- dóttur um sýninguna Kosmískir fletir andanna í Gallerí Ágústi. ➜ Myndlist 13.00 Fimmta samstarfsverkefni LornaLAB og Listasafns Reykjavíkur á þessu ári verður haldið í Hafnarhúsinu. Umsjón með smiðjunni hefur Eric Parr myndlistarmaður. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Katrín I. Jónsdóttir Hjördísar- dóttir fremur list með samstarfsfólki sínu í verkefninu contemporary.is í Galleríi Dverg milli kl. 17 og 18.30. ➜ Samkoma 11.00 Geysisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Skipholti 29. Klúbburinn Geysir stendur fyrir deginum, en hann starfar með fólki sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Dagurinn er fjáröflunar-, skemmti- og fjölskyldudagur félagsins og lýkur dagskránni kl. 16. 14.00 Heimspekikaffi verður haldið á Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðuefni dagsins er: Kanntu að lesa tísku? Allir velkomnir. Sunnudagur 24. júní 2012 ➜ Tónleikar 16.00 Richard Simm leikur verk eftir Scarlatti, Grieg og einnig eigin útsetn- ingar á vinsælum íslenskum þjóðlögum í Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 17.00 Perlur íslenskra einsöngslaga verða fluttar af Fjólu Nikulásdóttur sópran, Nathalíu Druzin Halldórsdóttur mezzosópran og Ástríði Öldu Sigurðar- dóttur píanóleikara í Kaldalóni í Hörpu. ➜ Leiklist 20.00 Einleikurinn Fastur er sýndur á Norðurpólnum, Seltjarnarnesi. Sýningin er án orða og hentar öllum frá 10 ára aldri. Miðaverð er kr. 2.200 en kr. 1.500 fyrir nemendur. ➜ Sýningarspjall 15.00 Sýningastjóraspjall verður í Artíma Galleríi. ➜ Uppákomur 14.00 Árbæjarsafn stendur fyrir dag- skrá í tilefni Jónsmessu. Leiðsögn um safnsvæðið hefst kl. 14. Jónsmessugleði Félags eldri borgara, Heimilisiðnaðar- félagsins og Árbæjarsafns hefst kl. 19.15 með göngu frá Stangarhyl 4 sem lýkur á Árbæjarsafni. Jafnframt verður farin árleg Jónsmessunæturganga Minjasafns Reykjavíkur kl. 22.30 frá Árbæjarsafni. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldin í Stangarhyl 4. Hljómsveitin Klassík leikur létta dans- tónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Tónlist 20.00 Sumarskemmtunin Veislufjör 2012 verður á Vagninum á Flateyri. Það eru Snorri Helgason, Mr. Silla og Hug- leikur Dagsson sem sjá um dagskrána. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Leiðsögn 14.00 Boðið verður upp á leiðsögn um fornleifauppgröftinn á Alþingisreit á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Lagt verður upp frá Landnámssýningunni Reykjavík við Aðalstræti 16. ➜ Myndlist 15.00 Fjölskylduleiðsögn og smiðja í tengslum við sýninguna Gálgaklettur og órar sjónskynsins verður á Kjarvals- stöðum, þar sem sérstök áhersla verður lögð á sjónskynið og ímyndunaraflið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.