Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 62
23. júní 2012 LAUGARDAGUR34
Hvað ertu gömul Stella? „Ég er
nýorðin 22 ára.“
Hvernig lékstu þér helst sem
barn? „Mér fannst skemmti-
legast að leika úti og helst að
fara í eina krónu eða skotbolta.“
Horfðir þú mikið á sjónvarp
sem krakki? „Ég horfði aðal-
lega á barnatíminn á laugardög-
um og svo fannst mér Alladín
myndirnar allar skemmtilegar
og horfði mikið á þær.“
Hvenær fórstu f yrst t il
útlanda? „Þegar ég var sjö ára
fór ég með fjölskyldunni til
London að heimsækja systur
mömmu sem bjó þar. Það var
eftirminnilegt ferðalag.“
Ferðu stundum út á land? „Já,
pabbi er frá Þykkvabæ og við
eigum bústað þar. Það er allt-
af gott og gaman að slappa af í
sveitasælunni.“
Ætlar þú í útilegu í sumar?
„Já, mér finnst alveg nauðsyn-
legt að fara í nokkrar úti legur
á sumri. Meðal annars býst
ég við að fara í útilegu fyrstu
helgina í júlí með hjólhýsi sem
tengdaforeldrar mínir eiga.“
Hvaða matur finnst þér best-
ur? „Uppáhaldsmaturinn minn
er rjúpa sem mamma eldar á
gamlárskvöld með brúnuðum
kartöflum og sósu.“
Hvar vinnur þú núna? „Ég
vinn á leikskólanum Sjálandi í
Garðabæ og það er svo gaman
að dagarnir og vikurnar fljúga
áfram.“
Hvenær og af hverju byrjaðir
þú í handbolta? „Ég byrjaði að
æfa í Fram sex ára og eiginlega
bara af því að eldri systir mín
var að æfa og ég gerði allt eins
og hún. Svo höfum við Karen
Knúts landsliðskona verið eins
og samlokur síðan við vorum
litlar enda eru mömmur okkar
systur. Nú er hún í Þýska-
landi.“
Hversu oft æfir þú í hverri
viku? „Ég æfi með Fram fimm
til sex sinnum í viku, svo fer ég
sjálf á aukaæfingar.“
Ertu búin að vera lengi í lands-
liðinu? „Ég lék minn fyrsta
landsleik þegar ég var 17 ára og
er búin að fara að meðaltali sex
sinnum á ári til útlanda síðan.“
Hvar og hvenær verður EM-
keppnin háð? „EM verður
haldin í Serbíu 4. til 16. des-
ember. Það verður eflaust
mikil upplifun að fara þangað
og keppa við bestu þjóðir Evr-
ópu. Því er mikil tilhlökkun hjá
liðinu og nú verðum við að nýta
tímann og æfa vel.“
krakkar@frettabladid.is
34
Ég lék minn
fyrsta landsleik
þegar ég var 17 ára
og er búin að fara að
meðaltali sex sinnum
á ári til útlanda síðan.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Bókaormur vikunnar
NAUÐSYNLEGT AÐ FARA
Í NOKKRAR ÚTILEGUR
Stella Sigurðardóttir, landsliðskona í handbolta, lék sér í einni krónu og skotbolta
þegar hún var lítil. Hún byrjaði sex ára að æfa handbolta og býr sig nú undir að
keppa við bestu þjóðir Evrópu á EM í Serbíu.
HANDBOLTASTJARNA „Ég byrjaði að æfa sex ára og eiginlega bara af því að eldri
systir mín var að æfa og ég gerði allt eins og hún,“ segir Stella. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
1. Hvað heitir þú fullu nafni?
Ég heiti Muhammed Faisal
Ólafsson.
2. Hvað ertu gamall? Ég er 9
ára.
3. Ertu mikill lestrarhestur?
Já, mjög mikill.
4. Hvenær lærðir þú að lesa?
Þegar ég var 4 ára.
5. Hvað er skemmtilegt við
að lesa bækur? Það er gaman
að ímynda sér það sem gerist í
bókunum.
6. Manstu eftir fyrstu bók-
inni sem var í uppáhaldi hjá
þér? Já, það var Úkk og Glúkk.
7. Hvers lags bækur þykja
þér skemmtilegastar? Ævin-
týrabækur.
8. Hvaða bók lastu síðast
og hvernig var hún? Dagbók
Kidda klaufa. Hún var mjög
skemmtileg.
9. Í hvaða hverfi býrð þú? Í
Vesturbænum.
10. Í hvaða skóla gengur þú?
Vesturbæjarskóla.
11. Hvaða námsgrein er
skemmtilegust? Íþróttir.
12. Hver eru þín helstu
áhugamál? Ég hef mörg
áhugamál, til dæmis karate.
Borgarbókasafnið, Fréttablaðið og Forlagið hvetja öll börn til að lesa í sumar. Í hvert sinn sem þú klárar bók
getur þú sett nafn hennar í pott í öllum útibúum Borgarbókasafns. Í hverri viku er nýr bókaormur dreginn
úr pottinum sem fær bók að gjöf og er kynntur á Krakkasíðu Fréttablaðsins.
BRÚÐUBÍLLINN Uppáhaldsbíll margra íslenskra barna er á sveimi í sumar eins og
síðustu rúmu þrjátíu árin. Lilli api hefur fengið óvæntan gest, frænda sinn apann Mongó,
sem kemur alla leið frá Afríku. Brúðubíllinn verður á leikskólanum Smárahvammi næsta
föstudag, 29. júní, en nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á Brudubillinn.is.
Kona segir við eiginmann
sinn: „Læknirinn er kominn.“
Maðurinn svarar að bragði:
„Ég vil ekki hitta hann. Segðu
honum að ég sé veikur!“
Hvers vegna hætti tann-
læknirinn störfum?
Hann reif kjaft!
Arnar: „Ég heyrði nýjan
brandara um daginn! Var ég
búinn að segja þér hann?“
Bjarki: „Ég veit það ekki. Er
hann fyndinn?“
Arnar: „Já!“
Bjarki: „Þá hefur þú ekki sagt
mér hann.“
Maður í skóbúð: „Seljið þið
krókódílaskó?“
Starfsmaður: „Já, að sjálf-
sögðu. Númer hvað notar
krókódíllinn þinn af skóm?“