Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 12
12 23. júní 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Formenn stjórnarflokkanna hafa skilgreint samþykkt veiðigjaldalaganna sem meiriháttar stjórnmálasig- ur. Forystumenn stjórnarandstöðu- flokkanna telja sig á hinn bóginn hafa takmarkað skaðann um sinn. Þetta gaf leiðtoga Samfylkingar- innar í sjávarútvegsmálum, Ólínu Þorvarðardóttur, tilefni í viðtali til að gagnspyrja: „Hver stjórnar landinu? Er þjóðstjórn í landinu? Er ekki lengur starfandi ríkisstjórn?“ Rétt er að leita svara við þessum hvössu spurningum þingmannsins um stöðu ríkisstjórnarinnar. Fyrst er á það að líta að stjórnar- andstaðan hefur tafið framgang sjávarútvegs- frumvarpanna með málþófi sem oft reynist ríkis- stjórnum örðugt í tímaþröng. Það athyglisverða er hins vegar að ríkis stjórnin setti sér sjálf tímamörk sem hún vissi að úti- lokað var að ná. Hefði hún sagt, sem henni var í lófa lagið, að þing stæði út sumarið gat stjórnarandstaðan ekki stoppað eitt einasta frumvarp. Hvers vegna var þingið ekki látið standa svo lengi sem þörf var á? Það gera flestar ríkisstjórnir þegar höfuðstefnumál eru í húfi. Senni- legasta ástæðan er sú að ríkis- stjórnin hafi ekki verið örugg um meirihluta fyrir fiskveiðistjórnar- frumvarpinu. Hún virðist því hafa kosið að láta stjórnarandstöðuna stöðva það. Sé þetta rétt tilgáta er fullt tilefni fyrir áhrifaþingmann í stjórnar- liðinu eins og Ólínu Þorvarðar- dóttur að spyrja í alvöru hvort í raun sé starfandi ríkisstjórn í land- inu. En það er þá vegna veikleika í stjórnarliðinu en ekki sakir þess að stjórnarandstöðunni hafi vaxið fiskur um hrygg að svo er komið. Stjórnmálasigur eða stjórnleysi? Hinni spurningu Ólínu Þorvarðardóttur hvort í raun sé komin þjóðstjórn vegna leynisamkomu- lags flokksformanna um þinglok verður að svara á annan veg. Ekki verður séð að stjórnarandstöðu- flokkarnir hafi náð neinum slíkum samningum er færi þeim bein áhrif á stjórn landsins. Þegar dregur að þinglokum eru oftast nær fleiri mál á dagskrá en unnt er að afgreiða með góðu móti. Þá er venjulega samið um hver þeirra skuli hljóta afgreiðslu. Hitt er nánast óþekkt að ríkisstjórnir semji um breytingu á stefnumálum sínum til að ná samkomulagi við stjórnarandstöðu um lok þinghalds. Leynisamkomulag formanna flokkanna kann að vera vís- bending um að ríkisstjórnin hafi talið sig vera í meiri bóndabeygju en venjulegt er. Samt er harla ólíklegt að þetta sé í raun sam- komulag um áhrif. Þá hefði verið gengið frá því með öðrum hætti. Formaður VG hefur einnig sagt að hann líti svo á að ríkis stjórnin sé með öllu óbundin þó að ein hverjar við miðanir hafi verið settar á blað. Einu gildir hvort þetta er rétt skilgreining á samkomulaginu. Ríkisstjórnin getur í öllu falli haft það að engu ef henni sýnist svo. Að þessu virtu bendir fátt til að stjórnarandstaðan hafi náð að draga úr völdum Ólínu Þorvarðar- dóttur. Forseti Íslands sagði nýlega að sjávarútvegsfrumvörpin væru bæði þess eðlis að rétt væri að taka úrslitavaldið af þinginu og færa það til þjóðarinnar. Það var alvöru ögrun gagnvart ríkis stjórninni. En ekkert bendir til að forsetinn þori að standa við þetta fyrirheit til fólksins í landinu jafnvel þó að hann geti dregið ákvörðun fram yfir kjördag. Slík ákvörðun hefði enn aukið á efasemdir þeirra sem spyrja hvort raunveruleg stjórn sé í landinu. En þetta hop forsetans veikir hins vegar kenningu hans sjálfs um alls- herjar upplausn þjóðmálanna. Halda aðrir um stjórnartaumana? Veiðigjaldalögin eru vissu-lega áfangasigur fyrir ríkisstjórnina. Á hinn bóginn lýsir það ekki sterkri stöðu að stærsta stefnumál hennar um fiskveiðistjórnunina bíði síðasta þings kjörtímabilsins. Hitt er að hvorki sá veikleiki né spurningar um hvort stjórnarand- staðan hafi náð að binda hendur ríkisstjórnarinnar valda mestri óvissu um stöðu málsins. Í eldhúsdagsumræðunum á dögunum lýsti talsmaður Samfylk- ingarinnar því yfir að ósamræmi væri á milli fiskveiðistjórnar- frumvarpsins og hugmynda að nýrri stjórnarskrá sem ríkis- stjórnin áformar að samþykkja á næsta þingi. Jafnframt var því lýst yfir að Samfylkingin myndi ekki una við þá stöðu. Þetta er mesta óvissan. Það lýsir dauflegri blaða- mennsku að enginn hefur gengið eftir því að spyrja þeirra spurn- inga sem þessi stóra yfirlýsing vekur. Ríkisstjórnin skuldar ein- faldlega svar við því hvers konar fiskveiðistjórnun samrýmist þeim hugmyndum sem hún hefur um nýja stjórnarskrá. Ekkert rétt- lætir að halda þeim upplýsingum leyndum. Ef þær hugmyndir eru hins vegar á reiki er það enn ein ástæða til að spyrja eins og Ólína Þorvarðar dóttir hvort hér sé starf- andi ríkisstjórn. Mesta óvissan Í dag verður farin drusluganga niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Lækjartorgi. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisglæpi og þá útbreiddu rang- hugmynd að þolendurnir beri á einhvern hátt ábyrgð á glæpnum með klæðnaði sínum, útliti eða framkomu. „Með druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunum og yfir á gerendur. Við viljum ekki ein- blína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga,“ segir á heimasíðu druslugöngunnar. Í ár hafa aðstandendur göng- unnar sett orðið „meint“ fyrir framan heiti hennar. Það er að þeirra sögn „til þess að vekja fólk til umhugsunar um þá stöðu sem þolendur upplifa þegar fyrirvari er settur á frásagnir þeirra. Við viljum vekja athygli á orðræðunni í samfélaginu og hvernig fólk er tilbúið að leyfa brotamanni að njóta vafans á meðan að hin raunverulegu fórnarlömb eru vænd um meiðyrði.“ Þetta er góður punktur og það eru ekki sízt þeir sem starfa á fjölmiðlunum sem mega taka hann til sín. Orðalag í lögreglu- fréttum hefur oft verið með öðrum hætti þegar sagt er frá kyn- ferðisglæpum en öðrum afbrotum. Við hikum ekki við að full- yrða að svo og svo mörg innbrot hafi verið framin tiltekna nótt, eða að sex manns hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbænum. Af hverju ættum við frekar að skeyta orðinu „meint“ fyrir framan frá sagnir af kynferðisbrotum? Oftast eru engin vitni að inn- brotum og oft ekki önnur vitni að líkamsárásum en þolandinn og gerandinn, rétt eins og í nauðgunarmálum. Í aðdraganda druslugöngunnar hafa allmargir einstaklingar af báðum kynjum stigið fram og sagt frá reynslu sinni af nauðgun. Þetta er hugrakkt fólk, sem með því að segja sögu sína stuðlar að því að aðrir þolendur nauðgunar skilji að þeir sitja ekki einir með sína þungbæru reynslu og að það er engin skömm að því að vera nauðgað, ekki frekar en að vera laminn eða rændur. Það er gerandinn, glæpamaðurinn, sem á að skammast sín. Þessar frásagnir draga það fram sem er kjarni málsins; það er venjulegt fólk sem er venjulega klætt og að gera venjulega hluti sem verður fyrir nauðgun. Það er engar druslur. Ef svo er, erum við það öll. Því að hver hefur ekki daðrað svolítið án þess að ætla sér eitthvað meira með því, verið of lítið klæddur, orðið of fullur og þar með ekki á varðbergi, þvælzt inn í hverfi sem hann rataði ekki í, verið of seint á ferð í myrkrinu, húkkað sér far af því að það var enginn leigubíll – eitthvað af þessu eða allt saman? Ekkert af því gefur neinum öðrum afsökun fyrir því að ráðast á aðra manneskju og brjóta gegn henni. Ábyrgðin er alltaf gerandans og aldrei þolandans. Vonandi láta sem flestir sjá sig í druslugöngunni og ganga gegn fordómum og ranghugmyndum um kynferðisofbeldi. Ábyrgðin á nauðgun liggur alltaf hjá nauðgaranum: Við erum öll druslur Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Forsetakosningar 30. júní 2012 Frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis mun hafa aðsetur í Íþrótta húsinu Kaplakrika í Hafnarfirði á kjördag, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22. Fyrstu kjörkassar verða opnaðir kl. 18:30 og hefst þá flokkun atkvæða. 18. júní 2012. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis, Jónas Þór Guðmundsson, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, Sigríður Jósefsdóttir, Elín Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.