Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 72
23. júní 2012 LAUGARDAGUR44 FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnars- son hefur átt erfitt uppdráttar hjá liðinu sínu, Vålerenga, á tíma- bilinu. Hann hefur aðeins tekið þátt í sex af þrettán leikjum liðsins og er ekki enn kominn á blað. „Ég hef lítið fengið að spila en er að vinna í því að breyta þeim hlutum,“ sagði Veigar Páll en hann meiddist á undirbúningstímabilinu og var ekki í leikformi í upphafi leiktíðar. „Ég og þjálfarinn ákváðum að gefa mér tíma til þess að komast í leikform. Ég gerði það á mánuði og komst í hörkuform. Ég sat samt enn á bekknum eftir það. Það er engin sérstök ástæða fyrir því.“ Veigar segir að samstarf sitt og þjálfarans sé engu að síður gott og að þjálfarinn hafi ekki misst traust á honum. „Hann segir það að minnsta kosti. Við erum með stóran hóp en mér finnst persónulega að ég eigi að spila hvern einasta leik hérna. Það er samt allt gott á milli okkar þjálfarans. Hann velur menn á undan mér en ég hef verið í liðinu í síðustu tveimur leikjum þannig að þetta er að koma.“ Sóknarmaðurinn segir það aldrei hafa komið til greina að kasta inn hvíta handklæðinu og koma heim. „Ég er sáttur hérna þrátt fyrir allt. Ég stefni á að vera í Noregi í tvö til þrjú ár í viðbót. Svo kem ég heim og spila fótbolta þar áður en ég hætti,“ sagði Veigar Páll en er alveg klárt að hann fari þá í Stjörnuna er hann kemur heim? „Það verður gaman að koma heim og spila fótbolta þar. Ég vil ekki missa af því. Það er lík legast að ég fari í Stjörnuna en ég þori ekki að staðfesta það. Ég er líka mikill KR-ingur þannig að ég spila líklegast með öðru hvoru liðinu þegar ég kem heim.“ - hbg Veigar Páll Gunnarsson er ekki á heimleið þó svo það hafi ekki gengið vel á þessari leiktíð í Noregi: Finnst ég eigi að spila hvern einasta leik hérna MARKAÞURRÐ Veigar er ekki enn kominn á blað í norska boltanum á þessari leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Knútur Hauksson, formaður HSÍ, segir að það sé yfirlýst stefna stjórnar HSÍ að tilkynna ekki um ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla fyrr en eftir Ólympíuleikana í London. Eins og kunnugt er mun Guð- mundur Guðmundsson láta af störfum að loknum leikunum eftir glæstan feril með landsliðið. Knútur segir að HSÍ vilji ekki trufla undirbúning landsliðsins fyrir ÓL með fréttum af lands- liðsþjálfaramálum. Einar Einarsson, for maður landsliðsnefndar HSÍ, leiðir leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hann var illfáanlegur til þess að tjá sig mikið um gang mála. „Við erum að vinna í þessum málum og höfum sem betur fer góðan tíma til þess,“ sagði Einar, en er búið að ræða við einhverja aðila? „Við erum búnir að þreifa á nokkrum. Hversu mörgum vil ég ekki segja. Við skulum bara leyfa landsliðinu að undirbúa sig fyrir leikana og sjá svo til hvað gerist.“ - hbg Landsliðsþjálfaramál HSÍ: Enginn ráðinn fyrr en eftir ÓL GUÐMUNDUR Er að fara á sitt síðasta mót með landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI LeBron James getur loksins kallað sig NBA-meistara eftir 121-106 sigur Miami Heat á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. James varð meistari í sínum 804. leik í NBA og á sínu níunda tímabili en hann er á sama aldursári og Jordan þegar „His Airness“ vann sinn fyrsta titil (af sex) fyrir 21 ári síðan. James er reyndar nokkuð yngri. Jordan vann titilinn þegar hann var 28 ára, 3 mánaða og 26 daga gamall en James var 27 ára, 5 mánaða og 22 daga gamall í gær. James átti þarna enn einn stórleikinn í einvíginu og endaði hann með þrefalda tvennu; 26 stig, 13 stoðsendingar og 11 fráköst. Aðeins fjórir aðrir leikmenn í sögu NBA- deildarinnar hafa tryggt sér titilinn með þrefaldri tvennu; Tim Duncan (2003), James Worthy (1988), Larry Bird (1986) og Magic Johnson (1982 og 1985). James var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur og fylgdi því eftir með því að vera líka kosinn besti leikmaður úrslitanna. Hann er fyrsti leikmaðurinn í níu ár sem hlýtur bæði þessi verðlaun og það eru einnig liðin níu ár síðan besti leikmaður deildarinnar varð líka NBA-meistari. Síðastur á undan James til að afreka tvennuna og vinna titilinn sem besti leikmaður deildarinnar var Tim Duncan með San Antonio Spurs tímabilið 2002 til 2003. - óój LeBron James NBA-meistari: Níu ára bið eftir hring á enda SÖGULEGUR LeBron James var með 697 stig, 224 fráköst og 129 stoðsendingar í úrslitakeppninni en enginn hefur áður náð öllum þessum tölum í einni úrslita- keppni í sögu NBA. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Íslenska kvenna- landsliðið lenti í erfiðum austan- tjaldsriðli í úrslitakeppni Evrópu- mótsins sem fer fram í Serbíu frá 4. til 16. desember. Ísland er í riðli með Rúmeníu, Rússlandi, Svart- fjallalandi og fer riðill stelpnanna fram í Vrsac eða sama stað og íslenska karlaliðið spilaði á EM í janúar. Með þremur toppþjóðum „Þetta er hrikalega erfiður riðill, það verður að segjast eins og er því við lendum í riðli með þremur algerum toppþjóðum,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, sem var fyrir- liði íslenska kvennalandsliðsins áður, en sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu í lok síðasta árs. „Þetta er hörkuriðill og gríðar- lega sterkar þjóðir. Það er ótrúlegt að við spiluðum við bæði Rússa og Svartfjallaland á síðustu tveimur stórmótum. Það er furðulegt að við lendum alltaf á móti þeim,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson landsliðs- þjálfari og Rakel var líka alveg til í að mæta „nýjum“ þjóðum. „Það eina sem er kannski fúlt er að vera að lenda alltaf á móti sömu þjóðunum því það væri gaman að fá að spila við hinar þjóðirnar líka,“ sagði Rakel í léttum tón. Þetta er þriðja stórmót íslensku stelpnanna í röð en þær voru einnig með á EM 2010 og á HM 2011 sem fram fór í Brasilíu. Íslenska kvenna la ndsl iðið ætti vera farið að þekkja lið Svartfjallalands vel því liðið hefur verið með Svartfellingum í riðli á öllum þremur stórumótum sínum. Bara rétt á eftir þeim bestu „Þetta verður hrikalega erfitt og fyrir fram spá spekingar okkur ekki mörgum sigrum en svo framar lega sem við höfum trú á þessu þá er margt sem getur gerst. Við sýndum það alveg síðast þegar við komum vel á óvart í Brasilíu. Við erum bara rétt á eftir þessum bestu þjóðum að mínu mati. Það telur mikið að hafa upplifað þetta á tveimur stórmótum í röð. Þetta er hrikalega erfiður riðill en við förum bjartsýnar á þetta mót með trú á okkur sjálfum,“ sagði Rakel Dögg en hún stefnir á að vera komin í gott form fyrir EM eftir að hafa slitið krossband rétt fyrir HM í Brasilíu. Ágúst þekkir væntanlega mót- herja vel og getur undirbúið liðið vel fyrir mótið. „Við þekkjum ágætlega inn á þessi lið og svo eru Svartfellingar og Rússar líka inni á Ólympíuleikunum í haust. Það á að vera auðvelt að fá efni með þeim og vonandi verðum við í fínu standi í desember,“ sagði Ágúst og bætti við: „Það hefði verið gaman að spila við Dani en svona er þetta. Þetta eru þjóðir sem spila 6:0 varnar leik og svo lítið þungan handbolta en það hentar kvennalandsliðinu ágætlega að spila á móti þessum þjóðum. Ég er ekkert smeykur en ég er klár á því að þetta verður strembið,“ segir Ágúst. Landi hans Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeist- ara Noregs, gat aftur á móti verið kátur með sinn riðil en Norðmenn eru með Úkraínu, Serbíu og Tékk- landi. „Norðmenn fengu lang- þægilegasta riðilinn og voru mjög heppnir með riðil,“ sagði Ágúst og Rakel er sammála. „Norð- mennirnir fara auðveldlega í gegn- um þann riðil,“ segir Rakel. Þurfa að nýta tímann vel „Það hefði reyndar verið sama í hvaða riðil við hefðum farið í því það er alltaf mjög erfitt að komast upp úr svona riðli á EM. Leik- menn þurfa að nýta tímann vel fram að EM því það er enn langur tími í mótið. Ef leikmennirnir okkar mæta í sínu besta formi þá er engin spurning að við getum hugsan lega komið okkur upp úr riðlinum,“ sagði Ágúst. ooj@frettabladid.is Þjálfarinn ekkert smeykur Kvennalandsliðið í handbolta er með Rúmeníu, Rússlandi og Svartfjalla- landi í riðli á EM í desember. „Þetta er hrikalega erfiður riðill,“ segir lands- liðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir. Léttur riðill hjá þeim norsku. UNNU SVARTFJALLAND Á HM Íslensku stelpurnar fagna hér 22-21 sigri á Svartfjallalandi í Brasilíu í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í gær. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum, Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leikn- um. Hin mörkin gerðu Philipp Lahm og Sami Khedira. Þjóðverj- ar mæta annaðhvort Englandi eða Ítalíu í undanúrslitunum. Þjóðverjar höfðu mikla yfir- burði í þessum leik en urðu fyrir smá áfalli þegar Grikkjum tókst að jafna gegn gangi leiksins eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum á þrettán mínútum og unnu að lokum mjög öruggan og sannfærandi sigur sem átti að vera mun stærri. -óój Þjóðverjar í undanúrslit á EM: Besta liðið? UNGIR OG GÓÐIR Mesut Özil og Marco Reus voru frábærir. NORDICPHOTOS/GETTY Riðlarnir á EM kvenna A-riðill (Belgrad): Noregur, Úkraína, Serbía og Tékkland B-riðill (Nis): Svíþjóð, Frakkland, Danmörk og Makedónía C-riðill (Novi Sad): Króatía, Þýskaland, Ungverjaland og Spánn D-riðill (Vrsac): Rúmenía, Svartfjallaland, Rússland og Ísland sport@frettabladid.is HEIL UMFERÐ fer fram í Pepsi-deild kvenna á morgun og stórleikur 7. umferðarinnar er viðureign toppliðs Þór/KA og liðs ÍBV sem er í 3. sæti eftir þrjá sigra í röð. Leikurinn hefst klukkan 15.00 á Þórsvelli en hann er líka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi. Aðrir leikir dagsins eru: Valur-FH, Selfoss-Fylkir, KR-Breiðablik og Stjarnan-Afturelding. Leikirnir hefjast klukkan 14.00 nema sá síðastnefndi en hann byrjar klukkan 17.00 í Garðabænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.