Fréttablaðið - 23.06.2012, Blaðsíða 46
23. júní 2012 LAUGARDAGUR16
Viðskiptatækifæri fyrir bílaverkstæði
sem vilja stækka kúnnahópinn og vera
með í framtíðinni.
Til sölu verkstæði sem að hefur undanfarin á ár sérhæft sig í
Metanuppfærslum og er eitt það stærsta á því sviði. Inni í þessum
pakka er Skandinavíu umboð fyrir eitt besta metan kerfi sem völ er
á, ásamt þekkingu á ísetningu og viðhaldi kerfanna. Einnig er 200
kúnna hópur sem þarf að þjónusta í það minnsta einu sinni á ári.
Áhugasamir sendi fyrirspurnir á box@frett.is merkt: „Tækifæri“
Stækkun 132 kV teins á Brennimel
fyrir nýjan útgang fyrir Spenni 5
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, undirstöður,
stálvirki og girðingu vegna stækkunar 132 kV teins á
Brennimel í Hvalfjarðarsveit í samræmi við útboðs-
gögn BRE-04.
Verkið felur í sér byggingu steyptra undirstaða,
niðursetningu jarðskauta, uppsetningu stálvirkis,
stækkun girðingar ásamt jarðvinnu og að vinna það
annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum BRE-04.
Helstu magntölur eru:
• Steypa 140 m3
• Gröftur 1900 m3
• Fylling 840 m3
• Lagning jarðvírs 480 m
Verkinu skal að fullu lokið 17. september 2012
Væntanlegum bjóðendum er bent á að kynna sér
grunnkröfur Landsnets til birgja sem finna má á
heimasíðu fyrirtækisins, www.landsnet.is
Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku
Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík frá og með
miðvikudeginum 27. júní 2012.
Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt
9, 112 Reykjavík fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 19. júlí
2012 þar sem þau verða opnuð, að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Útboð BRE-04
STYRKIR TIL TÓNLEIKAHALDS I HÖRPU
Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns
auglýsir eftir umsóknum til tónleikahalds í Hörpu árið 2013.
Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og /eða tónlistarhópa.
Umsóknarfrestur er til 6. ágúst 2012.
Umsóknareyðublað og upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu
sjóðsins; http://styrktarsjodursut.is/
Úthlutun verður tilkynnt í Hörpu þann 20. ágúst 2012.
Ný útboð í auglýsingu hjá
Reykjavíkurborg:
• Metanbifreiðar, sjö pallbifreiðar og þrjár minni
sendibifreiðar, útboð nr. 12841- EES.
• Metanbifreiðar, fjórtán minni - og fimm stærri
flokkabifreiðar, útboð nr. 12842 – EES.
• Metanbifreiðar, tuttugu og ein smábifreið,
útboð nr. 12843- EES.
• Rafbifreiðar, fjórar smábifreiðar,
útboð nr. 12860 – EES.
Allar nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod.
Aðstoðarleikskólastjóri
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða í leikskólann
Krummakot aðstoðarleikskólastjóra í fullt starf sem
starfar undir stjórn skólastjóra Hrafnagilsskóla en
skólarnir eru samreknir.
Verksvið
Aðstoðarleikskólastjóri fer með daglega stjórnun
leikskólans. Hann sinnir að hluta til skyldum leik-
skólastjóra og tekur laun samkvæmt starfslýsingu í
samræmi við aukna ábyrgð. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi LN og FL.
Menntunar- og hæfniskröfur
- gerð er krafa um að viðkomandi hafi leyfisbréf
á leikskólastigi
- reynsla af leikskólastarfi
- framhaldsnám í menntunarfræðum er æskilegt
- reynsla af stjórnun er æskileg
Leitað er eftir einstaklingi sem
- sýnt hefur marktækan árangur í starfi
- er fær og lipur í mannlegum samskiptum
- býr yfir frumkvæði og skipulagfærni og sýnir
sjálfstæði í vinnubrögðum
- er fær um að leiða faglegt starf og hefur reynslu
af skólaþróunarverkefnum
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem
gefur mikla möguleika til þróunar og uppbyggingar í
starfi leikskólans.
Leikskólakennari
Einnig óskar Eyjafjarðarsveit eftir að ráða leikskóla-
kennara í fullt starf.
Leitað er eftir einstaklingi sem
- er öflugur fagmaður
- er fær og lipur í mannlegum samskiptum
- býr yfir frumkvæði og skipulagfærni og sýnir
sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til 26. júní 2011.
Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir
skólastjóri í síma 699-4209 / 464-8120 eða
netfang hrund@krummi.is.
Umsóknir skulu sendar til skólastjóra í tölvupósti eða
á heimilisfangið Hrafna gilsskóli, 601 Akureyri.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á
www.leikskoli.krummi.is
sími: 511 1144
Til sölu
Útboð