Fréttablaðið - 23.06.2012, Síða 66

Fréttablaðið - 23.06.2012, Síða 66
23. júní 2012 LAUGARDAGUR38 38 menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★ ★ Síðasta abstraktsjónin Sýning á verkum Eiríks Smith frá 1964 til 1968 Hafnarborg Í aðalsal Hafnarborgar, menn- ingar– og listamiðstöð Hafnar- fjarðar, stendur nú yfir sýning á verkum heiðurslistamanns Hafnar fjarðar, listmálarans Eiríks Smith, sem fæddur er árið 1925. Sýningin heitir Síðasta abstraksjónin og tekur yfir tíma- bilið frá 1964 til 1968 en eftir árið 1968 sagði Eiríkur skilið við þessa tegund abstraktlistar, eftir að hafa verið í miklu „stuði“ þessi ár, eins og lesa má út úr tilvitn unum í Eirík sjálfan sem hafa verið límdar upp á veggi á sýningunni. Listamannsferill Eiríks er í senn langur og margbreyti- legur. Hann hefur fengist við strangflatarlist, tjáningarríka ab straksjón, hlutbundin við- fangsefni og bland af báðu svo eitthvað sé nefnt. Tímabilin eru misgóð eins og gengur og gerist, en 1964–1968 tímabilið hlýtur að vera á meðal þeirra bestu. Sýningin í heild sinni er einföld, snotur og átakalaus í uppsetningu og verkin sjálf fá þannig tækifæri til að njóta sín. Það er heldur engin lognmolla á ferð innan mynd- flatarins, dökkir litir og breiðar strokur áberandi, jarð litir koma við sögu og íslensku fánalitirnir eru víða áberandi. Sterkar nátt- úrutilvísanir eru í formum, áferð og einstaka titlum, og myndir almennt tjáningarríkar. Það er ekki erfitt að geta sér til um áhrifin. Franz Kline og Willem de Kooning koma upp í hugann, og íslenskir kollegar eins og Nína Tryggvadóttir. Í sýningar skránni segir einmitt frá því hvernig áhrif frá banda- rískum abstrakt-expressíonist- um flæddu inn í list Eiríks eftir að hann sá sýningu með verkum þeirra í Tate-safninu í London. Það er líka freistandi að minn- ast á Gerhard Richter, þó svo að líkindi séu kannski ekki bein og Richter nokkrum árum yngri. Richter hefur sjálfur gert kraft- miklar abstraktsjónir með breiðum spöðum, en hefur einnig leyft sér, eins og Eiríkur, að fara úr einum stíl í annan. Sýningin hefur fremur dökkt yfirbragð og í fyrri heimsókn á sýninguna upplifði ég þessar dökku strokur eins og lista- maðurinn væri að reyna að loka á eitthvað. Sú upplifun mildaðist þó aðeins í annarri heimsókn. Af athyglisverðum myndum í ljósari tónum er vetrarlandslag frá 1967, en hún er aðeins frá- brugðin þeim stóru og dökku. Kæruleysisleg, spontant og skemmtileg. Þá má benda á fal- lega bláleita mynd án titils frá 1966 og aðra sem heitir Blátt málverk frá 1966. Þar er eins og við séum stödd ofan í fjöru, með hamravegg fyrir ofan og sýn út á haf til hægri. Svört krumla teygir sig síðan inn á myndina frá vinstri til hægri. Vatnslitahluti sýningarinnar er ekki eins spennandi og olíu- hlutinn, enda er listamaðurinn sterkari í fígúratívum vatnslita- verkum. Ein mynd innst í horninu vakti athygli mína, en þar má greina austurlensk áhrif. Þetta er gulleit mynd með svartri skrift – án titils frá 1964. Glerkassar með greinum og viðbótarupplýsingum bæta sýn- ingarupplifunina, en lesefni í svörtum möppum mætti vera les- vænna. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Snotur sýning með kraftmiklum verkum, frá góðu tímabili á ferli Eiríks Smith. Dökkar breiðar strokur SÍÐASTA ABSTRAKSJÓNIN Það er engin lognmolla á ferð innan myndflatarins hjá Eiríki, dökkir litir og breiðar strokur eru áberandi sem og jarðlitir og íslensku fánalitirnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Akvarell nefnist vatnslita sýning Lars Lerin sem opnuð verður í Norræna húsinu í dag klukkan 16. Lars Lerin er einn helsti og virtasti vatnslitamálari á Norður- löndum. Hugmyndir sínar sækir hann í hversdagsleikann, jafnt náttúruna sem í borgina, en í verkum hans birtist þessi hvers- dagsleiki sem bæði kunnuglegur og framandlegur. Lars Lerin hefur einnig ferðast mikið og sent frá sér bækur með myndum frá þeim ferðalögum. Fyrir nokkrum árum var hann staddur á Íslandi og úr því ferðalagi varð til bókin „Grå resa – februaribrev från Reykjavík“, með myndum frá höfuðborg Íslands. Forstjóri Norræna hússins Max Dager opnar sýninguna og lista- maðurinn Helgi Þorgils Friðjóns- son flytur erindi um Lars Lerin. Sýningin stendur til 12. ágúst. Lerin í Norræna húsinu OLYMPUS DIGITAL CAMERA Lars Lerin - vatnslitamynd FRAMHALDSSAGA BLEKKINGA Díana Margrét Hrafnsdóttir opnar sýninguna „Framhaldssaga blekkinga“ í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Reykjavík, milli klukkan 16 og 18 í dag. Díana túlkar í verkum sínum umfjöllun dagblaðanna eftir hrunið árið 2008, þegar eldar brunnu, og rauði liturinn er áberandi í verkum hennar. Díana Margrét útskrifaðist frá Grafíkdeild Listaháskólans árið 2000. Hún hefur síðan haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 23. júní 2012 ➜ Tónleikar 15.00 Latínband Tómasar R. spilar á djasstónleikum á Jómfrúnni við Lækjar- götu. Leikið er utandyra á Jómfrúar- torginu. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Perlur íslenskra einsöngslaga verða fluttar af Fjólu Nikulásdóttur sópran, Nathalíu Druzin Halldórsdóttur mezzosópran og Ástríði Öldu Sigurðar- dóttur píanóleikara í Kaldalóni í Hörpu. 21.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur tónleika á Græna Hattinum á Akureyri. 22.00 Dúkkulísurnar koma fram ásamt gestum og hljómsveitinni Ylju á Kaffi Rósenberg á laugardagskvöldið 23. júní. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Hljómsveitin Gestir og gangandi skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Opnanir 16.00 Díana Margrét Hrafnsdóttir myndlistarmaður opnar sýninguna Framhaldssaga blekkinga í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu Reykjavík. ➜ Hátíðir 11.00 Klúbburinn Geysir stendur fyrir Geysisdeginum í Skipholti 29. Nytjamarkaður, Keli og kiðlingarnir leika nokkur lög og óvæntar uppákomur verða á deginum en klúbburinn starfar fyrir fólk sem á eða hefur átt við geð- ræn vandamál að stríða. 21.00 Tónlistarhátíðin Partíþokan verður haldin á Seyðisfirði um helgina. Tónleikar, uppistand, Jónsmessubrenna og margt fleira. Helgarpassi kostar 3.500 krónur og aðgangur á stakt kvöld kostar 2.000 krónur. ➜ Tónlist 16.00 Ómar Diðriks og Sveita- synir halda tónleika í Merkigili, heimili söngvaskáldanna Jóns Tryggva og Úní, á Eyrarbakka. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru þegin. 22.00 Sumarskemmtunin Veislu- fjör 2012 verður á Gamla Bauknum á Húsavík. Það eru Snorri Helgason, Mr. Silla og Hugleikur Dagsson sem sjá um dagskrána. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Listamannaspjall 15.00 Listamannaspjall með Sigtryggi Berg Sigmarssyni, Helga Þórssyni, Davíð Erni Halldórssyni og Kristínu Ómars- dóttur um sýninguna Kosmískir fletir andanna í Gallerí Ágústi. ➜ Myndlist 13.00 Fimmta samstarfsverkefni LornaLAB og Listasafns Reykjavíkur á þessu ári verður haldið í Hafnarhúsinu. Umsjón með smiðjunni hefur Eric Parr myndlistarmaður. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Katrín I. Jónsdóttir Hjördísar- dóttir fremur list með samstarfsfólki sínu í verkefninu contemporary.is í Galleríi Dverg milli kl. 17 og 18.30. ➜ Samkoma 11.00 Geysisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Skipholti 29. Klúbburinn Geysir stendur fyrir deginum, en hann starfar með fólki sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Dagurinn er fjáröflunar-, skemmti- og fjölskyldudagur félagsins og lýkur dagskránni kl. 16. 14.00 Heimspekikaffi verður haldið á Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðuefni dagsins er: Kanntu að lesa tísku? Allir velkomnir. Sunnudagur 24. júní 2012 ➜ Tónleikar 16.00 Richard Simm leikur verk eftir Scarlatti, Grieg og einnig eigin útsetn- ingar á vinsælum íslenskum þjóðlögum í Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 17.00 Perlur íslenskra einsöngslaga verða fluttar af Fjólu Nikulásdóttur sópran, Nathalíu Druzin Halldórsdóttur mezzosópran og Ástríði Öldu Sigurðar- dóttur píanóleikara í Kaldalóni í Hörpu. ➜ Leiklist 20.00 Einleikurinn Fastur er sýndur á Norðurpólnum, Seltjarnarnesi. Sýningin er án orða og hentar öllum frá 10 ára aldri. Miðaverð er kr. 2.200 en kr. 1.500 fyrir nemendur. ➜ Sýningarspjall 15.00 Sýningastjóraspjall verður í Artíma Galleríi. ➜ Uppákomur 14.00 Árbæjarsafn stendur fyrir dag- skrá í tilefni Jónsmessu. Leiðsögn um safnsvæðið hefst kl. 14. Jónsmessugleði Félags eldri borgara, Heimilisiðnaðar- félagsins og Árbæjarsafns hefst kl. 19.15 með göngu frá Stangarhyl 4 sem lýkur á Árbæjarsafni. Jafnframt verður farin árleg Jónsmessunæturganga Minjasafns Reykjavíkur kl. 22.30 frá Árbæjarsafni. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldin í Stangarhyl 4. Hljómsveitin Klassík leikur létta dans- tónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Tónlist 20.00 Sumarskemmtunin Veislufjör 2012 verður á Vagninum á Flateyri. Það eru Snorri Helgason, Mr. Silla og Hug- leikur Dagsson sem sjá um dagskrána. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Leiðsögn 14.00 Boðið verður upp á leiðsögn um fornleifauppgröftinn á Alþingisreit á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Lagt verður upp frá Landnámssýningunni Reykjavík við Aðalstræti 16. ➜ Myndlist 15.00 Fjölskylduleiðsögn og smiðja í tengslum við sýninguna Gálgaklettur og órar sjónskynsins verður á Kjarvals- stöðum, þar sem sérstök áhersla verður lögð á sjónskynið og ímyndunaraflið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.