Fréttablaðið - 21.07.2012, Side 2

Fréttablaðið - 21.07.2012, Side 2
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR2 54fm heilsárshús til fluttnings. Innréttað sem matsalur og skrifstofa. Verð 2.500.000 m/vsk. Uppl. í síma 8446829 DÓMSMÁL Geirmundur Vilhjálms- son, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér fé og ýmis verðmæti sem tilheyrðu fangelsinu, sam- tals að andvirði ríflega 1,6 millj- óna króna. Fimm mánuðir refs- ingarinnar eru skilorðsbundnir. Geirmundur gekkst við um helmingi brotanna, til dæmis að hafa dregið sér tæpar 600 þúsund krónur og falið það með því að setja tilhæfulausa reikninga útgefna af verktakafyrirtæki í bókhald fangelsisins. Öðrum brot- u m ne i t a ð i hann, til dæmis því að hafa selt bíl í eigu fangelsisins og stungið sölu- virðinu, 250 þúsund krónum, í vasann. Hann hélt því fram að hann hefði lagt peningana fyrir og ætlað að kaupa fyrir þá kanínur og kindur til að auka fjölbreyti- leika á Kvíabryggju. Hann var engu að síður sakfelldur fyrir alla ákæruliði. Í niðurstöðu Héraðsdóms Vestur lands segir að starfs- menn og jafnvel fangar á Kvía- bryggju hafi almennt haft frjáls- legan aðgang og afnot af tækjum og tólum í eigu fangelsisins, með því hafi ekkert eftirlit verið eða skráning og augljós hætta á að munir gætu farið forgörðum. „Á þessu bar ákærði, sem var forstöðumaður stofnunarinnar, ábyrgð og ber af því allan halla að málefni fangelsisins voru í þessu efni í algerum ólestri.“ - sh Geirmundur Vilhjálmsson fær átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt: Fangelsisstjórinn dæmdur í fangelsi GEIRMUNDUR VILHJÁLMSSON BANDARÍKIN, AP Tólf manns létu lífið og að minnsta kosti 59 manns særðust þegar 24 ára maður réðst inn í fullan kvikmyndasal í bænum Aurora í Colorado og hóf þar skothríð aðfaranótt föstudags. Verið var að frumsýna fyrir fullum sal nýjustu Batman-kvikmyndina þegar árásarmaðurinn, sem heitir James Holmes, svipti upp hurð, kastaði hylki með táragasi inn í myrkvaðan salinn og skaut síðan að því er virtist af handahófi á fólkið sem þar sat. Hann var með gasgrímu, klæddur í skothelt vesti, með hjálm á höfði og vopnaður bæði skamm- byssu og riffli. Hann skaut stanslaust út í salinn, nema hvað hann gerði stutt hlé þegar hann þurfti að hlaða vopnin. „Hann hlóð aftur og skaut og allir sem reyndu að fara út voru drepnir,“ sagði Jennifer Seeger, ein þeirra sem sátu í salnum. Hinir látnu voru á aldrinum sex til 45 ára, en meðal hinna særðu var þriggja mánaða barn. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar á bílastæði fyrir aftan kvikmyndahúsið. Hann var nemi við læknadeild Colorado-háskóla en hætti námi í síðasta mánuði. Þetta er mannskæðasta skotárás í Colorado frá því tveir unglingspiltar myrtu tólf bekkjarfélaga sína og einn kennara í Columbine-framhalds- skólanum árið 1999. - gb Maður vopnaður byssum myrti tólf manns á frumsýningu Batman-myndar: Skaut á fólk í myrkvuðum sal SORG Kvikmyndahúsagestir og aðstandendur þeirra fyrir utan vettvang atburðanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNARHERMENN FAGNA Stjórnar- herinn náði á sitt vald einu hverfi í Damaskus. NORDICPHOTOS/AFP SÝRLAND, AP Bardagar héldu áfram í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti að framlengja umboð friðargæslu- sveita um einn mánuð. Stjórnarherinn fagnaði ákaft eftir að hafa náð á vald sitt einu hverfi sem uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu. Uppreisnarmenn hrósuðu hins vegar sigri í nokkrum hafnar- borgum sem þeir sögðust hafa náð á vald sitt í gær á meðan stjórnarherinn væri önnum kafinn í höfuðborginni. - gb Friðargæsla framlengd: Áfram barist í höfuðborginni LÖGREGLUMÁL Mennirnir sem óku torfærubíl ölvaðir utan vega ofan við sumarbústaðaland Kennara- sambandsins við Flúðir aðfara- nótt fimmtudags ollu þar tölu- verðum gróðurskemmdum. Bíllinn valt við aðfarirnar og einn mannanna þriggja slasaðist alvarlega í andliti. Bíllinn var fullbúinn torfæru- bíll og einungis tveggja sæta. Tvímenningarnir sem sluppu ómeiddir neituðu í fyrstu að greina frá því hver hefði ekið bílnum og voru handteknir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu á fimmtudag játuðu þeir að hinn slasaði hefði setið undir stýri. - sh Skemmdu gróður á fylleríi: Hinn slasaði ók torfærubílnum FÓLK „Mér fannst gaman að sofa í tjaldinu, fara í fjallgöngu og horfa á Álftavatn sem mér finnst mjög fallegt,“ segir Orfeus Þór Da Silva Stefánsson sem gekk fyrr í vikunni 55 kílómetra milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Orfeus er fimm ára leikskóla- drengur úr Austurborg og var því ekki einsamall á göngunni heldur með Stefáni Þorgrímsssyni föður sínum. Stefán kveðst hafa séð úti í Róm í vor hversu röskur Orfeus var að ganga og ákveðið að láta á það reyna hvort sonurinn réði við að ganga Laugaveginn; fyrr- nefnda leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Stefán og Orfeus lögðu upp frá Landmannalaugum í átt að Hrafn- tinnuskeri á mánudaginn. Afar milt veður var í kortunum en Stefán kveðst hafa verið tilbúinn að snúa við ef gangan reyndist syninum ofviða. Þá tólf kílómetra leið hafi þeir hins vegar komist án erfið- leika. Eftir tveggja tíma hvíld í Hrafntinnuskeri og klukku stundar lúr hjá Orfeusi hafi þeir haldið áfram för sinni í átt að Álftavatni. Það er annar tólf kílómetra áfangi. „Við hefðum gist í Hrafntinnu- skeri nema fyrir það að spáð var rigningu daginn eftir og við vildum komast yfir fjallið áður,“ útskýrir Stefán. „Strákurinn stóð sig feiknarlega vel en hann var orðinn talsvert þreyttur. Svona ungir krakkar virðast geta náð að safna upp mikilli orku með stuttum hvíldartímum inn á milli.“ Í Álftavatni hvíldu feðgarnir sig fram til klukkan tvö daginn eftir áður en þeir lögðu land undir fót með stefnuna á Emstrur þar sem næst var gist. Það er fimmtán kíló- metra leið. „Hann kvartaði ekki neitt á þeirri leið fyrr en alveg í blálokin,“ segir Stefán. Síðasti áfanginn var inn að Básum í Þórsmörk. Feðgarnir sungu og spjölluðu en undir lokin sagðist Orfeus of þreyttur til að tala. „Seinasti spottinn var erfiðastur fyrir strákinn og það var reyndar farið að draga af mér líka. Hann var orðinn þreyttur og veðrið leiðinlegt en hann kláraði þetta samt með stæl,“ segir Stefán. Orfeusi fannst skemmtilegt að grilla sykurpúða og drekka kakó. Hann játar þó að ferðalagið hafi tekið á kraftana. „Við gengum svo mikið. Mér var illt í stóru tánni þegar við gengum niður sumar brekkur. Það var gott að komast í rútuna,“ segir göngugarpurinn sem kveðst ekki hafa hug á að ganga Laugaveginn aftur strax. „En ég vil ganga á önnur fjöll, hvað heita þau?“ gar@frettabladid.is Leikskólagutti brattur eftir Laugavegsgöngu Orfeus Þór Da Silva Stefánsson er aðeins fimm ára en gekk þó 55 kílómetra úr Landmannalaugum í Þórsmörk með pabba sínum. Orfeusi var illt í stóru tánni í bröttustu brekkunum en fannst gaman að sofa í tjaldi og vill ganga á ný fjöll. ORFEUS Á GÖNGUNNI Galvaskur leikskóladrengur úr Austurborg þegar um níu kílómetrar voru eftir í Þórsmörk á þriðja degi göngunnar. MYND/STEFÁN ÞORGRÍMSSON FEÐGAR Á FJÖLLUM Lokadaginn sótti dálítill suddi að feðgunum sem þó voru enn þokkalega sprækir. DANMÖRK Fangelsisyfirvöld í Sønderborg í Danmörku bjóða föngum fríðindi fyrir að deila tveir saman átta fermetra klefa. Þeir sem þiggja boðið fá sjón- varp og Playstation-tölvu í klef- ann án þess að greiða 10 danskar krónur á dag eins og aðrir, segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Svipað fyrirkomulag hefur verið tekið upp á öðrum stöðum í Danmörku vegna þrengsla. Fangar eru stundum svo margir að fangelsi hafa neyðst til að fá lánaðar kojur hjá hernum. -ibs Þrengsli í dönsku fangelsi: Tvímenna og fá frítt sjónvarp EFNAHAGSMÁL Fjórir milljarðar evra sem dótturfélög Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í Lúxemborg fengu frá seðlabanka Evrópu í október 2008 hafa nú verið greiddir til baka. Það var seðlabanki Lúxemborgar sem sá um málið. Yves Mersch, seðlabankastjóri Lúxemborgar, er nú í heimsókn á Íslandi vegna þessa og fundaði í gær með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra. - þeb Seðlabanki Lúxemborgar: Fjórir milljarðar endurgreiddir BANKASTJÓRARNIR Seðlabanka stjórarnir Már Guðmundsson og Yves Mersch skoðuðu myntir í Seðlabankanum í gær, í heimsókn hins síðarnefnda hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS Páll, er nokkuð að verða ein- hver Frankenstein-uppákoma í tilraunastofunni? „Nei, hér er að fæðast lifandi sumar- borg í Reykjavík og engin þörf fyrir að grípa til kyndla og heykvísla.“ Páll Hjaltason er formaður skipulags- ráðs Reykjavíkur. Hann sagði í viðtali að borgin hefði verið notuð eins og tilrauna- stofa fyrir ný verkefni, en styr hefur staðið um sumar hugmyndir um miðborgina. VEÐUR Búist er við óveðri á Suður- og Vesturlandi seinni partinn í dag og í kvöld. Mjög vindasamt verður og talsverð rigning. Við suðvesturströndina verður hvassast og segir Veður- stofan að vindur geti farið í 23 metra á sekúndu í dag. Þá hafa bæði Veðurstofan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg vakið athygli á því að tjöld, hjól- hýsi og aftanívagnar geti hæg- lega fokið við þessar að stæður og hættulegt geti verið að ferðast með vagna í dag. Vindinn mun lægja í nótt. - þeb Óveður á suðvesturhorninu: Ekkert ferða- veður í dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.