Fréttablaðið - 21.07.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 21.07.2012, Síða 6
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR6 Fréttaskýring: Mikill halli á fjárlögum fjórða árið í röð 10 5 % -5 -10 -15 2007 2008 2009 2010 2011 ■ Fjárlagahalli sem hlutfall af landsframleiðslu ■ Áætlaður fjárlagahalli samkvæmt fjár- og fjáraukalögum ■ Frumjöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu HEIMILD: RÍKISREIKNINGAR OG AGS Ríkisreksturinn 2007 til 2011 Árið 2011 var fjárlagahalli ríkissjóðs mikill, fjórða árið í röð. Hallinn fer þó enn stig- lækkandi og stefnt er að því að ríkissjóður skili rekstrar- afgangi árið 2014. Frétta- blaðið rýndi í ríkisfjármálin og komst að því að óregluleg útgjöld hafa reynst ríkinu kostnaðarsöm síðustu ár. Fjárlagahalli ríkissjóðs á síðasta ári var 89 milljarðar króna. Fjár- lög höfðu gert ráð fyrir 46 millj- arða halla en einskiptiskostnaðar- liðir sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í fjárlögum reyndust ríkinu kostnaðar samir. Frumjöfnuður, mælikvarði á hinn eiginlega rekstur ríkisins utan við vaxtagreiðslur, var neikvæður um 43 milljarða. Til samanburðar var halli ríkis- sjóðs á árinu 2010 um 123 milljarðar en þá, eins og nú, höfðu áætlanir gert ráð fyrir talsvert betri útkomu eða 82 milljarða halla. Raunar hefur rekstur ríkissjóðs aðeins einu sinni komið betur út en fjárlög sögðu til um frá bankahruni. Það var árið 2009 þegar niðurstaðan varð 139 milljarða halli þegar búist hafði verið við 151 milljarða halla. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu hafa það að miklu leyti verið ófyrirséðar einskiptisaðgerðir sem hafa orsakað frávik frá fjárlögum síðustu ár. Mesta frávikið varð árið 2008 en stórir reikningar sem rekja má til bankahrunsins féllu einnig á ríkið 2010 og 2011. Í viðtali Fréttablaðsins við Odd- nýju G. Harðardóttur fjármála- ráðherra á fimmtudag sagðist hún vonast til þess að síðustu stóru reikningarnir vegna hrunsins hefðu komið fram á síðasta ári. Þó má nefna að ríkissjóður hefur heitið að leggja Íbúðalánasjóði til fjármuni svo sjóðurinn geti uppfyllt reglur um eiginfjárhlutfall. Til þess þarf sjóðurinn um 10 milljarða. Þá er enn óljóst hvort og þá hversu mikill kostnaður fellur á íslenska ríkið vegna Icesave-málsins. Hagsveiflan skekkir myndina Miðað við reynslu síðustu ára kynni einhver að draga þá ályktun að ólíklegt sé að markmið um jöfnuð í ríkis rekstrinum 2014 náist. Tvö atriði verður þó að hafa í huga í því samhengi. Í fyrsta lagi ber að líta til þess að hverju sinni eru jafnt regluleg sem óregluleg fjárútlát hins opinbera talin í ríkisreikningi. Sem dæmi má nefna að ríkið þurfti að reiða fram 19,2 milljarða króna vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef á síðasta ári og þar að auki að niðurfæra eignar- hlut í sjóðnum um 0,9 milljarða. Það ríkisframlag er eingreiðsla sem ekki verður endurtekin. Því er það verkefni að ná niður hallanum auð- veldara en halda mætti af fjárlaga- hallanum. Að sama skapi hagnaðist ríkið um 17,5 milljarða á árinu 2010 vegna hinna svokölluðu Avens-við- skipta sem fegraði myndina það ár. Í öðru lagi er mikilvægt að horfa á staðsetningu hagkerfisins í hag- sveiflunni. Á krepputímum dragast tekjur ríkisins saman en útgjöld aukast. Í uppsveiflu er þróunin öfug. Því kann ríkisfjármálastaðan að líta verr út í kreppu en hún er í raun og veru og að sama skapi líta of vel út Ríkisreksturinn nálgast jöfnuð Helstu ástæður fráviks frá fjár- og fjáraukalögum (>4,0 ma.) 2011 frávik -43,0 milljarðar kr. Kostnaður ríkisins vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef -20,1 milljarður kr. Niðurfærsla á eignarhlut í Byggðastofnun -7,1 milljarður kr. Niðurfærsla á eignarhlut í Nýsköpunarstofnun -4,9 milljarðar kr. Lífeyrisskuldbindingar hærri en gert var ráð fyrir -4,8 milljarðar kr.. Laun og rekstrargjöld ráðuneyta og stofnana utan sértekna +8,1 milljarður kr. 2010 frávik -41,2 milljarðar kr. Framlag til Íbúðalánasjóðs -33,0 milljarðar kr. Afskriftir skattakrafna -5,1 milljarður kr. Avens-viðskiptin +17,5 milljarðar kr. 2009 frávik +12,1 milljarður kr. Afskriftir skattakrafna -17,6 milljarðar kr. Flestir tekjustofnar hærri en gert var ráð fyrir, samtals +18,6 milljarðar kr. 2008 frávik -209,8 milljarðar kr. Afskriftir vegna veðlánatapa yfirtekinna fjárkrafna Seðlabanka -174,9 milljarðar kr. Töpuð krafa af tryggingabréfum aðalmiðlara -17,3 milljarðar kr. Lífeyrisskuldbindingar hærri en gert var ráð fyrir -35,5 milljarðar kr. DANMÖRK Lettnesk kona sem búsett hefur verið í Danmörku í tíu ár, getur ekki sótt um danskan ríkisborgararétt eftir að hún var tekin fyrir hraðakstur. Til þess að fá ríkisborgara- rétt má fólk ekki hafa fengið sekt sem nemur 3.000 dönskum krónum eða meira. Þessum skilyrðum hefur ekki verið breytt þrátt fyrir að sektir hafi hækkað. Konan mældist ellefu kíló- metrum yfir hámarkshraða, en auk þess talaði hún í farsíma við aksturinn, samkvæmt frétt á vef Jydske Vestkysten. Það var nóg til þess að konan fékk sekt sem var hærri en viðmiðunar- upphæðin og nær því ekki að uppfylla sett skilyrði. - ktg Lettnesk kona í Danmörku: Hraðaksturinn kostar ríkis- borgararéttinn í uppsveiflu. Af þessum sökum er það verkefni að ná jöfnuði í ríkis- fjármálunum auðveldara nú þegar hagkerfið er farið að vaxa á ný enda þarf minni niðurskurð ríkisútgjalda til þess en ella. Yrði hagvöxtur aftur á móti af einhverjum sökum minni en vænst er yrði verkefnið þeim mun erfiðara. magnusl@frettabladid.is Ætlar þú að fylgjast með Ólympíuleikunum í ágúst? JÁ 53,1% NEI 46,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér í lagi að opnaður verði bar á Hrafnistu? Segðu þína skoðun á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.