Fréttablaðið - 21.07.2012, Page 12

Fréttablaðið - 21.07.2012, Page 12
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR12 lingar voru færðir til yfirheyrslu. Fyrir utan Vincent voru það Robert bróðir hans, tveir starfsmenn hans og fimm fyrrum starfsmenn Kaupþings. Á meðal þeirra voru Sigurður Einarsson, fyrrum starf- andi stjórnar formaður bankans, og Ármann Þorvaldsson. Rannsókn SFO á Robert Tchengu- iz og nokkrum stjórnendum Kaup- þings hófst í desember 2009. Sam- kvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum, meðal ann- ars málsgögnum frá breskum dóm stólum, kemur fram að nafn Vincents tengdist ekki rannsókn- inni fyrr en í september 2010. Þá sagði endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton í Bretlandi, sem ráðið hafði verið sem ráðgjafi og rannsakandi fyrir þrotabú Kaup- þings, starfsmönnum SFO frá því að starfsmenn þess teldu að gögn sýndu að félög í eigu Vincents hefðu lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu Pennyrock-lánið. Það fór líkast til ekki fram hjá mörgum í Bretlandi að handtakan hefði átt sér stað. Hún var ein af þremur aðalfréttum allra helstu miðla þar í landi næstu daga. Hinar voru viðbrögð Muammar Gaddafis við uppreisn þegna hans í Líbýu, sem hann stýrði enn á þeim tíma, og ástandið í Fukushima kjarnorku- verinu í Japan vegna skjálftaflóð- bylgjunnar sem reið yfir landið. Tchenguiz segist oft hafa borið fréttirnar þrjár saman á þessum tíma og hugsað í hvaða sporum hann hefði helst viljað vera. „Á þeim tíma hugsaði ég: Gaddafi!“ Sögðu „aðrar leiðir“ til Spurður hvort hann telji að aðgerðir SFO tengist deilum hans við skila- nefnd Kaupþings segir Tchenguiz að hver verði að draga sínar ályktanir. Með öðrum orðum þá svarar hann ekki spurningunni beint. „Það er mögulegt að einka- málið hafi verið í huga þeirra sem veittu SFO upplýsingarnar. Þetta mál sem við höfðuðum á hend- ur Kaupþingi snerist um atburði sem urðu eftir fall bankans. Það snerist um störf skilanefndar og slitastjórnar hans og mögulegt tjón sem ákvarðanir þeirra ollu. Ég átti alveg von þá því að eitt- hvað myndi gerast í mars 2011. Ég vissi bara ekki alveg hvað. Ég varð ekkert sérstaklega undrandi þegar ég var handtekinn, enda hafði ég fengið skilaboð um það frá Kaup- þingi að þeir væru að hugsa um að gera eitthvað. Þeir, skilanefndin, sögðu mér, eins og ég man það, að það væru til „aðrar leiðir“ að mér. Sá sem sagði þetta útskýrði ekki hvaða leiðir það væru.“ Sitt hvor sagan Tchenguiz telur að gögnin sem rannsókn SFO byggðist á hafi, að minnsta kosti að hluta til, komið frá ráðgjafa Kaupþings, Grant Thorn- ton. „Á meðan ég var í haldi fékk ég aðgang að þeim gögnum sem lágu að baki þeim aðgerðum sem ráðist hafði verið í gegn mér. Ég sá strax að nánast allt sem sneri að mér var í beinni andstöðu við þá málavexti sem Kaupþing hélt fram í einka málinu sem við deildum í. Það fannst mér einkennilegt því að rannsóknin virtist byggja, að minnsta kosti að hluta til, á gögnum frá Grant Thornton. Þeir lögðu fram öll gögn í sakamálinu sem SFO var að reyna að byggja og í einka- málinu, en samt sögðu gögnin sitt hvora söguna í hvoru máli fyrir sig. Ég spurði mig strax að því hvernig þetta gæti verið. Það var alveg ljóst að Kaupþingi var gerð full grein fyrir því að lánið væri á öðrum veðrétti, enda voru aðrar skuldir samstæðunnar 1,5 milljarðar punda [um 300 milljarð- ar króna]. Slíkar skuldir fara ekki framhjá neinum.“ FRAMHALD AF SÍÐU 10 Vincent Tchenguiz er fæddur í Íran í október 1956 og verður því 56 ára á þessu ári. Hann gekk í skóla í Tehran og lauk síðar BSc-gráðum og mastersgráðu frá bandarískum háskólum. Í kjölfarið flutti hann til London og starfaði í fjármála- geiranum fram til ársins 1988 þegar hann og Robert bróðir hans stofnuðu fasteignafélagið Rotch Property Group. Árið 2002 stofnaði hann síðan Consensus Business Group þar sem hann er stjórnarformaður. Hann er ókvæntur og býr og starfar í Mayfair-hverfinu í London. Vincent á einnig heimili í St. Tropez og í Höfðaborg í Suður-Afríku. Þá á hann 130 feta snekkju sem ber nafnið „Veni Vidi Vici“, eða „ég kom, sá og sigraði.“ HVER ER VINCENT TCHENGUIZ? Nokkrum dögum eftir handtök- urnar, þann 16. mars 2011, ákvað breskur dómari að lögsaga deil- unnar væri í Bretlandi. Tveimur dögum síðar staðfesti Hæstiréttur Íslands þá niðurstöðu Héraðsdóms að ágreiningur um réttmæti og upp- hæð krafna gegn íslenskum banka í slitameðferð ætti að fara fram á Íslandi. Því var ljóst að allt stefndi í að málin yrðu rekin bæði í Bret- landi og á Íslandi. Kaupþing skilaði inn greinargerð til breskra dómstóla í júní 2011. Í lok þess mánaðar fékk SFO eintak af þeirri greinargerð. Þar koma fram upplýsingar sem Tchenguiz telur grafa algjörlega undan sakarefnun- um á hendur honum. Á meðal þess sem kom fram í greinargerðinni var að Kaupþingi hefði verið gerð grein fyrir því að þær tryggingar sem settar voru fram fyrir Pennyrock- láninu væru líka veðsettar öðrum. Samt sem áður tók það SFO næstum heilt ár í viðbót að fella niður rann- sókn sína á hendur honum. Tchenguiz telur nokkur atriði liggja til grundvallar því að það var ekki gert. „Ein ástæðan er sú að málið var mjög sýnilegt í fjöl- miðlum og almenningur hafði gríðar legan áhuga á því. Það var valkvæð ákvörðun SFO að svo var, enda létu þeir fjölmiðla vita áður en handtökurnar voru framkvæmdar svo þeir væru tilbúnir fyrir utan. Auk þess hefur verið mjög stirt ástand milli Íslands og Bretlands vegna bankanna og gríðarlega mikil umræða um áhrif falls þeirra hér. Það hafði líka áhrif.“ Lögfræðileg endurskoðun Strax eftir handtökurnar fóru bæði Vincent og Robert bróðir hans fram á lögfræðilega endurskoðun á þeim gögnum sem lágu til grundvallar þeim heimildum sem veittar voru til aðgerða gegn bræðrunum. Í desember 2011 viðurkenndi SFO í fyrsta sinn að þegar embættið fékk húsleitar- og handtökuheimild- irnar þá hefði veiting þeirra byggt á röngum upplýsingum. Í kjölfarið var SFO gert að skila þeim gögnum sem það hafði tekið hjá Vincent. Rannsókn málsins var hins vegar haldið áfram. Í febrúar síðastliðnum sendi SFO síðan frá sér þriggja blað- síðna skriflega afsökunarbeiðni til Vincents Tchenguiz og viðurkenndi, aftur, að aðgerðirnar hefðu grund- vallast á röngum upplýsingum. Í apríl átaldi síðan dómari við breskan dómstól, High Court, SFO harðlega fyrir að geta ekki reitt fram nein gögn sem legið hefðu til grundvallar húsleitum hjá Vincent. Samkvæmt málsgögnum sagði dóm- arinn, Sir John Thomas, SFO hafa sýnt „algera vanhæfni“ og að hann hefði „aldrei kynnst öðru eins“. Þann 18. júní síðastliðinn til- kynnti SFO síðan að rannsókn hennar á Vincent Tchenguiz hefði verið hætt. Síðastliðinn fimmtu- dag var sagt frá því að fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, Ármann Þorvaldsson og Guðni Níels Aðal- steinsson, væru lausir allra mála. Rannsókn á Robert og öðrum grun- uðum verður hins vegar haldið áfram. Ætlar í mál við SFO Tchenguiz hefur tilkynnt að hann ætli sér að höfða skaðabótamál gagnvart SFO og krefjast bóta upp á 100 milljónir punda, um 20 millj- arða króna. Hann segir fjárhagslegar afleið- ingar rannsóknar embættisins enda hafa verið mjög alvar legar. Meðal annars gekk stærsti lán- veitandi fasteignafélags hans Peverel að láni nokkrum dögum eftir handtöku hans og gerði það að verkum að félagið fór í greiðslustöðvun. Auk þess stöðvuðust öll áform um að endurfjármagna um tveggja milljarða punda, um 400 milljarða króna, skuldir annarra fasteigna- félaga Tchenguiz þar sem væntan- legir lánveitendur drógu sig út úr þeim viðræðum. „Bankarnir sögðu auðvitað, „guð minn góður, er þetta það sem hann hefur gert?“ Miðað við þær upplýsingar sem veittar voru fjölmiðlum þá þurftu þeir skiljanlega að endurhugsa stöðu sína gagnvart mér og samband þeirra við mig.“ Vincent náði þó að róa lánveit- endur sína og halda yfirráðum yfir félögum sínum. „Hefði það ekki gerst þá væri ég algjörlega búinn. Þá hefði þessi rannsókn á mér örugglega staðið í mörg ár í viðbót. Að reyna að sanna sakleysi sitt þegar þú ert algjörlega búinn og það er búið að ganga að öllum eignum þínum er ómögulegt. Þegar viðskiptamódel verður verðlaust þá trúir enginn því að það hefði virkað til að endurgreiða skuldirnar. Þetta hófst allt saman í október 2008. Nú er mitt ár 2012. Það er í raun búið að sóa þremur og hálfu ári sem við hefðum getað nýtt í annað en þessa baráttu.“ Samskiptin voru ekki góð og þessu fólki lá á. Það vildi fá endurgreitt mjög hratt. Geggjuð ÚTSALA hafin á veiðivörum 50% 30% 30% 30% 30% 50% 50%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.