Fréttablaðið - 21.07.2012, Qupperneq 21
BÍLRÚÐUR
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Kynningarblað
Framrúðutrygging
Glæsivagnar í Mónakó
Hreinar bílrúður
Örugg rúðuskipti
Vandaðar ísetningar
Poulsen var stofnað af Dananum Valdimar Poulsen árið 1910 og er því orðið rúmlega aldargamalt fyrirtæki.
Hjá Poulsen starfa í dag um 30 manns, hver
með sína sérhæfingu, sem þjónusta bæði
bíleigendur og bifreiðaverkstæði. Fullbúið
bílrúðuverkstæði Poulsen er í Skeifunni 2.
Þjónustum alla
Ragnar Matthíasson, einn eigenda Poulsen,
segir það ganga fljótt fyrir sig að skipta um
rúðu í bíl þegar fagmenn eru að verki. „Þetta
er einfalt mál. Ef rúða er brotin í bílnum,
hvort sem er að framan, aftan eða á hlið,
pantar fólk tíma í bílrúðuskiptum. Við fáum
upplýsingar um númer bíls og hvar hann er
tryggður. Mætt er með bílinn á umsömdum
tíma, tjónaskýrslan fyllt út og hann skilinn
eftir. Bíllinn er svo tilbúinn seinnipart dags-
ins. Svona einfalt er þetta nú,“ segir Ragnar.
Hvað kostnað varðar þarf ávallt að borga
sjálfsábyrgð við bílrúðuskipti en ef gera á
við rúðu er það greitt að fullu af trygginga-
félaginu.
Fagmennska í fyrirrúmi
Verkstæði Poulsen hefur á að skipa faglærðu
starfsfólki með margra ára reynslu. Meðal
annars hefur það sinnt kennslu í bílrúðu-
ísetningum og bílrúðuviðgerðum úti um
allt land.
„Bílrúðuísetning er mikið vandaverk og
ekki sama hvernig hún er framkvæmd. Við
höfum tileinkað okkur ákveðnar vinnu-
reglur sem skara langt fram úr almennum
vinnureglum. Það er trygging fyrir við-
skiptavininn að vönduð vinnubrögð séu
ávallt viðhöfð og að viðgerðin muni standast
tímans tönn.“
Gæði og vandvirkni
Mikil áhersla er lögð á gæði, bæði í vörum
og þjónustu. Poulsen flytur inn stærstu
merkin í bílrúðum, AGC og Pilkington sem
er virtasti og umsvifamesti bílrúðufram-
leiðandi heims.
„Þar sem við erum stærsti innflytjandi
á bílrúðum, listum, smellum ásamt vélum
og tækjum til rúðuskipta höfum við ávallt
nýjustu tæki og beitum nýjustu aðferðum
við rúðuskipti.“
Tilboð í júlí
Í júlí mun Poulsen veita 50% afslátt af rúðu-
þurrkum til þeirra sem koma í rúðuskipti
eða viðgerð á rúðu.
Allar nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu fyrirtækisins: www.poulsen.is
eða í síma 530 5900.
Bílrúður eru okkar fag
Fyrirtækið Poulsen er stærsti bílrúðuinnflytjandi landsins og býður upp á rúður í flestar gerðir bíla. Í Skeifunni 2 rekur Poulsen
fullbúið bílrúðuverkstæði. Þar starfa fagmenn með margra ára reynslu sem meðal annars sinna kennslu í bílrúðuísetningum fyrir
viðskiptavini Poulsen. Mikil áhersla er lögð á gæði, bæði í vörum og þjónustu.
Starfsfólk Poulsen vinnur eftir ströngum vinnureglum við ísetningu bílrúða sem tryggir að ávallt er vandað til
verks. MYND/ERNIR
Starfsmenn Poulsen, þeir Ragnar Matthíasson, Grétar Fannar Ó. Thorarensen, Friðrik Hreinsson, Brandur R.
Axelsson og Sigurður Örn Úlfarsson.
EF RÚÐA ER BROTIN Í
BÍLNUM ÞÍNUM:
-Þú hringir í Poulsen í síma 530 5900 og
pantar tíma í bílrúðuskiptum.
-Gefur upp bílnúmer og tryggingafélag
bílsins.
-Mætir svo með bílinn á umsömdum tíma í
Skeifuna 2.
-Færð hjálp við að fylla út tjónaskýrslu og
skilur bílinn eftir.
-Sækir bílinn seinnipart dags og það eina
sem þú þarft að greiða er sjálfsábyrgð.
-Ekur heim með splunkunýja rúðu og gott
útsýni hvert sem þú ferð.