Fréttablaðið - 21.07.2012, Side 24

Fréttablaðið - 21.07.2012, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGBílar LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 20124 Teg: K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst Teg: K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Teg: K 6.300 150 bör max 550 ltr/klst Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð 2 T ata Nano hefur verið fram-leiddur af Tata Motors á Ind-landi frá árinu 2008 og er ódýrasti bíllinn sem fáanlegur er í heiminum dag. Verðið er í kringum 2500 Banda- ríkjadala eða um 315 þúsund ís- lenskar krónur. Tata Nano var hugsaður sem raunhæfur möguleiki fyrir fólk í stað mótorhjóla og þriggja hjóla bíla sem eru algeng farartæki á Ind- landi. Bíllinn hefur slegið rækilega í gegn þar og vakið mikla athygli á heimsvísu. Verð hjá samkeppnis- aðilum Tata Nano var lækkað um 20-25% og sala á Suzuki Marudi féll um 20% við innkomu Tata Nano á markaðinn. Velgengni bílsins á Indlandi mun að öllum líkindum skila sér alla leið til Evrópu, en áætlað er að selja hann þar strax á næsta ári undir heitinu Tata Pixel. Sú týpa mun vera dýrari og vandaðri en sú ind- verska til að mæta strangari reglum og hærri kröfum Evrópubúa. Það er ekki að ástæðulausu að bíllinn er ódýr enda er sparað í ýmsu við framleiðslu hans. Hann er til að mynda ekki með loftpúða eða útvarp nema beðið sé um það. Engar ABS-bremsur, loftkæling eða rafmagn í rúðum. Vökvastýri er ekki nauðsynlegt þar sem Tata Nano er svo léttur. Margir hafa líkt bílnum við Volkswagen-bjöllu sem var bylting á sínum tíma sökum þess að þar var kominn bíll sem rúmaði alla fjölskylduna en kostaði mjög lítið. Tata Nano er líkur bjöllunni að mörgu leyti. Hann er ódýr og lítill og vélin er í skottinu. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir elsaj@365.is sími 512 5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. SPARAÐU ALLT AÐ 20% MEÐ SPARAKSTRI Þegar bílar eru komnir á ákveðinn hraða þá leitast þeir við að halda þeim hraða nema aðrir kraftar komi til eins og bremsur, vél eða mótstaða af einhverju tagi. Vélin er eingöngu til að koma bílnum af stað, og eftir það að hjálpa til við að yfirvinna vindmótstöðu og núningsmótstöðu við veginn. Til að minnka orkunotkun er því gott að reyna að skipta fyrr upp um gíra og draga úr snúningi vélarinnar. Bíll eyðir meira bensíni eftir því sem snúningshraði vélarinnar er meiri. Best er að halda jöfnum hraða og nota bremsurnar sem minnst. Ekki skipta niður með gírunum, því með því að gíra niður eykst snúningur vélarinnar og loftstreymið í gegnum hana og þar með eldsneytisbrennslan. Betra að hægja fyrr á sér þegar komið er að ljósum eða gatnamótum og láta bílinn renna í hlutlausum gír. Þannig nýtist hreyfiorkan sem notuð var þegar vélin kom bílnum af stað lengur. Önnur mikilvæg atriði eru til dæmis að vera ekki með aukafarangur í bílnum til að létta hann, muna að drepa á honum í kyrrstöðu og vera með réttan loftþrýsting í dekkjum til að minnka mótstöðu. Með þessu móti er hægt að spara allt að 20% í eldsneytisnotkun. VARAÐ VIÐ VEÐRI Veðurfræðingar spá suðaustan- og austanlægu hvassviðri og jafnvel stormi um sunnan- og vestanvert landið og á miðhálendinu síðdegis í dag og fram eftir kvöldi. Við þessar aðstæður má fastlega gera ráð fyrir snörpum vindhviðum, allt að 30-35 m/s á nokkrum vel þekktum stöðum eins og undir Eyjafjöllum, á utanverðu Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Hafursfell á Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Á þessum slóðum verður hvassast á undan skilum lægðarinnar frá því upp úr miðjum degi og fram eftir kvöldi, segir á vef Vegagerðarinnar. Fólk með tengivagna ætti að gæta sérstakrar varúðar. Ódýrasti bíll í heimi Ódýrasti bíll í heimi er Tata Nano. Á næsta ári mun hann líklega vera fáanlegur í Evrópu. Tata Nano hefur verið líkt við Volkswagen-bjöllu sem sló í gegn á sínum tíma sökum hentugleika. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR UM TATA NANO Lengd: 310 cm. Breidd: 149 cm. Hæð: 165 cm. Þyngd: 600 kg. Hjólastærð: 12 tommu. Vél: Bosch, 2 strokka, 38 hestöfl, 623 rúmsentímetrar. Skipting: 4 gíra beinskipting. Drif: Afturhjóladrifinn. Eyðsla: 4,5 l/100 km innanbæjar. 3,85 l/100 km utanbæjar. Hröðun: 14 sekúndur frá 0-70 km. Hámarkshraði: 105 km/klst. Tata Nano er ekki efnismikill, enda ódýrasti fjöldafram- leiddi bíll ver- aldar og vegur hann aðeins 600 kg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.