Fréttablaðið - 27.07.2012, Síða 2
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR2
Jóhannes, há dú jú læk
Iceland?
„Verí næs, ódýrt og gott.“
Jóhannes Jónsson, áður kenndur við
Bónus, opnar Iceland verslun á morgun.
SAMFÉLAG „Ég fann dóttur mína
úti í horni gæsluvallarins í leik-
fangabíl, umkringda þremur
helmingi eldri drengjum, sem
voru að djöflast í henni og vildu
greinilega hafa af henni bílinn.
Hún var orðin skelfd, enda föst
í bílnum og enginn starfsmaður í
grenndinni til að skakka leikinn,“
segir Laufey Ómarsdóttir, móðir
tveggja ára stúlku í Hafnarfirði.
Laufey segir farir sínar ekki
sléttar af gæsluvellinum í Set-
bergshverfinu í Hafnarfirði.
„Þegar ég tók barnið svo upp,
vantaði hana annan skóinn og
svo var hún húfulaus. Stelpan
var orðin köld þegar ég kom að,
enda kalt í veðri á mánudaginn,“
segir Laufey.
Laufey hefur nú skrifað bréf á
Facebook þar sem hún varar aðra
foreldra við gæsluvellinum.
„Þennan litla tíma sem ég
staldraði við á leikvellinum sá
ég líka hvar fjögurra ára strákur
tók eina tveggja ára hálstaki og
keyrði andlitið á henni ofan í
stéttina. Starfsfólkið var ekkert
að fylgjast með og enginn gerði
neitt fyrr en ég hljóp til. Annað
barn var skólaust að leika sér í
sandkassa við hliðina á tveimur
starfsmönnum sem bara sátu
hjá.“
Laufey segist hissa á skeytingar-
leysinu í starfsfólki leikvallarins.
„Starfsfólkið var ekki að
fylgjast með börnunum og ég
hafði það á tilfinningunni að það
ætlaði bara að hafa það kósí.“
Hún segir að svo lítið aðhald af
hálfu starfsfólks henti kannski
stærri börnum, sem geti sagt frá
og betur varið sig.
„En þetta er engan veginn
boðlegt fyrir yngri börn,“ segir
Laufey og bendir á að þjónustan
sé auglýst fyrir börn á aldrinum
tveggja til sex ára.
Þórunni Þórarinsdóttur yfir-
manni gæsluvallarins er brugðið
yfir lýsingunum.
„Ég er miður mín að heyra
þetta. Við erum með 43 börn og
fimm ábyrgðarstarfsmenn og ég
er mjög ánægð með starfsfólkið
mitt. Við sinnum börnunum eins
vel og við getum,“ segir Þórunn.
„Börnin eru voðalega fljót að
taka af sér skóna en við klæðum
þau bara aftur í þá. Við látum þau
ekkert hlaupa hérna um skólaus.“
Hún segist engar kvartanir
hafa fengið og hvetur foreldrana
til að koma og tala við sig.
katrin@frettabladid.is
Börn afskiptalaus á
gæsluvelli í Setbergi
Hafnfirsk móðir varar við gæsluvelli á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Á mánu-
daginn sá hún þrjú eftirlitslaus börn á vellinum, eitt þeirra var dóttir hennar.
Yfirmaður gæsluvallarins segir starfsmenn leggja sig alla fram við börnin.
GÆSLUVÖLLURINN Í HAFNARFIRÐI Á gæsluvellinum eru fimm ábyrgðarstarfsmenn
sem taka á móti 43 börnum. Rólóinn er opinn yfir helsta sumarleyfistímann, hann
var opnaður 6. júlí og verður lokað 8. ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Þennan litla tíma
sem ég staldraði við
á leikvellinum sá ég líka hvar
fjögurra ára strákur tók eina
tveggja ára hálstaki og keyrði
andlitið á henni ofan í stéttina.
LAUFEY ÓMARSDÓTTIR
MÓÐIR Í HAFNARFIRÐI
ÞÝSKALAND, AP Mario Draghi, yfir-
maður Seðlabanka Evrópusam-
bandsins, segir að bankinn muni
gera allt sem í hans valdi stend-
ur til að bjarga evrunni úr þeim
vanda sem nú steðjar að.
„Og trúið mér, það mun duga,“
bætti hann við.
Orð hans höfðu samstundis þau
áhrif að verðbréf hækkuðu í verði
á mörkuðum víðs vegar í Evrópu.
Fjárfestar á mörkuðum hafa
undanfarið haft miklar áhyggjur
af því að glíman við fjárhags-
vanda Spánar, Grikklands og
fleiri ríkja muni reynast evru-
svæðinu um megn. - gb
Draghi lofar stuðningi:
Allt gert til að
bjarga evrunni
NEYTENDUR Neytendastofa hefur
lagt bann við markaðssetningu á
vörum sem innihalda hið svokall-
aða DMF-dímetýlfúmerat. Efnið
er sett í litla bréfpoka og er látið
fylgja vörunum, til dæmis fest
innan á húsgögn eða látið liggja
hjá skóm í skókössum. Efnið er
oftast notað til að koma í veg
fyrir að vörur mygli þegar þær
eru fluttar frá hitabeltislöndum.
Ástæðan fyrir banninu er að
efnið getur valdið miklum og
alvarlegum ofnæmisviðbrögðum,
svo sem útbrotum, bruna og jafn-
vel öndunarvandamálum sem
erfitt hefur reynst að meðhöndla.
- ktg
Neytendastofa tilkynnir:
Sveppaeitur í
vörum bannað
STJÓRNSÝSLA Tryggingastofnun og Úrskurðarnefnd
almannatrygginga fóru ekki að lögum þegar
umsókn foreldra fatlaðs drengs um styrk til bíla-
kaupa var hafnað árið 2010. Þetta er niðurstaða
Umboðsmanns Alþingis, sem birti álit í þá veru í
gær.
Drengurinn er bundinn við hjólastól. Foreldrar
hans fengu styrk til bílakaupa árið 2007 og sóttu
svo aftur um styrk árið 2010. Samkvæmt lögum
má aðeins fá styrk á fimm ára fresti, nema ef
bíllinn eyðileggst.
Tryggingastofnun og Úrskurðarnefndin túlkuðu
undanþáguákvæðið þannig að það ætti bara við ef
bíll eyðilegðist skyndilega, til dæmis í umferðar-
slysi, en í tilfelli fólksins sem sótti um styrk bilaði
hann og það svaraði ekki kostnaði að gera við
hann.
Umboðsmaður telur túlkun Trygginga stofnunar
og Úrskurðarnefndarinnar of þrönga og ganga
gegn því markmiði styrksins að gera fötluðum
kleift að stunda vinnu, skóla og endurhæfingu.
Hann æskir þess að mál fólksins verði tekið upp
að nýju.
Umboðsmaður átelur jafnframt Úrskurðar-
nefndina fyrir að svara bréfi sínu með því að
ítreka bara fyrri úrskurð og segjast ekki sjá
ástæðu til að svara spurningunum sem í því voru
nema þess væri sérstaklega óskað. - sh
Umboðsmaður Alþingis telur reglur um styrki til bílakaupa túlkaðar of þröngt:
Tryggingastofnun fór ekki að lögum
TRYGGINGASTOFNUN Umboðsmaður átelur Úrskurðarnefnd
almannatrygginga fyrir svör við bréfi embættisins.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Á BANNLISTA Eitrið má finna í litlum
bréfpokum sem eru látnir fylgja vörum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FJÁRMÁL Íslensk heimili greiddu
rúmlega tíu prósentum minna í
vexti af íbúðalánum árið 2011 en
árið á undan. Þetta kemur fram í
úttekt fjármálaráðuneytisins.
Í fyrra nam vaxta kostnaður
vegna íbúðakaupa tæpum 55
milljörðum króna, en árið 2010
greiddu Íslendingar rúmlega 61
milljarð í vexti af íbúðalánum.
Vaxtabætur og vaxtaniður-
greiðsla sem koma til úthlutunar
í ár eru af þeim sökum nokkuð
lægri en í fyrra. Samtals er um
að ræða 14,5 milljarða í ár saman-
borið við 18,3 milljarða í fyrra,
sem er rúmlega fimmtungs-
lækkun milli ára.
Þannig fá íbúðaeigendur 26,6 pró-
sent af vaxtakostnaði sínum endur-
greidd í ár en fengu 30 prósent í
fyrra.
Stjórnvöld telja þessar tölur
sýna fram á að margt hafi þróast
heimilum í hag í þessum efnum.
Breytingar á úthlutun vaxtabóta
eftir hrunið og auknir fjármunir
sem settir hafi verið í að bæta stöðu
heimilanna hafi bætt stöðu „þeirra
sem voru í veikastri stöðu“.
Vaxtakostnaður heimilanna
vegna íbúðalána, að frádregnum
vaxtabótum, nam í fyrra rúmum
fjórum prósentum af skattskyldum
tekjum, en var tæp fimm prósent
árið 2010. - þj
Úttekt fjármálaráðuneytis á vaxtabótum og vaxtagreiðslum íslenskra heimila:
Tíu prósentum minna í vexti
VAXTAGREIÐSLUR Íslendingar greiddu tíu
prósentum minna í vexti af íbúðalánum
í fyrra en árið áður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VÍSINDI Vísindamenn hafa uppgötv-
að mikið gljúfur undir miklum
ísbreiðum á Suðurskautslandinu.
Þeir telja að uppgötvunin muni
varpa nýju ljósi á bráðnun jökla
og hafíss á suðurhveli jarðar. Frá
þessu er greint í nýju tölublaði
vísindatímaritsins Nature.
Ferrigno-ísstraumurinn er
meðal fjarlægustu staða Suður-
skautslandsins og þangað hafa
menn aðeins einu sinni áður
komið, árið 1961. Vísindamenn
segja þetta gefa enn frekara til-
efni til þess að kanna hvernig
bráðnun íss er undir yfirborði
jökla og ísbreiða. - bþh
Uppgvötun á suðurskautinu:
Fundu gljúfur
undir ísnum
SUÐURSKAUTSLANDIÐ Erfiðar aðstæður
og gríðarlegt flæmi gerir vísinda-
mönnum það erfitt að rannsaka suður-
skautið. NORDICPHOTOS/AFP
BRETLAND Fyrstu prófanir á raf-
magnsbíl sem hægt er að hlaða án
þess að stinga í samband fara fram
í London á næstunni.
Samkvæmt frétt BBC er raf-
geymir bílsins hlaðinn þráðlaust
með rafsegultækni þegar honum
er lagt í tiltekin stæði í borginni.
Vonir standa til þess að í fram-
tíðinni verði hægt að hlaða bílana
þráðlaust á meðan á akstri stendur.
Þessi tækni er talin geta aukið
vinsældir rafmagnsbíla, og lækkað
verðið þar sem þeir gætu virkað
vel með minni rafgeymi en nú er
talinn nauðsynlegur. - bj
Ný tækni fyrir rafmagnsbíla:
Hlaða rafgeymi
bílsins þráðlaust
SLYS Kona á miðjum aldri var
flutt með þyrlu á slysadeild
landspítala í gærdag eftir bíl-
veltu ofarlega í Norðurárdal.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni í Borgarnesi
kastaðist konan út úr bifreiðinni
sem fór í margar veltur áður en
hún stöðvaðist.
Áður en blaðið fór í prentun
fengust þær upplýsingar að
konan væri á gjörgæsludeild
Landspítala til eftirlits og er
líðan hennar sögð eftir atvikum.
- þj
Kona slasaðist í bílveltu:
Flutt með þyrlu
á slysadeild
SPURNING DAGSINS