Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 2
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR2
STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra braut jafnrétt-
islög þegar hann valdi karl fram
yfir konu í embætti sýslumanns á
Húsavík. Þetta kom fram í kvöld-
fréttum RÚV í gær. Ögmundur
stendur við niðurstöðu sína.
Forsaga málsins er sú að í lok
síðasta árs skipaði Ögmundur
Svavar Pálsson, þá settan sýslu-
mann á Húsavík, í embættið. Var
hann valinn í stöðuna þrátt fyrir
að kona sem sótti um, Halla Berg-
þóra Björnsdóttir, settur sýslu-
maður á Akranesi, hefði ýmist
verið talin jafnhæf eða hæfari í sjö
af átta hæfnisþáttum sem lagðir
voru til grundvallar við skipunina.
Halla kærði í kjölfarið ákvörðun
ráðherra til kærunefndar jafn-
réttismála sem hefur nú skilað
úrskurði sínum.
„Leggja ber áherslu á að nefnd-
in kemst að þeirri niðurstöðu að
umsækjendurnir tveir hafi staðið
jafnfætis þegar einstakir þættir á
borð við menntun, starfsreynslu,
fræðistörf og fleiri eru skoðaðir
á heildina litið. Síðan standa út
af ýmsir matskenndir þættir
sem ráðuneytið og ég þurftum að
leggja mat á. Niðurstaðan varð sú
að þegar málið
væri gert upp
í heild sinni
væri rétt að
ráða þann sem
ráðinn var til
starfans. Það
var gert á full-
komlega mál-
efnalegum for-
sendum,“ segir
Ögmundur um
úrskurð nefndarinnar.
Fram kom í frétt RÚV af mál-
inu að kærunefndin gagnrýndi
í úrskurðinum meðal annars að
ráðherra vísaði í rökstuðningi
sínum í meðmælabréf starfs-
manna embættisins á Húsavík
þar sem Svavar var settur sýslu-
maður. Taldi nefndin varasamt
að leggja til grundvallar með-
mæli undirmanna auk þess sem
svo virtist að ekki hefði verið
leitað álits hjá umsagnaraðilum
kæranda. Ögmundur segist vera
ósammála þessari niðurstöðu og
bætir við að fráleitt hefði verið
að horfa ekki til þess að ráðu-
neytinu bárust skrifleg meðmæli
frá samstarfsfólki Svavars.
- mþl
Kærunefnd jafnréttismála telur að innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög við skipun í sýslumannsembætti:
Ögmundur stendur við ráðningu á sýslumanni
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
LÖGREGLUMÁL Vísbendingar eru
um að starfsemi Vítisengla hér-
lendis hafi dregist verulega saman
í kjölfar nokkurra umfangs mikilla
lögregluaðgerða og dómsmála á
síðustu misserum. Fullgildum
félagsmönnum hefur fækkað um
meira en helming, samkvæmt upp-
lýsingum Fréttablaðsins, auk þess
sem félagsskapurinn hefur verið í
fjárhagskröggum.
Þau mál sem einkum hafa orðið
til þess að hægst hefur um í undir-
heimunum á síðustu mánuðum eru
skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu,
sem tengdist vélhjólasamtökunum
Outlaws, handtaka Annþórs Karls-
sonar og Barkar Birgissonar, en inn
í það blandaðist meðal annars einn
liðsmaður Vítisengla, og síðast en
ekki síst hrottafengið líkamsárásar-
mál þar sem Einar Marteinsson,
fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og
fleiri voru ákærð. Einar var sýknað-
ur af ákæru um að hafa skipulagt
þá árás en málinu hefur
verið áfrýjað.
Þegar mest lét,
undir stjórn Einars,
var talið næsta
víst að félagar í
Vítis englum væru
nálægt tuttugu
talsins. Nú er nýr
maður, Arnar Már
Jónsson, í brúnni
og félögum hefur fækkað
niður í sex til átta, samkvæmt heim-
ildum blaðsins, og hafa þeir aldrei
verið jafnfáir – ekki heldur áður en
þeir fengu aðild að Hells Angels.
Til að halda aðild sinni að alþjóða-
samtökunum Hells Angels þurfa
íslensku Vítisenglarnir að uppfylla
ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að
halda
úti
félagsheimili,
hafa lágmarksfjölda félaga
á skrá og standa skil á reglu-
legum greiðslum til móðursam-
takanna.
Fram hefur hins vegar komið í
fundargerðabók sem lögregla lagði
hald á við húsleit í félags heimili
þeirra að Gjáhellu að klúbburinn
hefði séð sig knúinn til að innheimta
hærri félagsgjöld en áður til að geta
mætt kostnaði við húsaleigu. Greint
var frá þessu í dómnum í máli
Einars. Nú þegar félags mönnum
hefur fækkað til mikilla muna þykir
ljóst að róðurinn sé síst orðinn auð-
veldari.
Nú er talið mögulegt að verði
ekki breyting til batnaðar þá missi
íslensku Vítisenglarnir stöðu sína
innan samtakanna og færist aftur
niður á það stig að verða opinber
stuðningsklúbbur Hells Angels með
möguleika á fullri aðild. Það yrði
líklega einsdæmi í heiminum.
stigur@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Ásrún, býður þú upp á skottís í
eftirrétt?
Kannski, en ég verð búin að valsa
annað áður en pitsan klárast.
Dansarinn Ásrún Magnúsdóttir tekur
þátt í Reykjavík Dance Festival meðal
annars með því að vinna sem dansandi
pitsusendill hjá Domino’s.
ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
STJÓRNARSKRÁ Skúli Magnússon,
dósent við Lagadeild Háskóla
Íslands, og Ágúst Þór Árnason,
deildarformaður Lagadeildar
Háskólans á Akureyri, hafa birt
heildstæða tillögu að endur-
skoðaðri stjórnarskrá ásamt
skýringum á vefsíðunni Stjorn-
skipun.is.
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu
í dag skrifar Skúli að um valkost
í stjórnarskrármálinu sé að ræða.
Hann segir tillöguna að megin-
stefnu byggða á atriðum sem hafi
verið til umræðu á undan förnum
árum og áratugum.
Jafnframt sé um að ræða
atriði þar sem veruleg samstaða
ríki um breytingar, en sneitt
hjá þeim þáttum sem sætt hafa
ágreiningi. - ibs / sjá síðu 19
Tillaga um endurskoðun:
Valkostur í
stjórnarskrár-
málinu
Íslenskir Vítisenglar
draga saman seglin
Félögum í Íslandsarmi Hells Angels hefur fækkað um meira en helming undan-
farna mánuði í kjölfar áberandi sakamála. Hafa einnig átt í fjárhagsörðugleik-
um og svo gæti farið að þeir misstu aðild sína að alþjóðasamtökum Vítisengla.
Nýr formaður íslensku Vítisengl-
anna heitir Arnar Már Jónsson,
42 ára fyrrverandi leiðtogi S.O.D.
(Souls of Darkness) á Suður-
nesjum, sem hefur lengi verið lang-
öflugasti stuðningsklúbbur íslensku
Vítisenglanna og áður Fáfnis.
Uppgangur Arnars í Vítisenglun-
um var mjög skjótur, sem er fátítt
í samtökunum að sögn heimildar-
manna blaðsins. Einungis rúmum
mánuði eftir að hann varð fullgildur
meðlimur var hann gerður að formanni í stað Einars Marteinssonar, sem var
látinn fara eftir uppgjör innan samtakanna.
Arnar hefur ekki oft komið við sögu lögreglu, en komst þó í kast við lögin
í upphafi þessarar aldar í tengslum við innflutning á fíkniefnum og sterum.
Málið var ekki ýkja stórt í sniðum.
Arnar hefur um langt skeið verið vinur Annþórs Kristjáns Karlssonar, þekkts
ofbeldismanns og handrukkara, og bjó meðal annars þangað til nýlega í húsi í
Vogum sem hafði verið í eigu Annþórs og síðar samverkamanns hans.
Þá hefur Arnar látið mikið að sér kveða í lyftingaheiminum, þar sem hann
gengur undir viðurnefninu „Loggurinn“ og hefur meðal annars
þjálfað fyrir Íþróttasamband fatlaðra. Hann fylgdi til
dæmis lyftingamanni á Ólympíuleika
fatlaðra í Peking árið 2008.
Bjó í húsi Annþórs og fór á ÓL í Peking
STERKUR Hér sést Arnar á Íslandsmótinu
í lyftingum árið 2004.
LÖGREGLUMÁL Tvær nauðganir af
þremur sem kærðar voru til lög-
reglu á Þjóðhátíð í Eyjum um
Verslunarmannahelgina hafa
verið upplýstar. Ákæra hefur
ekki verið gefin út á hendur
tveimur mönnum sem grunaðir
eru um árásirnar. Málin þrjú eru
öll enn í rannsókn.
Tekin hefur verið skýrsla af
báðum mönnunum en þeir voru
látnir lausir að skýrslutöku
lokinni.
Lögreglan hefur enn ekki
fundið árásarmanninn í þriðja
nauðgunarmálinu en þar var
ráðist á stúlku undir lögaldri og
henni nauðgað. - bþh
Tvær nauðganir á Þjóðhátíð:
Lögregla upp-
lýsir nauðganir
LÖGREGLUMÁL Þrír nánir samverka-
menn fíkniefnasmyglarans Sverris
Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar,
voru handteknir í Amsterdam í
Hollandi 18. ágúst síðast liðinn eftir
að rúmlega tvítug íslensk kona
sakaði þá um að ætla að selja hana
í vændi í Brasilíu.
Konan sagði sögu sína í DV
í gær. Hún kveðst hafa verið í
Amster dam í boði vinar síns og
allt hafi verið eðlilegt í fyrstu
en fljótlega hafi hegðun fólksins
sem hún gisti hjá orðið einkenni-
leg og á hana hafi runnið tvær
grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal
mannanna þar sem þeir hafi rætt
það að selja hana í vændi í Brasi-
líu. Þá hafi hún hringt í lögregluna
í Amsterdam og óskað eftir hjálp.
Fimm manns voru handteknir
vegna málsins, þrír karlar og tvær
konur. Á heimilinu fannst lítilræði
af fíkniefnum og einhver vopn, en
þrátt fyrir það var fólkinu sleppt
úr haldi eftir að hafa setið í varð-
haldi í tvo sólarhringa.
Orð stóð gegn orði varðandi
mansalsþáttinn og ekki þótti
sannað að fólkið hefði haft nokkuð
slíkt í hyggju. Annmarkar á leitar-
heimild lögreglu urðu til þess að
ekki reyndist unnt að ákæra vegna
vopnanna og fíkniefnanna.
Einn mannanna, Steinar
Aubertsson, situr enn inni í
Amster dam og verður fram seldur
til Íslands innan tuttugu daga.
Hann hefur verið eftirlýstur af
íslenskum lögregluyfirvöldum
vegna innflutnings á tæpu kílói af
kókaíni til Íslands og á yfir höfði
sér ákæru vegna málsins þegar
hann hann kemur til landsins.
Þegar hafa fjórir verið ákærðir
vegna þess máls.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að Steinar og hinir mennirnir tveir
sem handteknir voru í Amsterdam
hafi síðustu ár verið meðal nánustu
samverkamanna Sverris Þórs
Gunnarssonar, sem nú situr inni í
Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stór-
tæks e-töflusmygls. Meðal hinna
handteknu var Steinþór Árni Sigur-
steinsson, sem þekktur er undir
viðurnefninu Steini Hitler. - sh
Íslensk kona sakaði hóp Íslendinga um að ætla að selja sig í vændi í Brasilíu:
Gengi Svedda handtekið í Hollandi
SVERRIR ÞÓR
GUNNARSSON
STEINAR
AUBERTSSON
Íslenski maðurinn sem lést
í vinnuslysi í Fredriksstad í
Noregi laugardaginn 25. ágúst
síðastliðinn
hét Birgir
Páll Gylfa-
son.
Birgir
Páll starfaði
sem smiður
í Noregi þar
sem hann
var búsett-
ur. Hann
var 24 ára gamall, fæddur
hinn 9. júlí 1988. Birgir Páll
var ókvæntur og barnlaus.
Lést í Noregi
Íbúðir í fjölbýli hækka í verði
Verð á íbúðum í fjölbýlishúsum á
höfuðborgarsvæðinu hækkaði um
1% í ágúst miðað við júlí, að því er
fram kemur í tölum Hagstofu. Þegar
litið er á landið í heild lækkaði hús-
næðisverð um 0,3% milli mánaða.
Íbúðir á landsbyggðinni lækkuðu
um 2,3% og verð á íbúðum í sérbýli
á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um
1,6%.
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI HB Grandi tapaði sem
nemur 200 milljónum króna á
fyrri helmingi ársins. Rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir, skatta
og fjármagnsliði var hins vegar
4,7 milljarðar króna á tíma-
bilinu og jókst mikið milli ára.
Tapið má rekja til gjald-
færslu vegna virðis rýrnunar
afla heimilda fyrirtækisins
um ríflega 3 milljarða króna.
Byggir virðisrýrnunin á sam-
þykkt Alþingis á nýjum lögum
um veiðigjöld sem munu
hækka skattbyrði fyrirtækisins
nokkuð.
Þá greiddi HB Grandi niður
langtímaskuldir um 29,8 millj-
ónir evra nettó á tímabilinu og
voru heildarskuldir félagsins í
júnílok því 125,8 milljónir evra,
jafngildi ríflega 19 milljarða
króna.
- mþl
Rekstrarhagnaður mjög mikill:
Veiðigjöld bíta
HB Granda