Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGAtvinnumiðlun og ráðgjöf FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 20124 Capacent rekur ráðningar-stofurnar Capacent ráðn-ingar og Vinna.is. Til sam- ans þjónusta fyrirtækin allan vinnumarkaðinn. Capacent sér- hæfir sig í ráðningum í allt frá sér- hæfðum skrifstofustörfum til ráðn- inga stjórnenda, jafnt í einka- og opinbera geiranum, en Vinna.is sér hæfir sig í ráðningum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Auður Bjarnadóttir, ráðningarstjóri hjá Capacent ráðningum og Agla Sig- ríður Björnsdóttir, ráðningarstjóri Vinna.is, segja þjónustu beggja fyrirtækja sýna vel þá breidd sem boðið er upp á. „Við sjáum um ráðningar frá framlínufólki til stjórnenda fyrirtækja og aðlögum þjónustuna að þörfum viðskipta- vinarins,“ segir Auður. Agla segir fyrirtæki í dag mun meðvitaðri en áður um kosti þess að leita með ráðningar starfsmanna til ráðningarstofa. „Þeir sem stýra starfsmannamálum fyrirtækja í dag eru vel menntaðir í mannauðs- fræðum og vita um mikilvægi þess að láta fagmenn sjá um ráðningar auk þess sem tölu verður tíma- sparnaður felst í því. Fyrir tækin eru líka almennt orðin upp lýstari um hlutverk ráðningarstofa en áður og hversu fjölbreytta þjónustu þær bjóða upp á auk hefð bundinna ráðninga.“ Þær segja fyrir tækin einnig koma betur undir búin en áður og með vel skilgreindar þarfir. „Störfin eru betur skilgreind en áður. Við hjálpum með starfs- greiningar og höfum ýmsar leiðir til þess að sjá hvernig einstaklinga þarf í starfið með tilliti til mennt- unar og starfsreynslu.“ Nýjar valaðferðir Mikil reynsla starfsmanna beggja fyrirtækja er helsti styrkleiki þeirra segja Auður og Agla, enda meiri- hluti starfsfólks fyrirtækjanna búið að starfa um árabil við ráðningar. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi við innleiðingu nýrra valaðferða í ráðningum hérlendis. Má nefna að auk hefðbundinna matsaðferða, s.s. sérsniðinna viðtala og umsagna, þá leggur fyrirtækið raunhæf verk- efni fyrir umsækjendur og hefur notað persónuleikamat og hæfnis- próf með góðum árangri. Með notkun persónuleikamats kemur fram hvort umsækjandinn hafi þá eigin leika sem nauðsynlegir eru til að ná árangri í starfinu, matið hefur verið staðlað og viðmiðunar- hópurinn eru íslenskir sérfræðingar og stjórnendur. Hæfnisprófin sem Capacent ráðningar beita kanna hæfni svarenda til að skilja flókinn texta eða lesa úr tölum og próf sem mæla hversu mikla hæfni svarandi hefur til að greina og leysa vanda- mál. Matsmiðstöðvar eru einkum notaðar við val starfsmanna í stjórnunarstöður. Þá er mats ferlið ítarlegra þar sem umsækjendur vinna verkefni sem endurspegla meginþætti þess starfs sem um er að ræða. Persónuleika- og hæfn- isprófin eru helst notuð hjá Capa- cent ráðningum en Vinna.is hefur einnig aðgang að þeim. „Vinna.is tók síðast liðinn vetur í notkun ör- yggis- og áhættumat sem er frábær viðbót við þau próf sem við erum með frá SHL,“ segir Agla. „Þau henta einkar vel fyrir framlínustörf og eru þau með íslenskan viðmið- unarhóp,“ bætir hún við. Aukin breidd í eftirspurn Auður og Agla segja eftirspurn eftir starfsfólki hafa aukist síðustu tvö árin og það sem er jákvæðast við breytinguna frá því sem var er að aukin breidd er komin í aug- lýst störf. Töluverð eftirspurn er eftir tæknimenntuðu fólki, t.d. forriturum, verkfræðingum, starfs- mönnum með sterkan fjármála- grunn auk þess sem mikill skortur er á iðnmenntuðum einstak- lingum. Þessir hópar hafa reyndar lengi vel verið eftirsóttir. Auður og Agla hvetja fyrirtæki stór og smá til að kynna sér þjón- ustuframboð Capacent ráðninga og Vinna.is og skoða hvaða mögu- leikar eru í boði fyrir fyrirtæki og stofnanir og hvers konar viðbætur þjónustan getur verið fyrir starf- semi viðkomandi fyrirtækja. Ráðningar fyrir allt atvinnulífið Ráðgjafar Capacent ráðninga og Vinna.is hafa víðtæka þekkingu og reynslu af ráðningum. Fyrirtækin bjóða upp á persónuleika- og hæfnispróf auk matsmiðstöðvar við mat á umsækjendum. Auður Bjarnadóttir, ráðningarstjóri hjá Capacent ráðningum og Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningarstjóri Vinna.is. MYND/ANTON Að vera atvinnulaus um tíma getur haft mikil áhrif á þá sem í því lenda. Það er eðli- legt að sjálfstraustið minnki og fólk verði niðurdregið. Það er þó ýmislegt hægt að gera til að gera þennan tíma auðveldari. Mikilvægt er að koma sér upp nokkurs konar stundaskrá. Gott er að fara að sofa og fara á fætur á sama tíma á hverjum degi, ekki snúa sólarhringnum við. Hugsið um atvinnuleitina eins og hefð- bundna vinnu og gerið eitthvað í þeim málum á hverjum degi. Setjið dagleg markmið. Það er ef til vill erfitt að sjá heildarmyndina í þessum aðstæðum og auðveldara að setja sér minni markmið í einu. Farið eitthvað út á hverjum degi. Það er ekki gott að hanga bara heima, þá er auðvelt að detta í þunglyndi. Farið í göngu- túr í miðbænum eða bara í kring- um húsið ykkar. Það er líka gott að hitta annað fólk og tala um ástandið. Þegar, og ef, ástandið fer að leggjast of þungt á sálina er nauðsynlegt að koma því frá sér og byrgja ekki tilfinningarnar inni. Snúið ykkur til þeirra sem þið treystið og eru bestir til stuðnings í þessum málum. Þetta þarf ekki endilega að vera maki eða besti vinur. Stundum er gott að leita til vina sem standa aðeins fjær og sjá málin í öðru ljósi. Þetta er góður tími til að læra eitthvað nýtt. Nýtið tækifærið og lærið eitthvað sem ekki hefur verið tími til áður. Nám heldur fólki uppteknu um leið og það eykur möguleika á að fá nýtt starf. Atvinnulausir geta fengið af- slátt af líkamsræktar-, sund- og bókasafnskortum og því um að gera að nýta sér það til að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Nú er nægur tími til að lesa allar bækurnar sem fólk hefur langað til að lesa í langan tíma eða taka almennilega á því í ræktinni. Hreyfing er góð fyrir alla. Við áreynslu losna endorfín og seró- tónín sem eru taugaboðefni sem valda vellíðan. Fólk sem hreyfir sig sýnir færri merki um kvíða, þunglyndi og stress. Auk þessa þá verður líkams ástandið betra. Það er líka mikilvægt að borða hollan og góðan mat af sömu ástæðum. Fagnið litlum sigrum. Þó að at- vinnuviðtal gangi ekki jafn vel og von var til er ástæða til þess að gleðjast yfir því að hafa kom- ist í viðtal. Það er erfitt að vera já- kvæður í þessum aðstæðum en vel þess virði að reyna það meðvitað. Auðveldara atvinnuleysi Háskóli Íslands býður upp á masters nám í mannauðs stjórnun. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent heldur utan um námið. „Mannauðsstjórnun er þverfag- legt nám og fólk með fjölbreyttan bakgrunn sækir það; sálfræðingar, stjórnmálafræðingar, viðskipta- fræðingar, kennarar og f leiri. Námið er hugsað fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu og öðl- ast skilning á því hvernig hægt er að ná hámarksárangri í að stjórna mannauðnum. Það eru ekki allir sem ætla að vinna eingöngu sem mannauðsstjórar. Margir starfa sem fræðslustjórar, starfsþróunar- stjórar eða hjá ráðningar- og ráð- gjafarskrifstofum. Þetta er góð al- menn menntun sem eykur færni til að vera góður stjórnandi og þeir sem eru með mannaforráð og stýra litlum deildum eða stórum eru í sjálfu sér mannauðsstjórar og námið tilvalið fyrir þá.“ Mannauðsstjórnun er 90 ein- inga nám þar sem komið er inn á helstu grundvallarþætti reksturs f yrirtækja og stofnana. „Við byggjum mikið á rannsóknum sem tengjast atvinnulífinu. Snertiflöt- urinn er því mjög breiður og námið gríðarlega hagnýtt og fjölbreytt.“ Gylfi segir mikla aðsókn hafa verið í mannauðsstjórnun að undan förnu og yfir hundrað manns hafi sótt um í haust. „Það komast þó ekki allir að þar sem gerðar eru ýmsar kröfur sem ekki allir ná að uppfylla. Frá því að boðið var upp á námið upp úr aldamótunum hafa yfir tvö hundruð manns útskrifast.“ Margt hefur breyst í starfi mannauðsstjóra á undan förnum árum. „Fyrir hrun var hlutverk mannauðsstjóra að skapa eftir- sóknarvert starfsumhverfi enda eftirspurnin og samkeppnin um besta starfsfólkið mikil. Það breyttist svo snögglega yfir í að aðstoða við uppsagnir, breyt- ingastjórnun, endurskipulagn- ingu ásamt fleiru. Á þessu tíma- bili hefur skapast dýrmæt þekking og reynsla innan þessa geira sem mun nýtast í framtíðinni.“ Aukin aðsókn í mann- auðsstjórnunarnám Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.