Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 50
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR34 34tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM tonlist@frettabladid.is Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 23. - 29. ágúst 2012 LAGALISTINN Vikuna 23. - 29. ágúst 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Lykke Li .......................................................I Follow Rivers 2 Fun ..................................................................Some Nights 3 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál 4 Train ....................................... 50 Ways To Say Goodbye 5 Jónas Sigurðsson .......................................... Þyrnigerðið 6 Jón Jónsson .........................................................All, You, I 7 Moses Hightower ............................. Sjáum hvað setur 8 Þórunn Antonía ...................................................So High 9 Florence & The Machine .................................Spectrum 10 Owl City / Carly Rae Jesper .........................Good Time Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men .................. My Head Is An Animal 2 Sigur Rós ............................................................................. Valtari 3 Moses Hightower .........................................Önnur Mósebók 4 Eivör ......................................................................................Room 5 Helgi Bj. & reiðm. vindanna ..............Heim í heiðardalinn 6 Ýmsir ..................................................................... Ég sé Akureyri 7 Mannakorn .................................................. Í blómabrekkunni 8 Ýmsir ....................................................................... Hljómskálinn 9 Mugison .................................................................... 5 CD Pakki 10 Björk .............................................................................. Gling gló SUMARLIÐI, HIPPINN OG ALLIR HINIR með Bjartmari Guðlaugssyni er plata vikunnar ★★★★★ „Langþráð safn bestu laga Bjartmars Guðlaugssonar.“ - TJ Tónlist ★★★★ ★ Room Eivør Pálsdóttir Tutl Strax og ég sá Eivøru Páls dóttur syngja á tónleikum í fyrsta sinn varð mér ljóst að þarna væri engin meðalmanneskja á ferð. Eivør er mögnuð söngkona og býr yfir náttúrulegum tónlistarhæfi- leikum sem aðeins þeim bestu eru gefnir. Hún hefur fengist við alls konar tónlist: Hún rokkaði með Clickhaze, söng sveitatónlist með Kanadamanninum Bill Bourne, bauð upp á fagmannlega unnið þjóðlagapopp með Íranum Dónal Lunny og gerði eina plötu með Stórsveit danska ríkisútvarpsins, svo við nefnum nokkur dæmi. Sönghæfileikar Eivarar koma alltaf í gegn, en tónlistin sem hún hefur gefið út með öllum þessum ólíku samstarfsmönnum er mjög misáhugaverð. Manni hefur stund- um fundist að hæfileikar hennar fengju ekki alveg að njóta sín. Eivør vann nýju plötuna, Room, með eiginmanni sínum Tróndi Bogasyni. Þau semja flest lögin og textana, saman eða hvort í sínu lagi. Tróndur sá um út setningar og saman stjórnuðu þau upp- tökunum. Og það er mikið gleði- efni að samstarf þeirra hjóna skuli virka svona vel. Room er mjög vel gerð og sannfærandi plata og á meðal þess allra besta sem Eivør hefur gert. Það eru mörg umfjöllunarefni á Room. Fyrirferðarmest er ástin, æskuárin og fráfall ást vinar (faðir Eivarar féll skyndilega frá á síðasta ári). Textarnir eru allir á ensku, en það kemur ekki að sök. Tónlistin á Room er góð blanda af fáguðu poppi og þjóð- lagatónlist. Hún minnir af og til á Björk eða Kate Bush, en samt er tónlistin mjög persónuleg og fyrst og fremst Eivarar. Útsetningarnar eru fagmann- legar og flottar. Píanóið er stundum áberandi og rödd Eivarar fær alltaf að njóta sín. Á heildina litið er Room frábær plata. Ein af bestu plötum Eivarar Páls dóttur. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Eivør og eiginmaðurinn Tróndur með frábæra plötu Gjöfult samband The xx - Coexist Deerhoof - Breakup Song Yagya - The Inescapable Decay of My Heart DJ Shadow er listamannsnafn Kaliforníubúans Josh Davis sem er þekktastur fyrir plötuna Entroducing sem kom út árið 1996 og er eitt af höfuðverkum instrúmental hip-hop tónlistarbylgjunnar sem oftast er kölluð trip-hop. Hún var áberandi á síðari hluta tíunda ára tugarins hjá útgáfum eins og Ninja Tune og MoWax. Entroducing er algjört meistaraverk, marglaga samsuða af töktum og tónum, sem stundum birtist þegar spekúlantar velja bestu plötur sögunnar – eins og skrattinn úr sauða- leggnum innan um allar Bítla- og Radiohead-plöt- urnar … DJ Shadow er búinn að gera fjórar plötur síðan Entro- ducing kom út, en þær standa henni allar langt að baki. Fyrir fjórum árum byrjaði Josh hins vegar að gefa út tónlist sem hann gerði á árunum 1990 – 1992. Alls komu þrjár plötur frá þessu tímabili sem DJ Sha- dow kallar The 4-Track Era, enda vann hann tónlistina á fjögurra rása kassettutæki (Yamaha MT-100). Skemmtilegar plötur. Fyrir nokkrum vikum kom svo út platan Total Breakdown: Hidden Transmissions From The MPC Era, en hún hefur að geyma áður óút- gefna tónlist frá næsta skeiði, 1992 – 1996. Þá tónlist vann Josh á Akai MPC-tæki, en það var MIDI-upptökutæki og trommuheili sem kom upphaflega á markað árið 1988, en þróaðist með árunum yfir í öflugan sampler. Á meðal efnis á Total Breakdown er EP-plata sem DJ Shadow gerði með rapparanum Gift of Gab úr Blackalicious, en sú plata kom aldrei út á sínum tíma. Eins og 4-Track Era plöturnar er nýja platan stórskemmtileg. Tónlistin er einfaldari og frumstæðari heldur en hún varð á seinni stigum, en samt mjög flott. DJ Shadow sýnir gamla takta GÓÐ GRÆJA Það er mynd af Akai MPC-tækinu framan á nýju DJ Shadow-plötunni. Önnur plata ensku popp- sveitarinnar The xx kemur út 10. september. Eftirvænt- ingarnar eru miklar enda hlaut frumburðurinn mjög góðar undirtektir. Þrjú ár eru liðin síðan enska popp- sveitin The xx sló í gegn með lág- stemmdum en grípandi frum- burði sínum. Hann lenti ofarlega á mörgum árslistum það árið, þar á meðal í níunda sæti hjá Rolling Stone og öðru hér á Fréttablaðinu. Árið eftir hlaut The xx hin virtu Mercury-tónlistarverðlaun í Bret- landi fyrir plötuna. Eftirvæntingin eftir nýju efni frá The xx er því mikil og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig viðbrögðin við Coexist verða. Til að fylgja eftir síðustu plötu ferðaðist The xx til Bandaríkjanna, Japans, Ástralíu og um Evrópu og spilaði við góðar undir tektir. Með- limirnir, þau Romy Madley Croft, Oliver Sim og Jamie Smith, sáu varla heimili sín allt árið 2010. Þegar þau sneru aftur endurnýjuðu þau kynnin við fjölskyldur og vini sína og reyndu að ná áttum. Smith var mest áberandi með- limur The xx á síðasta ári. Hann spilaði víða sem plötusnúður og þróaði sig áfram sem upptöku- stjóri. Hann endurhljóðblandaði lag Adele, Rolling in the Deep, og endurhljóðblandaði plötu banda- ríska tónlistarmannsins Gil Scott Heron, I´m New Here, og kallaði hana We´re New Here. Einnig gaf hann út sína fyrstu sólósmáskífu, Far Nearer, og var upptökustjóri í lagi rapparans Drake, Take Care. Að þessari vinnutörn lokinni hófust upptökur á nýju plötunni, Coexist. Hún er að sögn Smith undir áhrifum frá klúbba senunni sem hljómsveitin missti af á sínum tíma, auk þess sem áhrif frá nýbylgjutónlist, Bristol-hljóm- inum í kringum 1995 og r&b eru enn fyrir hendi. „Hugmyndin sem ég var með í kollinum þegar við byrjuðum að semja plötuna var ekki rétt því ég var búinn að semja tónlist fyrir Drake, sjálfan mig og annað fólk, og hafði gleymt hvernig var að vinna með hinum tveimur í hljómsveitinni. Það er allt öðru- vísi vegna þess að við erum svo náin,“ sagði Smith um Coexist. „Að vinna saman sem fullorðnir einstaklingar var mjög krefjandi. Það hafði mest áhrif á gerð plötunnar. Við þurftum að finna jafnvægi.“ freyr@frettabladid.is ÁHRIF FRÁ KLÚBBATÓNLIST THE XX Frá vinstri: Jamie Smith, Romy Madley Croft og Oliver Sim. NORDICPHOTOS/GETTY BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM FM 957 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Við bjóðum Karólínu Ólafsdóttur sjúkraþjálfara velkomna aftur til starfa. Aðstaða: Þjónusta sem er í boði: Fyrir starfa á stofunni eftirfarandi sjúkraþjálfarar: Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu Dalsmára 9-11 Tímapantanir í síma 564 4067
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.