Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 30. ágúst 2012 19 Í grein sem birtist í Frétta-blaðinu í kjölfar búsáhalda- byltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurn- ingu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnar- skráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í við- reisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að holl- usta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðar- fallegri stjórnarskrár. Þótt yfir- vegaðar breytingar á afmörkuð- um atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórn- skipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð“ á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórn- arskránni yrði í heild sinni varp- að fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framan- greindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafn- vel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttæk- ar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þoku- kennd þegar litið er á frumvarp- ið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. októ- ber nk. í ráðgefandi atkvæða- greiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði sam- þykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frum- varp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, sam- þykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkost- irnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórn- lagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórn- arskrárinnar með meiri var- kárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærð- ar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður laga- deildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heild- stæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoð- aðri stjórnarskrá er að megin- stefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undan- förnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða ein- hvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnar- skrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is. Valkostur í stjórnarskrármálinu Ný stjórnarskrá Skúli Magnússon dósent við Lagadeild HÍ Hér er því ekki endilega um að ræða ein- hvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Sumri hallar, sumarleyfum lýkur og skólarnir hefjast. Lífið heldur áfram sinn vana- gang. Margt er þó öðruvísi en fyrir fáeinum misserum. Margt hefur færst til hins betra eins og margir verða varir við. Við höfum þó ekki enn jafnað okkur fyllilega eftir áföll efnahags- hrunsins. Vanskil eru enn óeðli- lega tíð þótt vísbendingar séu um að úr þeim kunni að draga á næstunni. Eitt af því sem breyst hefur eru viðhorf almennings til lífs- ins og tilverunnar eins og þau eru mæld af ýmsum ábyrgum aðilum. Flestar eru breyting- arnar ánægjulegar og bera vott um að Íslendingum líði almennt betur en fyrstu tvö árin eftir bankahrunið. Allt í kring- um okkur sjáum við merki um jákvæða þróun efnahagslífsins og vonir vakna um bættan hag og aukið fjárhagslegt öryggi. Þessi kennd á sér fótfestu í áþreifanlegum breytingum sem orðið hafa til batnaðar. Stjórn- arandstöðuflokkarnir virðast eiga afar erfitt með að sætta sig við þetta og reyna enn að telja þjóðinni trú um að hvítt sé svart og svart sé hvítt í málflutningi sínum. Vélin er hætt að hökta Það er gott að hafa hugfast að með hruninu minnkaði lands- framleiðslan um 13% og henni fylgdi ógnvænleg kaupmáttar- rýrnun og greiðsluerfiðleikar fyrirtækja og heimila. Í samfellt tvö ár hafa þessi mál verið að þróast til betri vegar og nú vant- ar okkur aðeins um 2,5 prósentu- stig til að landsframleiðsla verði jafnmikil og hún var á hátindi bóluhagkerfisins fyrir hrunið. Það markmið er vel innan seil- ingar. Þetta helst í hendur við minnkandi atvinnuleysi og auk- inn kaupmátt eins og allir geta kynnt sér í gögnum Hagstofu Íslands, Seðlabankans og Vinnu- málastofnunar. Fæst lönd geta státað af því að atvinnuleysi sé undir 5% eins og reyndin er hér á landi. Sama á við um hagvöxt- inn sem er nálægt þremur pró- sentum. Þá berast ánægjuleg tíð- indi af lækkun verðlags síðustu fjóra mánuði, en verðbólga síð- ustu 12 mánaða mælist nú 4,1%. En ef einhver er ekki viss um að breytingar hafi orðið til batnaðar er ágætt að rýna í það sem fólk hefur sjálft um ástand- ið að segja og hvernig það lítur á málin. Þess vegna eru ýmsir félagsvísar og mælingar á lífs- ánægju æði merkilegar. Það sem fólk segir sjálft Eurobarometer, eins konar þjóð- arpúls Evrópulandanna, hefur birt könnun meðal mismunandi þjóða þar sem spurt er hvort íbúar telji land sitt á réttri eða rangri leið. Um þetta var fjallað í netmiðlum í síðustu viku. Þar kom fram að fleiri Íslendingar telja nú samfélagið á réttri leið en rangri og fleiri Íslending- ar eru jákvæðir gagnvart sam- félagsþróuninni en íbúar flestra annarra Evrópulanda. Aðeins Svíar eru jákvæðari en Íslend- ingar í afstöðu sinni að þessu leyti. Um helmingur aðspurðra hér á landi telur nú að landið sé á réttri leið. Þetta kemur ágætlega heim og saman við aðra tegund mælingar sem Capacent hér á landi hefur gert á lífsmati og lífsánægju. Niðurstöðurnar eru áhugaverð- ar. Þeir sem eru mjög ánægðir og bjartsýnir, dafna m.ö.o., voru 43% svarenda árið 2010 en eru nú 65%. Fjölgun í þessum hópi er meiri en 50% frá árinu 2010. Sá hópur sem er í basli – er hvorki ánægður né óánægður – minnkar úr 53% í 32% svar- enda á sama tíma. Þeir sem eru í verstu stöðu og telja sig búa við þrengingar voru um 5% en hefur fækkað í tæplega 3% núna. Mikilvægi þess að draga úr ójöfnuði Þessar breytingar á viðhorf- um tala sínu máli og bæta þá mynd sem við þurfum að hafa af framvindunni. Hér er því ekki haldið fram að allt sé nú orðið eins og best verður á kosið. En á móti fullyrði ég að sú stefna sem ríkisstjórnin og þingmeirihluti Samfylkingar og VG hefur fylgt, hefur ein- mitt miðað að því að færa byrð- ar hrunsins á herðar hinna ríkari og um leið hlífa þeim sem lakar standa eftir megni. Aðgerðir hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og verja vel- ferðarkerfið. Vísbendingar og talnagögn um að dregið hafi úr ójöfnuði þeim sem hægrimenn ýttu undir fyrir hrun tala sínu máli. Við höfum náð eftirtektar- verðum árangri við að verja vel- ferðarkerfið og lífskjör þeirra sem veikast stóðu þegar hrun- ið skall á. Fólkið sem aldrei tók þátt í gróðabralli bóluhagkerf- isins en hefði án nokkurs vafa orðið harðast úti í afleiðingum hrunsins, ef hægrimenn hefðu verið við völd. Það hefur verið sérstakt markmið ríkisstjórnarinnar að draga úr ójöfnuði með því að beita skattkerfinu og bótakerf- inu og draga úr byrðum þeirra sem síst geta borið þær. Það hefur borið ríkulegan árang- ur. Árið 2010 vorum við loks í hópi þeirra 10 þjóða sem búa við minnstan ójöfnuð í heiminum en á árunum fyrir hrun stefndi Ísland hraðbyri í að verða eitt af mestu ójafnaðarlöndum okkar heimshluta. Fátt sýnir með áþreifanlegri hætti mun- inn á stjórnarstefnu velferðar- ríkisstjórnar Samfylkingar og VG og þeirra hægristjórna hér sem hafa starfað undir leiðsögn Sjálfstæðisflokksins. Hægrimönnum er í mun að láta aukna skatta á hina tekju- hæstu líta út sem almenna vax- andi skattpíningu. Það er auð- vitað fjarstæða. Reyndin er auk þess sú, að eftir því sem úr ójöfnuði dregur batnar líðan fólks og ekki aðeins það, því bætt lýðheilsa og minni tíðni glæpa virðist einnig haldast í hendur við minnkandi ójöfnuð. Við þetta staldra nú fræðimenn beggja vegna Atlantshafsins og Íslendingar finna í vaxandi mæli að þetta er rétta leiðin. ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK S: 464 1600 AKUREYRI REYKJAVÍK S: 569 1500 Í ÖLLUM STÆRÐUM Komið skilaboðunum á framfæri með stæl. Hægt er að setja allt að 16 skjái saman á einn vegg. SKJÁVEGGIR Meirihluti telur Ís- land á réttri leið Efnahagsmál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Það hefur verið sérstakt markmið ríkis- stjórnarinnar að draga úr ójöfnuði með því að beita skattkerfinu og bótakerf- inu og draga úr byrðum þeirra sem síst geta borið þær. Það hefur borið ríkulegan árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.