Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 8
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR8
Öllum atvinnugreinum
á að gera jafn hátt undir
höfði í nýju atvinnuvega-
og nýsköpunarráðu-
neyti. Með skipan þess
er brugðist við skýrslu
rannsóknarnefndar
Alþingis.
Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneyti tekur til starfa um
mánaðamótin. Segja má að með
því sé forn skipan endurvakin,
því í árdaga íslenskrar stjórn-
sýslu sátu atvinnumálaráð herrar
í ríkisstjórn.
Hið nýja ráðuneyti tekur yfir
verkefni sjávarútvegs- og land-
búnaðar-, iðnaðar- og efnahags-
og viðskiptaráðuneytisins að öllu
eða hluta. Steingrímur J. Sigfús-
son gegnir embætti atvinnuvega-
ráðherra. Hann segist sannfærður
um að breytingin sé til batnaðar.
„Eftir að hafa tekið þátt í
undir búningnum er ég enn sann-
færðari en áður um að þetta
er hárrétt ákvörðun og í raun
mjög tímabær
fyrir Ísland
einmitt núna.
Það er til bóta
að ná saman
á einum stað
í öflugu tæki
mál efnum alls
hins almenna
atvinnulífs.
Með því verða
atvinnu grein-
arnar gerðar jafn settar og
hægt verður að sinna sameigin-
legum málefnum þeirra allra með
öflugum hætti.“
Steingrímur segir að með
þessu sé verið að endurskipu-
leggja stjórnsýsluna í ljósi
nútímaaðstæðna í atvinnu lífinu,
þannig að skipulagið mótist ekki
af löngu liðnum tíma, heldur
stöðunni í dag og þörfum fram-
tíðarinnar. Meira jafnræði
skapist með atvinnugreinunum.
„Við getum tekið einhverja
mestu vaxtagrein íslensks
atvinnulífs undanfarin ár og
áratugi, ferðaþjónustuna. Það
hefur aldrei verið til ráðuneyti
ferðamála, þó þeim hafi alltaf
verið sinnt í þeim ráðu neytum
sem með þau hafa farið á hverj-
um tíma. Þá er verslunin mjög
mikil væg atvinnugrein, en hefur
ekki kannski beinlínis verið sett
upp sem slík í skipulagi stjórnar-
ráðsins. Hinar skapandi greinar
munu einnig eiga sinn fulltrúa
í þessu nýja skipulagi, og svo
mætti lengi telja.“
Rannsóknarskýrsla Alþingis
setti út á smæð stofnana í
íslensku stjórnkerfi, sem og
skýrsla Gunnars Helga Krist-
inssonar, prófessors við Háskóla
Íslands, um stjórnarráðið. Stein-
grímur segir að brugðist sé við
þeim athugasemdum með þessum
breytingum.
„Veikleikar íslenskrar stjórn-
sýslu voru allt of margar, smáar
og dreifðar einingar sem unnu
ekki saman með nægilega skil-
virkum hætti. Við því er meðal
annars brugðist með þessum
breytingum.“
Atvinnuvegirnir
í eitt ráðuneyti
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti (UAR)
■ Rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og ráðgjöf
um nýtingu.
Veiðimálastofnun sem heyrir til sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðueytis (SLR) nú verður flutt til
umhverfis- og auðlindaráðuneytis en aðkoma
atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis tryggð í
tengslum við ráðgjafarráð.
■ Grunnrannsóknir á jarð-
rænum auðlindum á landi og
á hafsbotni, öðrum en olíu,
og ráðgjöf um nýtingu þeirra.
Ábyrgð á rannsóknum
færist frá núverandi SLR til
umhverfis- og auðlindaráðu-
neytis. Íslenskar orkurann-
sóknir (ÍSOR) og Jarðhitaskóli
Sameinuðu þjóðanna flytjast
frá SLR til umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins.
■ Skógræktarmál, þ.e. Skógrækt ríkisins og
landshlutabundin skógræktarverkefni.
Skógræktarmálefni hafa hingað til verið á ábyrgð
tveggja ráðuneyta. Landshlutabundin skógræktar-
verkefni sem heyrt hafa undir SLR verða við
breytingarnar sameinuð málefnum skógræktar
(Skógrækt ríkisins) sem eru í núverandi um-
hverfis ráðuneyti.
■ Rammaáætlun um vernd og nýtingu orku-
vinnslusvæða.
Færist frá iðnaðarráðuneyti til umhverfis- og
auðlinda ráðuneytis.
■ Skilgreiningar á viðmiðum um sjálfbæra
nýtingu auðlinda og eftirlitsviðmið til að treysta
sjálfbærni.
Þetta er nýtt verkefni sem mun tilheyra
umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
(ANR)
■ Rannsóknir á fiskistofnum og lifandi auðlindum
hafsins og ákvörðun um nýtingu þeirra.
Hafrannsóknarstofnun mun tilheyra atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu en aukið samráð
og samstarf verður milli þess og umhverfis- og
auðlindaráðuneytis vegna auðlindarinnar.
■ Rekstur fyrirtækja og félagaskráa.
Verður færður frá núverandi fjármálaráðuneyti til
atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis enda mun
síðarnefnda ráðuneytið bera ábyrgð á félagarétti
og viðskiptamálum.
■ Byggðamál.
Eru nú á ábyrgð iðnaðarráðuneytis. Þau verða
fyrst um sinn hjá atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneyti en stofnaður verður starfshópur undir
stjórn forsætisráðuneytisins sem skila mun til-
lögum í desember 2012 um framtíðarstaðsetningu
innan Stjórnarráðsins.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR)
■ Umsýsla jarðeigna ríkisins og jarðasjóður.
Verkefnið sem sinnt hefur verið í SLR fer til fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins og sameinast
þar annarri eignaumsýslu ríkisins. Einungis er
um að ræða eignaumsýslu en ekki jarðalög eða
ábúðarlög en umsjón með þeim mun flytjast til
atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytis.
■ Málefni Hagstofu Íslands og Seðlabanka.
Málefni Hagstofu og Seðlabanka sem áður heyrðu
undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið munu
heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneyti.
FRÉTTASKÝRING: Breytingar á stjórnarráði
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
1. Hvaða húsgagnafyrirtæki mun
jafnvel koma að hóteli við Hörpuna?
2. Við hverja mun íslenska karlalið-
ið í knattspyrnu leika í næstu viku?
3. Við hvaða götu í Kópavogi eru
eldri borgarar í þjónustublokk nú
án nothæfrar lyftu?
SVÖR:
1. IKEA. 2. Norðmenn. 3. Kópavogsbraut.
Skipting málaflokka
Breytingar verða einnig á verkefnum umhverfisráðuneytisins sem mun heita umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Verkaskipting ráðuneytanna byggir í megin-
atriðum á því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með rannsóknir og ráðgjöf varðandi auðlindir, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun fara
með ákvörðun um nýtingu í atvinnuskyni og stjórnun hennar. Þá flytjast verkefni efnahags- og viðskiptaráðuneytisins á sviði viðskipta og fjármálamarkaðar
til fjármálaráðuneytisins og til verður fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist
alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar
VEISTU SVARIÐ?
• High-Tech Polyethlen-akrýl efni
• Langtíma yfi rborðsvörn
• Einstök UV vörn
• Háglans án póleringar
• Hreinsar og ver í einni umferð
Bílasmiðurinn hf · Bildshöfða 16
sími: 5672330
ALLT SEM
Þú ÞARFT
NANO-TECH BÍLABÓN
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu
byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Sími: 580 5600 - plastprent.is
Til afgreiðslu strax
Sérfræðingar í umbúðalausnum
Lyftigeta: 2500 kg.
VANDAÐIR
STERKAR - EINFALDAR - ÞÆGILEGAR
Bretta-
strekkivélar
Pallettutjakkar