Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 44
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR28 Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefj- andi að vera rithöfundur,“ segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sög- urnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpa- menn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpa- sagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngu- menn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikil vægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa.“ Það var vinur Adler-Olsen, leik- stjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Spennu- frekar en glæpasögur „Ég hafði ekki áhuga á að skrifa hefðbundna glæpaseríu sem fjallaði um lögreglumenn að störf- um. Mér fannst það of heftandi. Þess vegna bjó ég til Deild Q, deild sem fæst við óupplýst saka- mál og fær því öðruvísi viðfangs- efni og vinnur með öðrum hætti en lögreglan gerir. Bækurnar eru kannski frekar spennusög- ur en glæpasögur, söguhetjurnar keppast við að koma í veg fyrir glæpi sem rígheldur lesendum allt til söguloka.“ Hver saga stendur vitanlega sjálfstætt en eftir því sem flokknum vindur fram munu lesendur fá að vita meira um aðal- persónurnar. „Ég legg mikla vinnu í plottið sem er undirliggjandi og segir sögu þeirra þriggja. Þau eru öll flóknir persónuleikar eins og kemur æ betur í ljós eftir því sem bókunum fjölgar en líkast til verða þær tíu. Nema lesendur fái nóg af Deild Q, þá fer ég kannski bara að skrifa erótískar skáldsögur,“ segir hann og hlær. Áður hafði Adler- Olsen sent frá sér þrjár bækur sem gerast á alþjóðlegum vettvangi en það var fyrst með bókunum um Deild Q sem hann sló í gegn svo eftir var tekið. Hann hefur verið þaul sætinn á metsölulistum á Norður- löndum, í Þýskalandi og nýverið komst hann fyrstur Dana um ára- tugaskeið inn á metsölulista New York Times. Velgengninni hafa fylgt mikil ferðalög en að Íslands- heimsókn lokinni ætlar Adler- Olsen að setjast við skriftir og halda áfram með fimmtu bókina um Deild Q: „Ég er langt á eftir áætlun með hana satt best að segja. En maður verður að sinna lesendum og mörkuðum sem eru mikilvægir eins og til dæmis Þýskalandi og Bandaríkjunum. Og ég er satt best að segja mjög ánægður með að vera kominn til Íslands loksins. Þið lesið svo mikið sem hefur alltaf heillað mig.“ Ræktaði alla hæfileikana Þetta er fyrsta heimsókn Adler- Olsen síðan hann gerðist rit- höfundur en hann átti afar fjöl- breyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teikni- myndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn.“ Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónu- sköpun og skáldsagna- smíð. „Ég sæki inn- blástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast.“ Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagna- höfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bók- menntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi.“ Adler-Olsen kemur fram á höf- undakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is 28 menning@frettabladid.is Bækur ★★★ ★★ Steinblóð Johan Theorin. Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir þýddi. Undirheimar Álfar og klámtröll Bækur hins sænska Johans Theorin, Hvarfið og Náttbál, komu eins og ferskur svali af hafi inn í norræna glæpasagnaflóru. Sögusviðið er Öland og glæpirnir eru óvenjulegir, engin súperlögga í aðal- hlutverki, ellilífeyrisþegar leika stórt hlutverk við lausn gátanna og áherslan er allt eins mikil á að lýsa sögu, sögnum og mannlífi eyjunnar eins og að leita að lausn sakamála. Steinblóð sver sig í sömu ætt og má eigin- lega segja að hinn eiginlegi glæpur sé hálfgert aukaatriði. Aðalpersónurnar tvær, Per Mörner og Vendela Larsson, leita hvor um sig að lausn frá þrúgun æskuáranna og sátt við óbilgjarna feður sem hvor um sig tengist ólíkum glæpum. Þjóðsögur um álfa, dverga og aðrar vættir eyjunnar koma sterkt fram og á köflum líður lesanda eins og sögusviðið hljóti eiginlega að vera Ísland en ekki hið sænska Öland. Theorin er frábær sögumaður og sögurnar tvær fléttast eðlilega saman án þess þó að á þeim sé sjáanlegur neinn snertiflötur lengi framan af. Persónuleg vandamál Pers og Vendelu virðast heldur ekki lík að neinu leyti, en eiga þó sameiginlega hina óuppgerðu reiði í garð feðranna og bagga frá óvenjulegri æsku. Inn í söguna blandast ellilífeyrisþeginn Gerlof Davidsson sem við þekkjum úr fyrri bókum Theorins, en hér er hann í algjöru auka- hlutverki, næstum eins og Hitchcock í eigin myndum, og skemmir frekar hrynjandina í frásögninni en að bæta einhverju við hana. Í miðju glæpsins sem sagan öðrum þræði fjallar um er klámiðnaðurinn sænski og þau áhrif sem störf í kringum hann hafa á nánustu fjölskyldu klámbarónanna, áhugaverð nálgun sem sýnir hversu ólíkur Theorin er öðrum glæpasagnahöfundum. Hvarflar jafnvel að manni að glæpirnir í sögum hans séu einhvers konar sölutrikk svo hægt sé að setja bækurnar í krimmaflokkinn sem dæmin sanna að tryggir betri sölu en á „venjulegum“ skáldsögum. Slíkt er þó algjör óþarfi því Theorin er höfundur sem kann að vekja og halda athygli lesenda frá upphafi til enda án þess að til komi nokkur hasar eða senseisjónalismi. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Mögnuð skáldsaga með glæpaívafi sem sannar enn sérstöðu Theorins á norrænum glæpasagnamarkaði. Borgarinnan, leikrit Sögu Jóns- dóttur leikkonu, verður frumsýnt í kvöld í Samkomuhúsinu á Akur- eyri. Það fjallar um kven skörunginn Vilhelmínu Lever sem setti svip sinn á Akureyri á 19. öld, barðist gegn karlaveldinu og rak veitinga- sölu, verslun og gistiþjónustu fyrir ferðamenn. Kaus meira að segja til bæjarstjórnar löngu áður en konur fengu kosningarétt. Leikhópur sem kallar sig Litla kompaníið stendur að sýningunni undir stjórn höfund- arins Sögu. Aðeins fáar sýningar eru fyrirhugaðar, því húsið er upp- tekið vegna annarra verkefna. - gun Saga skörungs sýnd LITLA KOMPANÍIÐ Hluti hópsins sem stendur að sýningunni við Laxdalshús sem var heimili Vilhelmínu um tíma. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. önn 2. önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Ú T L I T S - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning Svala, stílisti Í starfi mínu í kvenfataverslun nýtist námið mér mjög vel því ég get sagt viðskiptavinum hvaða snið hentar og hvaða litir. Einnig er ég að hanna og sauma föt, eftir útskrift hefur námið hjálpar mér mikið í saumaskapnum. Aukalega hef ég haldið förðunarnámskeið, snyrtikynningar og fleira tengt stílistun, þetta er nám sem ég mæli eindregið með. The Academy of Colour and Style og Kvikmyndaskóli Íslands hafa hafið samstarf sín á milli, sem felst í því að nemendur í innanhússtílistanámi og útlits- og förðunar- námi koma að verkefnum nemenda í Kvikmyndaskólanum. Nemendur í útlits- og förðunarnáminu vinna að búningagerð og förðun fyrir verkefni í skólanum en nemendur í innanhússtílistanáminu aðstoða við þróun á leikmynd og útfærslu hennar. The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og förðun. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Í október hefjast tökur á fyrstu myndinni um Deild Q þar sem danski stórleikarinn Nikolaj Lie Kaas fer með hlut- verk Carls Mørck. „Þetta er viðkvæmt mál fyrir mig þó það ætti ekki að vera það. Ég hef unnið við kvikmyndir og veit að þær eru eitt og bækurnar annað en núna þegar bæk- urnar eru orðnar svona vinsælar þá er ég dauðstressaður yfir því hvaða tökum sögurnar og söguhetjurnar verða teknar í kvikmyndunum,“ segir Adler-Olsen. Samið hefur verið um réttinn til að kvikmynda fyrstu fjórar bækurnar í flokknum við danska stórfyrirtækið Zentropa. „Sjáum til hvort þeir fá réttinn að hinum,“ bætir hann brosandi við. KVIKMYNDIRNAR STRESSA Les aldrei glæpasögur JUSSI ADLER-OLSEN Í nokkurra daga Íslandsheimsókn ætlar höfundurinn meðal annars að ræða höfundarverk sitt í Norræna húsinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞETTA VIL ÉG SJÁ Sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum íslenskum barnabókum opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag. Frumritin eru til sýnis eins og um málverkasýningu sé að ræða en einnig eru bækurnar sem myndirnar birtast í til sýnis. Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.