Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGAtvinnumiðlun og ráðgjöf FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 20128 HVAÐ MEÐ FERILSKRÁNA? Þegar sótt er um vinnu skiptir miklu máli að vera með vandaða ferilskrá, sérstaklega ef starfið er eftirsótt. Útlitið skiptir máli. Passið upp á línubil og leturgerð. Það er ekki töff að nota Comic Sans. Ef fylgiskjöl eru með ferilskránni, reynið að hafa þau í sama stíl og á sams konar pappír. Tengið hæfni við starfið sem sótt er um. Ekki eyða plássi í að nefna garðyrkjustörf ef sótt er um verslunarstjórastöðu. Aðlagið ferilskrána að hverju starfi, hverju sinni. Passið ykkur á stórum götum í tímalínunni. Ef þið voruð ekki á vinnumarkaði í ákveðinn tíma er ágætt að taka fram hvað þið voruð að gera á meðan, hvort sem það var umönnun ættingja eða heimsreisa. Atvinnurekendur eiga auðvelt með að fylla í götin með ímyndunaraflinu og telja ykkur mögulega hafa eitthvað að fela. Hafið ártöl aftast í upp- talningunni, starfsheitið skiptir meira máli. Að lokum er gott að hafa í huga að ráðningarstjórinn er líklega ekki að lesa ferilskrár sér til skemmtunar. Reynið að hafa text- ann hnitmiðaðan og grípandi. Þið eruð ekki einu umsækjendurnir. Það er ekki sama hvernig maður klæðist þegar sótt er um vinnu. Fatnaðurinn er hluti af sjálfum þér og er mikilvægur þáttur í atvinnuviðtali. Of frjálslegur klæðnaður getur orðið til þess að viðkomandi einstaklingur sé ekki tekinn nægilega alvarlega til að fá starfið. Svart eða fjólublátt naglalakk, hringur í nefi og augsýnilegt húðflúr getur farið fyrir brjóstið á sumum stjórnendum. Mikið fleginn kvenbolur getur sömuleiðis truflað atvinnusamtalið. Sum fyrirtæki hafa fatareglur. Gott er að spyrjast fyrir um slíkar reglur áður en farið er í viðtalið. Ef atvinnuleitandi veit að hverju hann gengur þegar haldið er í starfsviðtal verður samtalið öruggara og betra. Litur á fatnaðinum getur skipt máli. Mjúkir litir henta vel á fatn- aði sé verið að sækja um vinnu við félagslega þjónustu á meðan dökkblár litur er bestur þegar sótt er um í banka eða tryggingafélagi. FÖTIN SKIPTA MÁLI Í ATVINNULEIT ATVINNUMIÐLUN ÁÐUR FYRR Elstu heimildir um atvinnu- miðlun eru frá árinu 1650. Bretinn Henry Robinson kom fram með tillögur að stofnun sem hefði það hlutverk að tengja saman vinnuveitendur og atvinnuleit- endur. Breska þingið hafnaði tillögum hans en sjálfur reyndi hann í skamman tíma við slíkan rekstur. Fyrsta atvinnumiðlunin á vegum hins opinbera tók til starfa í London í Englandi árið 1893 og næstu árin um allt England. Í Banda ríkjunum tók sams konar þjónusta til starfa árið 1933. Fyrsta einkarekna atvinnumiðlunin í Bandaríkjunum var þó sett á fót mun fyrr eða árið 1893. Nokkrum árum síðar opnaði önnur einkarekin atvinnu- miðlun í San Francisco í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð á þeim slóðum. Alþjóðavinnumála- stofnunin taldi lengi vel einka- reknar atvinnumiðlanir vera á mörkum þess að vera löglegar. Hún hvatti í staðinn til þess að atvinnumiðlanir yrðu allar reknar af hinu opinbera. HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Ráðningarþjónusta RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Leitar þú að starfsmanni? HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga. Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma 561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Sérskrifaður hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Ekkert staðfestingargjald Við leggjum áherslu á að rækta árangursríkt og ánægjulegt langtímasamband við viðskiptavini okkar og því greiðir þú ekkert ef ekki verður af ráðningu. Fjöldi hæfra umsækjenda Fjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið. Fjölbreyttar þjónustuleiðir Í boði eru fjölbreyttar þjónustuleiðir sniðnar að þörfum og væntingum viðskiptavina okkar. Þú finnur lausnina hjá okkur. Reynsla og þekking Hjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna- mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun. Sanngjarnt verð Bjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð! HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks. Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.: HH Ráðgjöf veitir við-skiptavinum sínum hei lda rlausn i r á sviði ráðninga og mannauðsmála. „Með það að markmiði höfum við þróað ýmsar þjónustuleiðir til þess að uppfylla hinar mismun- andi þarfir fyrirtækja er kemur að ráðningum og mannauðsmálum og hefur það mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Hulda Helgadóttir, framkvæmdastjóri HH Ráðgjafar. Hulda segir þetta, ásamt öðru, hafa leitt til þess að fyrirtæki haldi mikilli tryggð við HH Ráðgjöf. „Öll okkar þjónusta tekur mið af því að rækta langtímasamband milli okkar og viðskiptavinarins, því þannig lærum við að þekkja þarf- ir hans sífellt betur. Við höfum einnig átt því láni að fagna að at- vinnuleitendur hafa leitað mikið til okkar enda er ýmiss konar þjón- usta í boði og má þar nefna aðstoð við gerð ferilskrár sem getur haft mikla þýðingu í atvinnuleitinni. Í dag erum við með hátt í fimmtán þúsund einstaklinga á skrá og erum við þá að tala um bæði einstaklinga án atvinnu og þá sem eru að hugsa sér til hreyfings.“ „Mikil áhersla er lögð á að starfsmenn fyrirtækisins fái alla þá þjálfun sem er í boði. Einungis eru ráðnir til starfa einstak lingar með mikla þekkingu og reynslu á því sviði sem þeir starfa við hjá HH Ráðgjöf. Enn fremur hefur það verið okkur mikið kappsmál að nýta tæknina til fulls og var af þeim sökum sérskrifaður hugbún- aður fenginn fyrir ráðningarþjón- ustuna. Hugbúnaðurinn hefur verulega þýðingu varðandi gæði þjónustunnar og gerir okkur kleift að finna á mun markvissari hátt en ella rétta einstaklinginn fyrir rétta starfið. Einnig hefur mælst ákaflega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sú stefna að vinna hratt og örugg- lega og þannig hraða ráðningarferli eins og unnt er,“ segir Hulda. Viðskiptavinir HH Ráðgjafar eru fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum og fjölbreytni starfaframboðsins endurspeglar það. Heildarlausnir á sviði ráðn- inga og mannauðsstjórnunar HH Ráðgjöf er ráðningarfyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 2005. Fyrirtækið er í einkaeigu og eru fagmennska, persónuleg þjónusta og vönduð vinnubrögð einkunnarorð þess. Hulda Helgadóttir, framkvæmdastjóri HH Ráðgjafar. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.