Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGAtvinnumiðlun og ráðgjöf FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 20126 Guðlaugur Örn segir að Hugtak sé í raun alhliða ráðningar- og ráðgjafar- fyrirtæki. „Annars vegar er þetta hefðbundið ráðningarfyrirtæki en hins vegar veitum við víðtæka fyrirtækjaþjónustu á sviði starfs- mannamála. Við bjóðum upp á nokkuð fjölbreytta þjónustu og sem dæmi má nefna ýmsar leiðir til að auka virkni og frammi- stöðu starfsmanna, efla stjórn- endur og leiðtoga, veita þarfa- greiningu og hanna sérsniðin inngrip fyrir vinnustaði,“ greinir hann frá. „Þar fyrir utan bjóðum við ýmiss konar liðsheildarvinnu, kannanir, þjálfun og fræðslu, stefnumótun og innleiðingu ör- yggismenningar á vinnustöðum og aukningu öryggishegðunar. Auk þess höfum við haldið fjöl- mörg námskeið og vinnusmiðjur fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eftir- spurn hefur verið að aukast mikið eftir þeim námskeiðum sem við bjóðum upp á,“ segir Guð laugur enn fremur. „Ekki má gleyma að meðal ráðgjafa er sálfræðingur sem veitir persónulega ráðgjöf innan fyrirtækja. Má þar nefna hvernig á að takast á við vinnu- streitu eða einelti á vinnustað sem og önnur skyld vandamál.“ Aukin öryggishegðun „Hér á landi taka flest öll fyrirtæki öryggi starfsmanna sinna föstum tökum,“ segir Jóhanna Ella og bætir við að sem betur fer uppfylli f lestir vinnustaðir öryggisstaðla og hafi viðeigandi öryggisbúnað. „Hins vegar þarf vinnuum hverfið og vinnustaðurinn að vera þess eðlis að hann ýti undir að starfs- menn fylgi öryggisreglum og leiði til aukinnar öryggishegðunar. Rétt innleiðing öryggis menningar með ákveðnum áherslum, eins og skuldbindingu stjórnenda og þátttöku starfsmanna er nauð- synleg í slíkum tilfellum. Við höfum haldið námskeið varð- andi öryggis hegðun og tekið þátt í að innleiða kerfi í fyrirtækjum með því markmiði að auka ör- yggishegðun starfsmanna. Þessi þjónusta byggir á hegðunarvís- indum, lögmálum hegðunar, sem hefur sannað virkni sína í gegnum tíðina og mun virka áfram.“ Stór og smá verkefni Hugtak býður fyrirtækjum að út- hýsa stórum sem smáum verk- efnum sem varða starfsmanna- málin. „Við bjóðum meðal annars upp á þjónustuleiðina Starfs- mannastjóri til leigu en þar býðst fyrirtækjum að úthýsa þeim verk- efnum sem snúa að starfsmanna- málum og ekki gefst tími til að sinna eins vel og fyrir tækin vilja. Þetta geta verið jafnt stór sem smá verkefni. Við höfum til dæmis haldið utan um allar ráðningar fyrir viðskiptavini á meðan aðrir kjósa að láta okkur sjá um starfs- mannakannanir. Þá sjáum við einnig um viðskipta- og þjónustu- kannanir, stefnumótun og árang- ursmælingar, vinnu smiðjur og námskeið. Auk þess að bjóða upp á þjónustu sem kallast Ráðgjafi til leigu þar sem við bjóðum ráðgjafa í afmörkuð verkefni innan fyrir- tækja og Fræðslustjóri til leigu sem er í raun það sem nafnið gefur til kynna,“ útskýrir Guð- laugur. Hugtak er til húsa að Hlíða smára 6 í Kópavogi, sími: 571-5000. Heimasíða: www.hugtak.is. Auka virkni og hæfni starfsmanna og stjórnenda Fyrirtækið Hugtak – mannauðsráðgjöf var stofnað árið 2010. Eigendur þess eru hjónin Jóhanna Ella vinnusálfræðingur og Guðlaugur Örn viðskiptafræðingur. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á víðtæka fyrirtækjaþjónustu á sviði starfsmannamála og að sýna fram á mælanlegan árangur. Guðlaugur Örn og Jóhanna Ella á skrifstofu Hugtaks í Kópavogi. Engin almenn skýring hefur fengist á því hvers vegna konur nefna lægri tölu en karlar þegar þær ráða sig í vinnu. VR gerir reglulega launakann- anir og samkvæmt því sem segir á heimasíðu félagsins hækkuðu laun félagsmanna í VR um 4,5% á síðasta ári. „Launamunur kynjanna er óbreyttur á milli ára, konur eru með 15,3% lægri heildar laun en karlar. Frá árinu 2001 hefur munurinn á heildar- launum kynjanna minnkað úr 19,7% í 15,3% og kyn bundinn launamunur hefur minnkað úr 13,8% árið 2001 í 10,6% í ár. Launamunurinn hefur því dregist saman um 22% – 23% á einum áratug, eftir því hvort litið sé til heildarlauna eða kynbund- ins launamunar,“ segir á vef VR. Heildarlaun karla í fullu starfi eru tæplega 484 þúsund krónur á mánuði að meðaltali, samkvæmt launakönnun VR, en heildar- laun kvenna rúmlega 409 þús- und krónur að meðaltali. Þeir sem starfa við starfs- mannaráðgjöf segja það kúnst að verðleggja sig. Betra sé að nefna of háa tölu en of lága. Hægt er að undirbúa sig fyrir atvinnuvið- tal og nauðsynlegt að vera með ákveðnar launahugmyndir áður en sótt er um starf. Konur eru gjarnari á að draga úr styrkleika sínum í starfsviðtali fremur en karlar. Sjálfstraust er nauðsyn- legt þegar sótt er um vinnu. Konur eru því miður fáar í stjórnun fyrirtækja og stjórn- unarstöðum. Félag kvenna í at- vinnurekstri hefur barist fyrir því að auka veg þeirra hjá fyrir- tækjum. Markmið félagsins er meðal annars að auka sýnileika og tækifæri kvenna í viðskipta- lífinu og stuðla að virðingu og verðskuldaðri athygli samfélags- ins á framlagi fyrirtækja sem rekin eru af konum. Þá leggja þær áherslu á að hvetja konur til frumkvöðlastarfa. Á undanförnum árum hefur aukist að tekin sé upp ákveðin starfsmannastefna og starfs- mat í stærri fyrirtækjum. Starfs- mönnum er gefinn kostur á endurmenntun og v iðhorfs- kannanir innan stofnana eru framkvæmdar reglulega. Starfs- menn eiga auk þess kost á að fara í sérstakt starfsmannaviðtal einu sinni á ári. Kvennabaráttan hefur ekki skilað jafnrétti í launum Þrátt fyrir áralanga baráttu kvenna til að útrýma kynbundnum launamun er enn langt í land með að konur nái sömu launum og karlar. Talið er að konur fari fram á 25-30% lægri laun en karlar þegar þær fara í launaviðtal eða sækja um vinnu. Konum hefur ekki enn tekist að minnka kynbundið launamisrétti þrátt fyrir áratuga baráttu. Launabilið hefur þó minnkað lítillega. Flóra, félag mannauðsstjóra á Íslandi, var stofnað árið 2011 og telur um 100 starfs- manna- og mannauðsstjóra á Ís- landi. Helsta hlutverk félagsins er að efla fagmennsku í þágu ís- lensks atvinnulífs. Flóra stendur fyrir árlegum mannauðsdegi sem fram fer í ár þann 19. septem- ber næstkomandi á Hótel Hilton Nordica. Elfa Hrönn Guðmunds- dóttir, formaður Flóru og starfs- mannastjóri Landsnets, segir marga áhugaverða og spennandi fyrirlestra vera í boði. „Mann- auðsstjórar eru að takast á við ólík mál, bæði skemmtileg og krefjandi. Fyrirlestrarnir á mann- auðsdeginum eru fjölbreyttir og spanna þau viðfangsefni sem mannauðsstjórar eru að fást við í dag.“ Yfirskrift dagsins er „Mann- auðsmál í takt við tímann“ og eru mannauðsstjórar, sérfræðingar í mannauðsmálum og fræðimenn á sviði mannauðsmála á meðal fyrirlesara. Aðalf yrirlesari dagsins er Bretinn Paul R. Sparrow sem mun fjalla um þær erfiðu áskor- anir sem blasa við mannauðs- stjórum í atvinnulífinu í dag. Að auki verða fjölmargir fyrirlestrar í boði og nefnir Elfa Hrönn sem dæmi fyrirlestur um samfélags- miðlana sem nefnist Samfélags- miðlabyltingin er mannauðs- bylting sem Stefán H. Hagalín og Ægir Már Þórisson frá Adv- ania halda. „Einnig mun sál- fræðingurinn Þórkatla Aðal- steinsdóttir frá Lífi og sál fjalla um samskipti á vinnustað undir heitinu Samskipti á vinnustað – streituvaldur eða uppspretta fag- mennsku og gleði? og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Lands- bankans, mun fjalla um hlutverk mannauðsdeilda við innleiðingu stefnu. Auk þess mun Hildur Arnars Ólafsdóttir frá Actavis flytja erindi sem ber yfirskriftina Fræðsla til eflingar mannauðs.“ Nánari upplýsingar má finna á www.mannaudsstjorar.is. Árlegur mann- auðsdagur Félag mannauðsstjóra á Íslandi stendur fyrir árlegum mannauðsdegi í september. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra er í boði. Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, formaður Flóru og starfsmannastjóri Landsnets. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.