Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Ásdís Sveinsdóttir ökukennari byrjaði í sumar að hekla pínu-litlar eftirmyndir af Converse-
strigaskóm. „Ég þurfti að fara í aðgerð í
byrjun sumars og var rúmföst í nokkra
daga. Ég þarf helst alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni þannig að ég þurfti að
finna mér verkefni þessa daga sem ég lá
fyrir. Ég hafði stuttu áður séð mynd af
svona skóm í saumaklúbbi hjá vinkonu
minni og ákvað að prófa,“ segir Ásdís.
Saumaklúbbur Ásdísar hefur það
að skilyrði að meðlimir hans þurfa að
hafa einhver verkefni þegar þær hittast.
„Það þarf að hafa eitthvað á prjónunum
eða hafa eitthvað annað handavinnu-
verkefni að grípa í. Við hittumst ekki
bara til að fá okkur eitthvað gott að
borða og blaðra, þótt það sé yfirleitt
gert líka.“
Að undanförnu hefur verkefni Ás-
dísar verið litlu hekluðu Converse-
skórnir en hún hefur aðallega verið að
gefa þá sem sængurgjafir. „Mér hafa
reyndar borist nokkrar fyrirspurnir frá
fólki um að fá að kaupa skóna og hef
selt fjögur pör. Ég hef gert þá í rauðu,
bláu og svörtu og nú bíður par tilbúið
fyrir eina litla frænku. Svo bíð ég bara
eftir litlum frændum og frænkum til að
hekla á því við erum sex systurnar og
því von á stækkandi fjölskyldu þegar
barnabörnin fara að koma,“ segir hún.
Hekluðu skórnir eru nákvæm eftir-
mynd Converse-strigaskónna sem hafa
verið mjög vinsælir að undanförnu. „Ég
fann uppskrift á netinu og skoðaði skó
dóttur minnar. Það var erfiðast að finna
réttu reimarnar en ég endaði á því að
klippa venjulegar reimar í tvennt og
setja lím á endann á þeim. Það er nú
ekki svo mikil vinna í þessu, ætli ég sé
ekki í um það bil tvo klukkutíma með
parið ef ég sit við verkið. Ég hef reynt
að fikra mig áfram með að gera hekluðu
skóna á stærri börn en ég held að þeir
séu flottastir svona litlir, á alveg ný-
fædd börn til um það bil sex mánaða.“
Aðspurð segist hún sjálf ekki eiga
hina vinsælu Converse-skó. „Ég er bara
ekki svo mikill unglingur í mér og ekki
alveg svoleiðis týpa,“ segir Ásdís og
hlær.
■ lilja.bjork@365.is
PÍNULITLIR CONVERSE
LITLAR EFTIRMYNDIR Ásdís Sveinsdóttir heklar nákvæmar eftirmyndir af
Converse-strigaskóm og gefur í sængurgjafir. Í saumaklúbbnum hennar er
skylda að hafa einhver handavinnuverkefni.
HANNYRÐAKONA
Ásdís hefur undanfarnar
vikur heklað litla striga-
skó. Orðspor hennar í
heklinu er að breiðast
út því hún hefur fengið
nokkrar fyrirspurnir frá
ókunnugu fólki varðandi
skóna. MYND/STEFÁN
ALVEG EINS
Litlu Converse-skórnir
eru ofsalega krúttlegir
og alveg eins og fyrir-
myndin.
Jurtalitun hefur notið vaxandi vinsælda
undanfarin ár. Þorgerður Hlöðversdóttir
listgreinakennari og Sigrún Helgadóttir,
líf- og umhverfisfræðingur, hafa sinnt
þessari aldagömlu hefð sem stunduð
hefur verið á Íslandi frá því að land
byggðist.
Litirnir eru unnir úr íslenskum jurtum
sem fengnar eru úr náttúru landsins.
„Við notum til dæmis birki, blágresi og
beitilyng við litunina. Þá er farið út í
náttúruna og náð í plönturnar og þær
soðnar til að ná úr þeim litarefninu.
Síðan er ullin, sem meðhöndluð hefur
verið með alúni til að festa litinn, látin
liggja í litunarleginum við 90 gráður í
klukkutíma. Jurtaliti er einungis hægt
að nota til að lita náttúruleg efni eins
og ull, silki, bómull eða hör.“ Spurð um
litaúrvalið segir Þorgerður litina úr ís-
lenskri náttúru flesta gul- eða gulgræn-
leita. „Það sem er svo heillandi er hve
vel litirnir tóna hver við annan, líkt og í
náttúrunni. En ef við viljum fá sterkari
liti eins og bláan eða rauðan þá notum
við erlend litarefni svo sem indigo og
kaktuslús.“
Árið 2010 kom út bókin Foldarskart
í ull og fat eftir þær stöllur. Einnig hafa
þær staðið fyrir námskeiðum í jurta-
litun á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins
og merkja verulega aukningu á áhuga
fólks á jurtalitun undanfarin ár. Vilji fólk
kynna sér jurtalitun nánar er ýmsan
fróðleik að nálgast á heimasíðu þeirra
www.jurtalitun.blogspot.com eða á
Facebook undir Jurtalitun – Foldarskart
í ull og fat. ■ vidir@365.is
FALLEGIR, ÍSLENSKIR JURTALITIR
Í jurtaríki landsins finnast margir litir sem nota má til litunar ýmissa efna.
Þorgerður Hlöðversdóttir hefur stundað þessa aldagömlu iðju um tíð.
REGNBOGADANS
Jurtaliti er hægt að nota
til að lita náttúruleg efni
eins og ull, silki, bómull
og hör.
Fatahönnuðurinn Isabella Marant átti þá snilldarhugmynd að búa til
háhæla strigaskó sem nú tröllríða öllu. Með þeim er hægt að upplifa
frelsið og þann hversdagsleika sem felst í því að klæðast strigaskóm
og ná sér í smá upphækkun og glæsileika í leiðinni. Isabella
er þekkt fyrir að hanna föt fyrir athafnasamar konur á
framabraut. Eða eins og hún sjálf lýsir einkennum hönn-
unar sinnar: „Fyrir konur sem vilja hafa sterkan persónu-
leika án þess að vera uppstrílaðar. Fyrir konur sem vilja
vera öðruvísi á lágstemmdan hátt. Fyrir konur sem
vilja líða vel í fötunum sem þær klæðast án
þess að reyna of mikið.“
HÁTT UPPI Á STRIGASKÓM
■ FLOTTUR HÖNNUÐUR
TÍSKA
Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22
NÝ
SENDING
AF DRÖGTUM OG BUXUM!
Skipholti 29b • S. 551 0770
www.enskafyriralla.is
Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga.
Enskuskóli Erlu Ara
Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra
komna. Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest
konur á aldrinum 40 ára og eldri.
Við bjóðum upp á: 10 getustig með áherslu á tal. Styrkt af starfsmenntasjóðum.
Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com
Þú ert velkominn í heimsókn og tekur ákvörðum eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt.
Ferðaskipuleggjandi
ÞÚSUNDIR
MYNDBANDA
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag