Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 54
38 30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR Þagmælska er lykilatriði ef fólk ætlar að starfa við erlendar stórmyndir hér á landi. Skrifa þarf undir samning þess efnis og ströng viðurlög eru við brotum á honum. Þeir sem starfa við þær erlendu kvikmyndir sem teknar eru hér á landi eru bundnir stífri þagnar- skyldu. Skrifað er undir samning áður en tökur hefjast til að vernda framleiðendur myndanna gegn því að eitthvað leki út um söguþráð, umgjörð, útlit þeirra og annað slíkt. Allt er þetta hluti af mark- aðssetningu hverrar myndar fyrir sig enda vilja framleiðendurnir geta stýrt því hvað fer út í loftið af upplýsingum um myndirnar. Fyrirtækið True North hefur aðstoðað við tökur á fjölda mynda hér á landi, nú síðast stórmynd- inni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki. Næst á dagskrá hjá fyrirtækinu er nýjasta mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en tökur á henni eru nýhafnar. Aðspurð segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmda- stjóri hjá True North, að hátt í fjögur hundruð manns hafi skrifað undir samning um þagmælsku fyrir tökurnar á Noah. Hún segir engan hafa brotið samninginn og minnist hún þess heldur ekki varð- andi aðrar myndir. „Það virða allir og skilja eðli málsins. Þetta er líka hluti sem framleiðendur verða að verja sig gegn í dag. Netið er það virkt og það eru allir á einhvers konar samskiptavefjum. Það þarf að gæta þess að fólk sé ekki að setja neitt þar inn sem skiptir máli í þessu samhengi,“ segir Helga Margrét. „Þetta snýst um að fólk treysti okkur og vilji koma hingað aftur. Ég held að enginn vilji gera þetta því það er ekki þess virði. Við viljum öll fá þessi verkefni hingað því þau skipta okkur öll máli,“ segir hún. freyr@frettabladid.is STRANGLEGA BANNAÐ AÐ TJÁ SIG UM TÖKUR NOAH Leikarinn Russell Crowe fer með aðalhlutverkið í myndinni Noah sem tekin var upp hér á landi í sumar. FIMM ATRIÐI SEM TENGJAST ÞAGMÆLSKU 1. Fjölmiðlafulltrúi Fjölmiðlafulltrúi er ráðinn fyrir hverja mynd fyrir sig. Hann sér um öll samskipti við fjölmiðla og passar upp á að þeir fái sem bestar og rétt- astar upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tímapunkti fyrir sig. 2. NDA Allir sem koma á einhvern hátt að kvikmyndinni skrifa undir svokall- aðan NDA-samning, sem er skamm- stöfun á „Non-disclosure agree- ment“. Hann snýst um að fólk má ekki tjá sig um neitt sem viðkemur myndinni við þriðja aðila nema um sé að ræða almenna vitneskju, eða „common knowledge“. 3. Símar og myndavélar Þeir sem ætla að vera með síma á tökustað þurfa að fylgja ákveðnum reglum. Fólk má að sjálfsögðu tala í símana sína þegar sjálfar tökurnar eru ekki í gangi en algjörlega er bannað að nota myndavélarnar í símunum og hvað þá hefðbundnar myndavélar. 4. Viðurlög Fólk er rekið úr starfi og gæti lent í dómsmáli ef það brýtur NDA-samn- inginn. Aldrei hefur þurft að reyna á þessi viðurlög hjá True North að sögn Helgu Margrétar. 5. Hvenær má tjá sig? Eftir að myndin er frumsýnd má tala um allt sem tilheyrir útliti myndar- innar og söguþræði en ekki má fara út í slúðursögur af tökustað eða annað slíkt sem er ekki „common knowledge“. Framleiðendur kvikmyndarinnar Hross eftir Benedikt Erlingsson hafa auglýst eftir fjögur hundruð hrossum og eitt hundrað manns fyrir tökur á stóru atriði þar sem stóðréttir verða endurvaktar í Þverárrétt í Borgarfirði. „Þetta er mikil söguflétta þar sem allir þræðir myndarinnar fara saman í einn hnút sem eru stóðréttir,“ segir leikstjórinn Benedikt Erlingsson um atriðið. „Við þurftum að hverfa frá Skagafirði því við erum ekki með eins mikinn pening og Ben Stiller og ætlum að gera þetta í Þverárrétt 8. september. Við erum að vona að sveitungar hér sem hafa reynst okkur velviljaðir og hlið- hollir vilji koma og leggja til hross og sjálfa sig kannski í períódubúningi frá því þegar maður var upp á sitt besta um 1985.“ Tökur á Hrossi hafa verið í gangi í Borgarfirði síðan 13. ágúst. „Þetta hefur tekist algjörlega stóráfallalaust með mikilli hjálp náttúruaflanna. Það hafa ekki nema tveir leikarar dottið af baki enn sem komið er og hestarn- ir leika mjög vel. Það er ótrúlegt hvað þeir eru agaðir,“ segir Benedikt. Hross verður frumsýnd hér á landi haustið 2013. „Þetta er mynd um mennsk- una í hestinum og dýrið í mann- eskjunni. Það er mikil hestasál- fræði í þessu öllu saman.“ Meðal leikara verða Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Halldóra Geirharðsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Ragn- arsson, Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson. - fb Vantar fjögur hundruð hross GENGUR VEL Tökur á Hrossi hafa gengið vel, að sögn Benedikts Erlings- sonar. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða- sala: 412 7711 Hverfi sgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas FIMMTUDAGUR: ELLES (ÞÆR) 17:50, 20:00, 22:10 TÍU TÍMAR TIL PARADÍSAR (TEDDY BEAR) 18:00, 20:00, 22:00 HRAFN- HILDUR 18:00, 20:00 COOL CUTS: LEGENDS OF VALHALLA-THOR 18:00 COOL CUTS: JAR CITY 20:00 COOL CUTS: LAST DAYS OF THE ARCTIC 22:00 BLACK’S GAME (ENGLISH SUBS) 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. HRAFNHILDUR KVIKMYND EFTIR RAGNHILDI STEINUNNI JÓNSDÓTTUR ELLES (ÞÆR) BLAÐAKONA RANNSAKAR UNGAR NÁMS- MEYJAR SEM STUNDA VÆNDI JULIETTE BINOCHE HEIMILDAMYND UM KYNLEIÐRÉTTINGU 31. ÁGÚST: EN KONGELIG AFFÆRE (KÓNGAGLENNA) TÍU TÍMAR TIL PARADÍSAR MEÐÍSLENSKUTALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE EXPENDABLES 2 LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 5.45 / 2D KL. 3.30 7 BRAVE: HIN HUGRAKKA 2D KL. 3.30 L BRAVE: HIN HUGRAKKA 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.40 / 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 10.20 10 THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.50 - 8 - 10 16 THE WATCH KL. 8 - 10 12 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 THE EXPENDABLES 2 6, 8, 10.10(P) THE WATCH 8, 10.20 PARANORMAN 3D 6 - ISL TAL INTOUCHABLES 5.50, 8, 10.20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar POWERSÝNING KL. 10.10 56.000 MANNS! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! BRÁÐSKEMMTILEG TEIKNIMYND www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5%  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA MYND SUMARSINS STÆRSTA MYND WB ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI „Maður verður að sja þessa mynd aftur, það er svo mikið að ske að eitt skipti er ekki nóg, allavega fyrir mig.“ JON GUNNARSSON KVIKMYNDAUNNANDI… Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up.  - Miami Herald - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment MÖGNUÐ DANSATRIÐI! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA VINSÆLASTA DANSSERÍA ALLRA TÍMA ÁLFABAKKA 7 L L L 12 12 12 12 7 L 12 12 12 12 KRINGLUNNI HIT AND RUN KL. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT KL. 8 - 10:10 2D BABYMAKERS KL.5:40 - 8 2D STEP UP KL. 5:40 - 8 2D STEP UP ÓTEXTUÐ KL. 10:30 3D BRAVE ENS TAL KL. 11:10 2D BRAVE ÍSL TAL KL. 5:30 3D BRAVE ÍSL TAL KL. 5:50 2D EGILSHÖLL 12 12 12 L L L 7 7 7 L L L 12 AKUREYRI BRAVE ÍSL TAL KL. 6 3D STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D BATMAN KL. 10:10 2D BABYMAKERS KL. 6 - 8 2D SEEKING A FRIEND KL. 10:10 2D 12 7 16 KEFLAVÍK EXPENDABLES 2 KL. 10:10 2D BABYMAKERS KL. 8 - 10:10 2D STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D V I P KYNNTU ÞÉR VILDARKERFI SAMBÍÓA FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁBÆR GRÍNMYND HIT AND RUN FORSÝND KL. 8 - 10:20 2D HIT AND RUN LUXUS VIP KL. 8 - 10:20 2D BABYMAKERS KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D SEEKING A FRIEND KL. 5:50 2D BRAVE M/ ÍSL. TALI KL. 5:50 3D BRAVE M/ ÍSL. TALI KL. 5:50 2D BRAVE M/ ENSKU. TALI KL. 8 2D DARK KNIGHT RISES KL. 8 - 10:20 2D HIT AND RUN FORSÝND KL. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES KL. 5:30 - 9 2D BABYMAKERS KL. 8 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 2D BRAVE M/ ÍSL. TALI KL. 5:50 2D SEEKING A FRIEND KL. 10:20 2D FORSÝND Í KVÖLD FRÁ FRAMLEIÐENDUM „WEDDING CRASHERS“ KEMUR FRÁBÆR GRÍN SPENNUMYND ! BRADLEY COOPER ÚR HANGOVER FER Á KOSTUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.