Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 56
30. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR40 sport@frettabladid.is búin að æfa svo mikið og stefni á að setja Íslandsmet,“ segir Matthildur sem keppir í sinni uppáhaldsgrein strax á morgun. Sterkust í skriðsundinu Sundkonan Kolbrún Alda Stef- ánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af keppni á alþjóðavettvangi. „Ég er orðin spennt, mér líst vel á hópinn og held að þetta eigi eftir að vera rosalega gaman,“ segir Kolbrún Alda sem er sterkust í 200 metra skriðsundinu. „200 metra skriðsund er uppá- haldsgreinin mín. Þar á ég mögu- leika á að standa mig best,“ segir Kolbrún Alda sem valin var íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra á síðasta ári. Jón Mar- geir Sverrisson hlaut verðlaunin í karlaflokki en hann ætlar að passa upp á spennustigið í London. „Ég ætla að vera afslappaður og rólegur,“ segir Jón Margeir sem keppir í baksundi á morgun líkt og Kolbrún Alda. Greinarnar eru þær sem þau leggja síst áherslu á og því kærkomið tækifæri til að ná úr sér skrekknum sem vafalítið fylgir svo stóru sviði sem Ólympíumótið er. „Ég stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi,“ segir Jón Margeir sem á annan besta tíma ársins í greininni í sínum flokki. Sundkappinn hefur æft í langan tíma með Ólympíumótið í huga en fór að finna fyrir öndunarerfið- leikum í upphafi sumars sem ollu honum og þjálfurum hans miklum áhyggjum. Fljótlega fékkst leyfi fyrir astmalyfjum sem virðast hafa komið honum á beinu brautina á ný. „Ég notaði þau áður en ég fór á Evrópumótið og þau virkuðu mjög vel. Svo hef ég notað þau síðan. Það er eitthvað að hrjá mig og lyfin hjálpa mér,“ segir Jón Margeir en hans fyrsta verk að mótinu loknu verður að fá sér húðflúr með merki Ólympíumótsins á kálfann. kolbeinntumi@365.is RAGNAR SIGURÐSSON og félagar í FC Kaupmannahöfn töpuðu í gær fyrir Lille í Frakklandi, 2-0, í framlengdum leik. Lille tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið verður í riðla í dag. Ragnar lék allan leikinn en Sölvi Geir Ottesen sat á bekknum. Þar með er ljóst að enginn Íslendingur verður í Meistaradeildinni í vetur. ÓLYMPÍUMÓT Fulltrúar Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í London hefja allir keppni á morgun. Hópur Íslands er sá næstfámennasti í sögu mótsins auk þess sem kepp- endurnir eiga það allir sameigin- legt að vera að keppa í fyrsta skipti á mótinu. Engu að síður eru keppendur Íslands borubrattir en allir keppa í þremur greinum. Í Peking fyrir fjórum árum tókst íslensku kepp- endum í fyrsta skipti ekki að komast á verðlaunapall. Strákarnir ætla sér að bæta úr því og stelpurnar, sem báðar eru aðeins fimmtán ára, stefna á Íslandsmet og sjá hverju það skilar. Segja má að frjálsíþrótta fólkinu Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur hafi skotið upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Þrátt fyrir að hafa aðeins æft frjálsar í rúmt ár unnu þau bæði til verðlauna á Evrópumótinu í sumar. Í kjölfarið er búist við miklu af tvíeykinu. „Ég hef passað mig á að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist,“ segir Helgi. Aldursforseti hópsins segist ekki hafa fundið fyrir utanaðkomandi pressu í aðdraganda leikanna. „Mesta pressan er aðallega frá mér. Ég hef séð að ég get gert ýmislegt. Ég set standardinn hátt og stefni hátt.“ Innblásin af Ólympíuleikunum Matthildur Ylfa fylgdist vel með gangi mála á Ólympíuleikunum á milli æfinga hjá sér. „Þetta var allt svo flott. Öll heimsmetin í frjálsum og eigin- lega bara allt sem ég sá,“ segir Matthildur greinilega innblásin af afrekum keppenda á leikunum. Sömu sögu má segja um Helga. „Þetta er eins og þegar maður var lítill strákur að horfa á aðal- hetjurnar í fótboltanum, körfu- boltanum og handboltanum. Maður fór alltaf beint út á völl og ætlaði að gera eins og þeir. Þetta er nákvæmlega það sama þegar maður sér spretthlaupara hlaupa á asnalega góðum tímum. Maður vill vera eins og þeir, fer niður á braut að æfa sig og reynir að vera eins góður,“ segir Helgi. Helgi segir möguleika sína mesta í spjótkastinu og lang- stökkinu en minni í 100 metra hlaupinu. Matthildur er bjartsýn á góðan árangur í langstökkinu. „Það er mín besta grein og möguleikar mínir mestir þar. Ég er Stefnan sett á verðlaun í London Eftir verðlaunaþurrð á síðasta Ólympíumóti í Peking ríkir töluverð bjartsýni fyrir Ólympíumótið sem sett var í London í gær. Keppendur Íslands, sem allir hefja keppni á morgun, eru vel stemmdir fyrir mótið. Dagskrá Föstudagurinn 31. ágúst 09.08 Langstökk kvenna Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, F37 10.07 100 m baksund karla Jón Margeir Sverrisson, S14 10.18 100 m baksund kvenna Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 18.20 Langstökk karla Helgi Sveinsson, F42 Helgi Sveinsson Fæðingarár: 1979 Félag: Ármann Fötlun: Hreyfihömlun - T42 Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup Spjótkast Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir Fæðingarár: 1997 Félag: ÍFR Fötlun: Hreyfihömlun - T37 Keppnisgreinar: Langstökk 100 metra hlaup 200 metra hlaup Jón Margeir Sverrisson Fæðingarár: 1992 Félag: Fjölnir/Ösp Fötlun: Þroskahömlun - S14 Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund Kolbrún Alda Stefánsdóttir Fæðingarár: 1997 Félag: Fjörður/SH Fötlun: Þroskahömlun - S14 Keppnisgreinar: 100 metra baksund 100 metra bringusund 200 metra skriðsund HIN FJÖGUR FRÆKNU Helgi, Matthildur Ylfa, Kolbrún Alda og Jón Margeir Sverrisson eru klár í slaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pepsi-deild kvenna ÍBV - Þór/KA 1-1 1-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (36.), 1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (45.). Fylkir - Selfoss 2-3 0-1 Eva Lind Elíasdóttir (21.), 0-2 Valorie O‘Brien (41.), 0-3 Guðmunda Brynja Óladóttir (46.), 1-3 Anna Björg Björnsdóttir (54.), 2-3 Anna Björg Björnsdóttir (70.). FH - Valur 1-4 0-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (33.), 0-2 Elín Metta Jensen (36.), 0-3 Elín Metta Jensen (40.), 0-3 Elín Metta Jensen (73.), 1-3 Sigrún Ella Einars- dóttir (89.). Afturelding - Stjarnan 0-3 0-1 Sjálfsmark (17.), 0-2 Inga Birna Friðjónsdóttir (50.), 0-3 Inga Birna Friðjónsdóttir (87.). Breiðablik - KR 1-1 0-1 Olga Kristina Hansen (41.), 1-1 Rakel Hönnudóttir (68.). STAÐAN Þór/KA 16 12 3 1 42-15 39 Stjarnan 16 11 2 3 48-19 35 ÍBV 16 10 2 4 47-21 32 Valur 16 9 3 4 44-22 30 Breiðablik 16 7 4 5 36-21 25 Selfoss 16 4 4 8 29-64 16 FH 16 4 3 9 23-24 15 Fylkir 16 3 3 10 21-39 12 Afturelding 16 3 3 10 14-38 12 KR 16 1 5 10 17-37 8 ÚRSLIT FÓTBOLTI Þór/KA verður meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins ef liðið vinnur Selfoss á heimavelli á þriðjudagskvöldið en þá fer fram næstsíðasta umferð tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur gerðu 1-1 jafn tefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í gær en á sama tíma vann Stjarnan öruggan 3-0 sigur á Aftur eldingu. Stjarnan er ríkjandi meistari og fjórum stigum á eftir toppliði Þórs/KA. „Það er frábært að ná stigi í Vestmannaeyjum,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Við eigum enn mögu- leika á að klára mótið taplausar og stefnum við að því.“ - esá, gts Pepsi-deild kvenna: Þór/KA nálgast sinn fyrsta titil ENN TAPLAUSAR Þór/KA getur orðið meistari á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.